Gamalt en gott

Þegar ég vaknaði í morgun voru bláber það eina sem ég gat mögulega hugsað mér að borða í morgunmat. Í miðjum 5 km. var ég mikið að spá í því hvernig best væri að snæða berin ef ég skyldi nú láta verða að því að kaupa einn kassa eða svo. Setja þau í pönnukökur, búa til ofnbakaðan hafragraut með bláberjum, bláber ofan á beyglu með smá hunangi... eintóm bláber? En nei, þegar ég kíkti inn í ísskáp og sá skyrið mitt góða var það, það eina sem ég gat hugsað um! Bláber og skyr. Mhhhh...  svo gott! Ekkert vesen... virkar alltaf. Bláberin voru keypt og í kassanum leyndist lítil pláneta...

Risabláber

... hún smakkaðist mjög vel! Ég afrekaði samt meira en að gleypa í mig plánetu og bætti próteini í skyrið mitt. Skar niður 1/2 banana og 3 frosin jarðaber. Sótti mér 6 möndlur upp í skáp og granola stöng í frystinn. Gumsinu kom ég fyrir ofan á skyrinu og sáldraði loks yfir herlegheitin hörfræjum... það er skyrmix þarna undir einhverstaðar.

Eðal prótein skyrmix með ávöxtum, hentum og fræjum

Fullkominn, fullkominn morgunmatur. Granola stöngin er alveg að gera sig í svona blandi. Æðisleg. Ég fann líka hjarta í skálinni minni.

Jarðaberjahjarta í fullkominni skál af morgunmat

Svo þegar myndatökutími er liðinn og átvaglið tekur við verður glæsilega fína ávaxtaskálin svona útlítandi!

Prótein skyrmix með blá- og jarðaberjum, banana, fræjum og hnetum

Kannski ekki jafn fín, en alveg jafn góð ef ekki betri! Mmmmm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Úff.. það er nú allskonar gúmmulaði sem hægt er að komast í, í Frakklandinu! Ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina

Elín Helga Egilsdóttir, 28.6.2009 kl. 19:06

2 identicon

Girnilegar myndir, slurp!

Ætla aðeins að fá að skipta mér af, vona að þú takir því ekki illa .

Sýnist á myndunum að þú notir heil hörfræ. Hef lesið mér til um ágæti hörfræja og það er talið að þau nýtist manni betur þegar þau eru "möluð" (veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota), annars er hætta á að þau fari heil í gegn - án þess að líkaminn hafi náð að vinna úr þeim.

Ég mala vikuskammt í einu með töfrasprota og geymi í boxi í ísskápnum, þau geta þránað ef maður geymir þau möluð of lengi, vegna fitunnar.

 http://www.mayoclinic.com/health/flaxseed/AN01258

Svanhildur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyrðu jú, var einmitt að lesa það um daginn og muldi niður smá hörfræ til að eiga - en það, eins og flest allt matarkyns inn í þessari íbúð, var fljótt að hverfa. Átti engin þegar ég skúbbaði þessu skyrmixi saman.

Og nei ég tek svona sko alls ekki illa. Langsamlega best að fá komment sem maður lærir af! Góð greinin líka!

Bestu þakkir fyrir þessa ábendingu Svanhildur! Ætla að nýta mér þetta og gera eins og þú - mala niður vikuskammtinn! Snilldar hugmynd.

Elín Helga Egilsdóttir, 29.6.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband