Árið senn á enda

Jú, ég ætla sko að láta vaða og lista upp árið. Höfum þetta í léttari kanntinum. Það vita allir hverjar "vondu" hliðarnar eru! Fljótt að líða... það verður að segjast.

Ég byrjaði á því að blogga um matinn minn í von um að geta haldið utan um daglegt át og góðar uppskriftir. Bloggið breyttist þó með tímanum í almennt matarblogg með sögulegu átvagls ívafi. Góður staður til að lista upp allar syndir og ósyndir. Aldrei datt mér þó í hug að svona margir færu að lesa hripið hvað þá sækja innblástur í það sem ég geri. Það er stórkostlegt! Ég verð alltaf mjúk og meyr í hjartanu þegar ég hugsa um það og þykir æðislegt að vita að það séu einhverjir sem geta nýtt sér kvakið í mér. Hvort sem það sé í átt að nýjum lífstíl, viðbót við þegar mótað hátterni eða örlitla fjölbreytni í daglegt át. Æðislegt! InLove

Eins og með öll önnur ár sem líða þá hefur margt átt sér stað. Gleðilegt og ógleðilegt. Nákvæmlega eins og það á að vera. Ég var svellköld í byrjun árs, hörð á því að setja sykur aldrei viljandi inn fyrir mínar varir. Jah - þið sjáið hvernig sá gamanleikur fór Smile Ástæðan fyrir því að hefja sykurinntöku á ný var þó meðvituð, með vilja og ásetningi skráð í sögubækur. Mér þykja kökur, ís og einstaka súkkulaðimoli of mikið gúrmey til að sleppa alfarið. Sykurátinu var þó stillt í hóf við tiltekna daga og/eða minni skammta. Hentar vel og loksins núna er ég að komast upp á lagið með að hemja mig í sykuráti og því sem ég tel raska ró míns ástkæra skrokks. Magnað hvað matur getur skriðið undir skinnið á manni og tekið sálina í gegn! Ég vann þá orrustu á endanum - sátt við staðinn sem ég er á í dag! Óje! Heilsusamlegt "samband" við mat - ef það er þá til!

Ræktarmál fara síbatnandi og brennsla hefur verið keyrð niður til muna. Þvílík dásemd og gleði. Ungfrúin styrkist og heilsan batnar. Í byrjun árs tók ég 24 kg. í bekk, núna tek ég 40. Það þykir mér stórgott! Sömu sögu er að segja um hnébeygjuna góðu ásamt nokkrum velvöldum æfingum. Þolið glæst! Ég er eins og dvergarnir - mjög hættuleg á stuttum vegalendum. Jájá! Ég er einnig 2 kg. þyngri en ég var í byrjun árs en þó passa öll föt betur á mig. Tók líka eftir því um daginn að ég er allt í einu komin með kúlurass! Jább! Rass og læri fyrir allan peninginn og ég fíla það vel.... Palli líka! Cool

Ég er búin að innbyrða um það bil 1539 eggjahvítur á árinu sem er að líða og svolgra í mig 16 pökkum af höfrum!

Ragga Nagli sýndi það og sannaði að stelpuNaglar standa svo sannarlega fyrir sínu!

Hellirinn var tekinn í gegn.

Ég fékk ekki svínaflensu.

Í kringum mig komu í heiminn átta glæný börn.

Ég fór til Boston og fékk ostakökur og löngu gleymdan pecanhnetuís frá Ben og Jerry's.

STARBUCKSButter pecan smakk

 

 

 

 

 

 

 

Tvöföld súkkulaðiostakakaKökudeigsostakaka

 

 

 

 

 

 

 

Ernan mín eignaðist sitt fyrsta afkvæmi. Hann er yndislegur!

Litli Ernu og Jensasnúður

Ég fór á tvennar árshátíðir á Selfossi og hélt tvær þakkargjörðar-háð-tíðir, önnur með hallogen-ívafi.

Nasty burger

Mister Paulsen og átvaglið

 

 

 

 

 

 

Gleðiborð án flass - Hjölli í góðri sveifluOhm nom nom

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta skipti sem mister Paulsen er í bænum yfir jólin en ekki á Höfn. Það var gaman.

Ells und Palls

Í framhaldi af því var fyrsta jólatréð skreytt. Lilli Au í öllu sínu veldi.

Skreyttur Lilli AU

Ég braut allar leikreglur og snobbaðist til að kaupa mér Kitchen Aid. Vélin er draumur í dós! Ég legg til að allir sem eigi Kitchen Aid hittist og Kitchen Aid-i í staðinn fyrir að "lan-a".

Kitchen Aid

Við fjölskyldan héldum rúmlega 17 matarboð í sumar og eldhúsið hennar mömmu dó í framhaldi af því.

Júróvisjón hamborgaraveisla Frábært fjölskyldukvöld og matur í stíl!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég keypti RAUÐA KASSANN!

Innihald rauða kassans

Ég borðaði upp úr rauða kassanum.

Borðaði líka upp úr plastboxum!

Lærði að búa til sushi!

Suhi að verða að veruleika

Sveiflaði kjúkling í hringi í Stegepose!

Flughænsn

Ég gekk í gegnum grænt tímabil á árinu!

Banana og spínat prótein drykkur - geggjaðBanana og spínat prótein ís með ávöxtum og crunchi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rækjutímabil!

Risarækjur á salatbeði

Möndlu og kanilrækjur

 

 

 

 

 

 

 

Skyrgumstímabil!

Hreint Kea skyr, frosin hindber og möndlurSkyrgums með grænu epli, jarðaberjum, kanil og pecanhnetum

 

 

 

 

 

 

 

"Ís" tímabil.

Prótein- skyr ís með frosnum jarðaberjum, banana og crunchi! Banana og spínat, prótein ís með frosnum jarðaberjum, bláberjum og quinoa fögum

 

 

 

 

 

 

 

Grænu bauna tímabil!

Eggjahvítukaka með reyktum laxi, salsamauki og baunum.Kjúklingabringa og ristuð brún grjón með auka grænum baunum

 

 

 

 

 

 

 

Bjó til miiiikið af hafragraut!

Hafragrauts Splitt Hafrakaka með skyr-próteinblandi, ávöxtum og hnetum

 

 

 

 

 

 

 

Grautur með skyri, ávöxtum, hnetum og múslíKaramellukenndur jarða- og bláberja próteingrautur

 

 

 

 

 

 

 

Uppgötvaði banana ís! Mér til mikillar hamingju!

Banana soft serve

Lá í hengirúmi góðan part sumars.

viðbrenndar tær

Kíkti á Höfn til tengdó!

Klettabrekka

Ég var beðin um að vera með "matargreinar" í fréttablaðinu og mogganum. Kjúklingasalat og kókoskúlur. Það var mjög skemmtilegt.

Ferskt, ávaxta og kjúklingasalat með kasjú- og valhnetumKókoskúla

 

 

 

 

 

 

 

Keypti mér nýtt rúm!

Flikk

Ég náði að borða 2,5 200 gramma hambó í sumar með brauði og allesklar. Þetta þótti mér mikið afrek.

Hamborgarar og lamb. 200 gramma kvikdindi!

Ég klippti á mig þvertopp og litaði hárið dökkt. Síðan þá hef ég verið kölluð Kleopatra og Prins Valíant!

Jól 2009

Mamma fékk loks að þefa af skunkafýlu!

Jú.. það var skunkalykt

Ég uppgötvaði uppáhalds hafrapönnsurnar og hafraskonsurnar mínar.

Ég bakaði eins og vindurinn fyrir jólapakkann í ár.

Karamellupopp í bígerðGeggjaðar saltkringlur

 

 

 

 

 

 

Skytturnar þrjárDaim hnetukaramella

 

 

 

 

 

 

Hafrakökur, spesíur og súkkulaði-brownieSnjóboltar - kókosboltar

 

 

 

 

 

 

 

Borðaði mikið, mikið... mjög mikið af góðum mat!

Ég bakaði áramótaostaköku og hlakka mikið til að bíta í hana í kvöld! Vona að hún standi undir væntingum amerísku ostakakanna! Það kemur í ljós á eftir og þið látin vita á morgun!

Enduruppgötvaði hvað ég er ríkt átvagl!

Uppáhalds fólkið mitt

Spaghettisen 

Uppgötvaði líka hversu heppin ég er að hafa ykkur. Finnst næstum eins og ég "þekki" mörg ykkar sem kommentið oft hjá mér og væri mikið meira en til í að hitta á ykkur einn daginn!

Elsku bestu. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða! Ég væri án efa löngu hætt að nenna þessu ef það væri ekki fyrir ykkur, fjölskylduna mína og vini. Takk yndislega vel fyrir alla jákvæðu straumana og fínu fínu kommentin. Þið eruð snilldarlegir hattífattar!

Verið góð hvert við annað, gangi ykkur vel með að ná öllum ykkar markmiðum fyrir árið 2010, stórum sem smáum - á hvaða sviði sem er, og munið að mótstöður eru ekkert annað en áskoranir sem þarf að tækla!

Gott ár að baki!

Gleðilegt nýtt ár strumparnir mínir! Megi 2010 færa ykkur hamingju og gleði í ýmsum myndum, máli og dularfullum formum! Svoleiðis form eru alltaf best!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki amalegt ár! Gleðilegt ár og takk fyrir að deila þessu öllu með okkur:)

Helga B (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 15:52

2 identicon

Skemmtileg áramótafærsla - eins og þér er einni lagið

Gleðilegt ár .. takk fyrir hugmyndirnar á liðnu ári - hlakka til að fá að kíkja til þín á nýju ári

Ásta (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 03:01

3 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

takk fyrir hið frábæra matar ár þú ert hvattning fyrir alla og það er bara tilhlökkun að hafa þig með á nýju ári ásamt matarhugmyndum þínum,áfram skvísa

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 1.1.2010 kl. 09:37

4 identicon

Frábært- takk fyrir yndislegt bloggfærsluár. Algerlega ómissandi að kíkja á síðuna þín...á hverjum degi og helst oft á dag. Sannkallaður innblástur og flott fyrirmynd. Gleðilegt nýtt ár, hlakka til að fylgjast áfram með:)

kv.Anna

Anna (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:21

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár!

"Kynntist" þér á því liðna og er býsna þakklát fyrir það. Þvílíkur kraftur sem er í þér og endalaus innblásturinn sem þú veitir manni. Þú hjálpar manni við það að lýta björtum og jákvæðum augum á hollustuna. Ég uppgötvaði á árinu að það er ekkert skemmtilegra en að vera ánægð í eigin skinni í kjölfar hollara mataræðis og meiri hreyfingar og það er auðvitað ekkert sem hvetur mann meira áfram en sú góða tilfinning sem því fylgir. Vona að árið 2010 leyfi fleirum að finna þessa tilfinningu í brjósti sér, og ég efast ekki um að þú munt eiga þátt í bættu líferni nokkurra lesenda með lífsgleðinni sem streymir af þér í gegnum bloggið. (úff, væmnin lekur af mér á nýju ári) Höldum áfram að vera helmassatúttur!

Klara Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:30

6 identicon

Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis og takk fyrir frábært blogg   Finnst líka eins og ég "þekki" þig eftir allan lesturinn

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:07

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mikið eruð þið yndislegar allarsaman! Takk kærlega fyrir mig og gleðilegt ár sömuleiðis til ykkar! Við tökum 2010 í gegn - það held ég nú

Elín Helga Egilsdóttir, 1.1.2010 kl. 23:59

8 identicon

Takk fyrir frábært blogg- dáist að þessu hjá þér ;) Kíki daglega á bloggið bendi öðrum á ! Vona að þú haldir áfram á sömu braut.

Unnur (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:24

9 identicon

jæja kellan loks kominn til bygða..

knús til þín mín kæra og vonandi að þú hafir notið þín vel yfir hátíðirnar.. 

hlakka sko mikið til að fylgjast með þér á nýju ári.

Heba Maren (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 20:58

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir báðar tvær.

Já, það er sko hægt að segja að ég hafi notið mín vel... kannski alltof vel! Hoho... 2010 verður tæklað og ný heimsmet sett! Hvort sem það verður í áti eða átaki!

Hlakka mikið til

Elín Helga Egilsdóttir, 2.1.2010 kl. 22:32

11 identicon

Takk fyrir frábæra færslu og enn þá betra blogg. Var að prófa heilhveiti crépes uppskriftina þína fyrir lambafileafgangana frá áramótunum og viti menn skotturnar mínar dýrkuðu mömmu sína og dáðu fyrir að hafa pönnukökur í kvöldmatinn!! Rosalega fínar pönnsur og ég er búin að tilkynna kallinum að ég sé hætt að taka tillit til crépes- fóbíunnar hans, við stelpurnar eigum alveg skilið að fá svona eðalfínar pönnsur í matinn annað veifið ;) Gleðilegt ár og hlakka til að lesa bloggið þitt á nýja árinu.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:41

12 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Gleðilegt ár mín kæra kona, og takk fyrir skemmtileg kynni. Man ekki eftir að hafa kynnst jafn jákvæðri túttu eins og þér.

Ragnhildur Þórðardóttir, 4.1.2010 kl. 23:58

13 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hólmfríður: Gleður mig óstjórnlega að heyra.. haha og já, ég er sko alveg sammála þér. Þið eigið svo sannarlega skilið að fá pönnsur í matinn þó svo karlurinn sé ekki pönnsufíkill. Takk sömuleiðis fyrir samfylgdina!

Ragga: Já sömuleiðis árið til þín mín kæra. Kynni og kunningsskap! Getur ekki ímyndað þér hvað þér hefur tekist að opna mín augu mikið fyrir hreyfingu, hollu matarræði og hvernig það tvinnast saman við daginn og veginn. Hlakka mikið til 2010! 

Elín Helga Egilsdóttir, 6.1.2010 kl. 20:07

14 identicon

Æ en æðisleg færsla!! Þú ert náttúrulega bara best og vonandiverður næsta ár enn betra fyrir þig og okkur! :)

Erna (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband