Þetta er alltsaman "löglegt"

Hvað? HVAÐ?!!? Hélstu að ég væri að tala um eitthvað krepputengt ofurpólitískt peningaþvættis partýmál?

Nei.. já nei takk!! Smákökur elsku manneskja!

Eitthvað gott, fyllandi, blindfyllandi, heilsusamlegt, gaman að bíta í.

Eitthvað sem áferðarperrinn og bragðlaukagúbbinn geta báðir sammælst um að sé hamingja í þeirra heimi.

Eitthvað sem svalar frænda sykursnúðsins en heldur predikunum íþróttaálfsins í skefjum.

Einfaldar, 5 hráefni. 7 ef þið teljið chia og krydd með.

G'daginn bitar: 15 - 20 stykki

  • 3 mjög hræðilega vel þroskaðir bananar
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk olía (ég notaði 1 msk möndlu og 1 msk valhnetu)
  • 2 bollar hafrar. Ég notaði græna, gófa, solgryn.
  • 1 bolli saxaðar döðlur (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
Valkvæmt
  • 1 msk chiafræ (mulin hörfræ...)
  • Dass af kanil og salt eftir smekk

Hita ofn í gráður 175 norðvestur.

Saxa döðlur með handafli... þarf nú varla mikið af því svosum. Þessir hnífar myndu sneiða demanta án þess að blása úr nös!

Ef hnífar væru með nasir að sjálfsögðu.

Gæti líka verið gott að leggja döðlurnar aðeins í bleyti, heitan pott. Mýkja þær eilítið og gera karamelló.

Döðluniðurskurður

Skræla banana, einn af öðrum. Ég raðaði þeim í aldursröð.

Krumpaður, krumpaðri og herra múmía!

Múmíubananinn

gums

Stappa, með handafli, hræra döðlum smanvið ásmt vanilludropum og olíu.

Þarna smakkaði ég að sjálfsögðu og bætti saltinu út í.

gums

dass af salti

Hella svo höfrum, kanil og chia í blauta gumsið.

Hér skal röra

RÖRA

Hér bætti ég smá meira salti við. 

röringur

Setja til hliðar og geyma í 10 - 15 mínútur. Rétt til að leyfa höfrunum að bindast sáttarböndum!

geyma

Á meðan er sérlega sniðugt að útbúa sér smávegis roastbeef - spínatsalat. Bara svo þú drepist ekki úr hungri skilurðu.

salat í bígerð

Skera spínat, henda í skál. Rífa niður roastbeef, henda í skál.

Helst sömu skál en sitt sýnist hverjum.

Hræra.

Útbúa dressingu úr t.d. balsamic ediki, dijon, smá hunangi + sítrónusafa, 1/4 úr teskeið af valhnetuolíu (gefur mikið bragð, þarft ekki meira), dropi worcestershire og hella yfir gumsið.

balsamic dijon hunangsdressing

Grípa hnetur, því þú átt ekki furuhnetur eða sólblómafræ - sem hefði verið geggjað að salta/rista og strá yfir...

...EN...

...saxa hnetur í smátt og stráir yfir salatið.

blandaðar ofurhnetur

Kíkja á deigið.

geyma

Svo á salatið.

Roastbeef, spínat, dressing, hnetur, himnaríki

Aftur á deigið. Jebb, enn á sínum stað!

geyma

Borða svo salatið!

Mjöööög gott

Eftir að hafa graðgað í þig roastbeefgleðinni, þvegið þér um hendur og gengið frá öllu óþarfa dralli, skúbbar þú í nokkrar vænar hafrakúlur úr biðstofudeiginu!

Hafrakugler

Já... það er hægt að borða deigið allsbert og óbakað. Þið getið líka alveg gert ráð fyrir því að nokkrar kúlur hafi horfið upp í ginið á mér á meðan upprúllun stóð! Væri geggjað að hræra þetta svona óbakað út í skyr!

Mmmhhhh!

KUGLER - raða á spamaðan bökunarpappír sem lagður hefur verið yfir sérlega ofnskúffu og inn í ofn í 15 - 20 mínútur.

Hermenn

Og svo, til að halda höndunum uppteknum, því þú vilt ekki éta restina af deiginu, þá útbýrðu próteinstangir úr því hráefni sem eftir er á meðan gleðisprengjurnar bakast.

Amk fyrra hollið.

Smávegis hráefni eftir

Bara tvær döðlur því ég át eina! Óvart.

Hendurnar ekki byrjaðar að vinna og stundum þá vinna þær algerlega sjálfstætt.

Note to self: Þegar þú ert að matarblogga, mundu að þrífa alltaf vel undan nöglunum á þér! Og ég lofa, þetta eru deigleifar - ekki mold eða kusk eða eitthvað hræðilegt eins og hor!

ét

Stappa banana og setja í skál ásamt söxuðum döðlum og vanilludropum. Hræra saman og setja til hliðar.

afgangsbanani og döðlur

Setja 3 skúbbur prótein í skál (skiptir litlu hvurslags prótein, hreint er best) ásamt kakó, kanil, höfrum og chia.

Þið ráðið hvernig þið bragðbætið, ég treyst'ykkur!

Prótein, kakóduft, kanill, hafrar, chia

Bæta svo bananagumsi útí, hræra og fylla upp í með vatni þangað til úr verður klístrug, meðfærileg, karamellukúla. Held ég hafi sett 2 msk vatn.

Verður mjög erfitt að hræra deigið á ákveðnum tímapunkti, þannig á það að vera.

Móta og kókosa! Betra að kókosa eða hneta eða umlykja einhverju því gumsið er jú mjög klístrað!

Próteinklessa í kókoshrúgu

Klíístur

Henda svo í box og beint inn í frysti til átu seinnameir!

Hambó, konfektkúlur og próteinstykki! Svona um það bil!

Próteinstykki

Snúdda sér svo aftur að G'daginn bitunum, eftir bakstur, og módelast svolítið með þá!

G'daginn biti

Þú ert köttur.... api... sólstóll!

Mmmmm hmmm Hafra og bananabiti

Djúsí að innan

Nota bene mín kæru. Bananahafrakökugums sem þetta verða aldrei nokkurntíman eins og knúsaðar kramkökur. Þær eru mjúkar að utan sem innan. Þessar eru reyndar "djúsí" að innan sem er geggjað og bragðið er æði! Chia eru gleðibombur!

Morgunverðarsmákökur

Þið getið svo að sjálfsögðu bætt út í deigið hnetum, öðru kryddi, Néscafi.... ég treyst'ykkur... aftur!

Allt er þegar þrennt er og þetta tók mig 40 mínútur frá byrjun til enda.

Ég var hinsvegar 1,5 klukkustund að henda þessum pistli inn! Magnað.

Þið megið svo geta einusinni hvað ég er að fá mér í morgunmat núna!

Verði mér að góðu

Ég lýg ekki - þetta er eins og að borða karamellu!

Yfir og út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehe.... þú ert yndisleg en berð ábyrgð á því að ég sit með maskaraklessur niður á kinnar fyrir framan tölvuskjáinn í vinnunni og það sem verra er mig langar heim að baka. Hroðalega girnilegt takk

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 08:54

2 identicon

bwhahaha alltaf sama snilldin að lesa bloggið þitt og mhmm ég verð sko að prófa G-bitana, elska svona mjúkar hafrakökur!

Halla S (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Sverrir Þór Magnússon

Snarklikkað og frábært að lesa þessa samsuðu orða þinna, komdu með meira af þessu sama

Sverrir Þór Magnússon, 18.10.2010 kl. 16:54

4 identicon

Jæja.... bíð spennt eftir að G´bitar komi sælir úr ofninum mínum! Hvaða bragð af próteini notaðiru svo í próteinkúluhamborgarastykkin? :) Þarf að fjárfesta í próteini

Sveinbjörg Eva (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:20

5 identicon

Umm skelli í bitana við fyrsta tækifæri!

Hvað er annars útí skyrinu?

Klara (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 22:27

6 identicon

vildi að ég gæti tekið þátt í þessi chia-ævintýri! Hér í þýskalandi fæst þetta hvergi, evrópusambandið telur chia ekki til matar fyrir manneskjur! Kannski prófa gæludýrabúð??

kRistin (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:19

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

SAÆLLL... sóðalegur Sæmundur og allir frændur hans... ég elska banana og döðlur og hafra... allt saman hlýtur að vera Nirvana og raðfullnæging í einum bita.

Kristín! Ég bý í DK og hér eru til Chia fræ, svo ESB leyfir þau allavega. Ég fæ þau í heilsubúðum m.a.s talsvert ódýrari en á Klakanum, 1500 kall fyrir stóran poka.

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.10.2010 kl. 08:50

8 identicon

OMG hvað þetta er girnilegt!!! *slef* spurning um að skella sér í bakstur eftir vinnu :D

Þú ert svo mikill snillingur!

Þórdís (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:38

9 identicon

Thú ert farin ad slá sjálfri thér vid....bíddu...thad stenst ekki (thad er ekki möguleiki)!  Vá..thetta er rosalegt.

Hungradur (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:40

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Vala Árnadóttir: Ég mæli með bakaraheimferð - bakstur er svo gleðilegur! ;)

Halla S: Um að gera. Líka svo einfaldar - hægt að bæta og betrumbæta að vild.

Sverrir: Hahaha.. ohhh, takk fyrir! Ég skal reyna að standa undir nafni!

Sveinbjörg Eva: Vona að þú njótir - ég elska svona gums. Ég nota nú yfirleitt alltaf barasta vanillu, alltaf hægt að krydda það eins og hugurinn girnist.

Klara: Núh... chia of kors! (ég er ekkert einhæf eða neitt svoleiðis... ekki neitt)

Kristín/Ragga: Hlýtur að vera í laumi á einhverjum stað. Nema þú viljir fá sent til þín ;) Þá væri eflaust hægt að redda því.

Þórdís: hahha..æji, þeir eru ægilga góðir. Systir mín gleypir þá í heilu! Með skyri/jógúrt/graut... einir og sér. Mhhmm...

Hungraður: það er sérdeilis aldeilis.. ég þakka bara pent fyrir mig :)

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2010 kl. 13:43

11 identicon

Langaði að segja að ég er í þessum töluðu að baka banana hafra dótið og eldhúsið ilmar og maginn kallar á þetta í gegnum glerið á ofninum. Namm hvað mig hlakkar til að borða þetta :o)

Þóranna (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband