17.8.2010 | 12:07
Ekki meira, það brennur
Ojbara hvað ég gerði lúmskt erfiða æfingu í morgun. Á blaði var hún svo saklaus. Þarf að tækla monsterið betur á næstu vikum. Ná settinu el-perfecto, í einni bendu, lítil pása...
...engin fettmúlamiskunn hér takk!
Var með 20 kg. stöng á öxlum fyrir aftan höfuð. Þú hefur þá þyngd sem hentar þínu þoli/þreki. Það þarf ekki að vera með auka þyngd - taka þá aðeins fleiri endurtekingar. Kannski 20 stk.
Endurtaka eftirfarandi 3 æfingar 10 sinnum í röð. Ef þú getur 10 sinnum í röð, á sem bestum tíma. Muna eftir að halda forminu góðu, það er svo gígantískt mikilvægt.
- Afturstig/hné upp, annar fótur í einu. Stíga aftur, lyfta svo sama fæti beint upp í 90° úr afturstiginu og beint úr 90° í afturstig á nýjan leik. Með hné eins nálægt jörð og þú getur - 15 endurtekningar á hvort fót.
- Hnébeygja/jumping jack. Ferð vel niður. Þegar þú þrýstir upp, hoppa saman með fætur og beint niður í hnébeygjuna aftur - 10 endurtekningar. (Ég held að maðurinn í videoinu sé með rakettu í rassinum)
- Armbeygjur/hopp. Byrjar í armbeygjustöðu. Tekur ein armbeygju, þrýstir þér, í hálfgerðu hoppi, upp í neðstu stellingu hnébeygjunnar. Eftir það hoppa jafnfætis aftur í armbeygjustöðuna. (Sjá þetta video, sek 48 - 52, sleppir svo hoppinu sem fylgir í kjölfarið.) - 5 endurtekningar.
Þar sem ég tók smá lappasession í morgun ákvað ég að nota þetta sem semi-blandaða-upphitun. Átti ekki mikið eftir í setti 4. Pff... Ég þarf að ná 10. Nota kannski aðeins léttari stöng næst.
Skrifa það bak við eyrað!
Hádegismaturinn var eðalfínn. Bolognese með meiru. Veiddi upp úr vinnufatinu hakkbolta, gaman að því. Eins og kjötbollur.
Þegar avocado er gott... ohooo.
Jebb, held ég þurfi ekkert að klára þessa setningu.
*englahljóð*
Parmesan. Oh how I love thee!
Rétt upp hönd sá sem gæti lifað á osti... eða... skildu eftir... X í kommentakerfinu eða eitthvað.
Getur svosum rétt upp handlegginn fyrir framan tölvuskjáinn þinn - borið fyrir þig sérlega axlaæfingu ef einhver spyr hvað þú ert að gera!
Annars var smá keppni í Bootcamp í gær. Sá sem vann fékk frímiða á Expendables. Þurftum að halda fyrir ofan haus sandpokakvekendi og sú Kampfkerling og sá Kampfkarl sem héldu lengst út, unnu.
Ég vann! Hohoho..
Axlirnar eru hinsvegar ekki alveg jafn kátar með þá staðreynd og eigandinn. Á næstum erfitt með að klóra mér í trýninu. Hélt sandkvikindinu uppi í 3:50 minnir mig. Sem er nú hálf aumingjalegt, átti helling inni, frekar svekkt út í sjálfa mig en den tid, den sorg.
Svo er skírnin hjá litla Spaghettifrænda næsta sunnudag. Skondið. Ekkert nema spaghetti-stelpur í 40 ár og svo bamm... kemur ekki einn Lundi. Hohooo ég get ekki beðið. Undirrituð beðin um að vera skírnarvottur. Átvaglið rígmontið með stélið sperrt. Þá vitið þið það. Litla dýrið verður alið upp í frænkueldhúsi innan um allskonar eplakrums, grautarmall og át.
Inn á milli förum við svo í bíló, leikum Spiderman og tökum He-man með stæl.
Nema hann komi til með að leika með póný og barbie, sem er eðalfínt alveg - ég er hryllilega sjóuð í svoleiðis leikjum!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bootcamp, Hádegismatur, Interval | Breytt 24.9.2010 kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Rétt upp báðar hendur, fætur og rass!
Ég gæti sko lifað á ostum, hvort sem það eru ostsneiðarnar af stykkinu, bráðinn á grillaðri samloku, ofan á ofnréttum, camembert eða öðrum álíka ostum og síðast en ekki síst þá er parmesan er oft toppurinn sem fullkomnar máltíð ;o)
Ohh hvað ég vildi að ég gæti borðað ost í alla mata og já ég borða hann oft bara eintómann :p
Halla (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:17
Rétt upp hönd!!! Elska osta :D
Djöfull ertu samt dugleg kona :) hver gerir prógrömm fyrir þig?
Harpa Sif (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:23
Þessar æfingar hljóma vel :) en er ekki Armbeygjur/hopp bara froskur með armbeygju?
R (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 15:23
Halla: Ughuuu sammála! Ostapasta, djúsí bráðinn ostur á pizzu... ofnréttaostur... gaawd!
Ég dey!
Harpa Sif: Æji, þetta er eitthvað sem ég gref upp á netinu. Sumu púsla ég saman sjálf í takt við það sem ég er að gera í bootcamp þá vikuna. En þetta er alveg dauðinn í dós þessi þrenna. Svitnaði eins og mér væri borgað fyrir það.
R: Júú, eiginlega. En maður á eiginlega ekki að hoppa upp. Þú átt í raun bara að skoppa úr armbeygjustöðu í neðstu stöðu hnébeygju og svo strax aftur í arbeygjustöðu. Þú réttir í raun aldrei úr hnjánum nema þegar þú er í armbeygjustöðunni.
Þrýstir þér hálfpartinn úr arbeygjustöðu í neðstu stöðu hnébeygju. Þarft að spenna þig alla upp. Maginn/axlir/læri kveinka sáran í þessari.
Elín Helga Egilsdóttir, 17.8.2010 kl. 15:30
Osturrrrr...... grrrr......
Rut R. (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:11
Aaaaaamen sistah!
Elín Helga Egilsdóttir, 18.8.2010 kl. 11:42
X
Til hamingju með sigurinn! Mjög glæsilegt! :) Í dag er fjórði dagur minn í þessum intervalæfingum sem þú talaðir um.. muuuyy bueno!!
Erna (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 09:12
Þær eru erfiðar og lúmskar... sérstaklega ef maður gefur allt þrek og þor á þessum 12 - 15 mínútum. Skrokkurinn alveg búinn eftirá.
Elín Helga Egilsdóttir, 19.8.2010 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.