Færsluflokkur: Matur og drykkur
20.7.2011 | 15:54
Vingjarnleg áminning á ís
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.7.2011 | 09:45
Persónuleg markmið
Hugurinn ber þig aðeins meira en bara hálfa leið þegar kemur að breyttum lífstíl, lífstílsviðhaldi (þó ekki viðhaldi eins og viðhaldi viðhaldi, þið vitið... viðhaldi) og á þessari blessuðu braut:
"Hver er ég, hvað er ég, hvar er ég, hvernig er ég, ómægod, gott að vera búin í skóla, grænmetisæta, kjötæta, paleo, grænmetisæta, nei kjötæta, gaman að lyfta, af hverju?, leiðinlegt að lyfta, elska Tabata, leiðinlegt að synda, ÓMÆGOD 3 KÍLÓ UPP, gaman að labba upp á fjöll, grænmetisæta, til hvers er þetta alltsaman?, mjónubuxur hvað- hverjum er ekki sama, langar aftur í skóla, hvar er ég, ekki meira Tabata, við verðum öll gömul, fokk it...
...ég get ekki, ekki, borðað kjöt!!!"
Og svo framvegis gott fólk.
Og svo framvegis.
Þegar þið takið ykkur pásur í því sem þið gerið, sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur, vinna, þjálfun, þið sjálf, lífið og tilveran. Hvort sem um er að ræða frí, andlega íhugun, innhverfa íhugun, almenna innhverfu og undir feld-leggingar...
...þessi pistill er svolítið "og svo framvegis" er það ekki?
Ef einhvurslags ofurpásur verða á daglegu amstri, og þær munu láta á sér kræla, þá þykir mér alltaf gott að hafa aftast í hnakkanum eitthvað viðmið.
"Ég ætla aldrei að komast svo nálægt núllpunkti að ég geti ekki....:"
- Tæklað daginn með amk einu brosi
- Tekið 2 armbeygjur
- 1 hnébeygju á einari, á báðum
- Lesið 6 milljón orð á mínútu - um það bil
- Knústað 5 fjölskyldumeðlimi í einu
- Notið litlu hlutanna í lífinu
- Hlaupið 5 km
Stundum eiga sér stað atburðir þar sem við ráðum illa við hvernig deginum, og dögum, er háttað. Stundum er maður bara leitihaus. Það er ágætt í og með. En sama hvað á gengur, þá er alltaf gott að vita að flest okkar njótum við þeirra forréttinda að geta rifið okkur uppúr lægðum og leti. Gott veganesti og jákvæðni eru lykilatriði.
Fjölskylda, góð heilsa, þak yfir höfuðið, nægur matur, klósett (já, klósett), vakna upp við sólargeisla, ís, gæludýrin mín...
Stundum þurfum við aðstoð. Gott spark í rassgatið eða hreinlega mjög vel pússaða spegilmynd sem gerir vitundinni ljóst hvað í stefnir.
Það missa allir dampinn á einhverjum tímapunkti. Það er mannlegt. Oftar en einusinni og oftar en tvisvar sinnum tveir. En við getum þó huggað okkur við það að á endanum stígum við flestöll í afturlappirnar á nýjan leik og tæklum hindranir með fjórföldu brosi og "Ég skal...".
Dæmi um mín persónulega markmið, hvað hreyfingu og daglegt ræktarstúss varðar:
- amk 10 armbeygjur
- Labba upp stiga án þess að gefa upp andann og öndina - við viljum ekki gefa öndina gott fólk!
- 10 froskahopp eða 10 burpees án þess að stoppa
- Mountain climber stanslaust í mínútu án þess að stoppa
- Geta hlaupið í amk 15 mín án þess að stoppa (treystið mér, fyrir mig er það mikið afrek)
- Geta haldið mér, í sitjandi stöðu, upp við vegg í amk 30 sek.
Og þaðan vinnur maður sig svo upp í sínar 300 armbeygjur, skokk upp á Hvannadalshnúk, 200 froskahopp, uppsitu við vegg yfir bíómynd og tvöfalt maraþon.
Allt á innan við 2 dögum!!
Næstum því.
Að geta hugsað til baka og séð hverju þú hefur áorkað eru næg verðlaun fyrir sálarlífið til að vilja halda áfram, gefast ekki upp og vita að lífsins hólar og hæðir eru til þess að skoppa yfir.
Verið kát mín kæru og njótð þess að vera til.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2011 | 12:54
EldhúsmEllan
Eldhúsvikan er vikan þar sem þú sérð um að halda eldhúsinu snyrtilegu, raða í vél, kaupa inn og passa upp á að allir fái kaffið sitt.
Eldhúsvikur sem þessar gleðja mig. Af hverju veit ég ekki en þær gleðja og mér þykir fátt skemmtilegra en að trodda mér inn í hvaða eldús sem er, endurraða, skipuleggja, breyta og bæta. Kaupa litla gleðigjafa eins og popp eða saltstangir og hafa ávextina alltaf kalda. Ég tala nú ekki um eldamennsku og þá helst bakstur.
Mhmm... pönnukökur og bananabrauð.
...
Eldhúsvikum er skipt bróðurlega á milli vinnufélaga og utan um það er haldið á þartilgerðu eldhúsblaði sem prýðir fordyri íshellis vinnunnar.
Þú hélst ég ætlaði segja fordyri helvítis... er það ekki??
Eldhúsvikan mín er að klárast og ég fæ ekki aftur að eldhúsast fyrr en í haust... *snökt*
Þegar ég leit á eldhúsmellulistann í dag blasti þetta við mér.
Bwaaaahahahaaaa!
Ahhh hvað ég vinn með miklu snilldarinnar ofurfólki.
Saffran var að klárast. Maginn er kátur.
6.7.2011 | 21:51
Dagurinn í máli og myndum
Einn næstum því almennilega samsettur heilsteyptur matardagur, með æfingu og án, því ég fæ stöðugt pósta þar sem sendandi vill endilega vita upp á nákvæmnishár hvað ofan í svartholið fer.
Eða, þið vitið, tveir dagar, svipað át fyrir utan át í kringum æfingu.
Æfinga-át!
Hmmhh.
Sumsé. Allavega.
06:00 - Morgunmatur, engin morgunæfing, en undirrituð hjólaði í vinnuna.
Krumpuegg extraordinaire!
4 pre-pútur, 3 gululausar, 2 Tommar og 5 ómyndaðar möndlur.
Nákvæmni í fyrirrúmi en dýrðin ófríðari en andskotinn.
Afsakið orðbragðið.
Á æfingadegi
05:00 - Fyrir
Einn einfaldur
07:00 - Eftir
Hleðsla/Hámark sökum leti og einfaldleika þess að hrifsa með sér fernu sem svo er hægt að fleygja.
9:00 ish át/nart svo ég éti mig ekki upp að innan
Ekki æfing: Smásalat með kotasælu og möndlum.
Æfing: Nartað í ómyndað epli og möndlur.
11:00 Hádegismatur, meðtekinn í vinnuna
TJÚÚÚÚTTLINGUUUUR, grænmetisfjall og lófafylli af valhnetum
Því valhnetur eru dásemdin einar.
Yfir salatið fór smá olífu olía, hunang og krydd. Þetta var gleðmundur til átu.
14:00 SKYRTÍMI og svo hjólaði ég aftur heim um klukkan 15:00
Skyr skyr skín á mig, 1/2 gúrka og rúmlega lófi af kanilristuðum ofurmöndlum sem við nennum ekki að taka mynd af þar sem allir eru, án efa, löngu komnir með mosagróin augnlok við að góna á.
Ég á um það bil 1003 milljón og fjögurtíu svoleiðis sýnishorn.
17:00 Smánart því mömmuburger var í vændum
Kjúllabiti og tómatur.
19:00 MÖMMUBURGER, FIESTA NUMERO DOS
140 gr-h-ammari * 1,5 ( já, ég borðaði 1,5), grænmeti fyrir allan peninginn, sveppa og beikongums ásamt ofnbökuðum rótum og teitum.
Skyrterta í eftirrétt.
Hún var góð.
Með tvöfalt meira magni af rjóma en tertu að sjálfsögöu.
Ómynduð, en ofur.
Veðrið er einum of hjólaljúft og heitt þessa stundina. Eins gott að venjast þessu ekki, vindur er í vændum!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2011 | 21:22
TABATA í ofnsteiktri kjúklingafýlu
Ákvað að steikja mér kjúkling í dag. Ofnsteikja það er.
Merkilegt.. huhh.
Ekki svo mjög og ekki svo frásögu færandi nema fyrir þær sakir að í miðri steikingu fékk undirrituð sjúklegt ræktarkast og langaði ekkert annað en að sprikla af sér hægri fótlegg og þá helst rasskinnina með. En þar sem kvendið var núbúið að koma hænunni fyrir í hitanum, aðeins of paranoid, á góðri íslensku, til að yfirgefa ofninn á blússandi, aleinan og eftirlitslausan, og alveg að verða svöng í þokkabót... þá varð sprikl að eiga sér stað innan veggja Gúmmulaðihellisins.
Neyðin kennir naktri konu að kaupa sér amk handklæði, nema hún sé á nektarströnd, og undirrituð skellti sér spangólandi í þægilegri gallann og tók svo gott sem 30 mínútna TABATA hring í miðri kjúklingafýlunni.
Frábært.
Svangari en kvikindið sem var svo ógeðslega svangt truntaðist hreyfigúbbinn í gegnum intervalið, að drepast úr átspenningi allan tímann. Alltaf með annað augað á eldhúsinu, vitandi ó svo vel hvað beið þar kraumandi inn í ofni.
ÞETTA
Ok... allt í lagi... hún er ekkert voðalega falleg greyið.
Ég veit.
Hún hefði eiginlega átt að líta svona út:
Ekki svona!
SVONA
ÓÓÓBAUUUBEH. Brotabrot úr næsta bloggpistli, jebb.
En hænan var samt góð og bragðaðist alveg jafn vel og fínu grillgúbbarnir líta vel út hér að ofan!
Og ekki nóg með að pútan spangólaði, onei, heldur bar hugvitið kerlinguna ofliði í formi graskers/sellerírótar og niðurskorins lauks sem fékk að fylgja fyrrum ljóthænunni inn í ofn.
Ó-hænuguð í himnaríki hvað þetta var goooooott... mjög ófrítt... en svo goooooott!
SkyndiTabatað stóð fyrir sínu, þó ég mæli ekki með "líkamsrækt" í kraumandi gúmmulaðimatarfýlu. Tala nú ekki um þegar svangið er byrjað að pota í undirmeðvitundina.
Fyrir - hálfnuð - búin
...bókstaflega.
Crazyhair kemur alltaf upp um krullhausana.
Ef hárið er rennislétt hefurðu ekki tekið nógu vel á því!
Notaði þennan TABATA interval-tíma-utanumhaldara af því að Gymbossinn minn gaf upp öndina í síðustu viku, blessuð sé minning hans.
Ég er þó að bíða eftir nýjum. Að vera án Gymboss er skelfingin einar. Þetta er eins og að vera ekki með stóru tá. Þú veist ekki af henni fyrr en hana vantar!!!
Rassinn á mér og lærin eru ennþá afskaplega stressuð eftir djöfulganginn. Handleggirnir heldur vankaðri en ég átti von á.
Skyndihreyfing. Skyndihjólaþörf. SkyndiEsja.
Annars er Tabata í sporthúsinu á morgun, og á fimmtudaginn, 12:00 og 18:30, hjá mister Osm. Ég mæli með því að þið mætið.
Treystið mér bara. Þið sjáið ekki eftir því!
Þar er heldur engin kjúklingafýla.
Já????
Gott!
Hlakka til að sjá þig á morgun!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.7.2011 | 10:22
Pizzadeigið
Með greini!
The deig!
MÁNU-DEIG!
Þetta er kannski allt sem er hvítt hvítt deig, ger og allur pakkinn, en útbúið heimavið, frá grunni og allt náttúrulegt og krúttaralegt. Við vitum amk hvaða hráefni fela sig í þessu gleðispreði.
Eins og með suma pistla sem ég set hérna inn, pönnsur/kökur/nammi og önnur tilheyrandi óhollustustig í bland við sykursjokk, þá á þetta deig fullkominn rétt á sér. Ójá. Ég fann þetta á netrápi fyrir 100 árum en hreinlega man ekki hvar, get því ekki vitnað í snillinginn sem krumpaði þessu saman til að byrja með!
Af hverju:
- er ég að deigafsaka mig hérna? -Eitthvað sem ég þarf ég að eiga við heilhveiti-spelt sjúklinginn hið innra.
- set ég, laumulega, inn uppskrift af "pizzadeigi" á mánudegi? -Af því mér er umhugað um ykkar pizzuheilsu og vil ekki að þið farið á deigmis við þessa snilld og ég vil endilega að þið fáið ykkur pizzu næstu helgi og þessi hveitiklessa þarf ást og umhyggju og hún er æði og mér þykir bara svo hryllilega vænt um ykkur og aaaaahaaamen!
Allavega!
The deig!
Þarf að gerjast i 3 - 4 daga, en ó svo mikið þess virði.
Má nota el straxó en ó... óhóhó! Látið það bíða.
- 1,5 bollar volgt vatn, en þó þannig að það sé kalt ef þú potar í með fingrinum
- 1 tsk þurrger
- 4 bollar hveiti
- 1 tsk salt
- 1/3 bolli Extra Virgin Olive Oil
- Dustið þurrgeri fallega yfir vatn og látið bíða á meðan þið framkvæmið atriði 2 og 3 hér að neðan.
- Hræra saman hveiti og salti í skál
- Meðan hrærivélin er að dúlla sér, og hræra hveitið betur saman við saltið, hella ólífu olíunni útí þangað til hún hefur sameinast hveitikrumsinu
- Hella germixtúrú út í herlegheitin þangað til rétt svo blandað saman- deigið verður mjög klístró og blautt. En þannig á það að vera. Jebb jebb.
- Smyrja aðra skál með olíu - hafið hana í stærri kanntinum. Treystið mér.
- Útbúa kúlu úr deiginu
- Hella deigkúlunni í olíuborna skálina og snúdda svo öll kúlan verði þakin olíu
- Breiða plastfilmu vandlega yfir skálina og henda inn í ísskáp þangað til þú þarft að nota. Deigið á eftir að stækka um amk. helming, ekkert svaðalega, en hafið þó skálina stærri en minni.
- Best að útbúa deigið með dags fyrirvara, 2 eða 4 dagar eru jafnvel æskilegri
Sósa.
Átti ekki pizzasósu og nennti ekki að búa til frá grunni.
Hunts tómatsósa, basil, oregano, salt, pipar og smávegis sterkt Jamie Oliver pesto.
Wunderbar!
Kom út hjartalaga... aaalveg óplanað.
Smá meira smakk.
Verksummerki.
Stórskaddað eintak...
...en stórgott á bragðið og pizzuáferðin, el perfecto!
Kem til með að nota þessa snilld um ókomin pizzaár... eða þangað til ég finn eitthvað sem gæti mögulega verið betra!
Ég er samt ekki viss um að það takist.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2011 | 09:23
Það byrjar allt á mælingum
Karvelio áskorun formlega hleypt af stokkunum. Núna er bara að bíða eftir planinu.
Staða frá því fyrir ári:
Eftir massíft Bootcamp sumar 2010:
- 56 kg.
- 15% fituprósenta
Staða í dag, eftir Tabata + lyftingar og svo gott sem enga brennslu 2011:
- 60 kg.
- 15% fituprósenta
Hvor Elínin haldið þið að innihaldi meiri vöðvamassa?
Ekki það að ég eigi eftir að vinna í þessari keppni. Heildar % niðurávið í vigt er það sem farið er eftir, enda ekki nema von. Það er besta leið til að mæla árangur hjá stórum hópi af mjög svo mismunandi fólki. Ég er amk ekki að stefna á að fara neitt mikið neðar í % svo við einblínum ekki á sigur gott fólk, óneii... horfum á aukinn styrk, gæði og betrumbætingar á hinum og þessum sviðum.
Da?
Hlakka til að sjá hvernig ástatt verður fyrir kvendinu að loknu sumri.
Húha!
28.6.2011 | 10:46
Helgin í myndum
Eins og ég hef áður sagt.
Safnað í sarpinn!
Byrjum á byrjuninni!
Við urðum að kaupa þetta sökum Family Guy!
Við urðum að smakka þetta sökum Family Guy!
Loft... í dós! Sætt loft... í dollu? Borðaðu 1 svona á dag (helst ekki samt) og eftir að þú lætur vaða yfir móðuna miklu mun skrokkurinn haldast í fullkomnu ástandi næstu 3000 ár á eftir.
Slóð tortímingar og eyðileggingar...
...og efra vinstra horni myndarinnar hér að ofan hvílir siiiiiig...
...ójöah!
Nammiskál sem búið er að fleyta súkkulaðinamminu af. Ég er súkkulaðisek. Ókei. Þessi skál er ekki alveg minn tebolli en allt er nammi í harðindum gott fólk!!
Hmm hmm, harðindum!?!
Höldum áfram.
Þessum var svo stútað síðar sama kvöld að auki við, jebb, að ómynduðu auki við bragðaref, 100 tonn af hnetum og súkkulaðikökufudge með pistasíum sem var gómsætara en þetta gómsæta þarna um árið!
Sukk á sukk ofan á sukkinu sem var sukkað á!
Mikið sukk!
Svo var haldið af miðbæ brott og upp í sveit þar sem beið eitt stykki hótelherbergi á Rangá. Það var notalegt. Virkilega ljúft. Æðislegt hótel, alger friður, út í miðju algleymi.
Þessi sveitarúntur er einvörðungu Ernunni minni að þakka -
Þessi tók á móti gestum í anddyrinu! Hann var hress.
(Er sumsé að tala um manninn þarna vinstramegin á myndinni. Svoleiðis reitti af sér brandarana.)
Þar sem sukkdagurinn var haldinn töluvert hátíðlegri en þurfa þykir slátraði undirrituð þessu líka fína kjúllasalati! Ekkert til að gráta úr sér augun yfir af hamingju en vel útilátið og mikið af grænmeti!
Euan fékk sér slumburger og að sjálfsögðu gott fólk. Að sjálfsögðu rændi ég bita... um! Bitum.
Og frönskum.
Næstum öllum frönskunum en hver er að telja?
Og það má að sjálfsögðu ekki gleyma, þó svo ég hafi verið voða þæg með kjúllasalat í ferðatöskunni þetta kvöldið, að nokkrum súkkulaðirúsínum, Picnic og *hóst* ís *hóst* var sporðrennt.
ÓKEI.. höldum áfram. Sjáið hvað það er fallegt veður.
APP-EL-S-ÍN
*egomaniac*
Svo skulum við ekkert ræða morgunverðarhlaðborðið!
Ég elska.... ég eeeelska morgunverðarhótelmegahlaðborð jafn mikið og ég elska barnaafmæli og farmingar/útskriftarveislur!
Þar finnur maður allskonar... af allskonar! Öööölsk!
En sökum áðurnefnds ofursukks og smásukks degi og dögum áður, var þetta morgunmaturinn minn!
Getið margfaldað þennan disk með 3!
Hann var... ofur!!
Öðruvísi slóð eyðileggingar!
Skruppum svo til Eyja í leiðinni og upplifðum Landeyjahöfn!
Gleði að geta í raun "skroppið" til Eyja. Magnað.
Hann er ekki sannfærður... yfir hverju er enn óljóst!
Ahhh... góð, sveitt helgi.
Borðaði þó líka duglega og hollt og æðislegt eins og skyr og hnetur og milljón grænmeti og allt sem er eðall.
Ákvað bara að taka til svínaríið því það er svo miiiikið skemmtilegra!
Eins og sumir, sem horfa á formúlu 1, og vonast eftir árekstrum.
- A: "Hvernig var keppnin?"
- B: "Æjjiii, ekkert aksjón. Enginn sem klessti á dekkin eða neitt."
Þannig að græðgi, upp á sitt besta, í formi áts = aksjón!
Best að koma sér í gírinn fyrir næstu tvo mánuði. Húhhh!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.6.2011 | 13:26
Sumaráskorun og einhvurslags breytingar
Helgin í myndum seinna í dag, en þangað til... allskonar á allskonar ofan.
Er að spá í að breyta högun bloggsins blessaðs. Það fylgir straumum og stefnum átvaglsins í gríð og erg og nú virðist stefnan tekin í N-A frekar en S-V. Straumurinn er þó yfirleitt sá sami og hefur alltaf haft yfirskriftina:
"HEILBRIGT LÍFERNI... aðeins á ská"
Alltaf tími fyrir skammastrik á beinu brautinni. Maður verður að fá að taka nokkur skref afturábak, lúppur, hóla og hæðir í hringi og bugður og njóta ferðarinnar!
Við erum jú að þessu fyrir okkur sjálf er það ekki mín kæru?
Er annars að fara af stað í sumaráskorun a la Karvelio. Tveggja mánaða áskorun sem hefst ekki seinna en á morgun með *trommusláttur* fyrstu mælingu sem undirrituð hefur farið í síðan á eyðum '64. Ekki endilega sem viðmið, meira forvitni frekar en annað. Verður spennó.
Ætla að leyfa ykkur að fylgjast með að sjálfsögðu.
Læt fylgja með át og almenna hreyfingu en kem líklegast ekki til með að stikla á stóru þegar ég fæ mér eina skyrdollu. Held að allir þekki útlitið á þeim elskum. Átið mitt er hvort eð er, oftar en ekki, í sama farinu dag frá degi, og sökum þeirrar fúlu staðreyndar, að hálfan handlegg þurfi að láta í té til að kaupa efnivið í nokkrar kökur, verður tilraunum haldið í lágmarki í einhvern tíma.
En stóruppskriftapistlar og svindlhátíðir koma í og með, inn á milli, þegar vel er í lagt og með eilítið öðrum hætti en áður. Það kemur allt í ljós á næstu dögum.
Held það verði gaman og gleðilegt nokk. Þó sérstaklega vegna leynigestsins sem kemur til með að vera minn sérlegi aðstoðarhægrihandleggur.
Eða... ölluheldur ég, verandi hægri handleggurinn.
Hahh!
Allavega, tökum áskorunarstöðuna aftur eftir mánuðinn. Myndir, þurrkarabrækur sem knúsa rassa og aukinn styrkur/þol. Held það séu bestu mælitólin.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2011 | 22:25
Jææææja
Er farin að safna í sarpinn. Pistlar þessa bloggs eru ískyggilega farnir að líkjast brotabrotum og samantektum síðustu daga hvað át og hreyfingu varðar.
Þó aðalega át!
Að því sögðu:
Ofurmömmumatarboð í tilefni sumarfrís og sólarglætu!
Ofurömmu 17. júní matarboð!
Þau gerast varla meira djúsí en þetta. Onei onei!
Út að borða á Uno. Það var meira en bara Uno... það var excellente-o!
Brauðkarfan sívinsæla. Gúmmíbrauð, gott brauð þó.
Fiskur dagsins fyrir undirritaða. Bleikja með byggi, steiktu grænmeti, blómkálsmúss og sósu. Skammtur fyrir 700 manns og skelfilega ofurgóður!
Sessunautur fékk sér Uxahala Pappardelle en skipti pastanu út fyrir penne. Svaðalega, svaaaðalega góður réttur þetta!
Auka salat, 490 krónur, og viti menn. Það var ekki stútfullt af feta eða melónum eða eintómu iceberg og það var ekki jafn stórt og fingurnögl!
Það var töluvert stærra!
Amen!
Ok ok... annars, númer eitt, tvö og þrjú!
- Veik
- Veik
- Já, ég er búin að vera veik
Held ég hafi fengið matareiturn *kaldhæðiniskast dauðans*
Nokkuð viss um að brokkolíguðinn kúri í einhverri moldarholunni og hlæi illkvittnislega að tragedíu undirritaðrar. Líka nokkuð meira en viss um að hann haldi á vúdúÁtvagli og poti ítrekað í það með einhvurslags potunaráhaldi.
Guðbrandur einn má vita hvað olli átvaglinu ömma ömurlega, þar sem auðveldara er að finna út hvað undirrituð setur ekki ofan en í sig en á hinn veginn, en haaalelujahh hvað sá matarbiti hefur náð fram stórkostlegum hefndum fyrir hönd allra þeirra matarbita sem ofan í svartholið hafa horfið!!
Þetta ku vera lengsta setning sunnan við stjörnuþokuna hrásalat!
Líklegir orsakavaldar:
- Sushi
- Salatbar 11/11 - mjög sterkur kandídat
- Túnfiskur í dós, falinn í ofursalati
- Ómyndaður kjúlli og grjón, sökum ófagurleika, hvorutveggja aldraðra en 9000 sekúndna, en þó í ísskápshvíld
- ...
Ég er orðin eins og gamla fólkið (afsakið, ekki meint illa, en við vitum hvernig þetta virkar eftir 85). Tala um líkamlegt atgervi, hægð*r dagsins, ásamt nákvæmri lýsingu á lit og áferð, og verkinn sem kemur alltaf á þriðjudögum, eftir lyfrarpilsuátið, bak við hægra eyra!
Veikindi og ofurvorkunn, í sjálfs míns garð, eru hérðmeð yfirstaðin. Megi sá fúli fjandi láta mig í friði héðanaf!
Takk.
- Flutt um vinnuset, spennóhóhó
- Rakst á eina svívirðilega sæta kartöflu og myndaði ófétið, dæmi hver fyrir sig
- Er byrjuð að teikna þessa mynd af Valdísi snúllurassi
- Babalú kaffihús og Kaffismiðjan eru í uppáhaldi hjá mér núna, þó sérstaklega Babalúkósýheitarofuræðislega-andrúmsloft með risakökum!
- Ég sofnaði í sólinni og lít þar af leiðandi út eins og Hómblest kex
En það er allt í lagi því þau eru góð báðum megin er það ekki? Hómblest... kexin... báðum megin...
...nema hvað ég er rauð á súkkulaðihliðinni og lít út eins og kvikindi úr Star Trek. Er það samt ekki barasta allt í flundrandi glensi? Ég meina, hver myndi ekki vilja bíta í Klingona sér til dægrastyttingar?
Starblest... HómTrek? HómblestKlingon.
"Beam me up Scotty"
Hæ annars aftur, allirsaman og amma þeirra. Kökur og pönnsur í fyrramálið fyrir nýju vinnu, gleði það.
Nótt í hausinn á ykkur.