Sæla í koti

Kotasæla er mikil sæla. Þykir hún óskaplega góð en neyti hennar "spari" og/ef þegar engin önnur próteinafurð er í nálægð. Það átti sér stað í hádeginu í dag. Fyllti því diskinn minn af grænmeti og kotó og graðgaði villimannslega í andlitið á mér... ohhh, gæti borðað kotasælu að eilífu! Reyndar fylgdu gleðinni nokkrir sveppir úr bolognese sósunni sem var í matinn í dag - sveppir eru líka sæla í minni bók

Kotasælugleði 

Hinsvegar mun hverjum þeim sem þótti það glimrandi snjallræði að hætta framleiðslu á Létt-kotasælu, en halda eftir kotasælu með ananas og kotasælu með hvítlauk, eiga mig á fæti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh - ég er kotasælufíkill - finnst æði að hafa hana í salat, ofan á hrökkbrauð og og og...

Af hverju spari :( Hver eru mörkin? Er ég kannski að borða OF mikið af kotasælu?? hmmm...

R (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 12:57

2 identicon

Svo sammála, sakna létt-sælunnar og borða því mun minna nú orðið.

Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 13:13

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

R: Eina með kotasæluna er, að til að fá fullan próteinskammt, þá þarf 180 - 200 gr. af henni = hátt magn af mjólkurfitu sem er mettuð. Allt í lagi af og til, en ekki dags daglega.

Allt í lagi að borða kotasælu í smærri skömmtum, ég nýti mér hana yfirleitt sem "Prótínskammt" sem þýðir töluvert meira magn en bara ofan á brauð

Vala: Sammála! Svo mikið sammála...

Elín Helga Egilsdóttir, 17.3.2010 kl. 13:34

4 identicon

Amen!

Ég er einmitt að reyna að draga úr henni. Kotasælan var að verða mín eina próten-uppspretta yfir daginn. Ég sendi þeim hjá MS bréf um að ég vildi fá mína létt-kotasælu aftur... en það hlustaði enginn á mig :/

Má ég spurja hvað þú borðar á morgnanna með hafragrautnum til að fá prótein fyrst þú notar ekki mjólk?

.. og fyrst ég er í spurninga-gírnum hvaða bragðtegundum mæliru með á próteininu? Ég er núna með súkkulaði-mokka (sem þú mæltir með að mig minnir) en finnst vanta meiri fjölbreytni :)

SÓ (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 14:12

5 identicon

Ahh, gott að heyra ;) Held þá áfram minni sælu :)

R (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 14:12

6 identicon

Dóni ég, gleymdi að þakka fyrir gott blogg :) Er að verða fastur lesandi :D

SÓ (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 14:13

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

SÓ: Hohh, ég ætti að gera slíkt hið sama! Léttsæluna aftur á markað!

Með grautnum borða ég yfirleitt eggjahvítur eða blanda við hann próteini

Spurningagír er góður gír!! Ég er í súkkulaði-mokkanu sjálf, scitec. Hef ekki prófað annað frá þeim ef ég á að segja alveg eins og er. Er meira fyrir vanillu/banana/kanil etc. prótein því það er svo hlutlaust - hægt að nota það í "matargerð". Súkkulaði scitecið kom mér mikið á óvart - ætti að fara að breikka sjóndeildarhringinn í þeim efnum sjálf. Skal láta vita hvað mér finnst.

Og vertu barasta hjartanlega velkominn og velbekomm og allt gleðilegt undir sólinni. Vona bara að þér líki vel.

R: Ahh já - kotasæla er bara bjútifúl!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.3.2010 kl. 14:49

8 identicon

ohh ég elska kotasælu!!!

Ég ætla að fá að spurja þig líka   Ég er að æfa á morgnana, brenna, eldsnemma. frá því ég vakna og þar til æfing byrjar líður ca klst. Hvað mæliru með að ég borði fyrir æfingu? ekki get ég farið á fastandi maga. og maginn minn hefur aldrei sæst við hafragraut.  hvað er fljótlegt, létt og gott fyrir brennsluæfingu? :)

RR. (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 15:37

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hér er mjög mikill ágætis pistill eftir hana Röggu snilling.

Ég persónulega brenni aldrei fyrir æfingar. Ég brenni á morgnana og þá helst eftir æfingar ef ég lyfti á morgnana. Fer iðurlega á galtóman maga í brennsluna nema ég sé að taka hringþjálfun, spretti - eitthvað slíkt

Elín Helga Egilsdóttir, 17.3.2010 kl. 16:07

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Það er til létt kotasæla í Danaveldi ligga ligga lái...

Smá innskot með prótínið: Vanilla berry blast, Raspberry Yoghurt og VanillaAnanas er geggjað sérstaklega í pönnsur. Súkkulaði kókos, hvítt súkkulaði, hreint súkkulaði allt saman sóðalega gott. Jarðarberja fannst mér of væmið, en það er auðvitað smekksatriði.

RR! Getur í raun borðað hvað sem er fyrir brennslu, t.d helming af máltíð 1 og svo hinn helminginn eftir brennsluna, eða nokkrar skeiðar af skyri, nokkra sopa af prótíni, nokkra bita af eggjahvítupönnsu ef þú átt erfitt með að fara á fullan maga. (sorry hijackið Ella mín)

Ragnhildur Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 21:35

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Óguð neið.. hijack away!!!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.3.2010 kl. 22:14

12 identicon

Ég mæli með banana fyrir æfingu :)  Finnst hann langbestur í magann, á morgnana fer ég á æfingu 30 mín eftir að ég vakna og ég reyni að borða 1/2 banana fyrir æfingu (Boot Camp) og drekka mikið vatn. Stundum fæ ég mér Powerade eða hlaupagel (tegund sem er ekki full af aukefnum) ef ég á ekki banana.

Soffía frænka (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband