Gaman saman... með mat

Jahérna hér! Elsku fólkið mitt. Ég held, svei mér þá, að metið fyrir fjölskuldumatarboð og almennt át hafi verið slegið þetta árið og ágúst ekki liðinn! Þetta voru engar smá veislur get ég ykkur sagt! Eigum við að rifja upp frá því í apríl?

24.04 Búlgarskar pylsur, sæt kartöflusúpa og byggbrauð.

Meðlætið góða. Hummsus, salat, brauð og með því.

26.04 Kosningasamkoma. Túnfisksteikur, hambó, kjöt af öllum gerðum og súkkulaðikaka aldarinnar.

Veisluborðið - túnfiskur, naut, lamb, hambó, kjúlli og meðlæti

10.05 Mæðradagur. Hafraskonsur og heilhveitibollur.

Mæðradags veisluborð

17.05 Júróvision fiesta, ofurhambó og át fram eftir nóttu.

Júróvisjón hamborgaraveisla

26.05 Heilhveiti crepe í Gúmmulaðihöllinni.

Heilhveiti crepe með kjúkling, hummus og grænmeti

07.06 Hachala, æðislegi arabíski þorskrétturinn.

Hachala, arabískur þorskréttur

17. júní. Marbella kjúklingurinn góði, samviskulausa eplakakan og pönnsur.

Kjúklingur m/ólívu olíu, hvítlauk, döðlum, ólívum, lárviðarlaufi, capers...

28.06 Sumarið mætt á svæðið. Grillpinnar, kjúlli og nom brokkolísalatið.

Brokkolísalat með rauðlauk, ristuðum sólblómafræjum, rúsínum og yndislegri dressingu

10.07 Æðislegur glænýr Makríll, handsamaður af pabba.

Flundurnýr Makríll

11.07 Systra fiesta. Doritos kjúlli og með því.

Systrakvöld

12.07 Góður sumardagur. Humar, kjúlli og meðlæti.

Mmm

17.07 Helgarveisla í Gúmmulaðihöllinni. Smokkfiskur, Marbella kjúlli og banana ís.

Marbella kjúklingur og smokkfiskur

26.07 Hádegisbrunch fyrir foreldrasettið.

Semi american style hlaðborð

27.07 Móaflatarkjúllinn sívinsæli!

Eðal Móaflatarkjúlli

02.08 Verslunarmannahelgin. Hambó, humar, túnfiskur, smokkfiskur, hörpudiskur... ómægod!

Risaharpa vafin inn í hráskinku með döðlu ásamt túnfisksteik með wasabisósu

Spáið svo í því, að inn í þetta safn vantar amk. fjórar matarsamkomur sem ekki voru myndaðar, skjalfestar eða skráðar. Það þýðir að vikulega hafi verið matar-hittingur af einhverjum toga. Engin furða að mamma hafi tekið tiltektarkast og rifið aumingja ofnotaða eldhúsið sitt niður! 

Okkur þykir svo sannarlega gaman að hittast, borða og hafa það gott. Við virðumst nýta hvert tækifæri til að slá upp matargleði og éta á okkur gat og ekki er allt búið enn! Ónei! Þrenn afmæli núna í lok ágúst, 19, 20 og 30, eldhúsfögnuður móður minnar, heimkoma veiðipabbans... Ég meina, er nokkuð óeðlilegt að halda upp á að ég hafi farið til tannlæknis í vikunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fórstu til tannlæknir????  og við ekki enn farin að fagna því!!!!

 Hittumst í mat á sunnudag, a la tannsafiesta, andelei andlei íhaaaaaa

Dossa (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha... svo þegar allir eru búnir að spisa þá burstum við í okkur tennurnar, notum munnskol og tannþráðum okkur loks fyrir framan sjónvarpið!

Elín Helga Egilsdóttir, 14.8.2009 kl. 19:26

3 identicon

Þetta er magnað orð tannsafiesta

tanns-AFI-esta

tann-SAFI-esta

Gaman að þessu!

Dossa (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:54

4 identicon

elsk'ykkur klikkhausar

Svaga (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:37

5 identicon

Hvílíkar kraesingar!  Hvílík djásn thú ert!  Thú minnist á Eurovision söngvakeppnina....hér er önnur fögur og haefileikarík kona:

http://www.youtube.com/watch?v=mYwas9HN8Bw&feature=related

Ekkert slaer vid íslenskum konum.

Hungradur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:48

6 identicon

Hey Hungradur,

þekkjum við þig??

Dossa (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:55

7 identicon

Tannsafi ? Seriously dossa, TANNSAFI ? (og hvað þá tannsafi'esta)

Það er næstum jafn nasty og tásafi :)

Palli (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:45

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

En hræðilegt.. hræðilegt umræðuefni! Ég legg til að við tölum bara um appelsínusafa og hugsum um fiðrildi

Elín Helga Egilsdóttir, 16.8.2009 kl. 20:53

9 identicon

Ég held því fram að Mighty Paulsen sé enn sár af því að ég hringdi og hríndi í símann hans - og lagði svo á

Some people are so thouchy

Það er bara erfitt að búa til orð og nota tannsi, það bara svoleiðis!

Dossa (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband