Vanillu-rommdropabætt prótein með kanilristuðum möndlum

Þetta er ekkert nema gott. Svo mikið nammi að það fær sér blogg og skref fyrir skref útskýringar! Mikið gúmmó verð ég að segja. Því miður eru myndirnar í vondum fílíng - seint að kveldi, rassgatavél og letin yfirtók undirritaða Cool

Setja prótein í ílát. Ég notaði hreint prótein og eitt af mínum heimsfrægu plastílátum til að taka með í vinnuna.

Hreint prótein

Setja örlítið af vatni - ég setti reyndar aðeins of mikið fyrir minn smekk.

Hreint prótein + vatn

Hræra.. og hræra vel.

Hrært prótein - þykkt

Hellú my pretties. Mætti jafnel bæta út í próteinið kaffi! Hmm....?

Rommi og Vanni

Núna sé ég þig!

Romm og Vanilló... smá sukk á föstudegi

Núna ekki!

Allt blandað saman

Kremja möndlur - þarf ekki, mjög mikið gúmmó að hafa þær heilar líka. Væri svosum hægt að nota hvaða hnetur sem er.

Marðar möndlur á leið í örrann

Hella í bolla, kanilstrá og inn í örbylgju í um það bil 2 mínútur. Ef þú vilt hafa þær stökkar, hafa lengur, en passa að þær brenni ekki. Líka hægt að rista þær á pönnu eða í ofni - aðeins betra, aðeins meiri fyrirhöfn.

Möndlur á leið í örbylgjuna

Hella út á próteinið...

Möndlur út í prótein - heitar og brakandi

...og hræra saman. Hér má svo t.d. salta smá, setja meiri kanil.

Möndlu og próteingums að bíða eftir því að breytast i karamellu

Loka boxi, setja inn í ísskáp og daginn eftir - KARAMELLUGLEÐI!

Gleðibox


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá ætla að prófa þetta á morgun hihihi

hvenær ertu að borða þetta yfir daginn ?? ef eg má spurja :)

Karen (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þetta er iðulega milimál eða fyrir svefninn. Mjög gleðilegt skal ég þér segja. Líka gott að setja hnetusmjör í staðinn fyrir hneturnr, verður þetta að þykkum búðing. Nohm!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.11.2009 kl. 06:48

3 identicon

herðu þetta litur vel út !! þetta ætla ég sko að´prófa !!

Enn og aftur takk kærlega fyrri frábærar uppskriftir !

Laufey Sig.

Laufey Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég prófaði þetta með nýju próteini um daginn. Uss hvað próteinið hefur mikið að segja hvað varðar bragð.  Nokkuð magnað - hélt að þessi hreinu prótein væru svo gott sem sama sullið

Elín Helga Egilsdóttir, 24.11.2009 kl. 21:21

5 identicon

Snilldaruppskriftir hérna hjá þér og gott að fá nýjar hugmyndir að hollustumötum. En geturðu sagt mér eitt.. hvaða prótein ertu að nota í þetta?

Halla (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 09:05

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þessi blanda innihélt hreint vanillu SciMx. Hef líka verið að nota GRS-5 próteinið frá þeim. Þykir það æði. Ég persónulega og prívat vél mér alltaf hlutlaus prótein (vanillu, banana...) því ég er komin með ofnæmi fyrir súkkulaði/kökudeigi.... Vanillupróteinið á það reyndar til að verða sjúklega væmið, en þetta sleppur í minni bók. Sérstaklega ef maður bragðbætir og kætir

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 09:17

7 identicon

Þú ert algjör snilli, hef verið að kíkja hér inn og fá hugmyndir, bara takk fyrir mig,

ég hef sett neskaffi 1 tsk. í minn próteindrykk, það er mjög gott.

Kristín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það Kristín. Neskaffi er góð hugmynd. Stundum er smá kaffibragð svo svaðalega gott!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 17:00

9 identicon

Ég sit í þessum töluðu og háma í mig þessa dásamlegu blöndu! Er þetta eitthvað grín!? Þetta er næstum því jafn gott og vesturbæjarís... Og þá er nú mikið sagt!

Frábær síða. Frábærar uppskriftir. Frábær hvatning.

Jana Naglalærisveinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:58

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Karamellu crunch hamingjusprengja! Þetta er sóðalega gott!

Takk fyrir eðalorð Jana og gaman að heyra að þetta hafi smakkast vel. Alltaf gleði að fá "feedback".

Elín Helga Egilsdóttir, 27.11.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband