Pumpkin pie grautur og fæturnir gráta

Er ekki frá því að ég finni fyrir fótaskjálfta.

Lærin bölvuðu mér í hljóði í morgun.

Búin að taka tvennar Karvelio æfingar í beit og þó svo þær líti, margar hverjar, út fyrir að vera biti úr mjööög djúsí franskri súkkulaðiköku með blautri miðju og ís, þá eru þær lúmskar gott fólk.

Mikið meira en bara lúmskar. Ugh!

Þær reyna á allskonar vöða sem veina, kveina og fara í fýlu. Engar brjálæðislegar þyngdir í gangi, mestmegnis core-æfingar, reyna á marga vöðvahópa í einu (marga vöðvahópa sem ekki hafa unnið saman áður virðist vera) - bara geggjað!!

Sumsé, mjög, mjög góðar! Hlakka til að taka þennan mánuðinn í dauða og djöfli! Sjá hvernig formið batnar og styrkurinn eykst!

Þetta gerðist svo í gær!

hraustar lifrarpylsur

Pabbmaster 2000 og Lögginn minn ofurfrændinn. Víkingar með meiru.

Löggi: "Eigum við að nota hjólabrettið í þetta?"

Pabbúla: "Neinei, höldum bara á þessu inn."

Og já, þetta er píanó!

Ég ööölska þetta píanó.

Fékk mér líka endalaust góðan graut í morgun. Ekki dæma út frá myndunum, gerið það fyrir mig! Þær eru hræðilegri en heimur án súkkulaðis! Eg viðurkenni það fúslega og frjálslega!

OHhh hvað ég vildi óska að þið hefðuð getað smakkað snilldina í morgun!

1. Búa til Pumpkin-paaa krydd!

  • 1 tsk kanill
  • 1/8 tsk negull
  • 1/8 tsk engifer
  • 1/8 tsk allrahanda
  • Smá múskat (eftir smekk)

2. Búa til hræring, flundur silkimjúkan eðalgraut og hræra út í hann graskersmauki.

  • 25 gr. hafrar
  • Vatn eftir smekk
  • 120 gr. eggjahvítur
  • 1/4 bolli, eða 60 gr., maukað grasker
  • Salt
  • Torani + vanilludropar

Bleyta upp í höfrunum fyrst og örbylgja. Hella svo eggjahvítum út í heitt gumsið + salta smá + torani + vanilludropar. Örbylgja. Bæta þá við graskersmauki og örbylgja meira ef þykkildi er ábótavant.

Oj... þykkildi.

Allt eftir smag og behag.

Pumpkin paa grautur

3. Krydda með graskerskryddinu

4.  Hræra

5. Ísskápa

Við átið opnast himnarnir og rigna yfir þig ristuðum pekanhnetum svo þú getir bætt út í gumsið!

Pumpkin paa grautur

Eins og að borða pumpkin paaa!

Matarcoma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu von á að formið geti lagast mikið hmmm ??

Unnur (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jah, formið og formið. Er meira að meina í hvernig stöðu skrokkurinn er þegar ég framkvæmi æfingarnar og sjóleiðis. Svo mikið af nýjum æfingum/hreyfingum sem hann er að láta mig gera.

Jafnvægið í sumum þeirra er svo gott sem ekki neitt!

Svo lengi sem formið er rétt, þá er æfingin að skila sínu. :)

Elín Helga Egilsdóttir, 11.11.2010 kl. 11:39

3 identicon

Spannandi að fylgjast með og til lukku með flutningana !

Unnur (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:29

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Jahérna hér... great minds think alike... var einmitt að henda upp opskrift að pumpkin pie pönnsu. Hlakka til að fylgjast með svipuhöggunum frá frænda... work that core woman!!

Ragnhildur Þórðardóttir, 12.11.2010 kl. 06:23

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Unnur: ohh takk fyrir það mín kæra :)

Ragga: Hell yeah!! Sá þann dónalega Sigurjón á síðunni þinni! Þú komst með pönnsurnar aftur inn í minn vesæla líf... óhhhh, þú grimma tilvera.

Já. Best að láta miðjuna kenna svolíið á því svona rétt fyrir jólin. Líka ágætt í flutningum - maður getur svoleiðis burðast með hverja þvottavélina á fætur annarri!

Því ég á svo marar svoleiðis sjáðu!

Elín Helga Egilsdóttir, 12.11.2010 kl. 16:45

6 identicon

Er ekki ein þvottavél í hvert herbergi standard útbúnaður?

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 21:11

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jú, það held ég nú! Maður verður að geta þvegið eina sokkavéla á meðan gónt er á Simpsons! Tala nú ekki um handklæðavél í kvöldmatnum.

Elín Helga Egilsdóttir, 15.11.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband