Sumarið er komið

Þetta veit ég... svona er maður nú klár! Þegar garðurinn hennar mömmu er í blóma, ég get legið í grasi, hita, lokað augunum, fundið grilllykt og hlustað á fuglasöng að kvöldi til, þá er sumarið mætt á svæðið! Fullkomið kvöld í kvöld! Matarboð hjá mömmunni, allir saman, grillandi, hlæjandi, borðandi! Notalegast í heimi.

Grillpinnar og kjúlli a la mamma.

Lamb á pinna, sveppir, laukur og paprika

Geggjaðar, ofnbakaðar, niðurrifnar sætar kartöflur með púðursykri og hestlihnetum, a la Dossa, ásamt fersku salati.

Sætar kartöflur með púðursykri og hnetum ásamt fersku grænmeti

Sumarsósa a la mamma, til hægri, (sýrður, gúrkur og pickles) og dásamlega gott brokkolísalat a la Moi! Það kláraðist alveg! Þarf að setja inn uppskriftina við tækifæri.

Geggjað brokkolísalat og sumarsósan ógurlega

Afinn og Valdís í góðum gír í hengirúminu sívinsæla. Lítið brot af ofurgarðinum hennar mömmu. Hann er mjög bjútifúl ákkúart núna.

Afi og Valdís að 'róla'

Hveitilaus súkkulaði bananakaka með jarðaberjum og ís, í eftirrétt, a la Moi.

Hveitilaus súkkulaði bananakaka (glútenlaus)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*Buuuuuurp*

dossa (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband