Færsluflokkur: Matur og drykkur

Alveg að klárast...

...aaalveg að klárast!

afghan girl

Starði svo dágóða stund á þetta skilti mér til eintómrar hamingjugleði og fann, með skelfingu þó, hvað þetta minnti mig á suma sem byrja á E og enda á lla!

BORÐAÐU KÖKUNAHÚN ER GÓÐ

Nema hvað ég myndi aldrei segja öðrum að éta dýrðina, sæi alfarið um það sjálf í eigingirnisgræðgiskasti dauðans.

Svo leit ég á kökuna sem mannfýlan virðist vera að missa vitið yfir! Já... risa... risa... risastór súkkulaðibitakaka!

Oh men!!!

risasúkkulaðibitakaka

Ég keypti hana ekki!! En ég kem til með að kaupa hana næst. Vitið til!

Er annars búin að borða mér í dag:

  1. Banana + egg = bananapönnsu
  2. Hámark
  3. Risasalat + kjúlla + möndlur
  4. Skyr + möndlur + tómat/gúrku
  5. Egg og jú, meira grænmeti
  6. Túnfisk-risasalat með ofurdressingu og muldum brasilíuhnetum

Ég held að helgin hafi tekið vel á systemið. Grænmetisdýrðin var það eina sem kallaði á átvaglið í dag.

Nema þessi helv... kaka. Afsakið bölvítið og sótbölvið.

risasúkkulaðibitakaka

Hún kallar ennþá stíft.

GetLost


Galdurinn að góðu salati

Jah, dressingin, aukahlutirnir og salatskurðurinn.

Eins og t.d. möndlur, hnetur, fræ, brauðteningar (eeeeekki blautir og subbulegir brauðteningar þó). Eitthvað sem gefur knús og kram í hvern bita.

*crunch**crunch* 

Munið, ís verður alltaf skemmtilegri til átu ef honum fylgir t.d. Nóakropp!!

MÖndlusalat

... eða rúslur!

Rúsínur í salati er ofur! Ofur, ofur, ofur, rúsínuofur! Trúið mér og treystið.

Einn og einn biti þar sem með læðist dísæt, karamellukennd rúsla?? Hiimnaríki!

Rúsínuhamingja

Próteingjafinn er alltaf skemmtilegur líka. Kjúlli, eggjahvítur, fiskibitar, nautakjöt, baunir. Hann gefur gleðilega áferð í salatbitann svo ég tali nú ekki um fyllingu.

Roastbeef, spínat, dressing, hnetur, himnaríki

Dressing getur tekið hvaða salat sem er og umbreytt því í mikla átgleði gott fólk.

Dressinging skapar salatið! Amen!

Ef þið eruð t.d. að nota afgangs kjúlla/fisk/kjöt síðan deginum áður gætuð þið látið dressinguna taka mið af því hafi kjötið t.d. legið í einhvurslags marineringu ofr.

  • Rauðvínsedik, dill, dijon sinnep, salt, pipar, smávegis hunang
  • Hvítvínsedik, salt, pipar
  • Dijon, hunangs dijon, hvítvínsedik, salt, pipar, hvítlaukur 
  • Sýrður rjómi, salt, pipar, rauðvínsedik, smátt skorinn rauðlaukur
  • Grænmetis-/og eða kjúklingakraftur. Soðið niður nokkuð þykkt.
  • Basilika, oregano, cumin, smá kanill, örlítil salsa
  • Sítróna, ólífu olía, hunang, smá salt

Hvaaað sem er.

Og númer 1, 2 og 3 mín kæru. Galdurinn að gleðilegu salatáti.... ég segi ykkur það. Grænmetisjapl mun breytast fyrir ykkur héðanaf.

GALDURINN!!

SMÁTT... SKORIÐ Jebb. Er bara svo miiikið skemmtilegra að borða mjög vel niðursneitt grænmeti!

Svo að sjálfsögðu bætið þið við og betrumbætið eins og ykkur lystir hvað krydd og aðra hamingju varðar. Engifer, avocado, grasker, kartöflur...

Ekkert annað.

Skerið salatið í muss og spað. Bætið próteingjafanum út í og borðið með skeið! HAHH!

Já, þetta er matskeið sem þið sjáið á myndinni hér að neðan.

Kvöldsalatfjall

Þannig að, til að taka þetta saman:

  1. SMÁTT SKORIÐ
  2. Góð dressing
  3. Próteingjafi, crunch og sæta

Einföld leið til að fá grænmetisskamtinn ofan í sig og ég lofa jafn stíft og ég elska ís, að ykkur kemur ekki til með að mislíka átið!

Fáið ykkur risasalat í kvöld og njótið lífsins. Það er djöðveikt!


Ég ætla aldrei að borða aftur

Sagði hún og stakk upp í sig eplabita!

Fimmtudagur til sunnudags. Hvað get ég sagt. Eitt, allsherjar fyllerí hvað mat og matartengdar gersemar varðar.

Fimmtudagur:

Ég og Erna fórum ofurhressar á sjóræningabíó. Sú var tíðin, strumparnir mínir, að 1000 krónukallar dugðu fyrir bíóferð og eilitlu bíó-áti.

Við skulum minnast þessa með 1 mínútu þögn!

*þögn* fyrir utan smá smjatt á súkkulaðibita

Nú þarf að versla sér gleraugu og innan nokkurra ára, þá þarf líklegast að klæða sig upp í galla svo hægt sé að taka þátt í bíómyndinni sjálfri.

Það mun kosta ykkur frumburðinn.

Spanky and Lois

Þar sem ég er átvagl af guðs náð þá dugði ekkert minna en M&M og Dumble. Erna er poppskaffarinn!

Takk fyrir og amen.

Sveitt bíónammi

Föstudagur:

  • 6 sneiðar af 12" pizzu með rjómaosti, beikon og pepperóní...já.. næstum heil pizza og já, þetta pizzucomó er eðall!
  • 1 lítill bragðarefur með Snickers, kökudeigi og oreos
  • nammi fyrir Álbrand og ömmu hans

Laugardagur:

Nokkuð þæg frameftir degi. Tók Húsafells- og Reykholtsrúnt.

grasseta á reykholti

snorralaug

Hraunfossar

Að auki við grassetu og almennt afslappelsi endurnýjaði ég kynni mín við löngu gleymdan tilgang lífsins.

RISATRAMPÓLÍNIÐ

Risatrampolínið

Bara Átvaglið og börnin!!

Þvílík hamingja!

Risatrampolínið

Endaði svo í grilluðu lambi hjá móður og föður sem var guðdómur í hryggformi.

En var það nóg? ÓNEI!!!

  • Datt inn á bbq kjúklingapizzu og kanilbrauðstangir hjá Dominos seinna um kvöldið
  • 5 tonn af hnetum og rúsínum

Sunnudagur:

Vaknaði með hugann allan við meinlætalifnað, vatnsdrykku og hjólarúnta EN:

  • 3 ískúlur sökum óviðráðanlegs ofurveðurs og ofurveðrum skal ætíð fagna með ís!!
  • Kaffihúsahafrakaka
  • Eplakökusneið með rjóma
  • Franskar handa 23 sjómönnum
  • Súkkulaðimuffins

Ahhhh!

Ég get því ekki sagt að helgin hafi verið slæm. Onei. Hún var góð. Kannski aðeins of góð ef það er þá hægt.

Tók eldhresst Tabata í hádeginu í dag, strunsaði heim með hugann við hjólatúr en beilaði á því sökum spennings við að klára þessa mynd:

afghan girl

Sit því núna, menningalegri en ofviti andskotans, á Café París. Sötra kaffi og te í bland, tek alvarlegar "þungt hugsi" störur út í tómið með 12 mínútna millibili, segi "mmmyyeees", fnasa, dæsi, teikna og endurtek hringinn á nýjan leik eftir vel ígrundaða skyggingu á teikningunni minni.

Maður verður að lifa sig inn í kaffihúsahlutverkið mín kæru. Láta eins og áhyggjur alheimsins liggi einvörðungu á manns eigins herðum og Guðbrandur bíði eftir því að þú finnir lausnina við hungursneið og volæði!

Ég ætlaði að segja 42 en það er víst frátekið.

*sööööötr*


Játningum helgarinnar....

...verður svoleiðis fleygt fram seinna í dag!

En þangað til...

Krabbó

...í alvöru? Ha? Gott fólk?

Ef þetta er ekki um það bil það ógirnilegasta "á að vera fínt" sem ég hef séð!

((hrollur))

Þegar ég bið um hambó þá vil ég svo sannarlega ekki fá alla beljuna kramda á milli tveggja brauðsneiða með kálblað á höfðinu! Kallið mig tepru, en greinilegar útlínur dýrsins sem á boðstólnum er, er mfood killer af bestu sort.

"Ætla fá einn krabba í brauði... með tómatsósu"

Krabbó, nei takk.


Flórsykurnef

Stundum er gott að passa uppá að missa sig ekki í græðginni.

Bara stundum gott fólk, bara stundum... engann asa hérna.

Stundum gæti t.d. verið þegar:

  • átvaglið gleymir að anda
  • þú stendur þig að því að éta mat af öðrum disk en þínum eigin.... og eigandi disksins er enn að borða af honum
  • þú kemst að því að hafa borðað fimm kúfaða diska en manns bara eftir áti af tveimur
  • þú hefur borðað svo mikið að vélindað er fullt og þú átt erfitt með að kyngja
  • étið er með svo mikilli áfergju að flórsykurinn af berlínarbollunni sem þú troddaðir í andlitið á þér klínist á nefið, og stóran part af efri vör, án þess þú takir eftir því og nokkrum klukkustundum, búðarrölti, spjalli við fólk og almennu veseni síðar þá lítur þú í spegil

Flórsykurnef

Frábært!

Flórsykurnef

Svör við flórsykurnefi ef fólk spyr þig!

  1. "Pff... *augnrúll*, hann á að vera þarna"
  2. "Viltu smakka?"
  3. Urraðu
  4. Segðu "HA?", byrjaðu svo að hoppa um og dusta af andlitinu á þér og segðu svo "OMG... get it off.... GET IT OOOOFFFF!"
  5. "Bíddu... er hann ekki á augnlokunu eða enninu líka?"
  6. "Takk, ég er með mjög þurra húð!"
  7. Skelltu uppúr og hlæðu tryllingslega, með fanatísku ívafi, í 5 sekúndur og hættu svo snarlega.
  8. Gefðu viðkomandi "The evil eye", starðu í dágóða stund og segðu svo "Ég er í nýjum sokkum!".
  9. "Chuck Norris er alltaf með flórsykur á nefinu"
  10. "Ég trúi ekki á spegla"
  11. Hlauptu grátandi í burtu þegar þú ert spurð(ur)
  12. "Gætir þú þurrkað þetta af mér?"

Nú eða bara manna þig... kvenna þig upp og viðurkenna með stolti bakkelsisátið og sleikja útum!

Annars var umrædd orsakavalds-bolla stórgóð og skal étin með svipuðu móti næst þegar fjárfest verður í slíkri gersemi.

Flórsykurnef eru hið nýja svart.

Yfir og út.


Glúteinlausar bananapönnsur

Af hverju glúteinlausar? Jah, af því þær eru það og titillinn "bananapönnsur" var eitthvað svo einmana?

Búin að vera að hugsa endalaust um Paleo, uppskriftir tengdar því og fleira í þeim dúr. Búin að prófa núna í 2 vikur að sleppa graut fyrir t.d. lyftingar, þungar æfingar, og hef fundið ágætis staðgengil.

Þó svo staðgengill fyrir graut mun aldrei standa undir væntingum! Onei! En ég verð amk ekki glorsoltin á æfingu og held dampi assgoti vel allan tímann. Það hlýtur því að teljast jákvætt.

Einfaldara verður gumsið þó ekki og ég veit, innst inni í mínu sérlega hjarta, að einhver, einhversaðar hefur gert slíkt hið sama.

Haldið niðrí ykkur andanum. Spennan er þvílík og slík!! 

*anda inn*

Aðferð:

Eitt egg, banani, vanilludropar, smá salt, kanill, hræra, örbylgja eða steikja á pönnu.

Búið.

*anda út*

Sko, sagði ykkur það.

Banana Soufflé - búðingur - fluff - ?

Bananashoufflé

Kanill, smásalt, kanill og vanilló.

Smá meiri kanill.

Kanill?

Bananasoufflé

Stappa, hræra, stapa, hræra... stappa... og örbylgja eins lengi og ykkur lystir.

Bananasoufflé

Æhj... greyið grámann.

Lítur ekkert stórkostlega út, ég veit. Bananar og kanill = ófagurt myndefni. En, en... þið munið og vitið. Útlitið segir ekki allt og aldrei að dæma fyrr en þið prófið sjálf!!

Bananasoufflé

Smá djúsí í miðjuna - hægt að örbylgja lengur að sjálfsögðu.

Nokkrir stærri bananabitar fela sig í gleðinni.

Bananasoufflé

KANILL

Bananasoufflé

Smávegis pönnsufílingur, smávegis búðingafílingur, smávegis fluff....

...nohm.

Bananasoufflé biti

Banana pönnsur, já takk!

Þennan kost kýst ég þó frekar. Þegar ég hef tíma/nennu, því þær eru dásamlegar til átu glænýjar og heitar, beint af pönnunni! Ójá! Taka ekki langan tíma. Ég lofa.

5 mín frá byrjun til enda.

Sömu hráefni, önnur eldunaraðferð. Hérna nota ég líka töfrasprotann og hræri þetta í bananabitalaust muss og fleyti svo ofan af gumsinu froðunni sem myndast.

Notaði 2 egg, banana, vanillu, kanil og píínkulítið af salti.

Bananapönnsur

PAM-a pönnudýrið eilítið áður en bakstur hefst.

Steikja, snúdda, steikja!

paam

VOILA

Glúteinlaus bananapönnsa

GUUUULLFALLEGAFÍN!

MUAAHAHAAAAAAAA

Glúteinlaus bananapönnsa

Nei, ekki nákvæmlega alveg eins og venjulegar ofurpönnsur... að sjálfsögðu ekki.

En skrambi nálægt. Ha... skraaambi nálægt.

Svolítið "blautar", ef svo má að orði komast. Mætti kannski bæta við einu eggi og steikja örlítið lengur.

(nohoom * π)

Glúteinlaus bananapönnsa upprúlluð

Glúteinlaus bananapönnsa

Ég náði að stúta hinni sem ég bjó til.

Bókstaflega.

Glúteinlaus bananapönnsa dáin

Pönnsurnar vinna.

Þær vinna nú yfirleitt alltaf. Svo eru þær líka ekkert nema gleðin einar til átu. Bara það að rúlla flatneskjunni upp (kannski með smá ávöxtum innvortis, skyri, chiafræum, múslí....) og bíta í. Elsku bestu, það gerir átið ennú skemmtilegra. Ég segi'ða satt. Þetta er allt andlegt, get svoleiðig guðmundssvarið fyrir það.

Átvaglið sér frammá mömmupönnsuát og tryllist af græðgisgleði við tilhugsunina, og fyrsta bitann, þó svo umræddur biti sé ljósárum frá fyrrnefndri pönnsudýrð.

Magnað.

Bananahamingja og dásemdarát gott fólk.

Farin út að hjóla áður en ég lendi í ræktarhúsi að refsa handleggjaspírunum.

Og já, ef þið eruð forvitin, þá var pönnsan rétt í þessu með eindæmum mikill brillíans! 1 Egg, 1/2 banani, slat, kanill, vanilla, blanda og stappa rest af banana þar ofaná. Já ójá.

Glúteinlaus bananapönnsa

Glúteinlaus bananapönnsa með banana/skyri/rúslum og múslí

Holy mama

Rúlla upp.

Glúteinlaus bananapönnsa

Borða!

Glúteinlaus bananapönnsa

Adios.


Sunnudags-tuðið

Vara skal við matarbiturð síðar í þessum bloggpistli. Viljir þú halda geðheilsunni skaltu ekki lesa lengra en að kvöldsalatinu.

Takk fyrir!

Síðasti fimmtudagur átti að vera sushidagur til að halda uppá ofurErnu en forfærðist yfir á mánudaginn, morgundaginn, sökum...

beef burguignon

...beef bourguignon a la mama!

beef burguignon

beef burguignon

Kjötið svoleiðis lak í sundur! Þvílík endemis ofur dásemd. Mikið sem ég eeeeelska kjöt matreitt á þennan máta. Hægeldað-lekurafbeininu hamingja. Kjötsúpukjöt og vabeha... *slef*.

Þetta var afskaplega, aaafskaplega jákvætt át og nákvæmlega ekki baun í krús út á það að setja.

Síðan þá hafa dagarnir yfirleitt farið á þennan veg!

  • Vakna
  • Grautur/banana sjúfflé
  • Hjóla - ræktast (fætur murkaðar á föstudagin, core í sprettformi á laugardaginn, hringþjálfun í sprettformi í dag)
  • Hámark/Hleðsla
  • Hádegissalatfjall
  • Skyr/möndlur/vatnsmelóna (er með vatnsmelónublæti aldarinnar ákkúrat núna)
skyrið og möndlurnar

vatnsmelonge
  • Hjóla heim + smá auka rúntur
  • Kvöldsalat með kjúlla + möndlum + ofurdressingu

Kvöldsalatfjall

Kvöldsalatfjall með kjúlla og möndlum

Undantekningin, á þessum annars nauðalíku rútínudögum, var systurát í gærkveldi þar sem förinni var heitið á TGI-Fridays að systuróskum.

  • Nei, ég át ekki systur mína.
  • Nei, við átum ekki aðrar systur.
  • Nei, það var engin Hannibal Lecter stemning í gærkveldi.

Pantaði mér kjúklinga caesar salat með hvítlauksbrauði. Aukasalat í kjölfar þess, þar sem ég var nokkuð viss um að ég fengi lítið annað en kál og kjúlla.

Ég skal svoleiðis segja ykkur það mín kæru... ha! Fyrir þennan pening. Jú, ég vissi vel við hverju ætti að búast og þetta kom mér svo sannarlega ekki á óvart en einusinni, bara einusinni, væri gaman að labba út hoppandi kátur.

Eitt orð!

RUSLOGDRASL

Salat, kjúlli - gott og blessað, alltaf eins og ekkert sem kveikir á hamingjutrylli. Í þessu földu sig svo brauðteningar sem orðnir voru gegnsósa og óætir.

Fyrir utan eggjaskurn í mat, harðar eggjarauður, hákarl og hval, þá eru blautir brauðteningar eitt af því mest hræðilegasta, áferðalega séð, sem ég veit um.

Þessari dýrð í niðurlægðum fylgdi einnig sorglegasta afsökun fyrir hvítlauksbrauði sem ég nokkurntíman hef augum litið.

Draslkjúlli á TGI fridays

Afskorin örbylgjuhituð baquette sneið, ekki einusinni ristuð/krispí, með örlítilli hvítlauksolíu og ostasulli ofaná.

Hún var eigi borðuð.

Hvítlauksbrauðsdvergur á tgi

Og þetta var aukasalatið mitt. Hahh!! Það voru 3 munnbitar.

Og já, brauðteningarnir í þessu smásalati voru líka gegnsósa.

Mmhmmm.

smásalat

Af hverju ég geri þetta trekk í trekk, að panta mér kjúllasalat á stöðum sem þessum, er ofar mínum skilningi. Gríninu þarf ég því alfarið að kyngja, ein og óstudd. Held ég bendi líka hæðnislega í átt að sjálfri mér og flissi pínkulítið. En guð má vita að þangað mun ég aldrei nokkurntíman fara að borða aftur.

Meira prumpið.

Já... prump!! Borga fyrir þetta tæpan handlegg og uppskera matarbiturð á háu stigi. Ég meina.... gott fólk!

Biturt matardæmi:

Saffran - 1500 tæpar.

Saffran

Saffran kjúklingur

Risastórt Saffran kjúklingasalat með sesamdressingu

Saffranhumar

vs.

TGI - 2000 tæpar.

Draslkjúlli á TGI fridays

Frekar kaupi ég mér, fyrir sama pening, salatbar í Hagkaup á 500 kall, ís í eftirrétt, lítinn bíl, playstation og 500 gr. af trufflum. Ég ætti þá amk. smávegis klink í afgang til að kaupa mér happaþrennu.

Meira að segja salatsullið mitt, ofar í þessum tuðpistli, er svaðalegra en þetta lofttæmi!

Mikið er nú dásamlegt að vera tuðkerlingin á þessum annars ágæta sunnudegi. Mætti halda að ég hafi bitið í appelsínubörk.

- Sem væri þó meira fullnægjandi, matarlega séð, en þessi blessaða máltíð.

HAAAAAHHHHHH....... Cool

Best að halda sig við það sem maður veit að virkar. Amk þegar maður er matsárt græðgisátvagl! GetLost


Salatfjall að kveldi

Ef ekkert liggur fyrir og undirrituð sér frammá heimalingshátt og sófasetu, þá er ekkert annað í stöðunni en að endurtaka hið sívinsæla salatfjall sem tilheyrir hádegisátinu.

Nema í skál...

...á stærð við Þingvelli!

Þingvelli útataða í salti/pipar, hvítvínsediki, basil og oregano.

Iceberg, hvítkál, tómatar, gúrka og paprika. Skítbrakandikald-ferskt, svo gott sem skorið smátt inn í íshellinum.

Því smærra... því betra. En ekki í þetta skiptið sökum græðgi.

kvöldsalatfjall

Hún er stór... ég lofa... skálin er stór, og ég lofa líka... það er fiskur í salatinu og möndlur og chia fræ og sólblómafræ!

Þó það sjáist illa eða ekki neitt.

ofursalat

Ferskara gerist það nú varla... jah... nema ég hefði rifið grænmetið upp sjálf, veitt fiskinn og helst þá borðað hann hráan.

Skulum ekki fara út í möndlurnar, chia- og sólblómafræin sökum vöntunar á Íslandi.

Frí á morgun, vinna og svo... frí. Hverjum hefði dottið það í hug?


Áskoranir

Markmið.

Innávið. Útivið!

Strengdi heit núna í maí. Það held ég nú.

Þetta verður "Hið Aktíva ÚtivistarSumar" á góðri íslen-d-sku!

Ha?

Hohaaah!!!

Hvað finnst ykkur um það? Átvalgið útþanið af eldmóð og sumarlegum metnað. Með trýnið svo þráðbeint upp í himinhvolfið að það fyllist af ösku med det samme.

Föðurlandsástarsperringur 2011.

Ekki nærbrókin þó... sem væri samt frekar fyndið svona þegar ég les þetta aftur yfir.

Föðurlandsást!

fl

Eins gott að standa við stóru orðin.

  • Hjóla/labba/skokka til að komast milli staða í staðinn fyrir að nota Aspasinn, er búin að spara 16.000 kr. bara núna í maí gott fólk!
  • "Brennsla" í formi fjallaklifurs, labbitúra, hjólarúnta... þá meina ég langbrannslu dauðans á rassatæki/hlaupabretti/innitæki sem er svo grútmygluð að maður fær drep í heiladingulinn.
  • Nýta sumarið og birtuna og hlýjuna... bwaahahaa, hlýjuna! Njóta þess að vera úti og hafa það notalegt. Brjóta upp rútínuna og nota hvíldardaga í labbitúra, bæjarrölt, skokk, Esjubrokk, hjólagleði, sund...

...hvað sem er í staðinn fyrir inniveru, rassaþjapp (langsetur) og sjónvarpsgláp!

Eða heiladingulsdrep.

Æfa úti. Labba úti. Borða úti... SOFA ÚTI...

...nei ok, ok. DJÓK. Óþarfi að verða manískari en amma andskotans. En, númer eitt, tvö og þrjú...

...vera úti!

*gleði*

Rass upp í loft

Skyrát á esjunni

Gleraugnaglens

Labbandi átvagl 

Ég nota enn ræktarhús fyrir almenna rækt og lóðamyrðingar, Tabata og ketilbjöllur.

En það sem kallast gæti brennsla, sumarið 2011, verður í allskostar öðru formi en sorginni sem fylgir ískrandi ræktartæki.

Humlur, fuglasöngur, lækjaniður, rigningadropar, gróðurlykt, öldugangur og eitthvað meira stórkostlega dramatískt í staðinn fyrir ískrið.

Hver vill vera memm?

Sumarlegt Ísland, já takk!


Umkringd snillingum

Fékk svo svaðalega góðar fréttir í dag. Ég er öll uppveðruð og fluffy í sálinni.

Hihiiiii

ok.. ok... 

Þetta... er Erna... og litli Lallinn hennar

Ernan mín

Erna er:

  • besta vinkona mín
  • tuðsvampurinn minn þegar ég þarf að rífast yfir, bæði, smá- og stórvægilegum hlutum
  • bootcampf félagi extraordinaire og hefur, því tengt, borið átvaglið á bakinu upp brekkur
  • mikil, mikil hvatning
  • Lois
  • alltaf til staðar
  • allsvaðalega klárt eintak
  • alltaf til í allskonar vitleysu 
  • lögfræðingur, eiginkona (lesist með mmmyeees), mamma, að æfa fyrir 5km hlaup
  • allsvaðalegasti reddari sem fyrirfinnst á jörðinni. Þurfir þú hvíta brunaslöngu með fjólubláum, misstórum, doppum sem sprautar vanillubúðing, þá er hún manneskjan til að tala við.
  • uppáhalds uppáhald
  • verðandi dr. Erna!
  • ... (þetta ku vera ofr. línan því punktarnir eru töluvert fleiri en fram koma hér)
  • snillingur

Hún fær hrósið mitt í dag og hjemmelavet sushi, næstkomandi fimmtudag, fyrir einskæran brilljans og hamingju. Fékk ofurmasterslögfræðinámsstyrk í dag!!! Amen.

Geri aðrir betur. Ha... Grin

Ojjj hvað ég á ofurklárt vinkvendi! InLove

  • 04:45 - Banana sjúfflé
  • 05:00 - 50 mín hjólarúntur
  • 06:00 - Rækt, bak og brjóst
  • 06:50 - Hleðsla með kókos og súkkulaði - ágætis sull

Esjuveður? Já, ég held það barasta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband