Færsluflokkur: Millimál
24.5.2011 | 16:26
Hádegisvinnuát og elítufólk
Hádegismaturinn er einn af mínum uppáhalds uppáhalds mötum. Virkilega.
Ég hlakka alltaf til þess að setjast niður með hádegiselítunni minni, stundvíslega kl 10:46, og gúffa í mig risaskammt af salati. Flundurfersku og risastóru... salati.
Stundum með ábót, búbót, sokkabót, þokkabót.
Sokkabót er afskaplega óæskilegt til átu hinsvegar.
Eldhúselítan samanstendur yfirleitt af eldhússkvísunum mínum, Ernu og Þórunni, hnébeygju á Einari H. og Elínu H. Sem ku vera undirrituð.
Já, við borðum hádegismatinn okkar um 11 leitið.
Við hópinn hafa bæst nokkrir valinkunnir einstaklingar yfir mánaðanna rás. Snemmvaknarar og ræktarfrömuðir. Hjólagúbbar og Crossfit brjálæðingar.
Það er gleði.
Mikið sem eldhúskvendin eru nú frábærlega æðislegar samt. Maturinn, í orði, á ekki að byrja fyrr en 11:30. Eins og ég hef áður sagt. Dekur og meira dekur.
Typical ofur hádegismatur a la vinnan!
Fjóólublátt kál.
Núna er hinsvegar margt að gerjast í loftinu og eftir mánuð eða svo kem ég til með að þurfa að fara með mitt eigið ofursalat í vinnuna. Nýju vinnuna. Jebb.
Það verður öðruvísi.
Tilraunir á hádegismatartilraunir ofan í nánustu sumarframtíð... ef sumarið lætur þá sjá sig blessað.
Ég kem til með að sakna elítunnar minnar all svaðalega. Það verður bara að segjast.
Tímarnir framundan eru þó hryllilega spennó og tilhlökkunin allverulega yfirgripsmikil!
Í þessum töluðu...
...epli gúffað í morgunsárið og Hámark um 14:00 leitið í dag.
Saffran í kvöld? Já, það gæti bara vel mögulega verið!
Játningum hérmeð lokið.
Sjáið svo bara hvað amma mín elsku besta bjó til fallega fínt hálsmen handa mér!Öööölsk á það!
Esjan á morgun?
Millimál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2011 | 08:42
Síðasta vika og næstu dagar
Leggjast undir feld.
Stundum er það bara svo notalegt.
Allskonar gleðilegt skemmtilegt búið að ske, fara að ske... að ske.
Ske... furðulegt orð eitt og sér.
Ske... bæði í matarmálum og öðrum málum, líka bollamálum. Því þannig er skemmtilegast að borða graut.
Heilsupressan að komast á fúll swing á nýjan leik, verð með 1 - 2 pistla á viku, nýir grautar, og skyrgums, gefa lífinu lit. Sjáum hvað setur í þeim efnum.
Er annars að borða þessa snilld. Sellerískeið til að moka skyri! Það þarf ekki einusinni að skíta út og skyra skeið. Algerega uppvöskunarfrí átleið!
Af hverju selleríið lítur út eins og víkingur er aðeins á valdi almættisins... að vita!
Mikil er gleðin og átperviskan sem fylgir þessu narti. Þetta sellerí er líka óvenju æðislegt. Ekkert rammt bragð, dísætt... svo sætt að það sætar eiginlega skyrið.
Munið eftir mjúkelsi síðasta pistils? Jebb, ég er enn í sama gírnum. Eins silkimjúkur hafragrautur með bláberjasósu.
Millimál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2011 | 17:33
Gaddfreðið snjallræði!
Nýtum skítakuldann og frystitíðina sem honum fylgir!
- Settu skeið ofan í íþróttatöskuna þína/hafðu ávallt skeið í bílnum.
- Skildu t.d. Hleðsluna þína eftir út í bíl á meðan þú ert að æfa.
- Æfðu... æfðu eins og vindurinn!
- Ekki hlaupa út úr ræktarhúsi í íþrótta-kvartbuxunum þínum (aha... gef sjálfri mér prik hérna)
- I
- Atriði númer 5. er ég... að gefa sjálfri mér prik.
- ÓKEIII
- Þegar út í bíl er komið þá skaltu rífa hleðsluna upp með látum og.... VOILA!
Þú ert með eitt stykki Hleðslu-ís, tilbúinn á kanntinum, handriðinu, skemlinum, hliðarlínunni...
...í bílnum!
Ohm nohm nohm!
Millimál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2010 | 20:40
Við skulum hafa eitt á hreinu
Eitt eða tvennt... jafnvel þrennt.
Við skulum hafa nokkra hluti alveg á glimrandi tæru.
1. Ástæðan fyrir því að ég bloggaði um þennan sérlega myndahitting minn var hreinlega sú, að það "snerti" mig heldur meira en ég hafði átt von á að það myndi gera... ef... á annað borð þetta myndi einhverntíman gerast. Sem það svo á endanum gerði.
Sá sem skilur atriði númer 1 hér að ofan á skilið að fá ís! Ég býð!
2. María, virkilega yndisleg manneskja, sem er framkvæmdastjóri umrædds Sportbars var ekkert nema elskulegheitin þegar hún hringdi í mig í dag og baðst innilegrar afsökunar á þessu tiltekna mynda-atviki og var lítið annað en snögg að taka myndirnar niður. Ég held líka að hún sé búin að finna á mig nýtt nafn. Þegar ég svaraði í símann þá sagði hún:
"Elín? Er þetta Elín? Sem er með matarbloggið, þarna, matargatið? Nei... ég meina átvaglið?"
Það gladdi mig óstjórnlega.
3. Ég vil einnig taka það fram að Sportbarinn góði tilheyrir Sporthúsinu ekki, þó svo Sporthúsið blessað hýsi hann. Það kom ekki nógu vel fram í upprunalegum pistli frá mér.
4. Viðbrögðin sem ég fékk við þessu voru heldur, töluvert, mikið meiri en ég hafði ímyndað mér að þau gætu orðið og þeim sem lögðu orð í belg vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir. Það er alltaf gaman að finna fyrir stuðning og velvild, það er ómetanlegt mín kæru.
5. Öll atriðin 4, hér að ofan, eru algerlega ein og óstudd, komin frá mér. Já takk fyrir og amen jemen!
En við lærum og lifum!
Það kemur dagur eftir þennan dag.
Gangur lífsins.
Óh mig auma.
Allir sáttir??? Hoookay!!
Karvelio æfing dagsins í dag var hreint út sagt... svaðaleg. Handleggirnir á mér skulfu eins og hríslur í vindi. Hressandi gott fólk. Mjög, mjög hressandi! Fannari til ómældrar ánægju og gleði!
Eins og frænka sín, þá kann hann að púsla saman svaðalegu prógrammi! Síðan ég byrjaði á æfingunum hans, þá hefur maginn - miðjan, tekið allsvaðalegum stakkaskiptum og kvikindið er grjóthart! Jasoh!
Strax eftir æfinguna hvarf þessi baukur ofan í ginið á undirritaðri. Hratt og örugglega. Reyndar er þetta ekki nægjanlega mikið af fæðu eftir æfingu eins og í dag, enda eldingaðist ég heim og byrjaði að malla.
Þar sem ég er með grænmetissýki á háu stigi þessa dagana, og fátt sem hróflar meira við mér í matarmálum en ofnbakað grænmeti, varð niðurstaðan eftirfarandi.
Er líka yfir mig ástfangin af þessu graskeri. "Butternut-squash". Eins og sæt kartafla með twisti.
Ég gæti mögulega hafa borðað tvo svona... og kannski mögulega einn stilk af sellerí á meðan ég beið eftir ofnbökuðu gleðihamingjunni.
Ég veit. Ég á ekki neitt eldhúsborð ennþá!
Stólaþing enn við lýði.
Elska líka þessa vigt! Langafi minn var bakari, hvorki meira né minna, og notaði þessa bjútíbombu við bakstur og almennt bakaríis-stúss. Alveg magnað!
Jæja. Loksins. Taka grænmetisdýrðina út úr ofni, þegar áferð og gæði eru að þínu skapi, og bæta út í gumsið eggjahvítukrumpum.
Er að klára eggjahvíturnar mínar. Ekki skamma mig.
Þetta er svo létt og fínt og gott og allt sem eru höfrungar og sæhestar í þessum heimi. Krydda eftir smekk og svo sletti ég smá balsamic/dijon combói yfir í restina.
Þessi mynd er samt sveittari en Aktu-Taktu burger.
18 dagar til jóla gott fólk! Hvað segið þið um það?
*spenningsgleðitramp*
Millimál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.11.2010 | 13:04
Ofuræfingar og annað í stíl
Karvelio æfingarnar eru ekkert nema gleði og eftir fyrsta snúning, þar sem ég hef tekið í hendina á þeim öllum og farin að færa mig upp á skaftið hvað varðar þyngdir og annað, þá eru þær eiginlega bara, jah, núll gleði! Í góðum skilningi þó.
Þessi hérna er t.d. viðbjóður! Muna bara að halda forminu, vera með kviðinn spenntan og ekki sveigju á bakinu - eins og undirrituð á til að gera þegar hún er orðin þreytt!
Sveiþérkerling!
Sprettirnir sem hann lætur mig gera eru líka hræðilegir! Byrja svo sakleysislega en leysast upp í vitleysu og djöfulgangi þar sem óviðráðanlegir útlimir sveiflast í allar áttir. Móð, másandi, hvásandi.
Allskonar boltaköst eiga sér einnig stað sem fá axlir og handleggi til að veina. Þó svo köstin líti krúttaralega út á blaði, þá eiga þau síðasta orðið. Langsamlega síðasta orðið. Svo þarf ég víst að muna að vera "reiðari" eins og meistarinn sjálfur orðaði það!! Helst fleygja boltanum af svo miklu alefli í gólfið að eftir situr hola... gígur, þar sem sem áður var flatlendi og gróin jörð. Ég á það til að vera ægilega góð við sjálfa mig - skömm að segja frá.
Annars er hann með sérlega skemmtilegan og hnitmiðaðan millimálspistil. Hleðslan greip athyglisspanið hjá undirritaðri. Hleðsla og súkk-prótein! Hef ekki reynt á hleðsluna en heyri ekkert nema góða hluti! Það verður því tekið í trýnið eftir æfingu á eftir!
Tilraun vikunnar:
Prófið að vera meðvituð um það hvernig þið beitið ykkur í daglegum athöfnum, eins og t.d. að setja í vélina og taka úr henni aftur, reima skóna, teygja sig upp í skáp eftir kaffibolla ofr.
Var að setja í vélina um daginn og beygja mig ofan í neðri skúffu til að ná í nokkra diska, prófaði að spenna kviðinn og rétta úr bakinu, fann heilmikinn mun á líkamsstöðunni. Nokkuð magnað hvað maður á það til að "beita" sér vitlaust við hin ýmsu verk - ekki það að maður þurfi að líta út eins og grískur guð þegar uppvask á sér stað eða klósettþvottur. Almáttugur.
Þessi sérlega ómerka uppgötvun mín "auðveldaði" verkið að sjálfsögðu ekki á nokkurn hátt, en bara það, að beita sér rétt og nýta æskilega vöðva við tilteknar aðstæður, kenna þeim að nú sé þeirra að taka við, er eitthvað sem ég ætla að reyna að tileinka mér. Vera "meðvituð" um líkamsstöðuna.
Eins og bara það að rétta úr bakinu við tölvuvinnu og ýta öxlunum aftur. Hefur heilmikið að segja.
Hver vill vera hokinn með kryppu um fertugt?
Inte jog!
Millimál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2010 | 14:34
Allskostar ómerkilegt
Matarmál hafa sjaldan eða aldrei verið jafn ómerkilega endurtekin og undanfarnar tvær vikur.
Endurtekin og ómerkileg, já, kannski. En góð engu að síður.
Eggjakökur, ofurgrautar, skyrmall og ávaxtanart hefur einkennt sólarhringinn að auki við hið sívinsæla hádegisát í vinnunni.
Ernan er líka á hvolfi í flutningum, ritgerðarvinnu og Lalla-umsjá. Verkfræðingurinn Jens, ská-eiginmaður og raðari extraordinaire stendur sig prýðilega í niðurrifi og búslóðarumröðun. Munurinn á röðunarhæfileikum tölvunarfræðinga og verkfræðinga er hinsvegar allsvaðalegur. Þið megið geta hvar mitt handverk er að finna. (þó svo umhverfi mynda gefi það mjög bersýnilega til kynna)
Nota annars allan þann frítíma sem ég á til að "redda" því sem þarf að redda því stundum gott fólk, þá þarf maður bara að redda!
Og dedda!
En það er mál í allt annan pistil, með allt öðrum orðaforða og um það bil einum hnakka-massa!
Því þeir dedda er mér sagt... og segja þeir sjálfir.
Dedda.
Systir ömmu var kölluð Dedda! "Fiskiboller Ella mín, komdu og fáðu þér fiskiboller".
Yndisleg manneskja.
Þar sem allskostar ómerkilegheitum mínum verður framlengt til næsta laugardags, þegar árshátíð vinnunnar verður haldin hátíðleg og íbúðaruppsetning vonandi vel á veg komin, þá er þetta miðdegisnartið mitt.
Skyr, ávextir og nokkra hnetur, sumar vel faldar ofan í skyrdollunni. Svona ef þið vilduð vita það.
Ekki jafn spennó og það hljómar, treystið mér. En mikið assgoti var ég spræk!
Vikufrí úr ræktinni og kvendið hresst sem fress-t. Tók alla fyrri æfinguna og kláraði það sem skrokkurinn átti eftir í þeirri seinni.
Annað spennó í fréttum. Mister Karvelio var með "Fyrstur kemur fyrstur fær" leik um daginn. Core masterinn sjálfur, eðalfrændi Röggu Nagla og spekingur mikill!
Fyrstur kemur fyrstur fær... fría fjarþjálfun út Nóvember!!! Haldið þið ekki að átvaglið sísvanga hafi ekki náð að trodda sér í fyrsta sætið af einskærri ofurspennu!
Þetta verður gaman. Þessi strákur... fyrirgefðu, maður, veit vel hvað hann syngur, eins og frænkan. Hlakka geypilega til þess að bæta nýjum æfingum í gagnabankann og hlakka mikið til komandi misþyrminga!
"Standa á annarri hendi, hægra augað lokað á meðan bolta er haldið á lofti með löngutá og magakreppur stundaðar af kappi í bland við armbeygjur og einn frosk!"
Nei ég seginúbarasonna!
Millimál | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2010 | 15:03
Brostu...
...ef þú vildir vera svo væn(n).
Ég er ekkert að skipa þér fyrir... þú þarft ekkert að brosa nema þú viljir það.
Það er bara svo gott fyrir sálartetrið af og til...
...svo ertu að sjálfsögðu að þjálfa andlitsvöðvana! Jájá! Fá massaðar kinnar.
Fallegt!
Hádegismaturinn brosti til mín í dag!
Annars hefur þetta verið einn af þessum "ekkert brjálæðislega matarspennó hingað til" dögum!
Var að spá í að skella í muffins á morgun eða um helgina. Hafra- og heilhveiti berjamuffins! Ég, persónulega og prívat, er ekki mikil muffinskerling. Af hverju, veit ég ekki alveg því muffins eru jú bara minikökur! En það er eitthvað sem heillar mig ekki upp úr skónum. Hef útbúið tvennskonar muffins síðan ég byrjaði að djöflast þetta og þær voru æði! Pistasíu og glúteinlausar-súkkulaði. Sjáum hvað hafra- og heilhveitimuffins gera fyrir sálartetrið. Kannski þær breytist í steypuklumpa sökum hráefna?
Eruð þið ekki fegin að vita þetta? Um mínar sérlegu baksturs fyrirætlanir?
Tók tvennar Stunuæfingar í beit í morgun, 15 mín létt skokk í upphitun, dýnamískar teygjur og svo byrjaði ballið!
Þær voru sveittar og erfiðar og ... meira... erfiðar.
Þeir sem sendu mér póst og höfðu áhyggjur af frostbitna fingrinum, þá hefur hann það fínt greyið. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur lengur.
Eruð þið ekki fegin að vita þetta líka? Er ég ekki góð og nytsamleg upplýsingaveita?
Viljið þið fá að vita hvernig tannburstinn minn er á litinn?
Er þetta ekki stórkostlega mikilvægt umræðuefni?
Takk samt fyrir að hugsa til puttans!
Í þessum skrifuðum orðum er gumsið, á myndinni hér að neðan, að hverfa hægt og rólega upp í ginið á undirritaðri.
Hægt og rólega?
BWAAAAHAHHAAAAAAA.... ahhh... hmmmh... einmitt!
Já... ananasinn er djööðbilaðslega góður!
Sjáið nú hvað þessar elskur eru glæsilega fínar þrátt fyrir vonda birtu og vonda vél!
Og hahh... reif hnetur úr pokanum, í eftirrétt, og flundraði þeim á borðið í eintómri hnetubræði. Lét þær hangsa þar á meðan ég át nokkrar velvaldar beint úr uppsprettunni.
Ég lofa, lofa svo langt sem augað eygir að ég raðaði þeim ekki upp!
Maturinn minn er mjög hamingjusamur í dag!
OSSOBUKKO í kvöldmatinn. OSSOBUKKO OSSOBUKKO!! Jafn mikil er Ossobukko hamingjan og þegar BOLOGNESE lítur dagsins ljós.
Mikið elska ég nautakjöt.
Guð blessi beljur.
Amen
Millimál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2010 | 07:28
Þetta er alltsaman "löglegt"
Hvað? HVAÐ?!!? Hélstu að ég væri að tala um eitthvað krepputengt ofurpólitískt peningaþvættis partýmál?
Nei.. já nei takk!! Smákökur elsku manneskja!
Eitthvað gott, fyllandi, blindfyllandi, heilsusamlegt, gaman að bíta í.
Eitthvað sem áferðarperrinn og bragðlaukagúbbinn geta báðir sammælst um að sé hamingja í þeirra heimi.
Eitthvað sem svalar frænda sykursnúðsins en heldur predikunum íþróttaálfsins í skefjum.
Einfaldar, 5 hráefni. 7 ef þið teljið chia og krydd með.
G'daginn bitar: 15 - 20 stykki
- 3 mjög hræðilega vel þroskaðir bananar
- 1 tsk vanilludropar
- 2 msk olía (ég notaði 1 msk möndlu og 1 msk valhnetu)
- 2 bollar hafrar. Ég notaði græna, gófa, solgryn.
- 1 bolli saxaðar döðlur (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
- 1 msk chiafræ (mulin hörfræ...)
- Dass af kanil og salt eftir smekk
Hita ofn í gráður 175 norðvestur.
Saxa döðlur með handafli... þarf nú varla mikið af því svosum. Þessir hnífar myndu sneiða demanta án þess að blása úr nös!
Ef hnífar væru með nasir að sjálfsögðu.
Gæti líka verið gott að leggja döðlurnar aðeins í bleyti, heitan pott. Mýkja þær eilítið og gera karamelló.
Skræla banana, einn af öðrum. Ég raðaði þeim í aldursröð.
Krumpaður, krumpaðri og herra múmía!
Stappa, með handafli, hræra döðlum smanvið ásmt vanilludropum og olíu.
Þarna smakkaði ég að sjálfsögðu og bætti saltinu út í.
Hella svo höfrum, kanil og chia í blauta gumsið.
RÖRA
Hér bætti ég smá meira salti við.
Setja til hliðar og geyma í 10 - 15 mínútur. Rétt til að leyfa höfrunum að bindast sáttarböndum!
Á meðan er sérlega sniðugt að útbúa sér smávegis roastbeef - spínatsalat. Bara svo þú drepist ekki úr hungri skilurðu.
Skera spínat, henda í skál. Rífa niður roastbeef, henda í skál.
Helst sömu skál en sitt sýnist hverjum.
Hræra.
Útbúa dressingu úr t.d. balsamic ediki, dijon, smá hunangi + sítrónusafa, 1/4 úr teskeið af valhnetuolíu (gefur mikið bragð, þarft ekki meira), dropi worcestershire og hella yfir gumsið.
Grípa hnetur, því þú átt ekki furuhnetur eða sólblómafræ - sem hefði verið geggjað að salta/rista og strá yfir...
...EN...
...saxa hnetur í smátt og stráir yfir salatið.
Kíkja á deigið.
Svo á salatið.
Aftur á deigið. Jebb, enn á sínum stað!
Borða svo salatið!
Eftir að hafa graðgað í þig roastbeefgleðinni, þvegið þér um hendur og gengið frá öllu óþarfa dralli, skúbbar þú í nokkrar vænar hafrakúlur úr biðstofudeiginu!
Já... það er hægt að borða deigið allsbert og óbakað. Þið getið líka alveg gert ráð fyrir því að nokkrar kúlur hafi horfið upp í ginið á mér á meðan upprúllun stóð! Væri geggjað að hræra þetta svona óbakað út í skyr!
Mmmhhhh!
KUGLER - raða á spamaðan bökunarpappír sem lagður hefur verið yfir sérlega ofnskúffu og inn í ofn í 15 - 20 mínútur.
Og svo, til að halda höndunum uppteknum, því þú vilt ekki éta restina af deiginu, þá útbýrðu próteinstangir úr því hráefni sem eftir er á meðan gleðisprengjurnar bakast.
Amk fyrra hollið.
Bara tvær döðlur því ég át eina! Óvart.
Hendurnar ekki byrjaðar að vinna og stundum þá vinna þær algerlega sjálfstætt.
Note to self: Þegar þú ert að matarblogga, mundu að þrífa alltaf vel undan nöglunum á þér! Og ég lofa, þetta eru deigleifar - ekki mold eða kusk eða eitthvað hræðilegt eins og hor!
Stappa banana og setja í skál ásamt söxuðum döðlum og vanilludropum. Hræra saman og setja til hliðar.
Setja 3 skúbbur prótein í skál (skiptir litlu hvurslags prótein, hreint er best) ásamt kakó, kanil, höfrum og chia.
Þið ráðið hvernig þið bragðbætið, ég treyst'ykkur!
Bæta svo bananagumsi útí, hræra og fylla upp í með vatni þangað til úr verður klístrug, meðfærileg, karamellukúla. Held ég hafi sett 2 msk vatn.
Verður mjög erfitt að hræra deigið á ákveðnum tímapunkti, þannig á það að vera.
Móta og kókosa! Betra að kókosa eða hneta eða umlykja einhverju því gumsið er jú mjög klístrað!
Henda svo í box og beint inn í frysti til átu seinnameir!
Hambó, konfektkúlur og próteinstykki! Svona um það bil!
Snúdda sér svo aftur að G'daginn bitunum, eftir bakstur, og módelast svolítið með þá!
Þú ert köttur.... api... sólstóll!
Nota bene mín kæru. Bananahafrakökugums sem þetta verða aldrei nokkurntíman eins og knúsaðar kramkökur. Þær eru mjúkar að utan sem innan. Þessar eru reyndar "djúsí" að innan sem er geggjað og bragðið er æði! Chia eru gleðibombur!
Þið getið svo að sjálfsögðu bætt út í deigið hnetum, öðru kryddi, Néscafi.... ég treyst'ykkur... aftur!
Allt er þegar þrennt er og þetta tók mig 40 mínútur frá byrjun til enda.
Ég var hinsvegar 1,5 klukkustund að henda þessum pistli inn! Magnað.
Þið megið svo geta einusinni hvað ég er að fá mér í morgunmat núna!
Ég lýg ekki - þetta er eins og að borða karamellu!
Yfir og út!
Millimál | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.9.2010 | 14:36
Þrjár víddir í 618
Þar hafið þið það.
618 pistlar sem ég hef pistlað inn á þetta blogg frá upphafi. Hvað eru margir stafir í því?
Ætla að leggjast í skipulagsvinnu við tækifæri og flokka hvern pistil niður í flokk "Hafragrautur, eftir æfingu, fyrir æfingu, interval....".
Vonda við þetta er að ég þarf að fara fram og til baka í kerfinu, fæ ekki alla pistla upp á einfaldan og krúttaralega hátt. Sem er hálfgert rassgat...
...já, ég sagði rassgat!
(_I_)
En gaman að brjóta pistlagreyin aðeins niður. Sjáum hvort mér endist ævin í þetta.
Ágætis át var þó að eiga sér stað rétt í þessu.
Heyyyy! Ekkert svona...
...ég sagði að það hefði verið að eiga sér stað!
Kanilte í svínabolla! Það er enn að eiga sér stað!
Bjútíbombur til að bæta þriðju víddinni í eftirmiðdagsátið.
Þær áttu sér líka stað fyrir stuttu síðan.
Fiskur í kvöld. Fiskiprins-fiskur. Það er gleðin einar.
Millimál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2010 | 15:02
Eftirmiðdagurinn í mynd
Fjórða át-/-blogg dagsins!
Ekki verða brjáluð. Já, þetta eru eggjahvítur og nei, ég borða þær ekki af illri nauðsyn.
Ég hef sagt það áður - mér þykja eggjahvítur einfaldlega ofurgóðar og skemmtilegar að bíta í... eins bragðlausar og þær eru nú!
Prótein og fita. Prótein og fita.
Góð fita.
Mikið elska ég hnetur.
Ein til tvær máltíðir eftir. Fer eftir skapi og átvaglsstuðli eftir kvöldmat!
Millimál | Breytt 24.9.2010 kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)