Loksins segir hungrið til sín

Haldið þið að kvendið hafi ekki gleymt að birta færsluna í morgun. Ég skrifaði þetta samviskusamlega eftir morgunmatinn og kem að blogginu tómu um kvöldið. Betra seint en aldrei býst ég við? 

Ég er orðin svöng aftur.... loksins. Eftir átið um jólin var ég hrædd um að verða aldrei aftur svöng en til allrar heilagrar hamingju og gleði tók maginn við sér í morgun. Þvílík óhemja í áti! Ojbara! Svo tekur annað eins við ekki á morgun heldur hinn! Ætli ég éti ekki á mig svarthol í þetta skiptið!

Þið megið geta einusinni hvað ég fékk mér í morgunmat. Joyful

Blámann búinn

Blámann!

Lord of the Rings maraþon er hér með hafið. Ein mynd á dag fram að áramótum, jafnvel tvær 31.des. Við sjá um til!

Annars, úr því þessi skrif mæta svona seint á svæðið og til að játa allar mínar "syndir" fyrir almenningi, þá hef ég gúmslað ofan í mig kjúlla, epli, kartöflum og nautakjöti í dag ásamt hnetusmjöri. Dásamlegt alveghreint. Sálin sátt, skrokkurinn kátur, brennsla yfirstaðin og lyftingum lokið. Fullkominn dagur að kveldi kominn. Ahh... ljúfa líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Innvær máttur zjálfzfyrirgefníngarinnar er guðlegur...

Steingrímur Helgason, 29.12.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahah... sannleikur í sínu tærasta formi!

Elín Helga Egilsdóttir, 30.12.2009 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband