Færsluflokkur: Fyrir æfingu

Glúteinlausar bananapönnsur

Af hverju glúteinlausar? Jah, af því þær eru það og titillinn "bananapönnsur" var eitthvað svo einmana?

Búin að vera að hugsa endalaust um Paleo, uppskriftir tengdar því og fleira í þeim dúr. Búin að prófa núna í 2 vikur að sleppa graut fyrir t.d. lyftingar, þungar æfingar, og hef fundið ágætis staðgengil.

Þó svo staðgengill fyrir graut mun aldrei standa undir væntingum! Onei! En ég verð amk ekki glorsoltin á æfingu og held dampi assgoti vel allan tímann. Það hlýtur því að teljast jákvætt.

Einfaldara verður gumsið þó ekki og ég veit, innst inni í mínu sérlega hjarta, að einhver, einhversaðar hefur gert slíkt hið sama.

Haldið niðrí ykkur andanum. Spennan er þvílík og slík!! 

*anda inn*

Aðferð:

Eitt egg, banani, vanilludropar, smá salt, kanill, hræra, örbylgja eða steikja á pönnu.

Búið.

*anda út*

Sko, sagði ykkur það.

Banana Soufflé - búðingur - fluff - ?

Bananashoufflé

Kanill, smásalt, kanill og vanilló.

Smá meiri kanill.

Kanill?

Bananasoufflé

Stappa, hræra, stapa, hræra... stappa... og örbylgja eins lengi og ykkur lystir.

Bananasoufflé

Æhj... greyið grámann.

Lítur ekkert stórkostlega út, ég veit. Bananar og kanill = ófagurt myndefni. En, en... þið munið og vitið. Útlitið segir ekki allt og aldrei að dæma fyrr en þið prófið sjálf!!

Bananasoufflé

Smá djúsí í miðjuna - hægt að örbylgja lengur að sjálfsögðu.

Nokkrir stærri bananabitar fela sig í gleðinni.

Bananasoufflé

KANILL

Bananasoufflé

Smávegis pönnsufílingur, smávegis búðingafílingur, smávegis fluff....

...nohm.

Bananasoufflé biti

Banana pönnsur, já takk!

Þennan kost kýst ég þó frekar. Þegar ég hef tíma/nennu, því þær eru dásamlegar til átu glænýjar og heitar, beint af pönnunni! Ójá! Taka ekki langan tíma. Ég lofa.

5 mín frá byrjun til enda.

Sömu hráefni, önnur eldunaraðferð. Hérna nota ég líka töfrasprotann og hræri þetta í bananabitalaust muss og fleyti svo ofan af gumsinu froðunni sem myndast.

Notaði 2 egg, banana, vanillu, kanil og píínkulítið af salti.

Bananapönnsur

PAM-a pönnudýrið eilítið áður en bakstur hefst.

Steikja, snúdda, steikja!

paam

VOILA

Glúteinlaus bananapönnsa

GUUUULLFALLEGAFÍN!

MUAAHAHAAAAAAAA

Glúteinlaus bananapönnsa

Nei, ekki nákvæmlega alveg eins og venjulegar ofurpönnsur... að sjálfsögðu ekki.

En skrambi nálægt. Ha... skraaambi nálægt.

Svolítið "blautar", ef svo má að orði komast. Mætti kannski bæta við einu eggi og steikja örlítið lengur.

(nohoom * π)

Glúteinlaus bananapönnsa upprúlluð

Glúteinlaus bananapönnsa

Ég náði að stúta hinni sem ég bjó til.

Bókstaflega.

Glúteinlaus bananapönnsa dáin

Pönnsurnar vinna.

Þær vinna nú yfirleitt alltaf. Svo eru þær líka ekkert nema gleðin einar til átu. Bara það að rúlla flatneskjunni upp (kannski með smá ávöxtum innvortis, skyri, chiafræum, múslí....) og bíta í. Elsku bestu, það gerir átið ennú skemmtilegra. Ég segi'ða satt. Þetta er allt andlegt, get svoleiðig guðmundssvarið fyrir það.

Átvaglið sér frammá mömmupönnsuát og tryllist af græðgisgleði við tilhugsunina, og fyrsta bitann, þó svo umræddur biti sé ljósárum frá fyrrnefndri pönnsudýrð.

Magnað.

Bananahamingja og dásemdarát gott fólk.

Farin út að hjóla áður en ég lendi í ræktarhúsi að refsa handleggjaspírunum.

Og já, ef þið eruð forvitin, þá var pönnsan rétt í þessu með eindæmum mikill brillíans! 1 Egg, 1/2 banani, slat, kanill, vanilla, blanda og stappa rest af banana þar ofaná. Já ójá.

Glúteinlaus bananapönnsa

Glúteinlaus bananapönnsa með banana/skyri/rúslum og múslí

Holy mama

Rúlla upp.

Glúteinlaus bananapönnsa

Borða!

Glúteinlaus bananapönnsa

Adios.


Inn með trefjar, út með sykur

Amk ákveðna tegund af sykri! 

Ég varð fyrir svolitlu áfalli í gær.

Sparki í rassinn, vitundarhugljómunarofursjokki.

Þetta er eitthvað sem ég vissi alveg. Eitthvað sem flestallir vita en hugsa kannski ekki svo mikið út í.

1 kókdós = 1 bjórdós

Fyrir utan vímuna

Og við gefum börnunum okkar kók! Angry

Frúktósi, high fructose corn syrup. Eitur fyrir skrokkinn. Ég er seld. Búið að troða þessu í allan fjandann, afsakið orðbragðið. Brauð, gosdrykki, ávaxtasafa, barnamat (þurrmat)... barnamat gott fólk!!! Slekkur á leptíninu sem segir þér að þú sért saddur, sem þýðir að þú troddar óumflýjanlega meira þrátt fyrir að skrokkurinn sé löngu búinn að fá nóg. Jafn mikið eitur og alkóhól.

Sugar, the bitter truth fyrir þá sem hafa áhuga!

1, 2 og 3 mín kæru. Núna er tími til kominn að lesa vel á pakkningar, baka brauðin sín sjálfur og borða það sem móðir jörð hefur upp á að bjóða. Paleo matarræði, það sem hellisbúarnir settu ofan í sig. Grænmeti, ávextir, hnetur, kjöt. Trefjar og aftur trefjar. Lykilinn að góðri heilsu gott fólk.

Dramatík dagsins hérmeð lokið.

Þar sem undirrituð var svoleiðis uppfull af andlegri biturð og frúktósagremju, sá trefjaljósið margfalt, hélt dýrið uppá þessa vitrun með risaskál af iGraut skreyttum bláberjum, kanil og smávegis kaffisparki.

Góður dl. hafrar, 150 gr. eggjahvítur, 1/2 banani, vatn, örbylgja.

Einn einfladur með banana, bláberjum, kanil og kaffi

Kanill, kaffi, salt.

Einn einfladur með banana, bláberjum, kanil og kaffi

Bláber, ísskápur, einfalt, gott, skeranlegt, ákkúrat, fínt... og framvegis.

Myndataka fóru hálfpartinn út og á ská sökum morgunkulda. Græðgin var ívið sterk þegar augnlokin opnuðust, með smá ískri - það var frekar truflandi, og þegar andinn er slíkur eyðum við ekki 10 sek í að klæða okkur í almennilegar brækur.

skítakuldi, vondar brækur

Sokkarnir voru eina flíkin sem var í stíl við morgunkuldann.

gúmfeysokkar

Fór svo út að hjóla stundvíslega kl: 5:30. Tæklaði ræktina kl: 06:00, þar sem brjósti og baki var stútað, gúllaði Hleðslu á slaginu 06:58, beint upp á fákinn aftur og brunaði í vinnuna. 

Morgunkaffið yfirstaðið og núna er ég að súpa kanilte. Ahhhh!

Ég held ég þurfi, með sorg í hjarta, að endurskoða Torani neysluna gott fólk. Sykurlaust sýróp, það hlýtur að vera maðkur í mysunni...

...eða frúktósi.


Sárar kinnar

Mikið sem rassinn fær nú stundum að kenna á því blessaður. Hnébeygjur. Móðir allra lappa-, rassa ofuræfinga.

Æji hvað ég ölska svona æfingar. Hnébeygjur, réttstöðulyftur, framstig, planka, upphífur og vabeha.

Fæturnir hafa samt verið kátari. Það vottar fyrir töluverðum skjálfta og ég veit, ég veit jafn vel og ég elska það að borða graut, hvað harðsperrurnar á morgun eiga eftir að stuðla að hægagangi, uppsetu erfiðleikum og kvíðahnút í maga í hvert sinn sem ég fer á klósettið!

Já, ég sagði það. Sjáið fegurðina nú fyrir ykkur!

Ef ég væri partur af hóp, sem af einhverjum ástæðum væri verið að elta af ljóni... því hver veit, kannski... kemur ljón... þú veist, vappandi inn í vinnu á morgun... þá væri ég bestaðasti besti vinur allra í hópnum.

Grautur fyrir æfingu í morgun. Klassíski óbrigðuli, ekki svo fallegi, með kanil-, kakó og kaffiblöndu ásamt dass af Engilbert.

Klassískur eggjó með kanil, kakó og kaffi

HRÆRA

Klassískur eggjó með kanil, kakó og kaffi

Hámark eftir æfingu, sökum óundirbúnings, og beint upp í vinnu í einn kaffi. Við mér blasti fjall af vínberjum. Bókstaflega. Þvílíka berjahrúgu hef ég ekki augum litið í langan tíma. Hún var svo stórkostleg að ég þurfti að festa hana á mynd!

Núna, þegar ég hugsa til baka, er ég ekki alveg viss um af hverju mér þótti þetta svona stórkostlega magnað og yfirskilvitslega æðislegt.

Eftiræfingumóða? Double rainbow syndrome?

Vinberjahrúga

Ahhh!

Fyrsti kaffibolli dagsins... með Everestvínber í baksýn. Ég segi ykkur það, kaffi númer eitt er svoleiðis hamingja og gleði fyrir öll skilningarvit. Mikið sem ég elska ákkúrat þetta móment á morgnana.

Fyrsti bolli dagsins

Hey! 

Munið þið eftir því þegar ég flutti síðast? Hvernig ég flutti síðast?

Ef ekki... þá er hér upprifjun!

ofurtroðinn bíll af allskonar ofurtroðsludóti

Ég endurtók leikinn í gær!

Fékk Bankann lánaðan á nýjan leik.

Hér er fagröðunarmanneskja á ferð. Fagmanneskja... með meiru!

Fagmanneskja segi ég!

AMT ofurtroðinn að nýju

BIBLÍAN GOTT FÓLK!

BIBLÍAN

Ef ykkur vantar að flytja eitthvað þá tek 250 kall á tímann, 150 kall ef eitthvað:

  • rispast
  • brotnar
  • bráðnar
  • hverfur

Ég er enn netlaus.

Bú á það!


Ég græt af gleði

"Af hverju?" gætir þú spurt sjálfa(n) þig.

Af hverju?

Hví?

Jah. Það er pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég fékk á Ruby Tuesday í gær.

Kjúklingasalat á Ruby

Pottþétt ekki út af þessu kjúklingasalati sem ég bað sérstaklega um að allt meðlæti, með læti, yrði sett í lítil krúttaraleg ílát svo það væri nú ekki að flækjast fyrir mér, eins og hræðilega illa steikta beikonið og sósan sem var sætari er allt sem er sætt sætt.

Pottþétt ekki út af þessu yndislega fjalli af pekanhnetum sem stóð ekki neinstaðar á matseðli að búið væri að sykra.

Sem er svosum ekki alslæmt. Eða... ekkert slæmt. 

Enda át ég þær. 

Ekki allar.

Næstum allar.

Af hverju sykra fullkomlega æðislegar ristaðar pekanhnetur? Pfff!

sykraðar pecan - sviiiindl

Ég gæti mögulega hafa grátið af gleði eftir að hafa útbúið þetta listaverk úr salatafgöngum ásamt dyggri aðstoð frá Sölva. Hann lét af hendi tvær fröllur í gjörninginn.

We call him Bob.

bannað að leika með matinn

Mögulega... grátið. 

Svei þér kerlingarálka. Bannað að leika með matinn. Hvernig varstu alin upp? Áttu heima í helli? Hvað ertu gömul?

  1. Ég var alin upp af eðal hrossabjúgum takk. 
  2. Ég á heima í Gúmmulaðihelli já.
  3. Ég er 26 ára. Verð 27 ára eftir tæpan mánuð.

Gráta af gleði?

Ég grét þó pottþétt af gleði um 5 leitið í morgun. Þegar ég opnaði ísskápinn og sá...

Einn einfaldur kaffi

... EINN, EINFALDAN, 'búinn til kvöldinu áður-KAFFI'! Óguð!!!

Dustaður með kanil, kakó og jú, smá meira kaffi.

Einn einfaldur kaffi

Sjáið... það er hægt að sker'ann! Gamli áferðaglaði vin!

Það gæti mögulega hafa slæðst skyr með í fyrstu 5 bitunum. Dæmi hver fyrir sig.

Einn einfaldur kaffi - skorinn

nohm nohm *grát* nohm  *grát*

OG

Nýtt Karvelio plan í næstu viku!!! Hihiiiii.... *grát*


Kryddaður tegrautur

Gúddei lúvlís!

Fætur tolleraðar eftir 93 mínútur en þangað til - grautarhjal.

Vinnan býður upp á svo suddalega ávanabindandi Yogi Te. Ég fjárfesti því í einni pakningu um daginn.

Cinnamon spice... að sjálfsögðu.

Mjög gleðilegt te

Hvað annað?

Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að ég væri 70% kanill, 10% Nóakropp, 5% rjómi, 2% ís og restin hafrar!

En ég veit betur.

Við skulum því hætta þessari vitleysu og snúa okkur að alvarlegri málum eins naflakuski og sápukúlum!

Fyrir utan það, að ef ég væri í raun samsett úr þessari upptalningu minni af hráefnum, væri ég að öllum líkindum einhvurslags piparkaka.

En aftur... þá veit ég betur.

Sem guðs... betur... fer.

Það er svosum ágætt. Væri ég piparkaka ætti ég eflaust erfitt með að narta ekki í sjálfa mig. Sem ætla mætti að væri afskaplega ánægjulega pínleg lífsreynsla?!?!?

...

Klukkan er 4:30. Viljið þið gera svo vel og gefa mér séns hérna!

35 gr. hafrar í skál, tevatn þar yfir og örbylgja.

Þið kunnið þetta.

Tók hinsvegar tepokann og reif hann í öreyndir í einskæru grautaræði!!! Bætti öllu hans innihaldi við elskulega hafrana áður en eggjahvítur komu við sögu.

Rifinn teposi

Dáinn teposi

Eftir eggjahvítur (150 gr) og hræring fékk þetta glæzta Anískrydd að vera með. Sjáið barasta hvað það er nú vel af guði gert.

Lakkrísblóm!

(Hann hefur hinsvegar ekki verið að vanda sig þegar hann bjó til Steinbít og tær, en það er önnur saga)

Anís er gleðisprengja

Anísblomst

Inn í örbylgju þangað til grauturinn er að þínu skapi. Ég kryddaði þennan svo með kanil, engifer og negul ásamt torani, vanilludropum og smá salti.

Bætti líka einu Anísblómi við til málamynda eftir kryddun, hrærun og nokkur fleiri -un.

Anísló

Svolítið eins og það sé könguló í grautnum mínum.

eitt einmana Anís í tegraut

Kom gumsinu loks fyrir inn í ísskáp.

Hvílir sig þarna í sátt og samlyndi við hlið le Gúrken.

Grauturinn til og átvaglið bíður

Og núna gott fólk... 8 tímum seinna, er ég að borða þessa endemis snilld!

Byrjaði á því að veiða.

Anís veiddur uppúr tegrautnum

Enn aðeins of "blautur" fyrir minn smekk.

Kryddaður tegrautur

Örbylgjaði hann því örlítið áður en át hófst. 

Þetta er gleðilega skemmtileg tilbreyting þó svo ég finni kannski ekki stórkostlega fyrir Te-inu sjálfu. En það er þarna, ójá. Kryddin koma líka með skemmtilegt spark og eftirbragðið tileinka ég anís og engifer - þessi grautarskál kætir mig óstjórnlega. Eins og nafna mín sagði - kryddkökufílíngur!

Eina sem mögulega truflar mig er blessað innihaldið úr tepokanum.

Gott á þig Elín! Rífa pokann svona eins og bestía.

Engir mannasiðir.

Yfir og út!


Fyrir æfingu

Dagurinn í dag verður tileinkaður smápistlum!

Eftir hvert ét kemur mynd og með því!

Núna er ég t.d. að háma í mig kaffigraut fyrir æfingu.

Hann er svo hræðilega ógeðslegur á að líta að ég set hér inn mynd af frænda hans sem lítur töluvert betur út, flasslaus og sumarlegur.

Kaffigrautur með heslihnetusýrópi og kanil

Treystið mér, þið viljið ekki sjá grautinn sem ég er að borða ákkúrat núna! !

GetLost 

Ok...

...allt í lagi.

Þið báðuð um þetta...

...næstum! 

Hér kemur smá... agnarsmátt, pínkulítið, örpínkuponsulítiðponsað brotabrot af honum!

Hræðilegur kaffigrautur 

Meira að segja ég þarf eiginlega að borða hann með lokuð augun sökum pípandi ógirnileika... en góður er hann! Mmmm..

Tæplega dl hafrar, 160 gr. eggjahvítur, dass af vatni og örbylgja. Bæta svo út í þetta salti, vanilludropum, sykurlausu Torani sýrópi, Nescafé og kanil eftir smekk.

Ég setti líka smá kakóduft og hóólí mama!

Sjáums í prótein núðlum á eftir!


Alveg að koma ágúst, alveg að koma j...

Ótrúlegt alveg hreint hvað tíminn er fljótur að líða. Sumarið er að verða búið... næstum.

Svolítið dramatískt að titla það búið þegar ágúst er vart byrjaður en jú, alveg að verða búið.

Þið vitið samt hvað gerist þá! Hihiiii.... ég ætla ekki að segja það en mig langar. Næsta tilhlökkunarefni í öllu sínu önaðslega veldi. Það inniheldur endur, fyllingu, Lilla Au, feita skeggjaða menn í rauðum fötum, bakstur!

Jú víst ég er byrjuð að hugsa um þetta og hlakka til! Og jú víst, það er fullkomlega leyfilegt. Hálfs árs reglan er við líði hér! Tók gildi núna í byrjun júlí svo ég er algerlega löglega þenkjandi!

Að öðrum efnum! Æfingamatur!

Eggjahvítur, grjón og grænt

Auka grjón

Afslappelsi og andlegur undirbúningur fyrir morgundaginn! Nýr Spaghettisen á leiðinni Grin


Át um át á-fram

Má ég kynna

Hádegis Hrefnu...

Hrefna síðan í gær

...Ólíver og kotasælu...

meðlæti

...tómata...

tómatas

...og graskersfræ!

Góð eru graskersfræ

Ekki gleyma forðunni!

Froðupartý

Foamy goodness!

Mmm

Fyrir æfingu kjúllasamlokuofureðalfínt!

kjúllasamloka

Maður sveltur ekki. Svo mikið er víst.


Munið eftir tónlistinni!!

Ég var í miklu stuði í morgun! Tók rassatækið föstum tökum og spólaði svoleiðis að það ískraði í græjunni!

Ef þið púslið músíkinni saman við rétta skapið, og gerð af æfingu, getið þið garanterað að æfingin verður svaðaleg! Ekki það að ég þurfi að segja ykkur það - ég var bara að enduruppgötva iPod stemninguna og réttulagavalið -> verandi mín uppáhalds ofurlög.

Þvílík dásemd!

Þetta var ekkert nema hrænræktuð morgungleði. Ég átti í mestu erfiðleikum með að dansa ekki og dilla mér! Hér er brotabrot af hamingjunni sem dundi í eyrum átvaglsins!

 

Þetta gæti svo mögulega verið máltíð fyrir æfingu!

Innpakkað gómsæti

Gumsið gæti mögulega innihaldið eggjahvítur! Ullandi eggjahvíta

Ég gæti mögulega hafa bitið í kvekendið áður en ég pakkaði því inn.

Chomp

Njótið dagsins Smile


Átök að morgni, eðalgrautur og karamellusamloka

Langt síðan ég tók morgunæfingu! Hressandi, bætandi, kætandi verð ég að segja. Vaknaði ofureldspræk klukkan 05:00 við fuglasöng og bláan himinn, sumarið hinumegin við Esjuna! Nýtt eldgos, eggjahvítugrautur að bíða eftir mér inn í ísskáp! Þetta er ekkert nema æðislegt!

Bjó sumsé til eggjahvítugraut í gærkveldi í tilefni snemmvöknuðar (söknuðar?) - ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hann var geypilega stórkostlegur áferðarlega séð!!!! Homygod! Ætla að endurtaka þessa dýrð á morgun og sjá hvort ég nái áferðinni ekki eins - ef svo er, þá kemur skref fyrir skref færsla mín kæru! Verðið þó að afsaka óskýrar ógirnó myndir. Veður þó varla meira "raunverulegt" en þetta - svona sé ég á morgnana þegar ég er enn hálf sofandi!

Eggjahvítugrautur og kanill með berjum

Hræra!

Eggjahvítugrautur og kanill með berjum

Hann var eins og þykkur búðingur. Mjög þykkur. Kannski salat eða kartöflumús... Einhvernveginn blönduðust hafrar og hvítur svo vel saman að hafrarnir hálfpartinn "eyddust" upp. Fann ekkert fyrir þeim. Límkenndur en samt ekki gooey! Geggjað! Hefði getað rekið ofan í kvekendið hníf og smurt á brauð!

Maukgrautur

Eftir æfingu samlokan gleður mitt auma glycogen hungraða hjarta með eindæmum!

HINSVEGAR - já, það er hinsvegar - þá komst ég að þeirri hryllilegu staðreynd þegar ég hafði rifið samlokuna mína upp með svo miklu offorsi að álpappírinn bráðnaði, að ég hafði gleymt myndavélinni í bílnum!!! Óguð! Þarna stóð ég í búningsklefanum eftir átökin og starði á gersemina í sundurtættum álpappírnum með tárin í augnum. Matarbloggari vs. ræktarfíkill. Hvor ræður? Svona getur verið erfitt að blogga um matinn sinn, samviskan vildi ekki leyfa át með tilhlaupi og ræktarsjúklingurinn vildi ekki bíða. Gamla lét þó vaða. Para pínu. Eins og sönnum nartara og pillsjúkling sæmir át ég "skorpuna" og lét miðjuna eiga sig þangað til myndavél var við hönd!

Prótein samloka ;)

Nörtuð eftiræfingusamloka

Það tók meira á að bíða eftir því að borða þetta heldur en átökin sjálf! En homnom hvað hún var góð. Poppkexið var orðin svolítið mjúkt, þar sem ég púslaði þessu saman í gærkveldi, og af því að ég blandaði próteinið þykkara en steypu þá var þetta eins og að borða karamellu!

Mmmmiðjan

Mmmmmiiiiðjan!

Karamellukennt

Ohhhhhh.... bara einn biti eftir!

Einn ofurbiti eftir

Nú þarf undirrituð að fara að útbúa LISTANN! Listi sem verður til við hverja reisu erlendis. Enginn listi er eins enda allir sniðnir að þörfum ferðarinnar. Þessi listi mun t.d. innihalda atriði eins og:

  • Flugv-/alla/éla afþreying -> teiknidót, ipodtónlist, hljóðbækur, lesbækur, snakkk og snarl
  • Vegabréf
  • Visa til að komast inn í landið
  • Pakka
  • Fara til tannlæknis
  • Bögga vini og ættinga út í hið óendanlega
  • Heimta "Kveðjuátfiestu" bara af því
  • Horfa út í loftið
  • ....
  • Græða!

Af hverju ég þarf að græða er ekki enn vitað!

Njótið dagsins - heilgrillaður kjúlli í hádeginu!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband