Færsluflokkur: Interval

Dagurinn í dag...

...er mikill letidagu og væri, er, fullkominn nýttur sem slíkur!

En það kom inn nýtt interval frá Boobielicious og ég varð að prófa það.

Vaknaði samt í morgun með ásetninginn svoleiðis blindfullan af leti.

Frammúr um 8:30 leitið. Borðaði Chiaskyrið mitt og bláberin. Fékk mér einn kaffi.

Vappaði um.

Tölvaðist smá.

Vappaði meira.

Varð mjög óþolinmóð.

Beinustu leið í ísskápinn til þess eins að gramsa.

Horfði girndaraugum á afgangana af Marbella kjúllanum í nokkrar mínútur en gat svo ekki meira. Þrusaði mér í svitagallann og tók á rás niður í skúr með herra Gymboss. Tók þetta interval. Bara nokku ánægð með mig, en... hefði getað pínt mig aðeins meira. Sérstaklega í uppstigi og hné-lyftum. Þarf svo greinilega að fara að vinna svolítið í maganum blessuðum... stelpukvekendið vinnur mig í magakreppunum um 7-10 stykki! Það er nokkuð magnað.

Æfing #1 – Há hné, hendur beint út (10 * há hné, leggjast alveg á maga, standa upp + endurtaka)

  • Átvaglið: 12 reps, 10 reps, 8 reps, 10 reps
  • Stuna: 8 reps, 7 reps, 7 reps, 7 reps

Æfing #2 – Hliðarhopp með hendur í gólfi og rass upp í loft

  • Átvaglið: 48 reps, 38 reps, 40 reps, 38 reps
  • Stuna: 60 reps, 30 reps, 25 reps, 31 reps

Æfing #3 – Öfugar magakreppur

  • Átvaglið: 18 reps, 14 reps, 13 reps, 12 reps
  • Stuna: 20 reps, 21 reps, 19 reps, 21 reps

Æfing #4 – Hliðar uppstig

  • Átvaglið: 35 reps, 35 reps, 28 reps, 32 reps
  • Stuna: 35 reps, 29 reps, 28 reps, 26 reps

Æfing #5 – Súperman armbeygjur (nú, eða súperkonu)

  • Átvaglið: 13 reps, 8 reps, 7 reps, 7 reps
  • Stuna: 11 reps, 8 reps, 7 reps, 6 reps

Jebb... þarf að pína mig meira áfram.

Sveitt

Sveittari en Aktu Taktu burger hljóp ég á hraða ljóssins inn í ísskáp og graðgaði í mig afgangs kjúlla. Ég var með hann mjög svo ferskan í matarminninu síðan 20 mín fyrr sem gerði átið ennú jákvæðara.

Núna, bræðr og systr... tekur letin við!

Amen.


Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

Mikið er gaman að vera ég stundum.

Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

Óskaplega gaman!

Alveg að fá að bíta í gleðina

Sítónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

  • 100 gr. hreint hrært Kea skyr
  • 1 tsk. mulin hörfræ
  • 20 gr. hafrar (um það bil 1/4 US bolli)
  • 1 msk chia fræ (mætti vera 1/2 msk)
  • 1 tsk omega3 lýsi með sítrónu
  • 2 tappar torani sykurlaust sýróp
  • 1 tappi vanilludropar
  • Börkur utan af 1/2 sítrónu (nú eða eftir smekk)
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • Bláber eftir smekk, ég notaði frosin
  • Vatn eftir þykktarsmekk, muna að setja aðeins meira en minna. Chia fræin eru þyrst.

Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum, hoooly mama

Dásemdin einar. Þykkt, bragðgott, sætt á móti súru. Bláber og sítróna eru að sjálfsögðu svaðaleg blanda og sítrónubörkurinn vs. torani sýrópið er það sem gerir þessa skál gvöðdómlega hvað bragð varðar.

Sítrónu iChiaskyrgrautur með bláberjum

Interval búið!

Bís og trís eftir vinnu með mömmu.

Helgin byrjar formlega klukkan 18:15!


Í grófum dráttum

Um það bil næstum því með allskonar tilfæringum og plássi fyrir breytingar og án fyrirvara skyndiákvarðana!

Ætla samt að reyna að koma æfingunum þannig fyrir að fjölbreytnin verði sem mest og jafnvel einhverjar vikur, taka einvörðungu lyftingaræfingar sem reyna á allan skrokkinn - alla vöðvahópa. Þá er ekki til neitt sem heitir fóta-/bak eða handadagur. Þá munu æfingar eins og hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, armbeygjur, stiff, plankinn, push-press, upphífingar ofr. eiga hug minn allan.

Intervalið verður aldrei eins og fer eftir nennu undirritaðrar hverju sinni ásamt innskotum frá Stunukonunni.

Ef ég nenni ekki að lyfta einhverja vikuna - þá lyfti ég ekki rass, geri kannski bara interval í staðinn eða bootcamplegar ofuræfingar! Sem ég kem svosum til með að gera á interval/brennsludögum.

Voða frjálslegar næstu vikurnar, en gróft, klippt og ekki mjög skorið ætla ég að haga minni dagskrá svona.

  • Mánudagar: Lyfta bak og brjóst
  • Þriðjudagar: Interval
  • Miðvikudagar: Lyfta lappaxlir
  • Fimmtudagar: Interval
  • Föstudagar: Lyfta bís og trís + létt SS brennsla
  • Laugardagar: Fer eftir skapi og almennri hamingju. Kannski ég taki smá jóga hér? Ef ég er í stuði og ef skrokkurinn er sáttur, eina inverval-æfingu eða létta SS brennslu. Annars bara njóta lördagsins og jafnvel vesenast eitthvað í eldhúsinu! Alltaf hægt að baka eitthvað!
  • Sunnudagar:  Liggja upp í sófa og bora í naflann á mér!

Samkvæmt ofangreindu plani tók ég skóflurnar fyrir í morgun. iKHG (Ískáps-KaffiHvítuGrautur) étinn um 6 leitið, æfing 7:30 og beint heim í... jebb... PRÓTEIN-NÚÐLUR! Peeerrrralega gott. Kem með mynd eftir súperlyftingar næsta mánudags! Núðludýrðina kem ég til með að éta oftar en einusinni, tvisvar og þrisvar. Svo mikið er fullvitað og alveg víst.

Æfing morgunsins hefur þó skilað árangri.

Hvernig veit ég það?

Jú... puttanir á mér hlíða ekki taugaboðum frá heilanum. Þeir eru allskostar ósáttir, standa út í loftið og láta illa þegar ég reyni að hamra á lyklaborðið. Gripið myndi ulla á mig ef það væri með tungu!

Svo hitti ég hana Röggu í ræktinni í morges! Mikið assgoti lítur hún ógeðslega vel út manneskjan! Djísús! Ég þarf að byrja aftur á fullu í lyftingum + gríðarlegu áti, Bootcampið skildi mig eftir eilítið rýrari en í byrjun sumars. Verð vonandi fljót að koma mér í sama gírinn aftur!

Hádegismaturinn samanstóð svo af eftirfarandi hamingju!

Eðalfæða

Smá balsamic með

Takk fyrir mig

ostafiesta

Njótið lífsins og dagsins mín kæru - það þarf að vinna upp alla vonskuna sem fingurnir á mér eru að dæla út í heiminn!!


Þreytt, sveitt og besti fiskrétturinn

Er ekki alveg nógu sátt við þetta myndaleysi! Ojæja, dæli þeim inn engu að síður og vona það besta!

Fór í fylgd með móður í rækt seinnipartinn í gær, tók þar smá maga og SS brennslu á meðan hún einkaþjálfaðist og lét pína sig.

Mætti reyndar enginn þjálfari svo hún tók sig til og sá ansi vel um píningarnar sjálf! Ánægð með hana!!

Sökum þess svaf ég til eilífðar í morgun og lét interval bíða til kvöldsins. Var svo ægilega spræk eftir vinnu að ég tók einn Garðabæjarskokkhring í góða veðrinu. Hæg sigling til að dreifa huganum.

Bætti tímann minn um 5 mínútur - jah... síðan í sumar. En 5 mínútur engu að síður.

Eftir hlaupið var ég enn assgoti spræk svo ég ákvað að taka þessa æfingu í prufu!

Guð minn góður. Ég hélt ég myndi drepast gott fólk. Ég þarf greinilega að bæta mig í þolinu! Eftir 3 umferðir var ég másandi og hvásandi og stynjandi yfir því að eiga ekki nema 12 eftir! Kræst!

Í áttundu umferð fækkaði ég hoppunum í 20, tók samt síðustu 3 umferðir af fullum krafti og 30 hoppum.

Get nú ekki sagt að ég taki mig jafn vel út og ungfrú Brjóstgóð. Burtséð frá því, hvort ég taki mig vel út eður ei... þetta tók vel á!

húha

Arbeygjustöðulabb

Ein armbeygja

Rass upp í loft

Sveitt! Sveitt... dauðir fætur! Kræst!

Sviiiti

Eftirátaksþreyta

Gymbossinn stendur fyrir sínu

Er annars að borða þetta núna. Án efa besti fiskréttur sem ég hef smakkað. Allir sem hafa borðað hann eru á sama máli - meira að segja þeir sem borða ekki fisk eða borða bara fisk með steiktum lauk, kartöflum og smjeri!

Hachala þorskréttur

Besti... fiskréttur... hérnamegin... Alpafjallanna!

"Æfingaplan" á morgun, dagurinn var aðeins fljótari að líða en ég gerði ráð fyrir, og fínu fréttirnar þurfa aðeins að bíða... djísús! Ég er uppfull af allskonar lygimáli!

Ég biðst afsökunarforláts!


Næstu vikur og mánuðir - hmm?

Jæja mín kæru.

Nú er allskonar gleðilegt skemmtilegt að fara að ske. Kemur í ljós á næstu dögum.

Í kjölfarið er ég búin að vera að spögúlera smá. Bootcampfið mitt var að klárast. Það er, námskeiðin tvö sem ég hafði skráð mig í, í sumar. Ræktarkortið mitt fer að renna út á næstu mánuðum og ég fann þessa síðu! Opnaði mín augu töluvert.

Þó svo síðan sé hallærislegri en allt hallærislegt, skvísan með boobies fyrir allan peninginn og allar æfingarnar gera út á the hotness of it all "Sexy butt bootey workout" þá tekur maður vel eftir því að þau eru að gera svolítið grín að þessu og gera út á að sýna allt sem hægt er að sýna innan velsæmismarka.

Þetta stelpurassgat er að stunda svipaðar intervalæfingar og ég hef verið að dunda mér við í frístundum, 10 - 30 min æfingar. Stundum daglega, stundum annanhvern dag, með sína eigin líkamsþyngd í flestöllum tilfellum, og hún lítur þrusu vel út! Hef tekið nokkrar æfingar sem finna má á þessari síðu og þær eru svaðalegar skal ég ykkur segja! Virkilega, virkilega erfiðar margar hverjar og hún er í massa formi þetta kvekendi! Tók t.d. eina í morgun og hélt ég myndi andast!

Virkilega erfið.

Núna er ég búin að vera í átfríi. Það vita nú flestallir sem lesa þessi skrif mín. Ég fór því að spá og spögúlera m.v. gefnar aðstæður, át og ræktarlega séð. Jú, jú... það gerist stundum að hjólin snúast.

En bara stundum. 

Hvort ég ætti að prófa að taka t.d. 4 - 8 vikur, í nákvæmlega sömu æfingar og hún er að stunda, og sjá hvort þor, þrek og form batni? Sjá hvort 12 min ofuræfingar, án lóða/rætkarhúss/námskeiða, haldi manni við ásamt hreinu og góðu matarræði? Hugsið ykkur bara. Þá gæti maður barasta gert þetta heima hjá sér á nó tæm, enginn kostnaður, ekki neitt bílavesen fram og til baka... gæti orðið svolítið forvitnilegt ekki satt? Þarf samt að gefa sig allan í þetta og aldrei stoppa - maður á að deyja drottni sínum í þessum blessuðu sprettum.

Ég myndi þá pósta öllum æfingum sem ég geri + matarræði + fyrir/eftir myndum og við getum ákveðið í sameiningu hvort þetta sé þess virði/kostur fyrir þá sem hafa t.d. lítinn tíma yfir daginn nú eða lítinn pening milli handa/fóta. Þið gætuð jafnvel gert æfingarnar með mér, með henni, og við tekið stöðuna að 6 vikum liðnum?

Bootcamp stendur þó fyrir sínu, ræktin líka, og í guðanna bænum, að kaupa ræktarkort eða Bútkampf námskeið er ekkert nema fjárfesting í heilsunni -  þú kemur aldrei til með að "tapa" pening á því.

Væruð þið til í þetta með mér?

Ætla að hugsa þetta aðeins. GetLost


Ekki meira, það brennur

Ojbara hvað ég gerði lúmskt erfiða æfingu í morgun. Á blaði var hún svo saklaus. Þarf að tækla monsterið betur á næstu vikum. Ná settinu el-perfecto, í einni bendu, lítil pása...

...engin fettmúlamiskunn hér takk!

Var með 20 kg. stöng á öxlum fyrir aftan höfuð. Þú hefur þá þyngd sem hentar þínu þoli/þreki. Það þarf ekki að vera með auka þyngd - taka þá aðeins fleiri endurtekingar. Kannski 20 stk.

Endurtaka eftirfarandi 3 æfingar 10 sinnum í röð. Ef þú getur 10 sinnum í röð, á sem bestum tíma. Muna eftir að halda forminu góðu, það er svo gígantískt mikilvægt.

  1. Afturstig/hné upp, annar fótur í einu. Stíga aftur, lyfta svo sama fæti beint upp í 90° úr afturstiginu og beint úr 90° í afturstig á nýjan leik. Með hné eins nálægt jörð og þú getur - 15 endurtekningar á hvort fót.
  2. Hnébeygja/jumping jack. Ferð vel niður. Þegar þú þrýstir upp, hoppa saman með fætur og beint niður í hnébeygjuna aftur - 10 endurtekningar. (Ég held að maðurinn í videoinu sé með rakettu í rassinum)
  3. Armbeygjur/hopp. Byrjar í armbeygjustöðu. Tekur ein armbeygju, þrýstir þér, í hálfgerðu hoppi, upp í neðstu stellingu hnébeygjunnar. Eftir það hoppa jafnfætis aftur í armbeygjustöðuna. (Sjá þetta video, sek 48 - 52, sleppir svo hoppinu sem fylgir í kjölfarið.) - 5 endurtekningar.

Þar sem ég tók smá lappasession í morgun ákvað ég að nota þetta sem semi-blandaða-upphitun. Átti ekki mikið eftir í setti 4. Pff... Ég þarf að ná 10. Nota kannski aðeins léttari stöng næst.

Skrifa það bak við eyrað!

Hádegismaturinn var eðalfínn. Bolognese með meiru. Veiddi upp úr vinnufatinu hakkbolta, gaman að því. Eins og kjötbollur.

bolognese

Þegar avocado er gott... ohooo. 

Jebb, held ég þurfi ekkert að klára þessa setningu.

*englahljóð*

besta avocado í heimi

Parmesan. Oh how I love thee!

Rétt upp hönd sá sem gæti lifað á osti... eða... skildu eftir... X í kommentakerfinu eða eitthvað.

Getur svosum rétt upp handlegginn fyrir framan tölvuskjáinn þinn - borið fyrir þig sérlega axlaæfingu ef einhver spyr hvað þú ert að gera!

Parmesan gerir gæfumuninn

Annars var smá keppni í Bootcamp í gær. Sá sem vann fékk frímiða á Expendables. Þurftum að halda fyrir ofan haus sandpokakvekendi og sú Kampfkerling og sá Kampfkarl sem héldu lengst út, unnu.

Ég vann! Hohoho..

Axlirnar eru hinsvegar ekki alveg jafn kátar með þá staðreynd og eigandinn. Á næstum erfitt með að klóra mér í trýninu. Hélt sandkvikindinu uppi í 3:50 minnir mig. Sem er nú hálf aumingjalegt, átti helling inni, frekar svekkt út í sjálfa mig en den tid, den sorg.

Svo er skírnin hjá litla Spaghettifrænda næsta sunnudag. Skondið. Ekkert nema spaghetti-stelpur í 40 ár og svo bamm... kemur ekki einn Lundi. Hohooo ég get ekki beðið. Undirrituð beðin um að vera skírnarvottur. Átvaglið rígmontið með stélið sperrt. Þá vitið þið það. Litla dýrið verður alið upp í frænkueldhúsi innan um allskonar eplakrums, grautarmall og át.

Inn á milli förum við svo í bíló, leikum Spiderman og tökum He-man með stæl.

Nema hann komi til með að leika með póný og barbie, sem er eðalfínt alveg - ég er hryllilega sjóuð í svoleiðis leikjum!


Miðvikudagur til matarboðs

Svona lítur upphandleggurinn á mér stundum út. Útbíaður í allskonar tækjum og tólum. Nauðsynlegum tólum þó. Annað til að halda geðheilsunni, hitt til að halda mér við efnið.

Handapat

15 umferðir, 2 interval hringir. Annar 10 sek (hvíldin), hinn 50 sek (átak). Þrjár umferðir af eftirfarandi, gefa 15 mínútna ofurátök. Eins margar endurtekningar og þú getur í hverju setti og gefa ALLT sem þú átt í þetta, helst þannig að skrokkurinn sé búinn eftirá.

15 mínútur gott fólk. Það hafa allir 15 mínútur.

  1. Froskur, hoppa yfir bekk, froskur. (11, 9, 8)
  2. Hallandi armbeygjur með fótakreppum til hliðar til skiptis. (7, 6, 5)
  3. Liggja á baki með lóð upp frá bringu og standa upp, án þess að nota hendur. Halda lóðum fyrir ofan höfuð allan tímann og leggjast svo niður. (3, 2, 2) - dauði!
  4. Uppstig á ská, hægri, með lóðum. (22, 18, 20)
  5. Uppstig á ská, vinstri, með lóðum. (22, 19, 20)

Var sein fyrir í morgun og lét mér nægja þetta kvekendi eftir interval. Hreint prótein, jarðaber, hörfræ og hafrar. Hef ekki fengið mér prótein í duftformi í afskaplega, afskaplega langan tíma. Mikið svaðalega er grauturinn, nú eða skyr, gleðilegra til átu.

Próteinshake

Hádegismaturinn var hvorki meira né minna en teriakyleginn lax, mikið af ofurgrænmeti og án efa besta avocado hérnamegin Esjunnar. Vá, óguð vá hvað þetta var ákkúrat það sem mig langaði í.

*Hamingja*

"Ákkúrat það sem mig langaði í" hamingja. Gott að fá þig aftur.

Litagleði

Ómægod!

Æðislegur lax

ofurgrænmeti

Matarboðshittingur með uppáhalds fólkinu mínu í kvöld.

Lambalundir a la Erna og Jens, Ristað brauð a la Egill, Marsipan Mascarpone ostakaka a la moi og notalegar stundir með litlu strumpunum sem bæst hafa í hópinn. Yndislega fínt alveg hreint.

Fyrsta skipti sem við náum að hittast öll í sumar. Magnað.

*tilhlökkunartryllingsdansmeðskrúfuogeinustappi*


Hvað er það við þessar baunir?

Díses.

Ég skil þetta ekki.

Hreinlega skil þetta bara ekki.

Hvað er það við kaffi sem er svona gott? Það er ekki einusinni það gott á bragðið, ramt, en samt svo... svo gott!

Hvað kom eiginlega fyrir bragðlaukagúbbann?

Við skulum ekki hætta okkur út í umræður á félögunum heitu kaffi og dökku súkkulaði. Það er pro!

Tiramisu - með betri leiðum til að innbyrða kaffi!

Finn samt ekki fyrir áhrifunum sem þessi endurlífgunarelexír á að veita manni. Ef eitthvað, þá verð ég meira sybbin og værukeyr eftir kaffisopann - eitthvað við það að sötra heitt kaffi sem er svo ægilega notó. Hvort sem það er rétt fyrir svefn eða rétt eftir uppvaknelsi.

Fór á Kaffi París um daginn og slurpaði í mig frekar ógeðfelldum kaffibolla. Svolítið eins og blessað kaffið væri endurnýtt. Hálfgert pjatt en kaffið var piss.

Te og kaffi - jah. Held það sé barasta besta kaffið sem ég hef fengið hérna á höfuðborgarsvæðinu og svo að sjálfsögðu  Kaffi Krús á Selfossi. Það var ægilega fínt.

Mjög óskýr mynd af Kaffi Krús kaffi.

Kaffi krús kaffi

Sjáið svo bara hvað strákurinn hennar Ernu vinkonu er afskaplega vel heppnað eintak! Bara yndi!

Ernukútur

Þó litli snúður komi kaffi ekki við per se, teiknaði ég þessa mynd af honum yfir 100.002 áströlskum kaffibollum og vitið það mín kæru... ástralskt kaffi er töluvert mikið ofurbetra en íslenskt.

Nýsjálenskt kaffi er rómað. Nýsjálensk kaffidrykkja er því fyrirséð kaffidrykkja í minni nánustu framtíð.

Var síðan á Amokka í fyrradag og fékk feikivont kaffi. Allt of brennt. Fíla það ekki. Bollinn líka stútfullur af baunamylsnu. Væri fínt að nota svona brennd/sterk ... köff... sem grunn í hina ýmsustu kaffidrykki samt sem áður.

Kannski ég setji mér það sem markmið að finna hið fullkomna kaffi + kaffihús hérna á Íslandinu? Hver veit.

Hinsvegar er kaffivélin upp í vinnu barasta með betri baunamölunarmaskínum sem ég veit um! Get svo svarið það... fyrir utan Hlöðver að sjálfsögðu! Hann á sérstakan stað í hjartanu.

baunmölunarmaskína

johmn

Þetta er algerlega nýr markaður fyrir mig að kanna! Alveg hreint stórkostlega fínt hmm... ha!

Eigið þið uppáhalds kaffihús hérna í nágrenni við miðju alheimsins?

BWWLLLLAARRRGHHHH...ÖÖÖGGHHH... GUÐMINNGÓÐURÓGEÐ!!! Haldið þið að ég hafi ekki gúllað í mig síðasta sopanum af kaffinu og hann var kaldur. Þvílíkt og annað eins... ojbara! Shit.

Djö... þetta er án efa í 23 skipti sem ég geri þetta. Kræst. ((hrollur))

Föstudagur. Föstudagur til feikigleði. Njótið hans sem mest þið megið elskurnar.

Feikilega... feykilega. Er þetta orð með y eða ekki?

Þetta var mjög... mjög dularfullur bloggpistill!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband