Í grófum dráttum

Um það bil næstum því með allskonar tilfæringum og plássi fyrir breytingar og án fyrirvara skyndiákvarðana!

Ætla samt að reyna að koma æfingunum þannig fyrir að fjölbreytnin verði sem mest og jafnvel einhverjar vikur, taka einvörðungu lyftingaræfingar sem reyna á allan skrokkinn - alla vöðvahópa. Þá er ekki til neitt sem heitir fóta-/bak eða handadagur. Þá munu æfingar eins og hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, armbeygjur, stiff, plankinn, push-press, upphífingar ofr. eiga hug minn allan.

Intervalið verður aldrei eins og fer eftir nennu undirritaðrar hverju sinni ásamt innskotum frá Stunukonunni.

Ef ég nenni ekki að lyfta einhverja vikuna - þá lyfti ég ekki rass, geri kannski bara interval í staðinn eða bootcamplegar ofuræfingar! Sem ég kem svosum til með að gera á interval/brennsludögum.

Voða frjálslegar næstu vikurnar, en gróft, klippt og ekki mjög skorið ætla ég að haga minni dagskrá svona.

  • Mánudagar: Lyfta bak og brjóst
  • Þriðjudagar: Interval
  • Miðvikudagar: Lyfta lappaxlir
  • Fimmtudagar: Interval
  • Föstudagar: Lyfta bís og trís + létt SS brennsla
  • Laugardagar: Fer eftir skapi og almennri hamingju. Kannski ég taki smá jóga hér? Ef ég er í stuði og ef skrokkurinn er sáttur, eina inverval-æfingu eða létta SS brennslu. Annars bara njóta lördagsins og jafnvel vesenast eitthvað í eldhúsinu! Alltaf hægt að baka eitthvað!
  • Sunnudagar:  Liggja upp í sófa og bora í naflann á mér!

Samkvæmt ofangreindu plani tók ég skóflurnar fyrir í morgun. iKHG (Ískáps-KaffiHvítuGrautur) étinn um 6 leitið, æfing 7:30 og beint heim í... jebb... PRÓTEIN-NÚÐLUR! Peeerrrralega gott. Kem með mynd eftir súperlyftingar næsta mánudags! Núðludýrðina kem ég til með að éta oftar en einusinni, tvisvar og þrisvar. Svo mikið er fullvitað og alveg víst.

Æfing morgunsins hefur þó skilað árangri.

Hvernig veit ég það?

Jú... puttanir á mér hlíða ekki taugaboðum frá heilanum. Þeir eru allskostar ósáttir, standa út í loftið og láta illa þegar ég reyni að hamra á lyklaborðið. Gripið myndi ulla á mig ef það væri með tungu!

Svo hitti ég hana Röggu í ræktinni í morges! Mikið assgoti lítur hún ógeðslega vel út manneskjan! Djísús! Ég þarf að byrja aftur á fullu í lyftingum + gríðarlegu áti, Bootcampið skildi mig eftir eilítið rýrari en í byrjun sumars. Verð vonandi fljót að koma mér í sama gírinn aftur!

Hádegismaturinn samanstóð svo af eftirfarandi hamingju!

Eðalfæða

Smá balsamic með

Takk fyrir mig

ostafiesta

Njótið lífsins og dagsins mín kæru - það þarf að vinna upp alla vonskuna sem fingurnir á mér eru að dæla út í heiminn!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prótein-núðlur!! :O hvar ertu eiginlega að finna þannig dásemd??
...og já ps. blogggleði undanfarinna daga kætir gífurlega :D

Karen (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bara gúmsla í núðlurnar sjálf!!

Hræra prótein þykkt, krydda með t.d. kanil/múskati.. vanilludorpum.

Sjóða svona 3ja mínútna núðlur, svo gott sem fitulausar (mínus kryddin sem þeim fylja) og kæla vel - hræra svo próteininu samanvið!

Jebb... hljómar kannski nasty, en átvaglið ískraði.... ííískraði af hamingju í morgun!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.9.2010 kl. 19:19

3 identicon

hef ekki verið svo heppin að hitta Naglann í eigin raun EN á myndum að dæma er hún svakalegur kroppur.. að verða eins og hún er alveg draumurinn, bæði líkamlega, átlega og hugarfarslega ;)

Heba Maren (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband