Hrekkjavökuþakkargjörð, 1.hluti

Ég byrjaði í gær að undirbúa hrekkjavökupart kvöldsins í kvöld. Smákökur, "cup cakes" með risafrosting, karamellupopp, karamellur og epli í stíl.

Kanil-pecan og karamellu poppið sívinsæla. Dreifði svo yfir þetta hvítu súkkulaði og leyfði að harðna! NOHM!

Kanil-pecan og karamellupopp

Afskornir nornafingur og Dabbar! (Dabbi = stóra táin) Smákökuparturinn af þessu öllu saman. Urðu reyndar aaðeins stærri og þybbnari en áætlað var - bara betra! Meira að narta í.

Afskornir nornafingur og tær

Karamellan að sjóða. Hún er æðislega góð þessi!

Karamella

Eplið potað með priki og dýft í syndina!

Karamelluepli á amríska vegu

Resta af karamellu kæld og skorin í smátt (reyndar smærra en á þessari mynd) og söltuð með sjávarsalti. Það er æðislega gott.

Karamella

Cupcakes a la Betty! Hún klikkar aldrei. Setti líka einn Rolo bita í miðjuna á hverri muffins áður en þær fóru inn í ofn. Mmm...

Muffins a la Betty frænka

Svona leit eitt hornið af eldhúsinu mínu út í miðjum klíðum. Já, ég kann að búa til drasl og er subba mikil. Sérstaklega þegar ég kemst í bökunargír og baka stanslaust í 6 tíma - þá neeenni ég ekki að ganga frá jafn óðum því ég er alltaf að nota eitthvað. Hamfarakokkur?

Ónýtt eldhús

Lokaafurðir! Vantar reyndar karamellubitana. Hjúpaði þá með súkkulaði og setti möndlur inní. Þeir eru að bíða inn í ísskáp eftir að súkkulaðið harðni.

Feitir nornafingurKanil-pecan og karamellupopp

 

 

 

 

 

 

 

KaramelluepliMmmm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Draugalegar cupcakes

Frönsk súkkulaðikaka að hætti móður minnar og feit, djúsí eplakaka (a la moi) fylgja svo í kjölfarið - hitt er nú meira bara til sýnis og gleðilegheita. Af einhverjum ástæðum eru ekki til neinar pecanhnetur, eða graskersmauk, í heiminum... á Íslandi! Ætla nú ekki að fara að kaupa heilt grasker á milljón og handlegg til að búa til eina böku og jah.. ekki verður til pecan pie (lesist "Pecan paaaaaj) ef ekki eru til hnetur! En það er í lagi, epló og fransi standa alltaf fyrir sínu!

Annars hlakka ég svo mikið til þess að byrja að baka fyrir jólin. Úhhh! Jólalög, kósýness, kökubakstur, kakó og allur pakkinn.

Verði mér að góðu í kvöld... jú, og ykkur líka Joyful


Bloggfærslur 31. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband