Rútínan

Ekki alltaf nákvæmlega eins, en í öllum tilfellum nákvæmlega svipuð!

Nákvæmlega svipuð í grófum dráttum:

  1. Vakna
  2. Klósettast (innifelur meðal annars andlitsvþott, sprænerí og einn trylltan Riverdans)
  3. Útbúa te sem fær að standa á meðan ég:
  4. Borða graut
  5. Drekk kaffið mitt
  6. Loksins sötra te
  7. Rækt
  8. Vinna
  9. Kaffi
  10. Te

Þetta eru mínir 10 rútínustöplar á morgnana.

Það eru þó nokkur atriði á þessum lista sem kalla stífar á átvaglið en önnur. Ef ég fæ ekki kaffið mitt eða te-ið eða... *anda rólega*... grautinn! Þá staulast ég um eins og hauslaus hæna. Tala í tungum, gátum og læt fremur illa.

  • "Elín, veistu hvernig fór með Jón Sveinsson og risaeðlurnar?"
  • "MMMNEIII...!!" Stappa niður hægri fæti, krosslegg hendur, fetti upp á trýnið og ulla.

Margir vilja þó meina að HH syndromið sé til staðar hvort sem maginn á mér sé fullur af graut eður ei, fyrir utan ullið þarna í endann.

Ég dýrka og dái morgnana mína. Þeir eru uppáhalds uppáhald.

Þeir eru notalegir og þægilegir og krúttaralegir og riverdans og afslappelsi er í hámarki.

Þegar ég loks mæti í vinnu þá er ég búin að vera vakandi, með ráði (stundum óráði), í 3 - 5 tíma. Það hefur ýmsa kosti í för með sér eins og:

  • Koma sér fyrir í rólegheitunum
  • Ekkert koddafar í andlitinu
  • Ræða "dularfullan" síð-október skítakulda og hissa sig á því. "Mikið assgoti er kalt úti maður" - "Já, segðu..."! Því maður virðist aldrei muna eftr skítakulda síðasta árs!

Ahhhhh!

Forréttindi segi ég nú bara.

Jæja, er komin að stöpli numero siete! Komum okkur í ræktina gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rútínur eru alltaf góðar :)

En af hverju bæði kaffi og te, ef mér leyfist að spyrja :) ?

Harpa Sif (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 07:43

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Því ég get ekki valið upp á milli og er græðgishaus og mér þykir ægilega ljúft að sötra eithvað heitt og notó

*shaaame*

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2010 kl. 07:57

3 identicon

hahaha þú ert yndi :)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 08:01

4 identicon

Elín Helga!!! vakandi í 3-5, FIMM, tíma fyrir vinnu..... það er bara of mikið   Þú ert dásamleg

Hulda (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 11:31

5 identicon

Sæl Elín.Ég er svo til nýfarin að fylgjast með blogginu þínu og finnst þú alveg himnasending í heilsubankann minn :-) Ég er þegar búin að nýta mér fullt af uppskriftum frá þér og finnst þær frekar mikið æði!! Ég er sjáðu til líka svona "grautarstúlka" eins og þú og bara verð að fá ofurgrautinn minn á morgnanna:-)

Hlakka allavega til að fá að fygljast með þér og skrifa þinna!

kv.Helena

Helena (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hulda: Æhjii já. Ég er orðin svoddan ellibeddi. Sofna yfirleitt á milli 10 - 12 og get ekki sofið, nema með herkjum, til klukkan að verða 7. Yfirleitt farin að staulast um á milli 4 - 6 af einhverjum dularfullum óútskýranlegum ástæðum.

Helena: Ohhhooo samgrautarkvendi! Snilld að heyra og takk fyrir innlitið.Ofurgrautar eru góðir grautar. Sérstaklega þeir sem halda fyrir manni vöku sökum átspennings ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband