Færsluflokkur: Prótein
1.9.2009 | 09:44
Veturinn er hinumegin við hæðina...
...og mér líkar það vel!
Núna, þegar ég fer út á morgnana, þá er svalt úti, loftið ferskt og ég finn vel fyrir því að veturinn sé að ganga í garð... OG JÓLIN... meira um það seinna! Tímabil hafragrautsins fer því að hefjast á ný, mér til mikillar hamingju! Eftir gott ræktarsprikl og nokkuð massívar kviðæfingar bjó ég mér til þessa einföldu, en allaf æðislegu, hafragrautsdýrð í vinnunni í morgun!
Tilbúinn vinnugrautur, ein skúbba GRS-5, 1/2 stappaður banani og kanill. Múslí til gamans og gleði, ískalt, stökkt, brakandi, ekki gleyma djúsí, epli og C-vítamínbætt vatn! Það er bara svo ferskt og fínt! Sjáið svo hvað beið mín í botninum á skálinni!
Og já, viðurkenni það fúslega að ég myndi sleikja skálina ef andlitið yrði ekki útatað í graut!
Gott start á deginum - það verður bara að segjast!
Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2009 | 13:17
Sushi á morgun
Fyrir ykkur sem hafa áhuga, þá hef ég verið spurð svolítið að því hvort hægt sé að nálgast uppskriftir á einfaldan hátt. Ef þið smellið á litlu myndina af mér hérna til hliðar, efst í vinstra horni, þá eru þær nest á þeirri síðu. Eða þið getið barasta smellt hér.
Annars þá var morgunmaturinn gleðilegur. Prótein, skyr, grautur og múslí í Ellubolla ásamt ísköldu, mjög gómsætu, brakandi epli. Þetta var fullkomið "Ákkúrat" epli.
Hádegisplanið var sushi en sökum ofvinnu og bílahallæris var því frestað til morguns. Fékk mér því kotasælu, grænmeti og eitt grænmetisbuff í staðinn. Þeirri dýrð fylgdu tvær döðlur, og þurrkuð ferskja, fast á eftir.
Getur einhver sagt mér af hverju framleiðslu á Létt-Kotasælu var hætt? Ég myndi líklegast lifa á henni ef hún væri enn til!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.8.2009 | 12:35
Góður dagur...
...ég finn það á mér!
Alltaf ágætt að byrja daginn, eftir svaðalegt át, á einhverju léttu og ljúffengu. Gott fyrir líkamann og sálartetrið. Líka ágætt að borða létt og lúffengt sama dag og svaðalegt át er á matseðlinum. Þó aðallega svo pláss sé fyrir allt ljúfmetið sem fyrir höndm munni er, um kvöldið! Þetta var því hinn fullkomni hádegismatur. Skyr, prótein, múslí...
...og ískalt brakandi epli.
Einfalt, mettandi, átvaglið sátt og hlakkar mikið til kvöldsins!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2009 | 09:57
Hafragrautshallæri
Á sumrin, dettur grautur, sem er morgunmatur númer 1,2 og 3, yfirleitt út af radarnum hjá mér sökum birtu, árstíðar og hita. Ég sæki frekar í frískandi og léttan morgunmat, en heitan og þungan, á þessum tíma. Persónulega eru heitir gúmmulaðigrautar hinn fullkomni vetrar-morgunmatur. Það er svo kósý að njóta þess að borða heitan graut á dimmum vetrarmorgnum. Þó sérstaklega dimmum, helgar, vetrarmorgnum. Þá er hægt að kveikja á þeim tveim útvöldu lömpum, sem gefa notelegustu birtuna, klæða sig í feitan mjúkan slopp, inniskó og góna út í kuldann og snjóinn á meðan grautarskálin er að klárast. Ohhh ég get ekki beeeðið eftir þessum tíma! Hihiiii... Ég er strax farin að lampa íbúðina upp á kvöldin og kveikja á nokkrum kertum til að koma mér í gírinn.
Fékk mér annars hinn langþráða graut í morgun. Hann var góður. Úff hvað grautur er góður! Ár og aldir síðan ég fékk mér svona æðislega skál síðast. Sem er án efa ástæðan fyrir æðislegheitunum!
Múslígrautur með granola stöng, súkkulaðibitum og sprauturjóma
1 dl uppáhalds haframúslí
1 skeið vanillu GRS-5 prótein
1 tsk hreint möndlusmjör
kanill eftir smekk
2 dl vatn
Ég stakk grautnum svo inn í örbylgju í 1 mín til að þykkja hann örlítið upp.
Hafragrautsskraut:
Hunangsdreitill, nokkrir bitar af 75% súkkulði, 1/4 mulin Fruit'n'Fibre stöng, 2 muldar valhnetur, ristaðar kókosflögur og dropi af sprauturjóma! Þeir sem vilja lifa hættulega fá sér ís í staðinn fyrir rjóma! Ég hefði svo sannarlega gert það ef hann hefði verið til!
Eftirrétturinn var svo þessi æðislega pera. Hún bráðnaði í munninum á mér! Fullkomlega rétt þroskuð og ísköld eftir ísskápsveru. MJög jákvæður biti eftir heitan ofurgraut!
Svo þarf að sjálfsögð að fullkomna nammidaginn með ís... jafnvel góðu rjómapasta! Sjáum hvað setur. Klukkan er rétt að verða 10 og ég hef allan daginn til að ákveða eitthvað sórkostlegt ét!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 11:53
Grísaflensa
Erna vinkona á tvo litla naggrísi og bað mig um að passa þá yfir helgina. Hún skrapp út úr bænum. Báðir tveir, greyin, eru með lungnabólgu og það þarf mikið að hugsa um þá og gefa þeim til að koma aftur á legg. Þetta er brot af leiðbeiningunum sem hún skildi eftir handa mér.
Það þarf að gefa þeim sýklalyf, sveppalyf, recovery mat, c-vítamín og magnyl svo eitthvað sé nefnt. Sumt af lyfjunum er grísunum gefið með sprautu, eins og sýkló og sveppó!
Grísunum til mismikillar skemmtunar. Greyið!
Annar grísinn er líka veikur í kjálkunum og getur því ekki tuggið sjálfur. Hann þarf að handmata gegnum sprautu. Tilfæringarnar eru miklar...
...stundum aðeins of miklar!
Fúsi og Gnúsi.
Gnúsi er mikill heygrís og borar sig ofan í heyið sitt þegar færi gefst. Rétt glittir í bakið á honum í græna búrinu.
Annars fékk ég mér banana-ís í morgunmat. Gerði svolítið sniðugt. Í staðinn fyrir að planda próteininu við, í matvinnsluvélinni, bleytti ég upp í því og bætti svo banana-ísnum við það, eftir að hann fékk að maukast. Þá veður blandan ekki svona svakalega fluffy! Með þessu hafði ég svo rúsínu-kanil möndlusmjör í skeiðinni og múslí mér til gmans og gleði. Þetta var gott. Svaka gott!
Næst á dagskrá: Ræktin, stúss, meiri grísagjöf og brúðkaup. Muna bara að mæta ekki í brúðkaupsfötunum í grísagang í eftirmiðdaginn! Útkoman gæti orðið skrautleg!
PS: Engir grísir eða sófar hlutu skaða á meðan grísagjöf stóð.
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2009 | 09:50
Notalegar stundir
Mikið er nú ljúft þegar góða veðrið ákveður að sýna sig um helgar. Þá geta allir, vinnandi og óvinnandi, notið þess. Eimitt það sem ég ætla að gera í dag eftir að ég hef klárað þessa skál af goodness.
Hræra saman:
1/2 bolla graskersmauki. Um það bil 122 grömm nú eða 1 dl. Gæti gefið ykkur fleiri mælieiningar, jafnvel á kínversku ef það er æskilegur kostur.
Skeið af GRS-5 vanillu próteini.
Kanil
Skreyta, toppa, gleðja með:
1 dl. sykurlausu múslí. Ég notaði 1/2 dl. grófa hafra og 1/2 dl. uppáhalds múslí með rúsínum og þurrkuðum banana.
Graskerið og próteinið verða eins og þykkur grautur, jafnvel eins og "pumpkin-pie" fylling með kanilnum, fyrir ykkur sem hafa smakkað slíka böku. Mjöög jákvætt fyrir deigætu eins og mig. Múslíið gefur svo hið langþráða crunch. Mjög gleðilegt. Ég er líka sérstaklega sátt við nýja próteinið mitt. Keypti það til prufu um daginn og það er að skora nokkur stig í próteinbókinni! Gott á bragðið og skemmtileg áferðin á því.
Ég þyrfti með einhverjum hætti að nálgast graskerið sem Öskubuska átti. Það myndi endast mér ríflega út árið 2010!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 06:20
Súkkulaði...bita-köku...grautur?
Þetta er nú ekki flókið!
Grautur eins og þér þykir hann bestur. Í þessu tilfelli banana og kanilgrautur með mjólkurdreitli.
Og að sjálfsögðu toppaður með stjörnu dagsins, eða gærdagsins,....
...mulinni súkkulaðibitaköku!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2009 | 09:27
Súkkulaði- og butterscotch bita á grautinn minn
Graskersmaukið er orðið mikill vinur minn og besta nýting á því hingað til er í grautinn á morgnana. Lasagna á reyndar eftir að líta dagsins ljós... þarf að skoða það betur! Keypti mér aðra graskersdós í gær og bjó mér til smá gums hérna í vinnunni í morgun við mikil andköf nærstaddra! Mér til mikillar skemmtunar fékk ég nokkrar spurningar í leiðinni og eina góða staðreynd!
"Ogh.. af hverju er hann appelsínugulur?"
"Setur þú kanil í grautinn þinn?"
"Af hverju viltu hafa hnetur og súkkulaði á þessu?"
"Elín, þú ert mikill grautarpervert!"
Pumpkin pie hafragrautur með hnetum, súkkulaði- og butterscotch bitum

1 skeið hreint prótein
1/4 bolli, rúmlega 60 gr. graskersmauk
2 tsk mulin hörfræ
kanill
Soðinn grautur (a la vinnan)
Hafragrautsskraut:
Muldar valhnetur, súkkulaði- og butterscotch bitar.
Mmmhmm... Mjúkur grautur, crunchy hnetur og bráðið dísætt súkkulaði- og karamellubragð á móti sætu graskeri og kanil! Allt átti þetta sér stað fyrir klukkan 12:00 á þriðjudegi - dásamlegt!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 11:27
Bráðum tími á berjamó
Fullkomin skál af wonderfulness! Ferskur og góður morgunmatur eftir fína HIIT brennslu. Ég var næstum því búin að fá mér hafragraut sökum loftkulda en gat ekki séð af bláberjunum inn í ísskáp í annað en kalt skyr!
Get ekki beðið eftir berjamó í haust!
Próteinblandað hrært kea skyr, bláber, ferskja, múslí, möndlur og möndlusmjör í skeiðina!
Bragðgott OG gordjus á litinn!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2009 | 10:36
'Pumpkin Pie' hafragrautur
Ár og aldir síðan ég fékk mér hafragraut! Hlakkaði líka mikið til að dýfa mér ofan í þessa skál eftir sprettina í morgun. Um að gera og nota graskersmaukið góða og skella í Pumpkin Pie í morgunmat. Amerískur þakkargjörðar-eftirréttur um mitt sumar á Íslandinu! Mikil gleði!
'Pumpkin Pie' hafragrautur
30 gr. hafra, ég notaði grófa. Um það bil 1 dl.
1 skeið hreint prótein (má sleppa)
60 gr. grasker. Um það bil 1/4 úr bolla.
Kanill
Nutmeg (múskat?)
Mætti jafnvel setja einn negulnagla eða mulin negul. Ég gerði það reyndar ekki.
vanilludropar
1,5 dl vatn
Hafragrautsskraut:
Skyrsletta, 3 muldar valhnetur og kókos. Ef þið viljið vera extra góð við ykkur, þá setjið þið örlítið af púðursykri ofan á grautinn, sjóðandi heitan, og slettu af þeytirjóma í staðinn fyrir skyrið! Mmmmmm...
Þessi var geggjaður! Algerlega geggjaður! Held að graskersmauk verði mikill vinur minn í framtíðinni!
Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)