Sunnudags-tuðið

Vara skal við matarbiturð síðar í þessum bloggpistli. Viljir þú halda geðheilsunni skaltu ekki lesa lengra en að kvöldsalatinu.

Takk fyrir!

Síðasti fimmtudagur átti að vera sushidagur til að halda uppá ofurErnu en forfærðist yfir á mánudaginn, morgundaginn, sökum...

beef burguignon

...beef bourguignon a la mama!

beef burguignon

beef burguignon

Kjötið svoleiðis lak í sundur! Þvílík endemis ofur dásemd. Mikið sem ég eeeeelska kjöt matreitt á þennan máta. Hægeldað-lekurafbeininu hamingja. Kjötsúpukjöt og vabeha... *slef*.

Þetta var afskaplega, aaafskaplega jákvætt át og nákvæmlega ekki baun í krús út á það að setja.

Síðan þá hafa dagarnir yfirleitt farið á þennan veg!

  • Vakna
  • Grautur/banana sjúfflé
  • Hjóla - ræktast (fætur murkaðar á föstudagin, core í sprettformi á laugardaginn, hringþjálfun í sprettformi í dag)
  • Hámark/Hleðsla
  • Hádegissalatfjall
  • Skyr/möndlur/vatnsmelóna (er með vatnsmelónublæti aldarinnar ákkúrat núna)
skyrið og möndlurnar

vatnsmelonge
  • Hjóla heim + smá auka rúntur
  • Kvöldsalat með kjúlla + möndlum + ofurdressingu

Kvöldsalatfjall

Kvöldsalatfjall með kjúlla og möndlum

Undantekningin, á þessum annars nauðalíku rútínudögum, var systurát í gærkveldi þar sem förinni var heitið á TGI-Fridays að systuróskum.

  • Nei, ég át ekki systur mína.
  • Nei, við átum ekki aðrar systur.
  • Nei, það var engin Hannibal Lecter stemning í gærkveldi.

Pantaði mér kjúklinga caesar salat með hvítlauksbrauði. Aukasalat í kjölfar þess, þar sem ég var nokkuð viss um að ég fengi lítið annað en kál og kjúlla.

Ég skal svoleiðis segja ykkur það mín kæru... ha! Fyrir þennan pening. Jú, ég vissi vel við hverju ætti að búast og þetta kom mér svo sannarlega ekki á óvart en einusinni, bara einusinni, væri gaman að labba út hoppandi kátur.

Eitt orð!

RUSLOGDRASL

Salat, kjúlli - gott og blessað, alltaf eins og ekkert sem kveikir á hamingjutrylli. Í þessu földu sig svo brauðteningar sem orðnir voru gegnsósa og óætir.

Fyrir utan eggjaskurn í mat, harðar eggjarauður, hákarl og hval, þá eru blautir brauðteningar eitt af því mest hræðilegasta, áferðalega séð, sem ég veit um.

Þessari dýrð í niðurlægðum fylgdi einnig sorglegasta afsökun fyrir hvítlauksbrauði sem ég nokkurntíman hef augum litið.

Draslkjúlli á TGI fridays

Afskorin örbylgjuhituð baquette sneið, ekki einusinni ristuð/krispí, með örlítilli hvítlauksolíu og ostasulli ofaná.

Hún var eigi borðuð.

Hvítlauksbrauðsdvergur á tgi

Og þetta var aukasalatið mitt. Hahh!! Það voru 3 munnbitar.

Og já, brauðteningarnir í þessu smásalati voru líka gegnsósa.

Mmhmmm.

smásalat

Af hverju ég geri þetta trekk í trekk, að panta mér kjúllasalat á stöðum sem þessum, er ofar mínum skilningi. Gríninu þarf ég því alfarið að kyngja, ein og óstudd. Held ég bendi líka hæðnislega í átt að sjálfri mér og flissi pínkulítið. En guð má vita að þangað mun ég aldrei nokkurntíman fara að borða aftur.

Meira prumpið.

Já... prump!! Borga fyrir þetta tæpan handlegg og uppskera matarbiturð á háu stigi. Ég meina.... gott fólk!

Biturt matardæmi:

Saffran - 1500 tæpar.

Saffran

Saffran kjúklingur

Risastórt Saffran kjúklingasalat með sesamdressingu

Saffranhumar

vs.

TGI - 2000 tæpar.

Draslkjúlli á TGI fridays

Frekar kaupi ég mér, fyrir sama pening, salatbar í Hagkaup á 500 kall, ís í eftirrétt, lítinn bíl, playstation og 500 gr. af trufflum. Ég ætti þá amk. smávegis klink í afgang til að kaupa mér happaþrennu.

Meira að segja salatsullið mitt, ofar í þessum tuðpistli, er svaðalegra en þetta lofttæmi!

Mikið er nú dásamlegt að vera tuðkerlingin á þessum annars ágæta sunnudegi. Mætti halda að ég hafi bitið í appelsínubörk.

- Sem væri þó meira fullnægjandi, matarlega séð, en þessi blessaða máltíð.

HAAAAAHHHHHH....... Cool

Best að halda sig við það sem maður veit að virkar. Amk þegar maður er matsárt græðgisátvagl! GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

*púúúúúffffffffff* (k)ellan sprakk

p.s. veistu að ég held að rapparanafnið mitt sé D.Sósan, eða kannski er það bara matarbloggskommentaranafnið mitt!  Iðulega þegar ég er að skrifa hratt kemur bara Dsosan, skemmtilegt!

dossan (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 03:08

2 identicon

Oh hvað ég er sammála þér með þessi kjúklingasalöt sem verið er að selja á restauröntum hér á Íslandi.  Þess vegna kom það ánægjulega á óvart kjúklingasalatið á Nauthóli - það var útpælt í bragði, útliti og áferð! Get mælt með því 100%

Guðrún (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 08:43

3 identicon

Ég myndi bara aldrei treysta minu litla lifi til að fara á staði sem eru ekki i "hollustu flokknum" og ætla mér að biðja um salat. Maður fær bara einhvern *afsakið orðbragðið* sora !

Annars öölska ég Saffran :D Gæti borðað þar á hverjum degi ef ég ætti pening i það !

Tanja (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 09:44

4 identicon

hahahahha D.Sosan hahahahahah þið eruð svo skemmtileg fjölskylda

Saffran er bara gordjöss.... er með vandræðalega mikið thing fyrir Saffran-humarböku þessa dagana  ... jah eða réttara sagt misserin

Hulda (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 15:32

5 identicon

Hvernig hljómar þessi ofurdressing? :)

Helga Lára (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 15:43

6 identicon

Sammála þessu með þessi salöt sem boðið er upp á flestum veitingastöðum. Saffran er reyndar með þeim skárri, en ég fékk allra allra besta salat sem ég hef smakka á Sjávargrillinu Skólavörðustíg (humarsalatið hans gumma)  reyndar ívíð dýrara en þetta á Fridays....

Bryndís (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 09:37

7 identicon

Kjúklingasalatið á Café Flóru í Laugardalnum er mjög gott og meira að segja ég get klárað allt af disknum (enginn ógeðslaukur eða tómatar).  Ásættanlegt verð líka...

Kolbrún (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 09:40

8 identicon

Kæra Ella - nú var ég svo gáfuð að kaupa mér chia fræ í dag... Ég er eldheitur aðdáðandi hafragrautsins en ég veit ekki hvernig eða í hvað ég að nota fræin í ... :/ með hverju mælir þú???

Gunnhildur (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 15:12

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dossa: D.Sósan er klassík! Er að spá í að endurskíra þig í símanum mínum!

Tanja: Sammála og sammála. Saffran er alveg málið!

Hulda: Öss. Ég er án efa búin að éta, sem samsvarar, 400 kjúklingum síðan Saffran opnaði. Fæ ekki nóg.

Helga: Ahhh. Ofurdressingar eru jafn misjafnar og þær eru margar :) Er að spá í að henda inn einum dressingapistli við tækifæri.

Annars samanstóð þessi af smá olífu olíu, ediki, dijon, hunangi, dilli, salt og pipar.

Bryndís: Ef salatið stendur undir væntingum, þá er ég alveg tilbúin að borða steikarverð fyrir salat. Sérstaklega ef það nær að koma mér svo hressilega á óvart að ég hugsa um það daginn eftir.

Segi það satt, salatgerð er áskorun. Mikil list að geta útbúið almennilegt salat sko!!

Kolbrún: Ahh, hef ekki prófað þann stað. Ætla að skella mér við tækifæri.

Gunnhildur: Ohhh svo margt. Út í skyr, salöt, grauta, brauð, bakstur. Sem smurning ofan á brauð (setur fræ í glas, smá vatn eða mjólk, eitthvað krydd t.d. kanil og bíður eftir að þykkni)... möguleikarnir endalausir :)

Elín Helga Egilsdóttir, 8.6.2011 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband