Bruscettu hafrar með ólífum og eggi

Fallegur morgunn. Virkilega notalegur. Sit hérna frammi með morgunmatinn minn, kisarnir sofandi í sitthvoru horninu.

zzz zzz

 

 

 

 

 

 

 

Pallinn sefur inn í herbergi og það heyrist ekki múkk úti! Mikil kyrrð yfir öllu.

Útsýni morgunsins

Bruscettu hafrar með ólífum og eggi

Bruscettu hafrar með ólífum og eggiSjóða saman

dl af höfrum, rúmlega

1 - 2 eggjahvítur

3 - 4 svartar ólífur

1/4 marið hvítlauksrif

salt, pipar, hot sauce, basilika eftir smekk

2 dl vatn

Hrært saman eftir suðu

1 þunn sneið smátt skorinn rauðlaukur

1 niðurskorinn tómatur

2 - 3 steiktar/örbylgjaðar eggjahvítur

Hafragrautsskraut

1 heilt steikt egg, salsasósa og smá steinselja.

Bruscettu hafrar með ólífum og eggi

Svo gott þegar eggjarauðan ákvað að leka ofan í grautinn. Hólý mólýness og allir englarnir! Ef þið hafið ekki prófað að setja egg á hafragraut, mæli ég með því að þið gerið það núna! Svaakalega gott!

Bruscettu hafrar með eggi

"Eftirrétturinn" voru frosin jarðaber sem ég stakk ofan í pínkulítið af þykkt blönduðu próteini með kanil.

Frosin jarðaber og prótein

Frosið jarðaber og prótein

Væri til í að prófa graut með t.d. blöndu af kryddunum sem voru í kjúllanum í gær. Kanill, cumin, kardimommur, engifer, hvítlaukur og blanda út í hann vel steiktu grænmeti - væri ábyggilega geggjað! Jafnvel útbúa amerískan morgunverð úr graut og bæta við eggjum, beikoni og smá sýrópi!

Hohoooo... ætla að leggjast í víking í grautarkryddi á næstu vikum og sjá hvort eitthvað stórkostlegt eigi sér stað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jömm  - verði þér að góðu sprellan mín

Dossa (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þeink jú Mér varð mjög að góðu.

Elín Helga Egilsdóttir, 18.10.2009 kl. 12:35

3 identicon

Slef, slef og slef....ME LIKE!!....HIGH FIVE!!! (Borat voice)  Kettir eru mín uppáhaldsdýr.  Býr thú í sveitinni?...Mosfellsbae kannski?

Hungradur (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 12:47

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Á góðum stað í Garðabæ með þennan fína hól fyrir utan! Eins og vinur okkar sagði þegar við fluttum inn:

"Glæsilegt... svo eruð þið með dvergahól í bakgarðinum og allt"!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.10.2009 kl. 14:16

5 identicon

Sætu kisur! :) Hvaða tegund eru þær? persar?

Steinunn (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 18:52

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta eru fyrsta flokks síðhærðir fjósakisar

Elín Helga Egilsdóttir, 18.10.2009 kl. 19:21

7 identicon

svakalega er gaman að lesa þessi bogg hjá þér

þú ert alveg hrikalega dugleg

... og maturinn hjá þér örigglega æðislega hollur og góður

tek þig til fyrirmyndar, mig dreymir um að geta hugsað svona vel um matinn sem ég borða í framtíðinni

kv 15ára lesandi

Helga Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 20:59

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Helga mín

Ég verð meyr eins og fyrsta flokks nautalund við að lesa þetta. Ástarþakkir fyrir - nú er ég ekkert smá góð með sjálfa mig

Ég efast ekki um að þú getir tekið "hollustupakkann" með trompi. Eitt veit ég - ef ég gat það, þá geta allir það

Njóttu lífsins mín kæra.

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband