Granola prótein stangir

Geri yfirleitt granola stangir til að eiga. Sem viðbit, eftirrétt, nart eða til að mylja yfir grauta og jógúrt. Gerði meiriháttar góðar stangir um daginn, prótein og eggjalausar. Stangirnar áttu svolítið til að molna, hefði líklegst þurft að setja meira hunang eða agave. Vildi því breyta smá til og sjá hvort próteinið og eggjahvíturnar gæfu skemmtilegri áferð á kostnað sykurs og olíu. Nánast sömu hráefni en 'bindiefnin' eru önnur.

Granola prótein stangir - 16 stangir +/-

Granola prótein stangir1 bolli hafrar

1 bolli puffed wheat

1/2 bolli sólblómafæ

1/3 bolli 5 korna blanda

1/3 bolli hörfræ

1/4 bolli graskersfræ

1/2 bolli heilar möndlur eða hnetubland

1/2 bolli skornar ferskar döðlur

4 smátt skornar fíkjur

nokkrar rúsínur

2 skeiðar hreint prótein 1/2 bolli. Má sleppa eða nota t.d. mjólkurduft.

1 msk 100% hnetusmjör, lífrænt. Ég notaði reyndar heimatilbúið. 

3 msk hunang

2 eggjahvítur

1 tappafylli vanilludropar

kanill eftir smekk

Blanda öllu mjög vel saman. Setja á bökunarpappír og í eldfast mót. Þrýsta blöndunni vel ofan í mótið og inn í 375 gráðu heitan ofn í 20 - 25 mínútur, eða þangað til brúnað í kanntana. Bíða eftir því að blandan kólni alveg og skera þá í bita. Mér þykir persónulega best að halda öllum fræjum, hnetum og krumsi heilu í staðinn fyrir að mylja það niður. Gefur skemmtilegri áferð í hvern bita og gerir stöngina mun girnilegri. Ef þið viljið stökkari stöng þá hafa gumsið lengur inn í ofni.

Granola prótein stangir

Frábærar! Finnur ekki fyrir próteininu á nokkurn hátt. Próteinið gerir áferðina karamellukennda og límir hráefnin skemmtilega saman. Stangirnar sjálfar eru ekki stökkar eins og hinar, heldur seigar og skemmtilegar að bíta í. Allt bragð af fræjum, hnetum og ávöxtum skilar sér fullkomlega. Rosalega fínar og vel heppnaðar. Ég er að sjálfsögðu rómaður hnetu- og fræ sjúklingur. Eeelska bragðið!

Granola prótein stangir

Niðurstaða: Jú, það er hægt að bæta próteindufti í granola stangir án þess að það hafi áhrif á bragð hráefnanna og án þess að bæta við meiri sætu í formi hunangs eða agave... ekkert nema jákvætt! Fullar af flóknum kolvetnum, hollum fitum, vítamínum, próteini og gleði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk - panta 5 stk til að eiga í skrifborðskúffunni minni :)  Afhendist eiginmanni við fyrsta tækifæri!

Muhahaha!

Dossa (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þær eru gvöðdómlega yömmó. Tók nokkrar með sem smakk í vinnuna og geymi þær í frystinum. Beint úr frysti er algert namm!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.6.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Húsmóðir

Líst alveg hrikalega vel á þessar stangir.    Eru komnar á "to do í sumarfríinu" listann.  En - heimagert hnetusmjör, hvernig býr maður það til ? 

Húsmóðir, 24.6.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Stangirnar eru svaka fínar! Annars er sérlega einfalt að hræra í hnetusmjör. Ég gerði möndlusmjör um daginn, lýsi því ágætlega þar hvað ég gerði og hvað hægt er að gera. En í raun og veru hendir maður bara hnetum í matvinnsluvél og hrærir þangað til þær breytast í smjör  Svo er hægt að rista þær áður, bæta út i hunangi, kanil, vanilludropum.. hörfræjum. Mix af allskonar hnetum... þú ræður!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.6.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband