Færsluflokkur: Hugleiðingar
2.11.2010 | 18:04
Ég er...
- ...að vinna í því að verða Hafnfirðingur.
- ...að leita mér að allskonar dóti.
- ...að leita mér að fararskjóta. Var að spá í að fjárfesta í traktor!
- ...að hripa niður pistla fyrir Heilsupressuna.
- ...að redda mér nettengingu í nýja Gúmmulaðihafnafjarðarhellinn!
- ...hugsa hvort ég eigi að kaupa mér aðild að ræktarhúsi og þá hvar. Voðaleg dramatíkin sem fer í að ákveða þetta hjá undirritaðri.
- ...að fara að borða fisk í kvöldmatinn.
- ...að fara að dútlast í hellinum í kvöld og á morgun og fimmtudaginn...
- ...ógeðslega upptekin!
...ekki horfin! Ég lofa!
25.10.2010 | 05:25
Rútínan
Ekki alltaf nákvæmlega eins, en í öllum tilfellum nákvæmlega svipuð!
Nákvæmlega svipuð í grófum dráttum:
- Vakna
- Klósettast (innifelur meðal annars andlitsvþott, sprænerí og einn trylltan Riverdans)
- Útbúa te sem fær að standa á meðan ég:
- Borða graut
- Drekk kaffið mitt
- Loksins sötra te
- Rækt
- Vinna
- Kaffi
- Te
Þetta eru mínir 10 rútínustöplar á morgnana.
Það eru þó nokkur atriði á þessum lista sem kalla stífar á átvaglið en önnur. Ef ég fæ ekki kaffið mitt eða te-ið eða... *anda rólega*... grautinn! Þá staulast ég um eins og hauslaus hæna. Tala í tungum, gátum og læt fremur illa.
- "Elín, veistu hvernig fór með Jón Sveinsson og risaeðlurnar?"
- "MMMNEIII...!!" Stappa niður hægri fæti, krosslegg hendur, fetti upp á trýnið og ulla.
Margir vilja þó meina að HH syndromið sé til staðar hvort sem maginn á mér sé fullur af graut eður ei, fyrir utan ullið þarna í endann.
Ég dýrka og dái morgnana mína. Þeir eru uppáhalds uppáhald.
Þeir eru notalegir og þægilegir og krúttaralegir og riverdans og afslappelsi er í hámarki.
Þegar ég loks mæti í vinnu þá er ég búin að vera vakandi, með ráði (stundum óráði), í 3 - 5 tíma. Það hefur ýmsa kosti í för með sér eins og:
- Koma sér fyrir í rólegheitunum
- Ekkert koddafar í andlitinu
- Ræða "dularfullan" síð-október skítakulda og hissa sig á því. "Mikið assgoti er kalt úti maður" - "Já, segðu..."! Því maður virðist aldrei muna eftr skítakulda síðasta árs!
Ahhhhh!
Forréttindi segi ég nú bara.
Jæja, er komin að stöpli numero siete! Komum okkur í ræktina gott fólk.
10.10.2010 | 22:13
Hvað hef ég gert af mér í dag?
Ég vaknaði!
Það er afrek útaf fyrir sig.
Ég tók til.
Það... er einnig afrek útaf fyrir sig!
Ég laug í síðasta pistli og borðaði í dag. Ég varð... ég bara... varð.
Það... er hinsvegar minna afrek en það eitt að bora í naflann á sér.
Ég ræktaðist. Tók meðal annars þessa Stunuæfingu. Hún var erfið!! Erfið, erfið ... erfið!! Er ekki frá því að ég hafi stunið pínkulítið líka.
1. Interval(6-10/30): Hnébeygjuhopp
- E:S -> 17-17, 10-11, 10-9, 9-11, 11-10, 12-9
2. Tími: 5 *Einnar handar upp-ýting h/v (eða hvað?), upphýfingar m/ fætur í gólfi + spark * 10.
- E:S -> 6,23 - 5,28
3. Interval(12-10/30): Há hné + hjólamagi
- E:S Há hné -> 65-94, 57-91, 55-89, 58-93, 52-86, 63-88 (FOOOOOOKK..afsakið orðbragðið)
- E:S Hjólamagi -> 43-34, 39-33, 39-36, 34-34, 39-34, 42-35
Svo loksins, bakaði ég kleinur! Loksins. Það er einfalt, skemmtilegt, jólalegt og ég ætla að finna hina fullkomnu kleinuuppskrift fyrir jólin! Kleinu-uppskrift sem ég kem til með að baka og þróa næstu 149 árin og gef börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, vinum, kunningum, ættingum, dýrum, fjarskyldum skráfrændum og ókunnugum! Kannski einstaka rykmaur ef hann er þægur.
Það er næst á dagskrá.
Nei, þær þurfa ekki að vera fullkomnar og nei... ég á ekki kleinujárn!
Ohhh mama!
Haustið er líka komið, þó svo veðrið beri það ekki með sér.
Vitið þið hvernig ég veit?
Jah.. fyrir utan þá óbilandi staðreynd að það er jú októbór og já, hann er næstum hálfnaður og jújú, það er komið jólaskraut í IKEA, þá er fiðrildaþing hjá öllum ljóstærum sem utan á húsinu liggja!
Ætla annars að reyna að bæta í grænmetisátið hjá mér. Grænmetis og ávaxta-átið. Borða jú grænt í hádeginu en það eru yfirleitt einu tímarnir sem það fer inn fyrir varirnar sökum einskærrar leti.
Það verður því haldið upp á allt sem er grænt grænt tímabilið með grænu monsteri eftir æfingu á morgun.
Sjáum hvernig það lukkast.
Vona annars að helgin hafi verið ykkur ljúf.
Natten skratten!
Hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 14:33
Eftirmiðdagurinn í einni mynd og þónokkrum orðum
*FNAS*
Það er allt að gerast. Ég segi frá því seinna. Kvöldin eru troðin af allskonar aktivítetum sem ræna frá mér öllum tíma til nokkurs annars en að anda.
Sem er jákvætt því annars væri ég eflaust ekki að borða þetta núna.
Ég borðaði líka skyr. Hefði betur sleppt því. Varð hálf bumbult af því af einhverjum ástæðum.
Ertu ekki ánægð(ur) að vita það?
Intarvalið í morgun fór sem hér segir.
Hnébeygja á einari (gefið, ég hélt mér í. Get ekki fyrir mitt litla gert þetta frílans):
- Ella: 9, Stuna: 12
- Ella: 8, Stuna: 9
- Ella: 8, Stuna: 8
- Ella: 7, Stuna: 8
Armbeygja - hliðarplanki - magakreppa (olnbogi sem vísar upp beygður í átt að lófa í gólfi):
- Ella: 12, Stuna: 7
- Ella: 10, Stuna: 8
- Ella: 9, Stuna: 7
- Ella: 11, Stuna: 9
Hliðarhopp og hliðar-stig á móti þeirri átt sem hoppað var úr. (hopp til hægri, hliðarstig til vinstri - með vinstri)
- Ella: 12, Stuna: 7
- Ella: 10, Stuna: 8
- Ella: 9, Stuna: 7
- Ella: 11, Stuna: 9
FIMMTUDAGS-TUÐIÐ
Bara smá í tilefni *FNASSINS* hér að ofan.
Ef manneskja er að borða "hollt" eða skipta um líffstíl, hreyfa sig, hoppa, skoppa, dansa og dilla sér, þá virðist ekkert vera sjálfsagðara en að gera hana að skotspón meinhæðinna matarkommenta. Einnig virðist hún sjálfkrafa vera sett í "OF MARGAR HITAEININGAR" flokkinn.
- "Ahh... hún borðar 600 tonn af salati, greyið, því hún vill ekki verða of feit.".
Af hverju ekki:
- "Ahh... hún borðar 600 tonn af salati af því henni þykir það eflaust gott. Svo er hún líka dugleg að hreyfa sig."?
Nú eða bara:
- "...". Og njóta þess í blússandi að borða sinn eigins mat.
Gefið - í mörgum tilfellum er slípun og mörbrennsla jú raunin. Mjög mörgum tilfellum og það er nákvæmlega EKKERT að því og EKKERT út á það að setja annað en húrrandi jákvæðni, gleði og hamingju. Ekki misskilja. En það er oft sett í svo neikvætt samhengi og virðist ná yfir alla hópa "íþróttafólks". Það að grennast er oft fyrsta skrefið hjá mörgum, bónus, í bland við styrk, liðleika og þol.
Eftirfarandi samtal átti sér t.d. stað um daginn:
- Átvagl: Mmmm... girnilega appelsínur. En, ég ætla ekki að fá mér! (Já, ég sagði þetta upphátt. Af hverju, veit áferðabuddah einvörðungu. Takið þetta upp við hann.)
- Einstaklingur: Nei, best að fá sér ekki appelsínur. Það er of mikið af hitaeiningum í þeim. Þú gætir fitnað. (Jú, var að sjálfsögðu ekki meint illa. Átti að vera fyndið)
- Átvagl: Jah, því miður verð ég að hryggja þig með því að þær eru nánast hitaeiningasnauðar blessaðar. En ég var að bursta í mér tennurnar og þeir sem viti bornir eru borða ekki appelsínur eftir tannburstun!
Þetta er svolítið fyndið.
Hefði þessi einstaklingur t.d. látið þetta út úr sér við einhvern sem ekki væri ofvirkur froskahoppari með þráhyggju fyrir eggjahvítum? Ekki það að ég sé að krullast upp eins og ánamaður af vonsku, læt sem vind um eyru þjóta og hef svo sannarlega heyrt það verra.
Læta vindinn líka um nef þjóta. Trýnið mun þakka mér seinna.
Bara spæling.
Ég hlakka annars mikið til komandi mánaða.
Ég er eitt súper hamingjusamt átvagl.
*jól jól jól jól og jólatengt jólalegt jólajól, þakkargjörðarháðtíð og Halogenpartý*
húhh.. veit ekkert hvaðan þetta kom!
Góðar stundir mín kæru.
6.10.2010 | 09:43
Heilsupressan á húrrandi siglingu
Ég er ægilega ofurspennt.
Þar af leiðandi er mér sönn ánægja að segja frá því að ég, ásamt góðu liði ofurheilsuhetja, verð með pistla, eða blogg, fyrir nýja heimasíðu á vegum Gunnars Más Sigfússonar. Armur frá pressupennum, Golfressan o.fr.
Allsherjar heilsusíða fyrir þá sem vilja vita/læra allt milli himins og jarðar tengt heilsu/matarræði/æfingum ofr. Virkilega ljúffengt lið af fólki sem að þessu kemur, meðal annars eðalkvendið hún Ragga mín Nagli, og sem kemur til með að deila leyndardómum heilsusamlegs lífernis og skrokks í toppstandi. Pff.. ekki miklir leyndardómar svosum, en ótrúlegt en satt þá eru þessar upplýsingar afskaplega vel "faldar" á netinu og maður veit aldrei hverju best sé að treysta. Þessi síða ætti því að auðvelda leitina þar sem allsherjar fróðleikur, samþjappaður á einum stað, er ekkert nema gleði og ég ekkert smá kát að fá að fylgja með og taka þátt!
Nú er því stóra spurningin sú hvort ungfrúin færi bloggið blessað yfir á pressuna eða haldi áfram skrifum hér? Ef ég færi það ekki yfir myndi ég ljá pressunni almennar spælingar og grautargleði í bland við millimál og nota þennan vettvang til að tuða um daginn, veginn og hversu mikið ég elska áferðina á baunasúpum!
Og hversu mikið ég elska kanil... og skeiðar... og súkkulaði... og hnetur...
Þið viljið kannski aðstoða mig við ákvörðunina? Hvíla mbl í einhvern tíma... alfarið?
Heilsupressan fer annars í loftið næstkomandi laugardag. Ég hef þegar fengið smá innsýn í pistlana sem koma til með að líta dagsins ljós á þessum annars ágæta vettvangi. Barasta flottir og stút.. glimrandi fullir af fróðleik.
Þið verðið ekki vonsvikin... treystið mér. Meira að segja ég er að drepast ég hlakka svo til alls gumsins sem á eftir að birtast á þessari síðu. Kemur til með að hjálpa mér helling.
Hmmm.... Ekki það að ég sé eitthvað fyllri af fróðleik en næsti maður.
Þetta voru sumsé gleðifréttir dagsins í dag í boði Elínar Helgu.
Thank you... thankyouverymuch! (Elvis style)
ps: Ég fór svo feikilega illa með fettmúlana í morgun að ég þurfti að hvíla mig á leiðinni upp stigann í ræktarhúsi. Ég var næstum búin að húkka far með einum steraboltanum, en hann stoppaði 3 tröppum fyrir neðan mig.
Hann hefur því tekið 3 tröppum betur á en ég, bansettur!
Eitt er þó alveg víst, að það eru fleiri en bara ég sem koma til með að eiga í erfiðleikum með að standa upp af klósettinu á morgun!
Hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
30.9.2010 | 14:57
Gestakokkur
Fékk að gestakokka í vinnunni í dag.
Þar sem kjúlli hefur oftar en ekki orðið fyrir vali gestakokka ákvað ég að snúa vörn í sókn og útbúa uppáhalds fiskrétt Gúmmulaðihallarinnar. Arabíska ofurþorskréttinn.
Hann kom æðislega vel út og fólki þótti hann gvöðdómlega fínn.
Fyndið að vinna í svona stóru eldhúsi og útbúa mat fyrir milljón manns. Það er allt stórt eða mikið eða ofur... Ég keypti t.d. smá Aromat sem ég ætlaði að nota. Eldhússkvísurnar mínar áttu hinsvegar nóg af því.
Það er hægara sagt en gert að halda með báðum krumlum utan um kryddstauk og reyna að krydda "pent" mín kæru! Ójá!
17 sítrónur, 40 paprikur, 10 kg. sveppir, 25 kg. þorskhnakki, 36 tómatar, 12 pakkar döðlur, 600 tonn ólívur...
...hihiiiii hvað þetta var geðveikt gaman!!!
Byrja á því að kreysta "nokkrar" sítrónur og leggja fiskinn í vökvann.
YOU'RE DOING IT WRONG!
Hvað sjáið þið fyrir ykkur þegar þið hugsið "Ein dós af ólívum"?
Jæja, allt hráefni reddí og þá byrjar brælan!
Grænmetið fyrst...
...svo fiskurinn!
Sjáið þið grautargleðina fyrir ykkur? 100 tonn af graut!
Raða í risaföt og loksins inn í ofn!
Nohm! Nohm nohm nohm!
HÁ.. alvarlegt mál!
Vona að ég fái að vera gestakokkur aftur - þá verður lasagna eða kjötbollur í sterkri tómatsósu fyrir valinu! Get þó sagt ykkur það að vinna í mötuneyti, og að þurfa að elda fyrir marga mismunandi bragðlauka, er afskaplega... afskaplega vanmetið. Þið skuluð því vera góð við eldhúsfólkið ykkar sama á hvaða vettvangi það er!
Þetta var þvílíkt ys og þys og at og vá. Var að án stopps frá 09:00 til klukkan 14:00! Búa til, bera fram, ganga frá og allt þar á milli! Tíminn flaug og ég át... og át... og át smá meira. Þetta er fullkominn "pill"-vettvangur!
Stórkostlegt!
Takk fyrir mig mínar elsku bestu Erna og Þórunn! Þetta var ekkert nema gleðin einar!!!
Eldhúsm"ellan" kveður að sinni.
Hugleiðingar | Breytt 1.10.2010 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2010 | 11:35
Hádegið í hnotskurn
Svona til að vega upp á móti öllum grautarpistlum þá kemur smá grænt og gleðilegt fyrir augað.
Kjúlli og leynigulrætur. Fékk mér líka ómyndaða brauðsneið með kotasælu.
Vil svo benda á þennan pistil hjá henni Röggu snilla.
Mín skoðun er þó sú að best sé að halda sínum "trúarskoðunum" fyrir sjálfan sig nema einhver spyrji.
Aldrei gott að predika óumbeðinn, sama á hvaða sviði það er.
Hugleiðingar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 22:28
Samviskunni sleppt lausri
Þrjár púrítanavikur! Ætlaði að vera voðalega góð með mig og taka 2 - 3 í viðbót en æji... elsku bestu.
Æji bara! Það er ekkert skemmtilegt.
Ákvað því að taka þennan laugardaginn með trompi og vitið eitt lömbin ljúf... að "ákveða", eins afskaplega anal og það er (jebb... ég sagði anal), þá er það mun betra fyrir sálarlífið en að detta "óvart og óskipulega" í það. Sérstaklega ef, og þegar, þú ert í einhvurslags detox púrítanaham. Virkar að minnsta kosti vel fyrir mig og mína sárþjáðu nammisál.
Ef ég dett "óvart" í það, á dögum sem áttu upphaflega að vera sallarólegir, og ét á mig gat, verð ég fyrir ægilegum vonbrigðum með átvaglið og fer í hálfgerða fýlu út í sykurdímoninn hið innra. Hádramatískt, en satt. Þessvegna er ágætt að eiga sína sérlegu nammidaga.
Ég nýt nammidagsins mun betur ef ég ákveð "Á morgun kl. 22:00" og læt slag standa. Með því móti hef ég platað sjálfa mig og "friðað" samviskuna. Talið sjálfri mér trú um að átið sé fullkomlega löglegt. Kannski kjánalegt að "þurfa" í raun og veru að öfug sálfræða sjálfan sig svona, ég veit það ekki. En það skilar sér ágætlega fyrir mig.
ALLAVEGA
Át kvöldsins innihélt meðal annars:
Einn af mínum uppáhalds kjúllaréttum. MARBELLA!
Með baguette! Elsku besta baguette!
Smá grænmeti með því það gerir allt svo æði fínt.
ÓÓBEIBEH!
OHOOO... MYHOLYPÖNNSUNESS!
Segjum pönnsur, rjómi, súkkulaði og jarðaber margfaldað með fjórum.
...
Afsakið.... margfaldað með sex... stoppaði bloggskrif þarna í nokkrar mínútur og þá bættust tvær ferðir við.
Nasl og hamingja í eftirrétt eftir eftirrétt... eða bara eftir-eftirrétt!
Þeir sem vita hvað vantar með eftir-eftirréttinum eru snillingar miklir!
Mikið er nú gaman að vera ég stundum.
Njótið helgarinnar.
17.9.2010 | 11:47
Í grófum dráttum
Um það bil næstum því með allskonar tilfæringum og plássi fyrir breytingar og án fyrirvara skyndiákvarðana!
Ætla samt að reyna að koma æfingunum þannig fyrir að fjölbreytnin verði sem mest og jafnvel einhverjar vikur, taka einvörðungu lyftingaræfingar sem reyna á allan skrokkinn - alla vöðvahópa. Þá er ekki til neitt sem heitir fóta-/bak eða handadagur. Þá munu æfingar eins og hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, armbeygjur, stiff, plankinn, push-press, upphífingar ofr. eiga hug minn allan.
Intervalið verður aldrei eins og fer eftir nennu undirritaðrar hverju sinni ásamt innskotum frá Stunukonunni.
Ef ég nenni ekki að lyfta einhverja vikuna - þá lyfti ég ekki rass, geri kannski bara interval í staðinn eða bootcamplegar ofuræfingar! Sem ég kem svosum til með að gera á interval/brennsludögum.
Voða frjálslegar næstu vikurnar, en gróft, klippt og ekki mjög skorið ætla ég að haga minni dagskrá svona.
- Mánudagar: Lyfta bak og brjóst
- Þriðjudagar: Interval
- Miðvikudagar: Lyfta lappaxlir
- Fimmtudagar: Interval
- Föstudagar: Lyfta bís og trís + létt SS brennsla
- Laugardagar: Fer eftir skapi og almennri hamingju. Kannski ég taki smá jóga hér? Ef ég er í stuði og ef skrokkurinn er sáttur, eina inverval-æfingu eða létta SS brennslu. Annars bara njóta lördagsins og jafnvel vesenast eitthvað í eldhúsinu! Alltaf hægt að baka eitthvað!
- Sunnudagar: Liggja upp í sófa og bora í naflann á mér!
Samkvæmt ofangreindu plani tók ég skóflurnar fyrir í morgun. iKHG (Ískáps-KaffiHvítuGrautur) étinn um 6 leitið, æfing 7:30 og beint heim í... jebb... PRÓTEIN-NÚÐLUR! Peeerrrralega gott. Kem með mynd eftir súperlyftingar næsta mánudags! Núðludýrðina kem ég til með að éta oftar en einusinni, tvisvar og þrisvar. Svo mikið er fullvitað og alveg víst.
Æfing morgunsins hefur þó skilað árangri.
Hvernig veit ég það?
Jú... puttanir á mér hlíða ekki taugaboðum frá heilanum. Þeir eru allskostar ósáttir, standa út í loftið og láta illa þegar ég reyni að hamra á lyklaborðið. Gripið myndi ulla á mig ef það væri með tungu!
Svo hitti ég hana Röggu í ræktinni í morges! Mikið assgoti lítur hún ógeðslega vel út manneskjan! Djísús! Ég þarf að byrja aftur á fullu í lyftingum + gríðarlegu áti, Bootcampið skildi mig eftir eilítið rýrari en í byrjun sumars. Verð vonandi fljót að koma mér í sama gírinn aftur!
Hádegismaturinn samanstóð svo af eftirfarandi hamingju!
Njótið lífsins og dagsins mín kæru - það þarf að vinna upp alla vonskuna sem fingurnir á mér eru að dæla út í heiminn!!
Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2010 | 10:24
Ákvarðanir á ákvarðanir ofan
Jú, ákvörðun hefur verið tekin!
Þar sem ræktarkortið mitt er enn lifandi, og verður lifandi í einn og hálfan mánuð í veðbót, þá ákvað innra sjálfið því miður að lúffa mínu ástkæra Bootkampf, sökum ytri aðstæðna , og nýta kortið til fullnustu. Lyfta létt og taka Stunukonuæfingarnar í og með, í bland og bjútífúlness. Þegar kortið blessað verður ónothæft þá er líklegt að intervalæfingarnar taki völdin fram að jólum. Held það sé ágætis nálgun á þetta alltsaman.
Held samt áfram að hlaupa og froskast og Bootkampf-æfingast og nota ofurbeib æfingarnar, meðal annars, til að halda mér við í þeim efnum. Vil alls ekki missa niður antilópusyndromið! Skal vera dugleg að setja inn bæði át- og æfingastúss ef þið hafið áhuga á því.
Nægur tími fyrir mig, ykkur (ég vil feitast fá ykkur með mér í þetta ), að húgsa málið þangað til. Kannski ég verði galvösk í byrjun nóvember að intervala frá mér vit og rænu í bílskúrnum heima á meðan skítakuldi og frost taka völdin!
Þar af leiðandi varð morguninn hjá mér svona.
- 05:00 - ræs.
- 05:15 - kaffigrautur. Bjútíbomba extraordinaire. Engin mynd sökum græðgi.
- 06:40 - Brútal fóta-axla-æfing! HRESSANDI! Langt síðan gamli vin... úff. Langt, langt síðan. Mjööög gaman.
- 08:00 - Ómynduð prótein hrískökusamloka! Meiri græðgi, þið verðið að afsaka.
- 10:05 - Morgunkaffibollinn.
- 10:06 - Biðin hræðilega.
Jú biðin!
Biðin eftir harðsperrunum. Ég veit ekki hvort ég hlakki til morgunsins...
Ó mig auma og sára.
Aldrei hefði mér samt dottið í hug að ég myndi nokkurntíman súpa kaffi og segja "Ahhhhh.....".
AHHHHHH!!!!
Sjáumst á eftir!
Hugleiðingar | Breytt 24.9.2010 kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)