Kvennahlaup, útskriftir og afmæli

Tek nú reyndar ekki þátt í kvennahlaupinu í dag vegna skorts á tíma. Ætlaði þó að sýna lit og bæta upp fyrir það með því að útbúa bleikan 'ís' í tilefni dagsins. Fór nú ekki betur er svo að spínatgr'ís'inn lét í sér heyra og bleikur ís vék fyrir grænum. Þvílík og slík staðfesta er fáheyrð! Um það bil sama formúla og um daginn, með smá breytingum. Ég hlakkaði svo mikið til að komast heim úr ræktinni og búa þetta til að ég hélt ég yrði ekki eldri. Bætti töluvert af múslí og flögum í þennan skammt. Gerði hann stærri en vanalega þar sem ég er að fara í útskriftarveislu á eftir og afmæli í kvöld. Kem því ekki til með að fá mér hádegismat per se. Fæ mér eitthvað smotterí um tvö leitið og flýti kvöldmat til kl. 5. Jújú, koma matnum fyrir!

Grænt bjútí fyrir tvo svanga kroppa innihélt í dag:  200 gr. af hreinu skyri, 2 skeiðar hreint prótein, 1 frosinn banana, 5 frosin jarðaber, 100 ml. Undanrennu, 3 msk hörfræ, nokkra klaka og 100 gr. spínat. Hrærði saman í matvinnsluvél og byrjaði að púsla saman morgunmatnum. Fyrst smá múslí í botninn á skálinni. Hér er ég farin að hlakka mikið til þess að dýfa mér ofan í matinn!

Morgunmatnum púslað saman.

Svo ís yfir, þarnæst quinoa flögur og meiri ís. Aðeins meira múslí...

Morgunmatnum púslað saman - alveg að verða tilbúinn

...og restin af ísnum. JÍHAA! Toppað með bláberjum, 1/2 niðurskornum banana, möndlum, múslí og létt AB-mjólk. Flott skál! Hér er ég alveg að komast í það að geta byrjað að borða.

Banana og spínat, prótein ís með frosnum jarðaberjum, bláberjum og quinoa fögum

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að byrja ekki að háma í sig um leið og maturinn er til - heldur taka nokkrar myndir af gúmmulaðinu fyst. Sérstklega þegar hungrið er farið að segja til sín! Shocking

Banana og spínat, prótein ís með frosnum jarðaberjum, bláberjum og quinoa fögum

Skálin var svo full að það flæddi næstum út fyrir! Græðgislegt, ég veit en... Nohm! Þetta var svo gott! Áferðin 'per-a-fecto'! Ísinn þéttur í sér en samt mjúkur. Sérstaklega gleðilegt fyrir mig að bíta í múslí og quinoa flögur þegar leið á átið. Crunchið faldi sig í mörgum lögum alla leið niður á botn. Þið verðið að prófa!

Þá er ég búin að fá grænmeti fyrir hádegi ásamt öllum vítamínum sem því fylgir. Andoxunarefni og vítamín úr berjunum, vítamín úr ávöxtunum, holla fitu úr möndlum og hörfæjum, flókin kolvetni, tefjar og smá prótein úr múslímixinu ásamt próteini úr skyri og.. jah, próteindufti! Þetta gerist bara ekki betra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband