Eftirmiðdagurinn í einni mynd og þónokkrum orðum

*FNAS*

Það er allt að gerast. Ég segi frá því seinna. Kvöldin eru troðin af allskonar aktivítetum sem ræna frá mér öllum tíma til nokkurs annars en að anda.

Sem er jákvætt því annars væri ég eflaust ekki að borða þetta núna.

miðdegisát

Ég borðaði líka skyr. Hefði betur sleppt því. Varð hálf bumbult af því af einhverjum ástæðum.

Ertu ekki ánægð(ur) að vita það?

Intarvalið í morgun fór sem hér segir.

Hnébeygja á einari (gefið, ég hélt mér í. Get ekki fyrir mitt litla gert þetta frílans):

  1. Ella: 9, Stuna: 12
  2. Ella: 8, Stuna: 9
  3. Ella: 8, Stuna: 8
  4. Ella: 7, Stuna: 8

Armbeygja - hliðarplanki - magakreppa (olnbogi sem vísar upp beygður í átt að lófa í gólfi):

  1. Ella: 12, Stuna: 7
  2. Ella: 10, Stuna: 8
  3. Ella: 9, Stuna: 7
  4. Ella: 11, Stuna: 9

Hliðarhopp og hliðar-stig á móti þeirri átt sem hoppað var úr. (hopp til hægri, hliðarstig til vinstri - með vinstri)

  1. Ella: 12, Stuna: 7
  2. Ella: 10, Stuna: 8
  3. Ella: 9, Stuna: 7
  4. Ella: 11, Stuna: 9

FIMMTUDAGS-TUÐIР

Bara smá í tilefni *FNASSINS* hér að ofan. 

Ef manneskja er að borða "hollt" eða skipta um líffstíl, hreyfa sig, hoppa, skoppa, dansa og dilla sér, þá virðist ekkert vera sjálfsagðara en að gera hana að skotspón meinhæðinna matarkommenta. Einnig virðist hún sjálfkrafa vera sett í "OF MARGAR HITAEININGAR" flokkinn.

  • "Ahh... hún borðar 600 tonn af salati, greyið, því hún vill ekki verða of feit.".

Af hverju ekki:

  • "Ahh... hún borðar 600 tonn af salati af því henni þykir það eflaust gott. Svo er hún líka dugleg að hreyfa sig."?

Nú eða bara:

  • "...". Og njóta þess í blússandi að borða sinn eigins mat.

Gefið - í mörgum tilfellum er slípun og mörbrennsla jú raunin. Mjög mörgum tilfellum og það er nákvæmlega EKKERT að því og EKKERT út á það að setja annað en húrrandi jákvæðni, gleði og hamingju. Ekki misskilja. En það er oft sett í svo neikvætt samhengi og virðist ná yfir alla hópa "íþróttafólks". Það að grennast er oft fyrsta skrefið hjá mörgum, bónus, í bland við styrk, liðleika og þol.

Eftirfarandi samtal átti sér t.d. stað um daginn:

  • Átvagl: Mmmm... girnilega appelsínur. En, ég ætla ekki að fá mér! (Já, ég sagði þetta upphátt. Af hverju, veit áferðabuddah einvörðungu. Takið þetta upp við hann.)
  • Einstaklingur: Nei, best að fá sér ekki appelsínur. Það er of mikið af hitaeiningum í þeim. Þú gætir fitnað. (Jú, var að sjálfsögðu ekki meint illa. Átti að vera fyndið)
  • Átvagl: Jah, því miður verð ég að hryggja þig með því að þær eru nánast hitaeiningasnauðar blessaðar. En ég var að bursta í mér tennurnar og þeir sem viti bornir eru borða ekki appelsínur eftir tannburstun!

Þetta er svolítið fyndið. 

Hefði þessi einstaklingur t.d. látið þetta út úr sér við einhvern sem ekki væri ofvirkur froskahoppari með þráhyggju fyrir eggjahvítum? Cool Ekki það að ég sé að krullast upp eins og ánamaður af vonsku, læt sem vind um eyru þjóta og hef svo sannarlega heyrt það verra.

Læta vindinn líka um nef þjóta. Trýnið mun þakka mér seinna.

Bara spæling.

Ég hlakka annars mikið til komandi mánaða.

Ég er eitt súper hamingjusamt átvagl.

*jól jól jól jól og jólatengt jólalegt jólajól, þakkargjörðarháðtíð og Halogenpartý*

húhh.. Shocking veit ekkert hvaðan þetta kom!

Góðar stundir mín kæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji hvað ég er sammála þessu.

Sitt sýnist hverjum og þannig er það best.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:41

2 identicon

Ohh...hvað ég er sammála! Ég lendi oftast í því að meðan ég er að gúlla í mig nestinu mínu (við erum ekki með neitt fansí mat í skólanum;hvítt brauð með ca. 18 ostsneiðum og einni gúrkusneið) að fólk kemur og atar trýninu á sér ofan í boxið mitt (og hvað ég er hrifin af svona boxum) og andar oní matinn minn. "Aha, salad and an egg like usually" Ég þarf yfirleitt að beita mér allri þannig klærnar frussist ekki út!

Kveðja

Þjáningarsystir

Inam (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:42

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

FÓLK ER FÍFL sagði Botnleðja in the 90's og það er hverju orði sannara... ég ætla ekki að byrja á pirringskasti yfir því sem liðið getur gubbað útúr sér í eigin vanvisku og vanmetakennd.

Hinsvegar ætla ég að lýsa því yfir að ég verð á landinu 17-24.nóv og ef Thanksgiving fiesta fellur á það tímabil þá verð ég bööörjáluð ef mér verður ekki boðið... hananú og hænan líka.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.10.2010 kl. 17:50

4 identicon

Hver er "Stuna"?

Soffía (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:50

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er amk stórkostlega fyndið. Kannski er maður ekkert betri sjálfur án þess að taka eftir því? Ég held samt ekki - nema ég sé að messa og predika ósjálfrátt í kóma?

Ragga: Þú verður heiðursgestur mín kæra. Ég mun án efa hnippa í þig lendi þetta innan Naglarammans í nóv!

Soffía:Þetta... er Stuna ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 8.10.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband