Færsluflokkur: Holla fitan

Október er hálfnaður

Vissuð þið það?

Hvernig í ósköpunum stendur á þessum hamagangi í tímanum? Maður má ekki snúdda sér í einn hring, t.d. þegar maður er að leita að sokkunum sínum á morgnana, án þess að fá eina auka hrukku í ennið og grátt hár aftast í hnakkann!

Sem er að sjálfsögðu bara ofursvalt og æðislegt! Takið hrukkum og gráum hárum með gleði í hjarta og söng í hægri handlegg mín kæru - það er ekkert nema glæzt að eldast með reisn!

Jahá! Veit ekkert hvaðan þessi munnræpa kom!!

Er annars að drekka þetta Te núna. Fyrir aftan hvílir fyrrverandi morgunkaffið mitt. Yogi uppáhalds ofurte. Þetta kallast víst Womans Energy. Finn svoleiðis algerlega hvernig.. þú veist... orkan og allt það... gæti lyft heilum fíl!

Yogismogi og morgunkaffið

Morgunbrennsla átti sér einnig staði í... morgun... væntanlega.

Ég er ekki ein af þeim sem elskar það heitar en súkkulaði að rækta mig. Ég þarf að hafa fyrir þessu. Ef ég hreyfði mig ekki væri ég líklegast 10003 kíló. Ég þarf svo sannarlega ekki að hafa fyrir því! En áhrifin og árangurinn sem hreyfingin skilar mér er eitthvað sem ég sækist eftir. Það, að finnast ég vera sterk, fær um að gera það sem mig langar til að gera og hraust, lætur mér líða vel, og ég verð ægilega góð með sjálfa mig, líður vel í eigin skinni. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Að því sögðu þá urðu tímamót í ræktarmálum í morgun! TÍMAMÓT!

Eftir þriggja vikna hamagang og vesen, skyndilegar dýfingar og dettur, tókst mér loksins að taka hnébeygju á einari, á báðum! Yessörrí takk fyrir góðan daginn Hermann!

Vinstri skakklöpp er töluverst sterkari en sú hægri, get dýft mér í tvígang á þeirri vinstri, eingang á þeirri hægri með smá aðstoð í seinna skiptið. Ætla að vinna þetta upp og svoleiðis taka Orm Einfætta á þetta um jólin. Stefni á 10 hvorum megin. Allt í jafnvæginu elsku bestu... allt í jafnvæginu!

Að því sögðu þá er þetta næsta tilhlökkunarofurefni! ÓMÆGOD! Get ekki beðið...

...og já! Við vinirnir vílum það ekkert fyrir okkur að hrinda ungviði frá til að ná bestu sætunum í bíó! Ég og Erna höfum þegar sett okkur í stellingar.

Að því sögðu þá er óþarfi að skíta út matardiska þegar skammtur af skyri er eftir í dollunni! Fyrir utan það hversu gaman það er að gúmsla öllu saman ofan í dósinni og ég tala nú ekki um að borða upp úr henni!!!

Eins með næstum því tómar hnetusmjörskrukkur og koma grautnum fallega fyrir ofan í þeim! *himnaríki*

Chiaskyrgleði

chiaskyr með blá- og hindberjum

Muna bara að nota nógu langa skeið svo skyrfingur eigi sér ekki stað.

Eigi skyrfingur sér stað þá er mjög líklegt að skyrpeysa, skyraugabrún eða skyrrass láti á sér kræla. Hvað ef þú færð ofsakláða í hægri rasskinn áður en þú kemst í að þvo á þér puttana?

Er annars alveg að fara að láta af þessum endalausu morgunmatspistlum. Kvöldin eru bara svo geyplega þéttsetin að annað eins hefur ekki átt sér stað í mörgþúsund milljón sekúndur!


Spínat, meira spínat!

Stjáni Blái

Það er gott, það er hollt, það er grænt og þú finnur ekki fyrir því.

Lofa... ég lofa svo langt sem augað eygir og jafn mikið og mér þykir ís góður.

Lofa!

Hef sagt það 107 sinnum áður og allt er þegar þrennt er. Ég er því búin að staðfesta þetta löglega um það bil 35.6 sinnum.

Svo lengi sem þú setur ekki allan spínatpokann ofan í blenderinn að sjálfsögðu. Elsku manneskja, allt er gott í hófi!

200 gr. skyr í blender, skvetta af vatni, kleiks, væn lúka spínat, 2 tappar vanillu torani, 1 tappi vanilludropar, 1 tappi heslihnetutorani, ómægod3 lýsi, 1 tsk hörfræ og 1 msk chia sem fengið hefur vatn að drekka.

spínatchiaskyr

Chia chia

Hræra vandlega og vel.

Vandvel og vellega!

Hér skal röra

Hella í skál, já, í skál því ég er perri og mér þykir gaman að borða boozt/skyrdrykki/slurp með skeið.

Nokkur hind- og bláber, möndlur og þú ert góð(ur) í át!

Glæzilegt ekki satt?

Spínatskyr með chiafræjum og berjum

spínatchiaskyr með berjum og möndlum

Búið

Takk fyrir mig.

Þetta var æði!


Áfram með... grautinn

G'day mate!

Sami Hræringur og í gær nema eftir örbylgjun bætti ég út í mjúkelsið Torani, vanilludropum, kanil, salti, hörfræjum og 1/2 msk Chia.

hræringur með chia og hörfæjum

Dropi af skyri og voila!

hræringur með chia og hörfæjum

Þetta... er vinningscombó!

Þó svo myndirnar geri gumsinu engan greiða og ég er löt og nenni ekki að fyrirsæta grautinn sökum magagauls og notalegheitanna sem fylgja því að njóta þess að krullast upp í rúmi og japla á morgunmat. (Segið þetta 10* hratt) Fyrsta skipti í langan tíma sem ég fæ mér heitan graut samt sem áður. Mjög, mjög gott!

Ætlaði líka að hreyfa á mér rassinn í morgun en var þreyttari og svangari en allt sem þreytt er og svangt í þessum heimi!

Hvorki meira né minna.

Fer því og rækta mig eftir vinnu og prófa meðal annars þetta interval.

Verið nú góð hvert við annað og passið að fjúka ekki í góða veðrinu.


Hræringur og Chiabland

Nýjaðasta uppáhalds hjá mér er að útbúa Chia sósu/graut/muss með kanil og vanillu torani sýrópi.

1 msk chia blandað saman við vatn, smá salt, kanil, Nescafé og torani sýróp og leyft að standa þangað til þykkt. Borða svo með skeið, hreint og beint. Jafnvel nota epli eða eitthvað til að skúbba upp!

Þú getur reynt að drýgja átið og borðað með gaffli... ég mæli samt ekki með því.

Þar af leiðandi bjó ég til hræring í gærkveldi. Held ég kalli þessa "tegund" af graut bara hræring, hann verður svo ofurmjúkur og æðislegur.

Hafrar + vatn í skál og örbylgja.

Ég notaði 20 gr. af höfrum.

Hræringur, stig1

Bæta hvítum við, 80 gr. í þessum skammti, á meðan grauturinn er enn heitur.

Hræringur, stig2

Hræra og aftur inn í örbylgju.

Hræringur, stig3

Skohh... orðinn hvítur og fínn. Samt aðeins of glansandi og "blautur" fyrir minn smekk. Hræra meira og aftur inn í bylgju tækið!

Hræringur, stig4

Perfecto.

Hér, í þessari skál, eru hafrarnir svo gott sem uppleystir. Það er einstaka hafrakorn sem þú bítur í, annars er gumsið silkimjúkt og krúttaralegt.

Sem er reyndar mjög ólíkt mér því ég vil alltaf hafa bit, knús og kram!

HRÆRA MEIRA!

Hræringur, stig5

Torani, vanilludropar, smá salt, kanill og bláber!

Hræringur með bláberjum og kanil

Chiagums!

Chiagums í afkvæmi Hlöðvers

Chiagums yfir hræringinn, blanda létt og inn í ísskáp.

Sjáið barasta magnið sem ein msk af Chia framkallar þegar vökvi kemur við sögu.

Svona Gremlins stíll á þessu.

Chiaklessa

Hræringur með Chiablandi

Út úr ísskáp í morgun og skreytt með dropa af skyri og hörfræjum... á slaginu 08:30.

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Skyrið kom glimrandi vel út í þessu blandi. Mjög gaman að fá "rjómakennda" sýru með sætum, mjúkum grautnum. Ætla að gúmsla því með næst.

Ég veit - skálin er skítug! Ég kenni bláberjunum alfarið um þetta!

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Nú veit ég ekki hvort áferð breytist eitthvað ef fræjunum er hreinlega hrært samanvið frá upphafi. Þeir verða kannski meira fluffy og þú finnur ekki alveg jafn mikið fyrir fræjunum sjálfum. Það var því mjög gleðilegt að bíta í mjúkan graut í bland við chiafræin sem hrúgast saman og mynda kúlur.

Hið minnsta skemmtileg tilbreyting.

Nohm

Hræringur með Chiablandi, skyri og hörfræjum

Stórgott grautarát í morgun. Held ég endurtaki gjörninginn í vikunni!


Avocado og eggjahvítur mínus mayo

Bæði frátekið síðan í hádeginu. Jebb, ég er dóni... ég tók frá. En það er ekki annað hægt þegar skrokkurinn segir "AVOCADOHVÍTUR". Hvað getur maður gert? Í alvöru? 

Bæði svo gott.

Bæði tiltölulega bragðlausar einingar samt sem aður.

hola

Áferð, og þó það bragð sem til staðar er, gargar á átvaglið sem aldrei fyrr.

Ég aktúallí ölska eggjahvítur! Mér þykja þær einfaldlega bjútífúllí góðar!

Og þar hafið þið það!

bara gleði

Hnetur fyrir knús og kram.

avocadohvítur með hnetum

Eitt af mínu uppáhalds áti er að murka lífið úr avocado, tæta í sundur eggjahvítur, krydda eftir smag og behag og nýta sem grunn í salöt! Túnfisksalat, rækjusalat, grænmetissalat, kjúklingasalat...

...humarsalat! Avocadoið kemur svo sannarlega glimrandi vel í staðinn fyrir mayo og er miiiikið betra!

Prófið! Það er djööðveikislega gott!


Og hvað skal barnið heita?

Á morgun fáum við að vita það!

Þangað til þarf ég að búa til eina köku og mamma pönnsurnar sínar.

Morgunmaturinn var æði fínn. Kem til mað að útbúa þetta aftur. Ekki of sætt, ekki of súrt, áferðin fullkomin. Skyrbragðið rétt tónar á móti sýrunni og sýrópið dregur svo niður í öllu heila klabbinu og gerir þetta fööööllkomið. Hrært saman fyrir rækt, inn í ísskap og gúllað klukkutíma seinna.

Samanstóð af kannski 200 gr. skyri, gommu af vatni, 2 töppum sykurlausa ofursýrópinu, 1 msk chia, 1 tsk muldum hörfræjum, Ómægdo3 lýsi og sítrónuberki.

eðalskál sítrónuskyr í eðalveðri

Sítrónu chiaskyr með hörfræjum og omega 3

Sítrónu chiaskyr með hörfræjum og omega 3

Hversu mikinn sítrónubörk ég notaði er hægt að sjá á þessari illa förnu sítrónu.

Hún var röspuð á víð og dreif og lítur nú út eins og dalmatíusítróna.

röspuð

Greyið.

Jæja. Út í sólina - búðina - baka..na?

Var annars að klára yndælis peru og lúku af möndlum.

Perur og möndlur eru góðir... góðir félagar! Það samband skal rækta!


Marglitur dagur

Iss, eins mikið og ég hlakkaði til að Gymbossa í dag þá svoleiðis át hann batteríið á hraða ljóssins. Fjórar mínútur inn í fína, ofurfína interval hringinn minn og Bossinn andaðist.

Ekki að skrást sem gleðiprik í mína bók... huhh! Reyni þó aftur, bara með pípi næst og sé hvað gerist.

Fuss GetLost

Að öðru öllu gleðilegra efni.

Handfanga-fiesta! Langþráð afkvæmi Hlöðvers Böðvars leit dagsins ljós með Buddalicious á útsýnisátstaðnum mínum í morgun. Ohhhoo hvað kaffi er nú eðalfínt á svona líka eðaldögum.

Buddalicious og Hlölli junior

Buddhann innihélt skyr, chia fræ, vanilludropa og 1 tsk omega 3 lýsi. Skreytt með frosnum blá- og hindberjum, komið fallega fyrir inn í ísskáp í gærkveldi og toppað með lúku af Sólskyns múslí í morgun.

Eðalfínt morgunét

Safinn af berjunum fullkomlega fínn með sago-skyrinu og múslíið hárrétt knús og kram.

mmmm

Berjasafi

Skeiðin plummaði sig vel.

Hef ég talað um það áður hvað þessi skeið er mikið uppáhalds?

Good morning sunshine

Hef ég sagt ykkur hvað ég öölska Chia fræ mikið?

Elsku bestu chia

Hef ég sagt ykkur hvað ég er hryllilega hamingjusöm að eiga þessar skálar?

Hef ég?

Í alvöru?

Bjútíbomba

Sökum Gay pride er litagleðin tekin bókstaflega, bæði í skálum og fatnaði!

Gay buddah

Litagleði... og önnur... almenn gleði.

gay pride gleði

hamingja 

 

 

 

 

 

 

Tók mig svo til og arkaði í vinnuna í blíðunni í morgun. Það þarf að gerast oftar. Virkilega, virkilega ljúft.

Fallegur dagur

Eigið góðan dag elsku bestu.


Morkunkyrrð, bláber og avocado

Mikið er nú yndislega fínt að vakna snemma og njóta sumarsins og morgunblíðunnar. Hlakka alltaf til að vakna til þess eins að geta slappað af, borðað morgunmainn minn í notalegheitum og anda rólega.

Ég anda nefnilega mjög órólega þegar ég sef...

Síðsumarblómin farin að blómstra.

Glæsilega fínt klifurkvekendi

blomster

Eitt sem lítur út eins og geimkvekendi þegar ég flassa það! Ekki furða - ég yrði líka mjög hrædd.

flassað blóm

Er samt ósköp saklaust og fínt.

fínt blomst

Þetta er svo það sem ég borðað í morgun!! Gleymdi að taka "fína" mynd fyrir hræring.

Bláberja avocadograutur

Jebb, það er grænt og jebb, það eru tonn af berjum í því og jebb, þetta er avocadograutur.

Gott gott gums

Uppskrift væntanleg þegar dýrið er ákkúrat. Eitt tips með avocadograuta - bláber eru algerlega málið!

Avocadograutur með bláberjum

Njótið helgarinnar elsku fólk, gangið mishægt um gleðinnar dyr og borðið mikið af góðum mat -> mjöög stórt atriði!


Perusamloka með hnetum, avocado, capers og alfa alfa

Búin að dreyma þessa loku í langan tíma og lét verða af því að útbúa kvekendið í dag.

Best að nota gróft brauð að sjálfsögðu. Fitty er það sem næst kom grófum brauðum í höllinni í dag svo það var nýtt.

Svaðilförin byrjaði á ráðvilltum avocadobita! Ef greyið hefði aðeins vitað hvaða örlög biðu hans.

Fyrir smurningu.

Avocado fyrir smurningu

Eftir smurningu! 

Hér mætti líka nota rjómaost eða eitthvað slíkt.

Eftir smurningu

Mylja möndlur yfir fyrir knús og kram. Eða valhnetur og já, það mætti vera meira af hnetum, átti bara ekki meira.

Það er þvílíkt harlem í gangi í hráefnamálum.

Möndlumulningur

Capers... eða... kapers, við erum nú einu sinni Íslendingar hérna, og pipra eftir smekk.

Ef ekki kapers þá kannski súra gúrku? En muna þá að salta smá líka.

Kapers

Alfa alfa spírur.

alfa alfa

Síðast en ekki síst, ofurpera, skorin í næfurþunnar sneiðar.

Mjög mikilvægt að þetta sé ofurpera.

nohm

Plasta.

Meðfærilegt hádegisát

Afplasta!

Hello beautiful

Borða!

NOHM

Ómægod! Segi ekki meir.

Oj hvað mér þótti hún góð! Alfa alfa auðvitað svolítið eins og gras en samt svo crunchy og ferskt. Þeir sem ekki fíla alfað geta sett iceberg, spínat.. hvað sem er. Kapers vann vel á móti sætri og djúsí perunni, mætti vera meira af því, meira af peru og meira af hnetum! MEIRA! Skemmtileg samvinna ýmissa hráefna, bæði hvað varðar áferð og bragð.

Ætla að fá mér svona aftur á morgun.

alfaalfa hey

Svo var ég að fá nýtt fínt! Gleym mér ey, handunnið leðurband!!! Uppáhalds uppáhalds blómið mitt!

forgetmenot

Soldið stórt, en það gerir ekker til!

gleymmérey

Mikið er avocado gleðilegt til átu!


Eggjahvítu tortilla með tómat-mango sósu og avocado

Enn og aftur eggjakaka. Ég bara fæ ekki nóg. Óstöðvandi eggjaátsmaskína!

Bjó mér hinsvegar til hálfgert tómat/mango mauk til að setja með inn í krumsið og húhahh, það var gott. Átti kirsuberjatómata á lager og einmana mango sem varð að nýta áður en mango guðinn kallaði það til sín. Það er annars svo lítið eftir af hráefnum hérna í höllinni að búðarferð fer að verða nauðsyn.

Ég fer um leið og ég er farin að reyna að útbúa panini úr pappakassanum hérna inn í stofu!

Það mætti þó bæta í tómat gumsið mörgum gleðilegum aukaefnum. Aukaefni verandi laukur, hnetur, krydd ofr. En gerum eitthvað gott úr því sem er til!!

Kirsjuberjatómatar, mango, hvítlaukur, egg, avocado og einhvurslags krydd, sósur og edik!

Byrjaði á því að hella soja og ediki (balsamik eða hvítvíns, helst balsamic) á pönnu ásamt 1,5 niðurskornum hvítlauksrifjum og leyfði að malla. Þarnæst fylgdu niðurskornir kirsó og niðurskorið mangó ásamt oregano. 

Mikið af orðum sem enda á -o!

Þarnæst setti ég út á pönnuna eilítið cumin og ponsulítið kúmen, saltaði, pipraði vel og leyfði að malla í smá stund. Hellti svo dass af vatni á pönnuna, sauð meira og loks smávegis maizena til að þykkja dýrið. Úr varð þessi fína sæta/súra sósa. Myndi setja út í hana hot sauce næst - eða chilli!

Beinustu leið á eggjahvítuköku og avocado fallega raðað á gleðigumsið.

Avocado og tómat/mango sósa

Aaavocado

Loka!

Ekkert nema mannasiðir! Óþarfi að hafa þetta útglennt fyrir allan heiminn að sjá!!

...

Mikil eggjakökudramatík í gangi ákkúrat núna.

Alveg að fá að smakka

Felumango!

Enn og aftur ullar maturinn minn á mig.

Ullandi eggjakaka

Fyrsti bitinn fínn!

Hreint og beint

Annar bitinn ákkúrat eins og hann á að vera! Útbjakkaður í sósu og almennri hamingju!

Mmmhmmm

El subbó!

Út um allt

En gott subbó!

Nahhmmii

Oj hvað þetta gladdi mig óstjórnlega. Fátt til á lager en reddaðist svona líka vel. Ætla að halda áfram á tómata og mangó brautinni, hún er mjög jákvæð. Bæta út í þetta meiri lauk og baunum og jafnvel pasta. Útbúa eitthvað gott salat....

...góðir át-tímar framundan. Finn það á mér!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband