Færsluflokkur: Svindl

Fyrir tveimur dögum og risaberi síðan

Keypti frosin bláber í Hagkaup í gær. Ekki frásögu færandi svosum nema fyrir þær sakir að 250 gr. poki kostaði rúmar 300 krónur, ásamt hægri handlegg, og berin sjálf voru jafn stór og pattaraleg könguló! Æði!!

Risafrosiðber

Oj - hræðileg samlíking!

Þetta kætti mitt matgráðuga sjálf mikið enda smjattaði ég vel og vandlega á hverjum bita af bláberja-kanilgrautnum í morgun. Erfitt að taka myndir þegar últrablöðkur eru að strekkja á þér - reyndi að smella af á milli hnipra! Gekk ekki betur en svo.

Eggjó með vanillu, kanillu og bláberjum

Þó var frosnuberjabragð af berjunum enda voru þau - jah... frosin. Ekkert sam jafnast á við fersk, fín, hrein og bein bláber en ómæ, þau eru alltaf svo góð!

Bláberin lögðu af stað í leiðangur

Víkjum okkur nú að fyrri helming titils þessarar bloggfærslu! Móaflatarkjúlli extraordinaire! Ó hvað þú ert ööölskaður af öllum! Hugsið það sem þið viljið um þessa snilld - þetta er ekkert nema gott!

Fjórar hænur að jafna sig í stegepose!

Kjúlli

Notkun stegepose gæti komið þessum kjúlla á framabraut í hryllingsmyndum!

hryllingsmyndarkjúlli

The three amigos!

Three amigos 

Spaghetti!

le spaghetti 

Litlar plánetur fljótandi í sykurdýrð!

Mmm

Óskýr afasovs!

afasovs

Afi búinn að koma sér vel fyrir að útbúa hina óskýru afasovs!

Afi og sósan

Skerum dýrið niður til að auðvelda úlfunum átið!

allt að gerast 

TADAAAA! Þetta hvarf - alltsaman!

Svo ég takið það fram. Eina rétta leiðin til að borða Móaflatarkjúlla er að:

Skera kjúkling og kartöflur smátt. Setja spaghetti á disk og blanda saman við. Hella sósu yfir spaaghettíið og punkturinn yfir I-ið -> hella kartöflusykurbráð yfir sósuna! Ójöah!

Hræra!

Óguðogallirenglarnir!

come to mama 

Eftirréttur! Held ég hafi náð að graðga í mig hálfum líter af ís, megninu af rjómanum og aðeins of mikið af súkkulaðinu. Fólkið mitt hætti að telja ferðirnar eftir fjórar! Blush

Mmmm ís

Svo verð ég bara að skrifta og létta þessu af sál og líkama. Ég er ein af þeim sem getur borðað/drukkið rjóma au natural og étið smjöri beint upp úr dollunni - og líkar það vel!!

Fjúhh - þetta tók næstum á!

Yoga í kvöld - jess!


75 ára Flug Garðar

Afinn minn eldgamli!

Eða jah... eldgamli!

Jú víst, eldgamli! Fékk flug yfir eldgosið sívinsæla að gjöf fyrir árin sín 75 og veislu að kveldi með okkur villisvínunum! Ein, góð, átveisla! Hún innihélt meðal annars mög fagmannlega brotið páskaegg númer 7!

Afanum komið á óvart með flugi á laugardags eftirmiðdegi. Maðurinn heitir Garðar og þótti þessi mynd því sérlega við hæfi þennan örlagaríka ofurdag!

Amman og afinn

Eftir flugið var haldið heim á leið í svakalegt heilgrillað lambalæri, þorskréttinn feikigóða, ömmukökur, páskaegg og almenna fjölskylduhamingju! Nákvæmlega eins og það á að vera! Við látum myndirnar tala í þetta skiptið mín kæru.

Allt er vænt sem vel er græntmelonge

 

 

 

 

 

 

Afi og Sigga Tóta

ofurafmæliseggValdís ánægð með eggið

 

 

 

 

 

berFamelía

 

 

 

 

 

 

 

Helga og Ronja

Hvíla sigEkki að hvíla sig

 

 

 

 

 

 

EldhúsastOfursósa

 

 

 

 

 

 

MMM

mmsalat

 

 

 

 

 

 

mm

mspjall

 

 

 

 

 

 

allt að ske

LilluplássElluNOhm

 

 

 

 

 

 

afmælisafi og afmælisegg

dáið egg

Kjamms kjammsKaramellubomba

 

 

 

 

 

 

DraumatertaHrískökur

 

 

 

 

 

 

Alla brestur eitthvað

...amk blessað páskaeggið!

Til hamingju með árin þín 75 elsku besta afadýr! Joyful


Ossobúkkó og eplakaka

Jahérna hér... fuglarnir eru alveg að verða vitlausir! Ég vaknaði upp í morgun við fuglasöng og þeir hafa ekki hætt síðan - dásamlegt alveg hreint!

Fjölskylduhittingur með meiru. Vel heppnað rennsli, góður matur og ránvalginu (rándýr + átvagl) leyft að reika um sléttur Gúmmulaðihallarinnar án fylgdar. Þvílík dýrð og hamingja. Ég fékk yfirumsjón með eftirréttinum, sem var að sjálfsögðu karamellueplasprengja, á meðan móðir kær lét ossobúkkó malla, kjúkling grillast og nautatungu sjóða!

Sjáið bara hvað ossobúkkóið er svaðalegt!! Þetta var súpa fyrir  324 fílhrausta sjómenn og mikið assgoti var hún hryllilega góð!

Risa ossobúkkópotturSvo gott!

 

 

 

 

 

 

Þessi pottur mun vera þrýstipottur og er mikið þarfaþing mín kæru. Í þetta kvikindi væri hægt að setja steina og þeir myndu koma úr heitapottinum mjúkir sem bráðið smjer! Pabbi þolir ekki gripinn þar sem hann lenti í miklum þrýstipottshremminum sem barn. Sá pottur sprakk með miklum látum og skildi eftir sig verksummerki í marga mánuði á eftir. Fyrsta skipti sem potturinn á myndunum hér að neðan var notaður hélt pabbúla sig í öruggri fjarlægð á meðan mamma notaði sundurtogað herðatré til að hleypa gufunni út... aðfarirnar voru stórkostlegar!

Þrýstipottur að sjóða ossobúkkóketþrýstikvikindi

 

 

 

 

 

 

Kjúllinn fékk að hvíla sig í ofninum og fylgdarlið hans gert reddí. Sykur, rjómi og teitur - þetta bland getur bara ekki klikkað. 

Sykraðar kartöflur - ójá

Gúmmulaðihallarmóðir að sýna mikla snilldarinnar kartöflusnúningstakta!

"Wawoohmm!"

Swoooshh.. Flahhh

 

 

 

 

 

 

Undirbúningur fyrir eplakökumaraþon hafinn.

Byrjunarstig.

Risafat fyrir eplakökusprengjuna

Notuð voru 7 epli í þetta monster. Ég var í miklum skrælipælingum og gat með engu móti skinnflett eplin í einu skræli nema eitt.

Heilt skræl

Ég náði þó að útbúa Barbapabba í nokkur skipti.

Barbapabbaskræl

5 niðurskorin epli, gomma af hnetum, 4 Snickers, ógrynni af kanilsykri og smá púðursykur.

Karamellueplamonster að taka á sig mynd

Púðursykur, smjer, vanilludropar, kanill og sýróp hrært saman í karamellu og tveimur smátt niðurksornum eplum, ásamt hluta af hnetunum, bætt saman við. Ójá - úr þessu verður svaðaleg sósa og gumsinu hellt yfir stærri eplabátana.

Karamella að verða til

Hohooo

Hveiti, sykur og smjergumsi hrært saman og stráð yfir herlegheitin ásamt smá kanilsykri og suðusúkkulaði! Herre guð og allir englarnir! Þetta voru 400 gr. af sykri, 400 gr. af smjöri, 300 gr. af hveiti og 100 gr. af höfrum.

Guðminngóður!

Reddí inn í ofn

Nohm

Hambó á boðstólnum fyrir litla fólkið. Jah... litlu stelpurnar. Við kunnum víst ekki að búa til stráka í þessari fjölskyldu! Nema Dossan komi okkur á óvart núna í næstu viku, hihii!! Get ekki beðið! 

Og jú, Dossan mín á von á litlum Spaghettisen núna í sumar Joyful

Hambós

Veislan eins og hún lagði sig. Leit nú reyndar betur úr án flassins en guð minn góður... þetta var alltaman alveg svaðalegt. Móaflatarkjúllinn! Sósuna vantar inn á myndina - en hún fékk svo sannarlega að vera með.

Móaflatarkjúlli

Ossobúkkóið og Móaflatarkjúllateitur!

Þessi súpa... djísús! Hér tók ég smá pásu á bloggskrifum og stalst í afganga!

Ossobúkkó a la mama

Söltuð nautatunga með piparrótasósu! Mikið, svakalegt gúmmulaði!

Nautatunga og piparrótarsósa

Mér er sama hvað þið segið/haldið - nautatunga er ekkert nema ógeðslega gleðilegt ét! Get svo svarið það. Köld, daginn eftir, ofan á brauð - mmhmm!

Þeir sem ekki vilja borða tungu sökum þess eins að þetta er jú "tunga", þá skuluð þið hugsa ykkur tvisvar um þegar þið eruð að borða rassinn á nautinu eða lærin! Wink Þið eruð að missa af heilmiklu skal ég ykkur segja.

Nautatungubiti

Allir sáttir með átið enda ekki annað hægt.

Afinn og Helga snillingurMJög virðulegar í stólunum

 

 

 

 

 

 

Anna Björg sætamúsAllir að spisa

 

 

 

 

 

 

Valdimar að trodda sérSætulínur og guli kisi

 

 

 

 

 

 

Amma fínalínaEnn setið að áti

 

 

 

 

 

 

EftirátsþreytaHornkerlingar

 

 

 

 

 

 

 greta lind mín

Guli kisi fékk hitakast og hlammaði sér á flísarnar sívinsælu með miklum dunk. Það er eins og hann hafi verið skotinn!

Kisa heitt

Karamellusprengjan alveg að verða til. Bíður sallaróleg og bubblandi eftir að hitta ísinn sem keyptur var með henni.

Karamellusprengja

Come to mama!!

Dossan gat ekki beðið

karamellugleðiDýrið eins og það lagði sig

 

 

 

 

 

 

Mmmhmm

Rjóminn fékk að sjálfsögðu að fylgja með! Það kemur ekkert annað til greina í eftirréttamálum!

Rjómi er gvöðdómlegur

Stórkostlegt kvöld, þau gerast varla betri en þetta mín kæru.

Og bara svo þið vitið af því - þá kláraðist eplakökumonsterið í gærkvöldi! 500 kíló af sykri, smjeri og eplaketi - Mafíósarnir standa alltaf fyrir sínu!


Aftur til fortíðar

Jah.. fortíðar og fortíðar. Aftur til þarsíðasta fimmtudags! Ég steingleymdi að setja færsluna inn, synd og skömm ungfrú Elín! Synd og skömm!!

Hittumst nokkrar skvísur úr vinnunni og gerðum okkur gleðilegan og hamingjusaman dag. Þetta var svaðaleg veisla og ekkert nema dásemdin einar að smjatta á. Inger stóð sig eins og hetja í matarmálum og galdraði fram fjórrétta ofurmáltíð. Risarækjur, humar, kjúlli og fiskibollur.

Allir inn í eldhús

Rækjurnar

 

 

 

 

 

 

Tilbúnar rækjur

Bryndís og IngerSósa með bollum

 

 

 

 

 

 

Fiskibollurnar

Myndavélin alltaf með

Humar og kjúlli

matarborðmatarborð

 

 

 

 

 

 

 

Minn diskur þennan örlagaríka átvaglsdag innihélt eftirfarandi.

Eins og hann lagði sigkjúllinn

 

 

 

 

 

 

Rækjur og bollaLe lobster

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá um eftirréttinn! Jebb - þið vitið það elskurnar. Eplakakan getur bara ekki klikkað!

Með henni var svo ómyndaður ís og... jú, meiri karamellusósa!

Karamellueplakaka

Mmhmm

Epli + karamella

 

 

 

 

 

 

 

Takk kærlega fyrir mig mínar kæru! Þetta var ekkert nema stórkostlega ofurgott og skemmtilegt!


Vitið þið hvað ég er að borða núna?

Jamm...

hnetur, rúslur og ofursúkkulaði

...ákkúrat...

Ofurhumar

nohm mmhmm

 

 

 

 

 

 

 

...ég er hamingjusamt átvagl!


Bolluát og almenn gleði

Gaman að segja frá því að ég átti einusinni afmæli á bolludegi! Hvenær nákvæmlega, man ég ekki alveg, en bollan afmælaðist á bolludegi og þótti gleðilegt.

Góð saga ekki satt?

Þrátt fyrir óþrjótandi ást mína á bollum og bollulegum hlutum þá fór þessi bolludagur fyrir bý. Ég hef ekki verið í miklu bollustuði, þrátt fyrir leynilegt ástarsamband mitt við rjóma, og hef því alfarið sleppt bolluáti þetta árið.

Hef nú samt farið í eitt bollukaffi a-la amma. Ömmubollur eru að sjálfsögðu alltaf stórkostlegastar! Algerlega ölska þær. Ásamt ömmubollum var eitt stykki Valdabrauð á boðstólnum. Jú.. þið eruð að hugsa rétt. Valdi, Dossumaður, á sitt eigið brauð innan fjölskyldunnar! Þetta brauð er líka það vinsælasta í heiminum og klárast jafn hratt og ís í minni návist.

Ömmubollur

Ömmubollur á bolludegi

Valdabrauð 

 

 

 

 

 

Fór annars á nýja veitingastaðinn Tandoori í gær. Það var bara ágætlega svei mér þá hressandi og skemmtilegt. Svolítið dýrara en á Saffran en afskaplega ljúffengt og réttirnir nokkuð vel útlátnir verð ég að segja. Ég fékk mér Tandoori kjúllann. Hann var svaðalega fínn. Tandoori er samt bleikara en allt sem er bleikt, eins og átfélagi minn hafði orð á í gær "Það er alltaf eins og kjúklingurinn sé varalitaður!".

Tandoori

Glæsilega fínt

 

 

 

 

 

 

Vinnan hélt bolludaginn líka hátíðlegan. Ég góndi á nokkrar ofurbollur í hádeginu sem héngu kæruleysislega fyrir ofan alla "hollustuna" og hlógu að gangandi vegfarendum. Biðu eftir því að einhver bugaðist og fengi sér bita með hádegismatnum í staðinn fyrir í eftirrétt. Þið sjáið það sjálf, það eru allir í störukeppni við bollukvikindin!

Æðislegur salatbar

ahh.. bollur að ofan 

 

 

 

 

 

Það voru nokkrir sem stóðust ekki mátið, brustu undan álaginu með miklum óhljóðum og nældu sér í risabollu með kjötbollunum sem voru svo í matinn.

Ofurvinnubollur

Hádegismaturinn minn var svosum samur við sig. Glæsilega fínn og fallegur á að líta.

Svona líka skrautlegur

Er núna að hamsa í mig restina af þessu tandoori ævintýri. Þetta dugði mér í þrjár máltíðir mín kæru. Hádegis-, kvöldmatur og fyrir æfingu snarl!

Ég reyndi eins og ég gat að koma orðinu bolla fyrir í hverri málsgrein. Ég held það hafi næstum því tekist ágætlega. Bolla er orð sem kemst mjög auðveldlega á fyndnuorða listann minn.

Bolla bolla!

Hvað eru margar bollur í því?


Prinsessuþema og svín í teppi

Afmælis og bollumánuður með meiru! Báðar litlu frænkurnar, ásamt átvaglinu, eiga afmæli í þessum mánuði fyrir utan bolludaginn sem fær sjálfkrafa að fylgja með! Stórkostlegt alveg hreint.

Valdís Anna, 4 ára prinsessubarn, hélt upp á daginn sinn í dag.

Valdís litla sæta mús

Veitingarnar voru vægast sagt með eindæmum óskaplega æðislegar! Já takk! Látum myndirnar tala!

Svaðalegt afmælisborð pesto og baguette

ÁvaxtagleðiSvín í teppi

 

 

 

 

 

 

Heitir réttir klikka aldrei 

Pönnsur og kökur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Afmælisborðið sjálft var með flottari prinsessuborðum hérnemegin Alpafjallanna!

PrinsessuborðiðAllt sem er bleikt bleikt

 

 

 

 

 

 

Ofur prinsessukakaOg meira prinsessó

 

 

 

 

 

 

Alltaf hamagangur í eldhúsinu. Allar kerlingar að fikta í einhverju og vesenast með matvæli fram og til baka. Þarna sjáið þið Dossu þjóta framhjá á ljóshraða með bakka fullan af gúmmulaði. Valdi hangir þarna á kanntinum og þykist vera að hjálpa. Hvort hann hafi verið að hjálpa er ekki vitað, en eitthvað var hann þó að vesenast... nappaður við að ræna sér gumsi! Vaaaldi þó!

Allt að skeAllar kerlingarnar samankomnar

 

 

 

 

 

 

Takið eftir, jebb, ákkúrat þarna - sjáið hvað hann gerir á meðan kerlingarnar eru uppteknar við að tala um svín í teppi og karamellukökur!! Sakleysið uppmálað.

Valdi að stelaAhaaa... stelarinn

 

 

 

 

 

 

Sungið fyrir afmælisskvísuna. Hún krullaðist saman í litla kúlu en þótti frekar fínt að fá að blása á kertin og taka þau svo af.

Svolítið feiminAlveg að verða búið.. ennþá svolítið eimin

 

 

 

 

 

 

Má ég taka kertin af núna?Woohooo

 

 

 

 

 

 

Þessum disk gæddi ég mér svo á og jú... þið getið margfaldað þetta með um það bil milljón.

Afmælisdiskur

Æðislega fín veisla! Takk fyrir Dossan og Valdinn og til hamingju með litla sæta dýrið! Ahh... gott, gott ét! Gott, gott fólk.

Pönnsur eru bestar!


Þar sem Spaghettifamelían kemur saman...

...þar er gaman! Og læti.... gamanlæti!

Já. Ég sem hélt að jólaátinu væri lokið! Afgangar og aukagums í matinn hjá Dossunni í kvöld. Ég var þó stillt. Stilltari en ég hefði getað verið. Stilltari en ég átti von á... en ég fékk mér samt ís! Ís er alheilagur "bannað að sleppa" eftirréttur.

Flestallar kerlingarnar í fjölskyldunni saman komnar í eldhúsinu. Það er ekki pláss fyrir þær allar en hverjum er ekki sama um það!

"Hræra í kartöflunum... það þarf einhver að hræra i kartöflunu" - "Ég get það ekki, er að skera laxinn..." - "Mamma, viltu láta þetta eiga sig og setjast niður" - "Kartöflurnar.. einhver" - "Ég held það sé of lítið af jafning" - "Ekki meira af múskati"- "Ertu að nota múskat?!?!?".

Spaghettíkerlingar

Á meðan bíður hinn helmingurinn, sem vit hefur á því að þvælast ekki fyrir inn í eldhúsi, og gónir á imbakassann.

Spaghettirest

Hér er svo veislu-afgangsborðið. Hversu mikinn mat er hægt að gúffa í sig ég bara spyr? Lamb, hamborgarhryggur, tartalettur, lax, laufabrauð, kartöflur, rauðkál, grænmeti... velmegunarmælirinn springur og naflinn stendur út!

Afgangaveisluborð

Mafíósar, tartalettur og lax eru þó æði fín blanda og það er ósjaldan sem slíkt er etið með bestu lyst. Tartalettur a la amma eru að sjálfsögðu ómissandi partur af áti yfir árið.

Tartalettur og auka sósaLe lax

 

 

 

 

 

 

 

Ein lettan slapp þó naumlega við þau örlög að vera étin. Tók klassíska dýfu út úr ofninum, í einn og hálfan hring með áttu og örlitlum snúning, beinustu leið á trýnið. Lét lífið í öllum hamagangnum - átta bandbrjálaðar kerlingar æptu upp yfir sig við dýfuna "Tartalettan... tartalettan er dáin"!

Leiðari tartalettu er þó ekki hægt að finna á þessari jörð held ég. Sjáið bara hvað hún er einmana!

Skafin og kvödd

Leiðasta tartaletta hérnamegin Alpafjalla

 

 

 

 

 

 

 

Ég fékk mér að sjálfsögðu möndlurnar mínar að áti loknu. Þær eru ómissandi.

mandlas

Lillurnar mínar.

Sætar mýs

Loks var piparkökuhúsið tekið fram og það brotið. Valdís Anna fékk heiðurinn af niðurrifinu! Leist ekki vel á blikuna fyrst - hafði miklar áhyggur af því að húsið myndi springa í loft upp.

Brjóta og bramla

Niðurrifi lokið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsið niðurrifið og jólin formlega búin.

Fyrrverandi piparkökuhús

Ahh.. gott kvöld. Mikið gott kvöld.

Úúúúhhh hvað ég hlakka mikið til sumarsins Wink


Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Biscotti er ein af mínum uppáhalds kökum. Hart, crunchy, hnetur, sætt. Æðislegt. Ég hef aldrei "þorað" að baka biscotti. Hélt alltaf að það væri maus og vesen en viti menn, handavinna - allt og sumt. Þetta er æðislegt biscotti. Bragðgott og mjög hart - það þykir mér best.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum1 bolli sykur

1 bolli púðursykur

2 egg, hrærð saman

1/3 bolli smjör

1 tsk vanilludropar

1 tsk möndludropar

1 bolli heilar möndlur. Með hýði eða án.

1 bolli bland af rúslum og dökku súkkulaði. Bá vera annaðhvort, á sleppa, má setja meira af hnetum...

2.5 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 eggjarauðu og 3 - 4 msk vatn til penslunar

Aðferð:

Hita ofn í 180 gráður.

1. Hræra saman smjör, sykur og egg, eitt í einu, þangað til létt og ljóst. Bæta þá við möndlu- og vanilludropum.

2. Sigta saman þurrefnin og bæta út í smjörblönduna ásamt möndlum, súkkulaðibitum og rúslum. Hella deiginu á smjörpappír eða skipta því niður í skálinni. Ég tvöfaldaði minn skammt svo ég hellti öllu á bökunarpappír.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

3. Skipta deiginu í 3 skammta. Forma í hálfgert baguette og koma fallega fyrir á bökunarpappír. Gott að hafa rúmt pláss því þessi snilld tvöfaldast að stærð. Pensla topp með eggjalböndu og strá smá kanilsykri yfir.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

 

 

 

 

 

 

4. Baka í  ofni í 20 mín, eða þangað til fallega brúnt/gyllt og miðjan er nokkuð stíf. Taka út úr ofni, af ofnplötu og kæla lítillega á bökunarpappírnum. Stilla ofn á 150 gráður. Skera kökurnar niður í 1 - 1,5 cm sneiðar, leggja á hliðina og baka í 15 - 20 mín í viðbót og snúa á hina hliðina einusinni í millitíðinni.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínumMöndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum

 

 

 

 

 

 

Taka þá út úr ofni, leyfa að kólna smá og loks kæla alveg á grind. Setja í loftþétt ílát og stelast í af og til. Ef það verður eitthvað eftir. Þessar kökur geymast mjög lengi.

Möndlu biscotti með súkkulaði og rúsínum


Karamella með grófu salti

Enn einn heilsupistillinn. Borðið nokkrar svona og þið lítið út eins og íþróttaálfurinn eftir hátíðarnar!

Eins og allar aðrar karamellur. Búið til ykkar uppáhalds og stráið svo grófu salti yfir í lokin. Það er ekkert nema gott.

Karamella með grófu saltiKaramellur, 90 - 100 stk.

1/4 bolli vatn

1,5 bollar sykur

1/2 bolli sýróp

1 bolli rjómi

5 msk (71 gramm) ósaltað smjör

1 tsk gróft salt

1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:

1. Sjóða saman sykur, sýróp og vatn þangað til bubblur byrja að myndast, halda þá áfram að sjóða þangað til fallega gyllt. Ekki hræra í sykurbráðinni, snúið frekar pottinum og blandið hráefnunum saman þannig.

2. Á meðan setja rjóma, salt og smjör ásamt fræjum úr einni vanillustöng (og stöngin með) í pott og rétt sjóða. Taka þá af hitanum og setja til hliðar. Fjarlægja vanillubelginn!

3. Þegar sykurbráðin er orðin fallega gyllt taka af hitanum og hella rjómablöndunni út í. Getur orðið mikið aksjón í pottinum á þessum tíma, ágætt að fara varlega. Hræra vanilludropunum samanvið með viðarsleif.

4. Setja karamelluna aftur yfir hita. Hérna svindlaði ég og notaði hitamæli. Þegar karamellan var komin upp í 248 Farenheit - sem er í raun stíf karamella, ekki hörð og ekki lin, þá hellti ég blöndunni í smjörpappírslagt fat og leyfði að kólna smá. Inn í ísskáp og út úr ísskáp þegar dýrðin var orðin svo til stíf, stráði með salti og skar í litla bita.

KaramellaKaramella

 

 

 

 

 

 

5. Hún er æðisleg þessi.

Karamella


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband