Glútenlausar súkkulaði muffins

Hér kemur þá uppskriftin af muffins kökunum sem ég bjó til í fyrradag! Versogú!

Sigga Hrönn leyfði mér að heyra um daginn hvernig hennar útgáfa af Hafra og möndlukökunum hefði tekist. Alltaf svo gaman að fá innsýn í það hvernig fólk gerir uppskriftir að sínum eigin eftir smag og behag. Þannig lærir maður mest og prófar sig áfram. Hún tiltekur í kommentinu sínu að hún noti hirsi þar sem það er minna glúten í því en höfrum. Þá varð ég svolítið forvitin og ákvað að skella í glútenfríar muffins. Að sjálfsögðu lagðist ég í net-víking og fann nokkrar sniðugar uppskriftir og gúllaði loks saman í þessa.

Glútenlausar súkkulaði muffins - 12 litlar muffins

Glúteinlausar súkkulaði muffinsHita ofn í 180 gráður.

1/4 bolli mjög fínt malað kókosmjöl

1/4 bolli kakóduft

1/4 tsk salt

1/2 tsk matarsódi

3 egg

1/4 bolli olía

1/4 bolli hunang eða t.d. agave. Ég notaði hunang.

6 ferskar, stappaðar döðlur. Mætti líka sleppa döðlum og bæta öðrum skammti af hunangi í staðinn eða öðrum sætara.

1 tappi vanilludropar

Aðferð:

1. Í skál, blanda saman kókosmjöli, kakódufti, salti og matarsóda.

2. Í annarri skál, blanda saman eggjum, olíu, hunangi, döðlum og vanilludropum.

3. Blanda þurrefnum saman við 'blautefni' og blanda mjög vel. Blandan er mjög þunn.

4. Setja í bökunarform. Ég setti bréfform ofan í álformin.

Glúteinlausar súkkulaði muffins

5. Baka í 20 - 22 mínútur. Ég var með mínar inn í 20 mínútur.

Glúteinlausar súkkulaði muffins

6. Kæla og njóóta. Má líka spisa heitar.

Glúteinlausar súkkulaði muffins

Niðurstaða:

Æææðislegar. Fluffy, mjúkar og kókosbragðið kemur skemmtilega fram í hverjum bita. Mikið súkkulaðibragð, en ekki svo að það yfirgnæfi og eigni sér muffinsið! Það heyrist líka muffins hljóð þegar bitið er í þær. Ohh, gaman þegar vel tekst til. Vinnufólkið mitt andaði þeim líka að sér sem segir mér að þær hafi verið góðar Grin

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

Bæta kannski ofan á þær súkkulaðibitum, jafnvel einhverju krumsi út í deigið. En það er líklegt að það leki niður á botn þar sem deigið er mjög þunnt. Annars þyrfti ekki að fiffa þær neitt til. Held það væri nóg að setja eitthvað gott "krem" ofan á þær.

Verður eitthvað næsta skipti?

Það verður næsta skipti. Það held ég nú! Sjáið þið bara myndina hér að neðan... gætu þær verið flottari? Cool

Glúteinlausar súkkulaði muffins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla...mjög fagmannslegt allt saman..bakstur og myndir.

Hungradur (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband