Færsluflokkur: Prótein

Graskers prótein pönnsa

Búin að vera með grasker á heilanum í nokkurn tíma. Rak augun í niðursoðið grasker í Hagkaup um daginn. Það kallaði á mig! Ég varð að kaupa það!

Niðursoðið grasker

Búin að hugsa mikið um hvað best sé að nota það í. Brauð, graut, lasagna, muffins, prótein pönnukökur... bjó til pönnukökuna í gærkvöldi fyrir viðbitið í dag! Ætla að móta graut um helgina, brauð í vikunni og vil endilega prófa mig áfram í lasagnagerð sem fyrst! Graskersmaukið er ekki ósvipað sætri kartöflu, hvað bragð og áferð varðar, og stútfullt af allskonar vítamínum og gleðilegheitum. Mjög fáar hitaeiningar, 40 he. í 122 grömmum. Ekki slæmt það!

Graskers prótein pönnsaGraskers prótein pönnsa

1,5 dl eggjahvítur (4 - 6 stk)

60 gr. grasker. Ætli það hafi ekki verið um það bil 1/2 dl?

1 msk hreint prótein

kanill, múskat, vanilludropar

Steikja á pönnu og versogúú!

Niðurstaða:

Vantaði meira af kryddunum, fann vel fyrir blessuðu graskerinu. Svolítið, jah... kornótt? Veit ekki hvort það hafi verið gott eða vont! Kláraði samt pönnsuna og síðasti bitinn var barasta fínn.

Hvað geri ég öðruvísi næst?

Nota minna af graskeri, 1 msk kannski. Krydda smá meira og sleppi jafnvel próteininu! Hella helming af blöndu á pönnuna fyrir þynnri pönnsu og borða með einhverju gúmmulaði inní! Skyr, jógúrt, ávöxtum...

Verður eitthvað næst?

Hætti ekki fyrr en pönnsan verður ofur!


Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og muldum hörfræjum

Aftur komin helgi og jú, aftur er það pönnsa. Ég var búin að gleyma því hvað mér þykja þessar pönnsur skemmtilegar. Kominn tími til að endurnýja kynnin! Ég var líka að kaupa mér eggjahvíturnar frá honum Garra - það verður því mikið um eggjakökur, pönnukökur og eggjahvítutengt át á næstunni!

Prótein pönnukaka með banana, heitum kanilstráðum eplum, valhnetum og hörfræjum

1,5 dl af eggjahvítum (4 - 6 stk)

1 msk hreint whey prótein

1 tappi vanilludropar

1 tsk, túmlega, kanill

1/2 banani, skorinn í sneiðar

Hræra allt saman nema bananasneiðarnar. Hita pönnu, spreyja pínkulítið af olíu á hana og leggja bananasneiðarnar á pönnuna.

Bananasneiðar að bíða eftir eggjahvítunum

Eftir það, hella eggjahvítunum yfir bananann.

Prótein pönnukaka með bananasneiðum og kanil

Ég er letipúki og hitaði eplasneiðarnar í örbylgjuofni þangað til mjúkar. Raðaði þeim þá á pönnukökuna og stráði kanil yfir. Yfir eplasneiðarnar fór svo 1 msk af muldum hörfræjum, 2 muldar valhnetur, möndluflögur og smá múslí.

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Ég bjó svo til "sósu" úr 1 msk hreinu próteini og vatni. Dreifði henni yfir herlegheitin.

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Pakka pönnsunni saman. Bananarnir verða æði þegar þeir eru steiktir svona. Eins og karamella!

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Mmmmhmmm...

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Kanill og epli klikka aldrei! Eplapie í morgunmat!

Prótein pönnsa með banana, eplum, valhnetum og hörfræjum

Stelpukvöld í kvöld! Systir mín kær kemur til mín á eftir og við ætlum að nýta tímann vel! Góna á 'stelpumyndir', borða góðan mat og kjafta á okkur gat!


Prótein pönnukaka með banana og möndlusmjöri

Þar sem mín hreyfing felst aðallega í því að lyfta þá borða ég svolítið mikið af próteinríkum mat til að viðhalda vöðvavef og reyna að stækka hann. Ég vil taka það fram að það er ekki nauðsynlegt að borða próteinkyns, hvað þá 20 gr. + af próteini, með hverri einustu máltíð 'nema' þú sért í sömu pælingum, nú, eða þér þyki próteinríkur matur afskaplega bragðgóður. Það er að sjálfsögðu ágætt að fá sér nart úr hverjum fæðuflokki í öllum máltíðum dagsins en almáttugur, það er ekkert til að missa svefn yfir. Sérstaklega ef þú ert að spá í því að umturna matarræðinu.

Fyrir mér, persónulega, snýst þetta frekar um að borða hollan og góðan mat. Lítið unninn með eins fáum viðbættum aukaefnum og kostur er á. Eggjahvítur, hnetur, baunir, fræ, fiskur, kjúklingur, korn... og svo margt fleira eru góðir kostir þegar kemur að prótein hugleiðingum og bara það, að fá sér ferskt salat með t.d. hummus eða guacamole, baunum, quinoa og einhverri góðri dressingu er frábært í hádegismatinn. Það þarf ekki alltaf að vera kjúklingur, kjöt eða duft til að uppfylla einhvern próteinskammt!

Hinsvegar, þá er það mjög auðvelt fyrir mig að nota próteinduft því jú, það hentar, það er fljótlegt og mér þykir það ekki alslæmt. Þar af leiðandi bjó ég mér til prótein kanil pönnsu í gær sem ég tók svo með mér í vinnuna í dag. 'Prótein pönnukaka' því jú, eggjahvíturnar innihalda prótein ásamt duftinu.

Prótein pönnukaka með bananasneiðum og heimagerðu möndlusmjöri

1,5 dl eggjahvítur (um það bil 4 - 6), tappi vanilludropar, 1 msk próteinduft og slatti kanill hrært saman og gúmslað á pönnu þangað til reddí. Ég nota ekki meira prótein en þetta því ef ég set of mikið verður pönnsan eins og skósóli og ef ég nota ekkert þá er þetta barasta eggjakaka ... gullinn millivegur! Þeir sem ekki nota prótein gætu t.d. sett mulda hafra í staðinn eða búið sér til crepe!

Prótein pönnukaka með kanil og vannillu

Ég raðaði bananasneiðum á pönnukökuna, pínku múslí fyrir crunch og nokkrum rúslum og toppaði með 1 msk. heimagerðu möndlusmjöri!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Möndlusmjörið er geggjað! 300 gr. möndlur, 1 msk kanill og 1 msk hunangi blandað saman, ristað í ofni og hakkað í spað! Ótrúlega bragðgóður skammtur! Geri þetta pottþétt aftur. 

Heimagert möndlusmjör

Pönnukökunni rúllaði ég svo upp. Miklu skemmtilegra að borða hana þannig!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Þegar pönnsunni er rúllað upp, með öllu namminu inní, þá kremjast bananasneiðar og múslí saman með hnetusmjörinu. Úghh það er svo syndsamlega gott að bíta í hnetusmjör og rúslur inn á milli!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Pönnukakan inniheldur um 130 hitaeiningar og 27 gr. af próteini. Með banana og hnetusmjöri skúbbast hitaeiningarnar upp í 320, um það bil, að viðbættum 20 gr. af kolvetnum úr banananum og hollri fitu úr möndlusmjörinu og eggjahvítunum. Geggjað! Ef þú vilt, þá er hægt að setja hafragraut inn í pönnsuna líka, svo banana og eitthvað meira gúmmulaði! Það er mjöög gott!

Prótein pönnukaka með bananasneiðum, múslí og möndlusmjöri

Þegar þetta er borðað er eins og maður sé að svindla! En hey, aldeilis ekki! Pönnukakan er bara samsett úr eggjahvítum og próteini! Svona veisla væri líka fullkomin sem viðbit í eftirmidaginn. Hita t.d. epli í örbylgju, strá yfir með kanil og raða á pönnsuna eða nota ber, ávexti, kotasælu.... mmmm!


Grænmetis sjúklingur

Ég er búin að vera sjúk í ofnbakað grænmeti alla vikuna og það virðist ekkert lát vera þar á. Ofnbakaðar sætar kartöflur, gulrætur, blómkál, laukur (allskonar), paprika... ohh það er svo gott! Bjó mér til semi tortillu í kvöld fyllta af ofnbökuðu ofurgrænmeti og afgangs kjúkling. Hitti svona líka beint í mark!

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

Tortilluna hrærði ég saman úr 1 dl eggjahvítum, 1 msk próteini, hot sauce, oregano, salti og pipar. Steikt á pönnu þar til eggin eru steikt í gegn. Tók þá grænmetið, kryddaði með chilli, papriku, engifer, dukkah og smá curry paste - nánast copy paste (Curry paste - copy paste.. hahh!) af síðustu máltíð, þið sjáið kannski mynstrið?

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

Rúllaði eggjahvítu tortillunni upp, utan um gumsið...

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

...afrakstur "erfiðisins" myndaður í bak og fyrir!

Eggjahvítu og prótein tortilla með ofnbökuðu grænmeti og kjúlla

Ojjjj hvað þetta var gott! Endalaust kátur maginn ákkúrat núna! Holl, GÓÐ og fljótleg máltíð, full af hamingjusömum og gleðilegum kolvetnum, próteinum, fitum og guð má vita hverju öðru! Ég sit líka hérna með bumbuna út í loftið svoleiðis pakksödd!

Vona svo sannarlega að þið hafið notið kvöldmatarins jafn vel og ég! Mmhhhmm...


Innkaupadagurinn og bollarnir

Við náðum að klára um það bil allt bitastætt í gúmmulaðihellinum í gær. Síðustu bitar af grænmeti fóru í hallærismáltíðina, nammiskápurinn er svo til tómur og þegar ísskápurinn er opnaður heyrist drungalegt vindhljóð! Ég kem því til með að bæta úr því í dag, sem er endalaust almennilegt. Alltaf svo gaman að klára birgðirnar til að geta farið og verslað nýtt gleðiefni! Kætir mitt matgráðuga hjarta óstjórnlega!

Ágætis brennsla átti sér stað í morgun. Gamla góða 40 mínútna brennsluæfingin tekin með trompi á rassatækinu sívinsæla. Það verður nú samt að segjast eins og er, HIIT brennsla er töluvert áhrifaríkari og skemmtilegri brennsluaðferð. En eins og með svo margt annað, þá er ágætt að breyta til inn á milli.

Morgunmat var púslað saman upp í vinnu í tveimur mismunandi bollum. Annar bollinn, sumarlegi jólabollinn, samanstóð af vatni og Detox te...

Womans Energy Detox Yogi Te

...á meðan hinn bollinn, nokkuð vinsælli, samanstóð af örbylgjuhituðu hreinu próteini, kanil, smá graut og banana. Þá dýrð toppaði ég með nokkrum rúsínum, sólblóma- og graskersfræjum, 5 korna blandi og möndlum. Gæti trúað því að fræblandan hafi verið msk.

Prótein, banani, grautur, kanill ásamt hnetu, rúsínu og fræmixi

Bollinn útataður í kanil og bitinn upp úr útataða kanilbollanum fullkominn! Heitt, sætt, crunchy... mMmM!

Prótein, banani, grautur, kanill ásamt hnetu, rúsínu og fræmixi

Og já... það er mjög skemmtilegt að borða eðalgraut upp úr bolla!


Morgunmatur á Klettabrekku

Þar sem ég er svo mikill próteinisti þá á ég alltaf nokkra tilbúna 'skammta' inn í skáp heima. Ég hljóma nú pínkulítið eins og sjúklingur, en það er ágætt að eiga svona tilbúið fyrir t.d. vinnu og slíkt. Skammtana góðu geymi ég í litlum lokuðum plastílátum.

Pr�teini� g��a � plast�l�ti

Sem brosa á móti mér þegar ég teygi mig í þau. Elska þessi box!

Pr�teini� g��a � brosboxi

Ég greip nokkur með mér áður en í Hafnarför var haldið. Fékk mér því eftirfarandi í morgunmat.

Undanrenna, prótein og kanill með eplum, súrmjólk og múslí

Prótein blandað saman með Undanrennu og kanil. Skar mér niður epli, blandaði því við og dreifði yfir dýrðina múslí og smá súrmjólk í svona líka fínni skál!

Ofur f�n Hornafjar�arsk�l

Ég get samt alls ekki blandað mjólk eða vatni, svona þykkt, saman við prótein, eingöngu, nema próteinið sé bragðgott og ekki væmið! Annað epli fylgdi svo átinu, með kanil að sjálfsögðu, og pínku meira múslí! Mjög gleðilegt start á fínum degi.

Kanilstr�� epli me� s�rmj�lk og m�sl�


Eiki veiki og ísinn

Fyrsti hiti ársins. Svimi, beinverkir og slappleiki! Ekki alveg nógu kát með framvindu mála enda mikill súri þegar ég vaknaði í morgun.

Hvað er samt betra, þegar maður er illa haldinn, en ís? Blandaði mér jarðaberjaís í morgun eftir hita- og verkjastillandi pilluát! Mikið var það nú gott! Í blender hrærði ég saman skyri, próteini, mjólk, vatni, hörfræjum, frosnum jarðaberjum og hnetusmjöri. Beinustu leið þaðan í ísvélina góðu!

Veikindaís

Beinustu leið úr ísvélinni ofan í skál. Með 'ísnum' hafði ég nokkrar möndlur og múslí ásamt hafra- og hnetubita sem ég bjó til um daginn! Rosalega góðir!

Veikindaís og hafrakaka

Notaði svo hnetubitann til að skófla ísgumsinu upp! Úff... alls ekki slæmt!

Hafra- og hnetubiti í formi skeiðar

Alls, alls.. ekki slæmt! Ískaldur ísinn og sýran úr jarðaberjunum á móti sætum hafrabita með karamelliseruðum döðlum! Bara æðislegt!

Hafra- og hnetubiti

Ég set uppskriftina af hnetubitunum inn sem fyrst en ákkúrat núna á ég stefnumót við rúmið mitt og sængina! Errm


Spánarfarinn á heimleið

Yndislegur dagur, æðislegt veður. Hlýtt og gott. Líkaminn hinsvegar mjög súr út í mig eftir Fit Pilates í gær. Kom skemmtilega á óvart - er með furðulegar harðsperrur á dularfullum stöðum. En það er alltsaman jákvætt... enn sem komið er. Lét eymslin þó ekki á mig fá og tók nokkra HIIT spretti í morgun, varð rauð eins og kirsuber og datt næstum á trýnið í síðasta sprettinum! Ég bjargaði mér samt glæsilega vel með tilheyrandi ópum, köllum og handapati!

Byrjaði daginn á einum klassískum vinnugraut. Prótein, hörfræ, möndlur, kanill, grautur, banani, múslí, örbylgja og voilá! Og jú, þið sjáið að ég notaði mikið... mikið af kanil!

Kanilgrautur með banana, möndlum, hörfræjum og múslí

Womans Energy Detox te fylgdi svo grautnum í morgun! Ég hef sagt það áður og stend við það, ég er engin tekerling. En þessi Yogi Te eru æðisleg á bragðið!

Womans Energy Detox Yogi Te

Annars get ég ekki dásamað það nóg hversu frábært það er að fá grænmeti í hádeginu. Tala nú ekki um þá snilld að búið er að skera það allt niður. Verð bara að viðurkenna það, grænmetisskurður er ekki í uppáhaldi. Hádegisgrænmetisát er því orðið ansi djúsí partur af deginum hjá mér þar sem við kaupum kannski ekki allt of mikið af því heima. Með í grænmetishrúgunni á þessari mynd eru kjúklingalæri, kartafla og kotasæla. Vinnan mín fékk að fylgja með í mat í dag... hefði betur sleppt því, átti í fullu fangi með að hamsa í mig þennan disk og fá mér smá ábót!

Stútfullur diskur af grænmeti og kjúlli!

Systir mín kær er svo að koma heim frá Spáni í kvöld eftir mánaðardvöld þar í landi. Hlakka mikið til að sjá dýrið - ætli við skellum okkur ekki eitthvað sniðugt út að borða, í dag eða á morgun, í tilefni heimkomunnar! Lítill fugl hvíslaði því að mér að Saffran væri nú með humarsalat á boðstólnum! Ég held það sé mjög nauðsynlegt, í heilagri leit minni að girnilegum humarréttum, að fjárfesta í slíku salati næst þegar ég rek nefnið þangað inn!


Gamalt en gott

Þegar ég vaknaði í morgun voru bláber það eina sem ég gat mögulega hugsað mér að borða í morgunmat. Í miðjum 5 km. var ég mikið að spá í því hvernig best væri að snæða berin ef ég skyldi nú láta verða að því að kaupa einn kassa eða svo. Setja þau í pönnukökur, búa til ofnbakaðan hafragraut með bláberjum, bláber ofan á beyglu með smá hunangi... eintóm bláber? En nei, þegar ég kíkti inn í ísskáp og sá skyrið mitt góða var það, það eina sem ég gat hugsað um! Bláber og skyr. Mhhhh...  svo gott! Ekkert vesen... virkar alltaf. Bláberin voru keypt og í kassanum leyndist lítil pláneta...

Risabláber

... hún smakkaðist mjög vel! Ég afrekaði samt meira en að gleypa í mig plánetu og bætti próteini í skyrið mitt. Skar niður 1/2 banana og 3 frosin jarðaber. Sótti mér 6 möndlur upp í skáp og granola stöng í frystinn. Gumsinu kom ég fyrir ofan á skyrinu og sáldraði loks yfir herlegheitin hörfræjum... það er skyrmix þarna undir einhverstaðar.

Eðal prótein skyrmix með ávöxtum, hentum og fræjum

Fullkominn, fullkominn morgunmatur. Granola stöngin er alveg að gera sig í svona blandi. Æðisleg. Ég fann líka hjarta í skálinni minni.

Jarðaberjahjarta í fullkominni skál af morgunmat

Svo þegar myndatökutími er liðinn og átvaglið tekur við verður glæsilega fína ávaxtaskálin svona útlítandi!

Prótein skyrmix með blá- og jarðaberjum, banana, fræjum og hnetum

Kannski ekki jafn fín, en alveg jafn góð ef ekki betri! Mmmmm...


Gult er gleðilegt

Hljóp 5km í morgun í þessu meiriháttar góða veðri. Enginn vindur, hlýtt og notalegt. Nákvæmlega eins og það á að vera. Var hinsvegar ekki með heitan graut í huga þegar ég steig fæti inn í gúmmulaðihellinn! 

Banana- og mango drykkurÞað er svo fínt þegar maður rótar í frystinum og finnur, sér til mikillar hamingju, niðurskornar frosnar gersemar. Eins og t.d. banana og mango. Gladdi mig óstjórnlega í morgun þegar ég fann þessa fínu gulu ávexti í felum undir wok grænmetispoka, bíðandi í örvæntingu eftir því að verða notaðir í eitthvað æðislegt!

Blandaði mér þar af leiðandi hinn fullkomna, eftir hlaups, gula sumardrykk/smoothie.  Fyrir tvo kroppa blandaði ég saman 200 gr. hreinu skyri, 1 niðurskornum frosnum banana, 1 niðurskornu frosnu mango, 1 skeið hreinu próteini, 2 msk hörfræjum og klaka. Þynnti drykkinn svo með vatni þangað til hann náði þeirri áferð sem mér þykir best. Skar niður eitt frosið jarðaber fyrir lit og hamingju. Líka endalaust gaman að bíta í frosið jarðaber inn á milli!

Þeim sem ekki þykir skyr gott geta notað jógúrt eða AB-mjólk. Jafnvel minna af skyri og notað mjólk í staðinn. Ef ég hefði verið með annan frosinn banana þá hefði ég notað hann líka. Aðallega af því að bananabragð er ofarlega á lista yfir góða hluti í minni bók og bananar gefa fullkomna áferð í svona mix. Próteininu má líka vel sleppa.

Fullkomlega fínn gulur drykkur og kisarnir ánægðir í góða veðrinu! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband