Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.6.2009 | 18:54
Hvað er í kvöldmatinn?
Hinn helmingurinn tók við kvöldmatsbraski í dag. Við mættum heim úr vinnu, mér var hent út úr eldhúsinu og mátti ekki, undir neinum kringumstæðum, stíga fæti þar inn fyrr en ég heyrði gargað "VERSOGOOOO"! Ég held það sé kominn tími til að gefa aumingja manninum nafn. Hinn helmingurinn heitir sumsé Páll.. Palli. Mister Paulsen eða Wicked Paulsen, á Spaghettisen-ísku, af óútskýranlegum ástæðum!
Mjög stressandi að vita ekki hvað er í matinn. Sérstaklega fyrir forvitnisátvagl eins og mig. Voðalega fín frú... sat og góndi á Rachael Ray á meðan ég beið eftir matnum! Ég var samt mjög dugleg og gargaði bara einusinni "PALLI...."! Og viti menn, í matinn var hvorki meira né minna en...
...KANIL Kjúklingur! Woohooo... með döðlum, afgangs hráskinku og Dukka kryddi. Með þessu var vatsmelónu, appelsínu og möndlusalat ásamt tómötum.
NAMMÓ!! Læt strákinn henda uppskriftinni hérna inn bráðum. Þennan fugl ætla ég að elda aftur! Salt á móti sætu, karamelliseraðar döðlur inn á milli þess sem maður bítur í sesamfræ. Dukka kryddið gefur skemmtilegt spark í hvern bita og kanilbragðið viðloðandi allan tímann. Bara gott!
Hip hip húrra fyrir Wicked Paulsen!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2009 | 18:51
Stóra, feita, gríska fjölskyldan mín!
My Big Fat Greek Wedding. Án efa ein af mínum uppáhalds myndum. Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd þá mæli ég eindregið með henni. Virkilega þægileg, notalegt að horfa á hana og mér líður hreinlega vel í hjartanu og sálinni þegar hún líður áfram. Low budget mynd um stóra, háværa, matglaða gríska fjölskyldu með allskonar furðulega siði. Allir heita eftir öllum og yfirleitt sama nafni. Minnir mig óstjórnlega á fjölskylduna mína þegar hún kemur öll saman. Hvað þá yfir góðum mat. Hinn helmingurinn benti mér einmitt á það í fyrsta skipti sem hann sá þessa mynd. "Elín... þetta er eins og heimildarmynd um Spaghettifjölskylduna þína". Kannski ástæðan fyrir því að hún fellur svona vel í kramið. Yfirleitt er þó vitnað í mína famelíu sem "Ítalska Spaghettifjölskyldan" eða "Spaghettisen Mafioso". Við erum samt sérstaklega löghlýðið og yndislegt fólk.. ég lofa því! Kyssum mikið, knúsum helling og tölum mjög... mjög hátt. Inn á þessa mynd vantar þó fjóra ketti, tvo hunda og Pétur og Pál. Ég grínast ekki!
Í tilefni þess að myndin var sýnd á Skjá einum í gær þá ákvað ég að búa til grísk innblásinn kvöldmat. Grískur Souvlaki kjúklingur með Tzatziki sósu ásamt quinoa salati undir grískum áhrifum!
Grískur Souvlaki kjúklingur
1 og 1/2 tsk ferskt oregano eða 1/2 tsk þurrkað.
1 tsk. ólífu olía
1/2 tsk salt
4 pressaðir hvítlauksgeirar
500 gr. kjúklingabringur. Bein- og skinnlausar.
Setja allt saman í t.d. zip-lock poka og hrista til að sameina. Geyma í ísskáp í 30 mín. Grilla kjúllan svo þangað til fallega brúnn og í guðs bænum ekki bleikur að innan.
Tzatziki sósa
1/2 skræld gúrka. Taka fræin innan úr henni, skera smátt og þerra kjötið.
1/2 bolli létt AB-mjólk. Má að sjálfsögðu nota venjulega jógúrt, nú eða gríska sem væri best.
1 msk sítrónusafi.
1/4 tsk salt
1 pressaður hvítlauksgeiri
1/2 msk. tæplega dill
Hræra allt saman. Flóknara var það nú ekki. Ég sigtaði sýruna þó frá AB mjólkinni fyrst. Það er líka hægt að gera við t.d. gríska jógúrt, en þarf ekki endilega.
Grískt quinoa salat
2/3 bolli tæplega soðnar kjúklingabaunir
1 bolli eldað quinoa (1/3 bolli þurrkað rúmlega)
1/2 smátt skorinn rauðlaukur
1/2 smátt skorin, stór gúrka
Nokkrir kirsuberjatómatar. Skornir í fjóra parta.
1/4 bolli kalamata ólífur. Um það bil 15 ólífur?
1/3 bolli smátt skorin steinselja
Mulinn fetaostur eftir smekk
Dressing:
4 msk sítrónusafi, 2 msk ólífuolía, 1 msk dijon sinnep, 2 pressaðir hvítlauksgeirar ásamt salti og pipar eftir smekk.
Hræra saman öll hráefni í salatið og hella dressingu yfir. Ég notaði kannski 1/3 af dressingunni. Mylja svo fetaost yfir í lokin. Ef það verður afngangur, ekki víst, þá geymist salatið vel í ísskáp yfir nótt, jafn gott ef ekki betra daginn eftir. Gæti orðið svolítið mússí út af gúrku og tómötum. En bragðið, og áferðin, er svakalegt! Namm!
Ofboðslega fínt alveg hreint. Kjúllinn var hinsvegar frekar bragðlaus, hefði líklegast mátt liggja lengur í leginum. Miklar líkur á því að ég hafi gert eitthvað af mér, hver veit. Salatið og sósan slógu hinsvegar í gegn. Ótrúlega gott. Þó svo kjúklingurinn hafi verið bragðlítill þá var hann frábær með sósunni og salatinu. Þessi sósa væri einnig flott fyrir fisk. Mmmmm! Salatið væri líka hægt að setja inn í torillu sem fyllingu með kjúlla eða fisk. Æðislegt.
Fyrsta skipti sem ég elda eitthvað úr quinoa. Quinoa fræið er stútfullt af próteinum og vítamínum. Þetta var ein af undirstöðu fæðutegundum Incanna og er í öðru sæti á eftir kartöfu hvað nærigargildi varðar! Hlakka mikið til að leika mér með þetta hráefni!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2009 | 23:00
Hátíðarkjúlli, pönnsur og samviskulaus eplakaka
Þá er 17. júní liðinn og dagurinn svo til laus við rigningu. Ótrúlegt en satt - að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu. Búin að rækta af mér fótleggina, fara í notalegan göngutúr, borða góðan mat og slappa vel af.
Dagurinn byrjaði hinsvegar á frábærri hafraköku og endaði á meiriháttar kvöldmat með fjölskyldunni. Mamma galdraði fram einn besta kjúklingarétt sem ég hef smakkað í langan tíma, eftir uppskrift og meðmælum vinnufélaga. Þessi kjúklingaréttur... úff. Mikið af bragði, margskonar samsetningar. Sló svo sannarlega í gegn enda ætla ég að bjóða í þennan rétt næst þegar ég held matarboð! Hver vill mæta og njóta? Þið sjáið sko ekki eftir því!
Ómægoodness, sjáið þið gúmmulaðið!! Oliv oil, hvítlaukur, capers, grænar ólífur, karamelliseraðar döðlur, lárviðarlauf og toppað með púðursykri og steinselju! Ég er eflaust að sleppa einhverri snilld úr þessum rétti enda ætla ég að birta uppskriftina eins og hún leggur sig við betra tækifæri. Allt þetta bragð á svo vel saman. Sætar karamelliseraðar döðlur með ólífu ásamt safaríkum kjúkling og smá soði. Himneskt!! Ég borðaði að sjálfsögðu ekki skinnið - skamm Elín, en svona er þetta! Við mamma ákváðum þó að næst þegar þetta yrði galdrað fram, þá fengi púðursykurinn að missa sín og fleiri döðlur notaðar í staðinn. Mauk útbúið úr döðlunum, valhnetum bætt í maukið og loks borið yfir kjúklinginn. Getið þið ímyndað ykkur... Ohhhh!!!
Með kjúllanum voru lífrænt ræktuð, brún hýðishrísgrjón, salat og baquette. Mikið ofboðslega eru grjónin fín. Ákkúrat eins og ég vil hafa hrísgrjón. Aðeins undir tönn, skemmtileg að borða og svakalega bragðgóð. Eftir að kjúllinn kláraðist úr fatinu, tók fljótt af og var sársaukalaust, notuðum við brauðið til að dýfa í olíuna og soðið sem eftir var. Om nom nom!
Þá var eftirréttatíminn genginn í garð. Pönnsur og tilrauna-eplakaka! Mömmupönnsur eru bestu pönnsur í heimi. Enginn vafi þar á! Galdramóðir ásamt mest notuðustu pönnukökupönnu á Íslandi!
Snilldartaktar í gangi hérna!
Eins og pönnukökur eiga að vera. Þunnar og milljón göt í deiginu!
Lokaniðurstaða - ljúffengur, heitur, yndislegur stafli af mömmupönnsum! Jarðaber, rjómi, súkkulaðisósa! Einusinni smakkað, þú getur ekki hætt!
Ég bjó svo til samviskulausa eplaköku. Heppnaðist flott og allir smakkarar sáttir. Hinn helmingurinn friðlaus af hamingju. Sykur- og fitulaus, holl fyrir skrokkinn og væri góð í t.d. morgunmat. Ég var alveg að fíla hana í botn. Væri geðveikt að bæta henni út í grautinn á morgnana! Það góða við að nota kökuna sem eftirrétt er að hún er ekki þung í maga og seddumælirinn hvellspringur ekki. Kanilstráð heit epli, smá banani, döðlur og hafratoppur. Mhhm! Uppskrift væntanleg mín kæru!
Með kökunni notaði ég svo sojaísinn góða. Kom svakalega vel út! Meira að segja afi ísæta borðaði hann með bestu lyst og ekki kallar hann allt ömmu sína í ísmálum.
Aldeilis fínt ét í dag fólkið mitt. Fullt af nýju gúmmulaði prófað, kettir eltir og afslöppun í hámarki! Ljúfa líf.
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.5.2009 | 23:05
Vorhreingerning og matur í stíl
Góður dagur og fullkomið kvöld í alla staði.
Margar formúlur eru til fyrir fullkomnum kvöldum og góðum dögum - formúla dagsins í dag skiptist í 5 hluta og hljóðar svo:
1. Vakna - ræktast - grænn ís - taka til - grænn drykkur (banani, kiwi, spínat, vatn, prótein)- taka meira til - fara í sturtu - hreint hús - kátir kisar!
2. Búa til hambó frá grunni - borða hambó með bestu lyst í hreinu húsi.
Þessir hambó voru æði. Hinn helmingurinn mixaði þá úr nautahakki, smá ritz, eggi, kryddum og lauk. Grillaði þá, toppaði með Camembert og osti og bar fram með sætum kartöflum, eggi og grænmeti. Fyrir brauð notuðum við heilhveiti korn-bollur sem keyptar voru í Bónus. Geggjað!
3. Fara í gúmfey hrein náttföt og ósamstæða gúmfey sokka.... ahhh, þægilegt - gott veður!
4. Eftirréttur - góð bíómynd.
Ég snaraði í eftirrétt úr því sem ég fann í eldhúsinu. Bjó til skyrblöndu úr.. jah, skyri, 12% rjómaosti, berjum og múslíblandi sem ég muldi niður til að búa til botn. Svo skar ég niður ávexti og bræddi 70% súkkulaði til að dífa þeim í - fondue! Fondú er gleðilegheit - skemmtileg leið til að borða mat!
Tækifæris skyr-gumsið heppnaðist nokkuð vel og er barasta í hollari kanntinum. Skyrblanda: 100 gr. skyr, 50 gr. 12% rjómaostur, vanilludropar, hunang. Botn: 1 - 2 mulið súkkulaði hafrakex, quinoa flögur, múslíbland, smá mjólk út í, blanda vel og þrýsta í botn á t.d. skál eða glasi. Ofan á botninn kom svo lag af skyrblöndu, þarnæst hindber og puffed wheat, skyrblanda og bláber með smá súkkulaðisósu. Fitan í ostinum, fyrir þennan skammt, eru 6%, sem er nokkuð vel sloppið og hafrakexið mætti missa sín - annars væri þetta hið besta mál í t.d. hádegismat eða morgunmat. Bara frábært!
5. Brakandi hrein og ný sængurföt sem bíða eftir því að láta kúrast með sig! Ójá, þið kannist við þá tilfinningu - noootalegt!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2009 | 02:43
Júróvision hamborgara fiesta 2009
Annað sætið mín kæru, til hamingju með það! Góður árángur hjá stelpunni, stóð sig vel!
Ég stóð mig bara nokkuð vel líka hvað át og meira át varðar. Ég tel sjálfa mig vera fullgildan meðlim í félagi Ofátsgræðgissjúklinga, ef það er til. Ég get borðað ótæpilegt magn af mat, svo mikið að sjálfri mér ofbýður stundum. Ég ætlaði að taka daginn í dag með trompi en datt aðeins ofan í nammiskápinn á föstudaginn, verandi komin í sumarfrí og eintóma hamingju. Ís og popp, nachos og mozzarella, rjómaosts-salsasósu ídýfa ásamt bland í poka svo eitthvað sé nefnt. Igh! Mikið svakalega var það nú eðal fínt alveg... ákvað því að vera nokkuð róleg á laugardaginn, amk fram eftir degi!
Byrjaði daginn því á svakalega fínni æfingu og fékk mér salat og ávexti ásamt skyri með próteini og múslí í hádegismat. Eftirmiðdagurinn skartaði einum penum skammti af próteini. So far so good ey?
Svo byrjaði ballið. Ég sá um eftirréttina og foreldrar um aðalréttinn. Ég byrjaði að elda um klukkan 4 og að sjálfsögðu nartaði ég í hnetur, ávexti og fékk mér smakk af og til. Klukkan 6 var haldið í foreldrahús og þar rak ég aukun í þetta...
...sem gladdi mig óstjórnlega. Pabbi snillingur! Á borðum var eftifarandi góðgæti til að narta í þangað til maturinn byrjaði...
...hnetu- og rúslumix, súkkulaðirúsínur, wasabi-hnetur og hunangsristaðar "pretzels". Allt mjög ávanabindandi og mjög svo étanlegt. Á meðan fjölskyldumeðlimir gúffuðu í sig "Ómægod ég er orðin södd" snakkinu þá var pabbi að dansa stríðsdans við grillið.
Sjeis... sjáið þið þessar elskur! 200 grömm stykkið, óh guð, himneskt! Eftir langa, langa mæðu (að mér fannst) við grillið var hamborgaraveislunni hleypt af stokkunum.
Mömmufranskar, heimatilbúin kokteil- og sinnepssósa, lauk/chutney gums, beikon og sveppablanda og eðal, ofur, risa hambó - djúsí og bjútifúl! Ohhh!
Ég er ekki að ljúga þegar ég segi ykkur að þessi hamborgari var um það bil jafn stór og hausinn á mér. Ég... er með stóran haus! Hver og einn fékk svo að púsla saman sínum draumahambó sem er alltaf jákvætt.
Í hamborgaragleðinni miðri ákvað þessi að kíkja í smá heimsókn. Þetta var svo massíft flugudýr að hún var við það að mynda svarthol.
Eftir nokkurn tíma var svartholið skýrt Hólmgeir! Hólmgeiri júróvisjónflugu var svo vísað á útidyrnar og eftirréttirnir tóku við.
Í boði voru tvennskonar eftirréttir. Annars vegar hálfgerð mascarpone ostakaka með berjum, nóa kroppi og Dulce de leche karamellusósu.
Hinsvegar var eðal, syndsamlega góð karamelliseruð eplakaka með crunchy toppi, karamellusoðnum eplum, hnetum og súkkulaði. Með henni höfðum við ís, rjóma og súkkulaðisósu.
Guð minn almáttugur eruð þið ekki að grínast með eplakökuna. Ostadýrið var gott en þessi eplakaka... herre gud, ég á eftir að dreyma þetta kvikindi alla næstu viku. Eitt orð.... *B* *O* *B* *A* ! Þvílík sprengja. Allir hollustumúrar heimsins hrynja og krumpast saman. Ef þér þykja eplakökur góðar, þá er þetta pottþétt kaka fyrir þig! Þvílíkt sælgæti ! Eplakökuveikleiki minn er hér með opinberaður!
Ég fékk mér stóran góðan bita af ostakökunni. Yndislegt bragð, skemmtileg áferð. Sætt, súrt, crunchy og smá selta úr botninum. Skemmtilegt bragð af ostinum, æði. Svo fékk ég mér annan.. og einn til viðbótar!
Eplakakan var étin með mikilli gleði. Deigið ofan á bakast fullkomlega og verður stökkt og krispý með karamellukeim en mjúkt þar sem það snertir eplin. Eplin steikjast fullkomlega með sykrinum sem karamelliserast og einstaka sinnum bítur maður í fullbúna, yndislega karamellu sem fer svo endalaust vel með mjúkum eplunum og deiginu. Svo er að sjálfsögðu frábært að bíta í salthnetur og súkkulaðibita þegar maður á síst von á því - meiriháttar! Hún sló í gegn.
Ég fékk mér nokkuð mikið meira en bara 1,2 eða 3 skammta af ofur eplaklessunni. Svo fékk ég mér aftur klukkan 22:00, aðeins meira hálftíma seinna. Eftir það stal ég mér risastórri gúmfey peysu af pabba til að fela velmegunar-bumbuna, í kreppunni, og var á leiðinni í meiri eplaköku þegar kötturinn stoppaði mig af.
Stuttu eftir að þessi mynd var tekin fannst ég nærri dauða en lífi hér..
... á þessum tímapunkti hafði ég borðað svo mikið að ef ég hefði opnað augun, er mjög líklegt að þau hefðu poppað út úr höfðinu á mér! Ég afrekaði það að éta hann karl föður minn undir borðið með 1,5 hamborgara, ótæpilega mikið af fyrir mats gúmmulaði og eftirréttsáti sem á með réttu heima í heimsmetabók Guinness!
Æðislegur dagur í alla staði, æðislegt veður, æðislegur matur og yndislegt fólk. Íslendingar í öðru sæti, undirrituð sátt með átið og hengirúmið alveg að gera sig!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2009 | 15:11
Mæðradags hafraskonsur og heilhveitibollur

Mæðradagur í dag svo við familían ákváðum að halda til ömmu og afa og halda upp á það. Á þessari annars skemmtilegu samkomu voru fimm stykki af kvensum sem titlaðar eru mæður í minni fjölskyldu, að meðtalinni minni eigin. Ég ákvað því að taka mig til og baka fyrir þær í tilefni dagsins. Ég vissi að það yrði bakaríis-bakkelsi á boðstólnum svo ég bakaði að sjálfsögðu eitthvað voðalega heilsusamlegt og krúttaralegt. Hafraskonsur og heilhveitibollur með banana- og hnetumixi. Hafði með því gúrkur, tómata, kotasælu og harðsauð svo egg.
Hef ætlað að prófa að baka skonsur í svolítið langan tíma. Ég eeelska skonsur. Ég elska bragðið af þeim, sætur keimurinn og þétt brauðið. Þegar ég fer í bakarí þá kaupi ég mér alltaf skonsu og er því hálfgert skonsu snobbhæns - hlakkaði því mikið til að bera saman þessar heimabökuðu!
Hafraskonsur - 8 stykki

1 og 1/3 bolli heilhveiti, má líklegast nota mulda hafra líka
1 og 1/3 bolli hafrar
1 msk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1 tsk rúmlega kanill
1/2 tsk salt
3 - 4 msk hunang
4 msk ósætað eplamauk
4 msk olía
1/3 bolli fjörmjólk
1/3 bolli létt-AB mjólk, líka hægt að nota 2/3 AB mjólk ef vill eða t.d. gríska jógúrt
Stilla ofn á 200 gráður.
Hræra saman heilhveiti, lyftidufti, matarsóda, salti, kanil og 2 msk hunangi. Færa yfir í matvinnsluvél og bæta við höfrum. Hræra létt, 1 sek í hvert skipti, kannski 15 sinnum þangað til blandað. Bæta við eplamauki og olíu, hræra aftur létt í nokkur skipti þangað til blandan er orðin gróf. Færa yfir í stóra skál. Í annarri skál hræra saman mjólkurblönduna og 2 msk hunang. Blanda blautu saman við þurrt. Ef deigið er of þurrt þá er ágætt að bæta smá höfrum við það þangað til það er hægt að forma það í kúlu ofan í skálinni. Færa deigblönduna á léttilega hveitistráðan flöt og útbúa kúlu sem er um 2 - 3 cm þykk. Skera t.d. með pizzaskera í 8 jafnstórar sneiðar og færa yfir á bökunarpappír. Léttilega smyrja hverja skonsu með mjólkur/hunangsblöndu og strá yfir höfrum.


Baka í ofni í 12 - 15 mínútur.
Heilhveitibollur - 16 stykki

3,5 bollar heilhveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
3 msk ósætað eplamauk
2 msk olía
1 bolli rúmlega banana- hnetublanda
-Ég var með 1,5 stappaðan banana, 8 döðlur, 2 fíkjur og dash af kasjúhnetum
1 egg, léttilega hrært
1,25 bollar létt AB-mjólk
kanill
Ofninn á 200.
Hræra saman heilhveiti, salti, matarsóda og kanil. Færa blönduna yfir í t.d. matvinnsluvél, bæta við 2 msk olíu og 3 msk ósætuðu eplamauki þangað til blandan verður grófari. Verður samt ekki "blaut". Bæta banana- hnetu blöndunni, hrærða egginu og AB-mjólkinni í skálina með hveitinu þangað til deigið verður stíft. Athuga skal að deigið er mjög blautt. Því er gott að bæta síðast 1/2 bollanum af hveitinu við í skömmtum þangað til blandan verður nægjanlega stíf til að hægt sé að móta úr henni kúlu á léttilega hveitistráðum fleti. Passa skal að hnoða blönduna ekki of mikið. Þegar búið er að móta kúlu úr deiginu þá tók ég ísskeið og skúbbaði litlum deigboltum á bökunarpappír, eins og maður gerir við kjötfars. Þessu stakk ég svo inn í ofn í tæpar 30 mínútur. Athuga skal að bökunartíminn er misjafn eftir ofnum - ég bakaði mínar aðeins of lengi (gleymdi mér). Held þær þoli alveg 20 mín og þá yrðu þær perfecto. Það er líka hægt að gera færri bollur og minni, mínar voru svolítið stórar.


Jæja. Ef við byrjum á hafraskonsunum. Ja.. hérna.. hér! Alveg eins og eðal bakaríis-skonsur, ef ekki betri. Þær mýkjast aðeins upp eftir geymslu, en mikið ofboðslega eru þær bragðgóðar og skemmtilegar að borða. Þéttar í sér, mjúkar, alls ekki þurrar og töluvert sætar. Það mætti janvel minnka magnið af hunanginu í þessari uppskrift. Skonsurnar voru fyrstar til að klárast í matarboðinu! Eftir hvern bita kemur skemmtilegt eftirbragð af kanilnum og lyktin sem kemur í húsið þegar þær eru bakaðar. Ohh men! Hafraskonsurnar fá 10 prik í minn kladda og þær kem ég til með að baka aftur innan skamms.
Tilvalinn morgun/hádegismatur með kotasælu, grænmeti, osti, skinku, eggjum... mmmmmm! Sjáiði bara hvað þær eru ógeðslega flottar - treystið mér, jafn góðar ef ekki betri á bragðið en myndirnar sína!
Heilhveitibollurnar voru mjög skemmtilegar líka. Af því að ég bakaði þær aðeins of mikið þá kom ansi almennileg skorpa utan á þær - en mér persónulega finnst það æði. Alveg crunchy utaná og dúnmjúkar að innan. Banana- og kanilkeimur, sem er skemmtileg blanda, og af og til kemur óvæntur döðlu-, gráfíkju- eða hnetubiti sem gerir upplifunina við að borða þessa snilld enn betri. Það er alveg nægjanlegt að sæta þessar bollur með banana- hnetu blöndunni. Léttar í sér - oh þær voru æði! Næstum eins og smákökur með þessa skorpu.
Sjáið þið svo til elsku bestu - enginn hvítur sykur (og lítið af sætu), ekkert hvítt hveiti, eintóm hamingja og vel heppnaður bakstur! Prótein, flókin kolvetni - snilldarlegt! Hollt og gott fyrir skrokkinn og litlu frænkurnar mínar hámuðu þetta í sig!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2009 | 01:11
Mömmumatur - er til eitthvað betra?

Ég held þetta verði fastur liður héðan af. Allt sem ég borða, sem er gott, (mikið atriði ey?) kemst í 90% tilfella inn á þetta krafs mitt hérna. Skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef máltíðin er holl - sem í þessu tilfelli á fullan rétt á sér, að undanskildum eftirréttinum. Þvílíki eftirrétturinn líka!
Matur hjá mömmu og familían með. Mamma er æði, maturinn hennar er æði og alltaf jafn yndislega bragðgóður! Þið vitið hvernig sjoppu pylsur eru öðruvísi en pylsur sem maður sýður heima hjá sér - þannig er mömmumatur. Margskipt veisla, kjöt, grænmeti og fiskur ásamt eftirrétt sem klikkar aldrei. Búið að vera mikið um veislur og át undanfarið sem lýsir sér yfirleitt á eftirfarandi vegu:
Kátur magi... kátur magi... hneppa frá... erfitt að anda... einn biti í viðbót... ókátur magi!
Kosningamaturinn samanstóð af nauta Rib-Eye, lambakjöti, kjúklingalærum, massa hamborgurum, túnfisksteikum og brilliant meðlæti.
Rib-Eye bitarnir, lambakjötið og hamborgarar kryddað og grillað. Grillað kjöt er það sumarlegasta sem ég veit. Lyktin og fílíngurinn, bragðið sem kemur af kjötinu! Algerlega toppurinn. Rib-eye-ið var mergjað. Helltum yfir það smá Trufflu olíu og viti menn, bitinn næstum of góður til að kyngja! Kjúllinn var svo grillaður í ofni fyrir þá sem ekki vilja rauða kjötið. Hann klikkar aldrei. Með kjötinu var brún sveppasósa og hamborgurunum tilheyrði hið venjulega hamborgarameðlæti.
Túnfiskurinn var svo alveg punkturinn yfir I-ið að mínu mati. Léttsteikur á pönnu, saltaður og pipraður og með honum var sósa sem fullvaxta menn myndu tárast yfir. Niðursoðið hvítvín, hunang, wasabi, krydd og ósaltað smör að mig minnir. Ó... mæ... god! Þvílík snilld, þvílíkt bragð!
Meðlætið samanstóð af ofngrilluðum heimatilbúnum frönskum, wok-steiktu grænmeti með portabello sveppum og gulum baunum. Maís á góðri íslensku. Frönskurnar voru geðveikislega æðislega góðar. Stökkar að utan, mjúkar að innan - sérstaklega þessar dekkri!
Eftirréttur. Sér kapituli út af fyrir sig en ég skal reyna að hafa þetta stutt!
Frönsk súkkulaðikaka að hætti Mömmu! Ég var meira að segja svo gráðug að ég tók mér ekki tíma til að taka mynd af innvolsinu - étin, gleypt! Þessi kaka er það besta sem ég veit. Ég hef smakkað margar franskar súkkulaðiköur, meira að segja í Frakklandi, en engin er jafn góð og þessi. Stökk að utan en þó aðallega út í kanntana sem gerir það að verkum að kannturinn verður karamellukenndur! Alveg mjúk í miðjuna að utan. Kakan sjálf er fullkomlega mjúk að innan. Þegar bitið er í hana þá er það næstum eins og að bíta í þykkan búðing. En þar sem það eru möndlur í henni, þá kemur crunchið sem hefði annars vantað í svona sæta köku. Mér persónulega þykir það æði. Hún er svo þétt og mikil í sér að hún verður hálfgerð klessukaka sem gerir upplifunina við að borða hana enn betri! Með rjóma, jarðaberjum og/eða ís... við skulum ekki segja meira. Það eru ekki til orð - ef þið gætuð smakkað eða upplifað svona snilld í gegnum tölvuskjáinn.... mmhhh!
Undirrituð, ungfrú hollustan uppmáluð, fékk sér ekki eina eða tvær sneiðar. Nei... þrjár sneiðar ásamt öllum mulningi sem eftir varð með tonni af jarðaberjum, álíka mikið af ís og slettu af rjóma! Athuga skal að ein sneið er yfirleitt nóg til að uppfylla sykurþörf Magnúsar Ver yfir 6 mánaða tímabil!
Ég er nokkuð viss um að ég nái að éta flest alla undir borðið! Bring it on!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 00:01
Búlgarskar gesta pylsur og sæt-kartöflusúpa!

Var að koma úr einu svaðalegasta fjölskyldu matarboði sem haldið hefur verið hérnamegin alpafjalla - fyrir utan Móaflatar kjúlla fjölskylduboð, en það er saga í annað blogg! Gesta pylsur eru hafðar í þessu bloggi þar sem þetta er fyrsti maturinn sem ég segi frá sem ég geri ekki sjálf! Ég bara varð!
Sumarið góða gengið í garð, heimkoma Búlgaríufara, allskonar smakk, meðlæti og gott fjölskyldufólk með læti! Ekta Spaghettisen Mafioso matarboð! Ahh, gotta love it!
Allir komu með eitthvað sem endaði í mat fyrir 301 fullvaxinn Spartverja og hver bitinn á fætur öðrum betri. Þvílík snilld. Allskonar straumar í gangi. Búlgaríu fararnir litaðir af siðum og venjum Búlgara, grísakótilettur, grillaðar kjúllabringur með sætu kartöflu frönskum og að sjálfsögðu heilsumatur ala-Ella! Fjölhæfur skemmtilegur matur!
Íslenskur Búlgaríumatur, pylsur, salat með búlgörskum osti, grillmatur og vín!
Pylsurnar í Búlgaríu eru víst mikið gæðafæði og Búlgarar eru mjög alvarlegir pylsuétarar. Þeirra pylsur eru þó ekki eins og okkar SS pylsur heldur hakk-krydd, -pylsur, -kladdar, -bollur. You name it. Svava og Snær komu heim frá Búlgaríu hlaðin góðum hugmyndum og hráefnum. Komu t.d. með ost sem notaður var til að rífa yfir salatið ásamt kryddi sem herrafólk Búlagríu notar í t.d. pylsurnar sínar. Osturinn þurfti að liggja í vatni áður en hægt var að nota hann - mjög saltur en bragðið af honum svakalegt! Sterkur, svolítið þurr en límist samt saman. Alveg meiriháttar!

Hér er einn fjölskyldumeðlimur að stelast í búlgarskt pylsu-smakk.
Íslensku Búlgaríupylsurnar voru samsettar úr svína- og nautahakki, eggjum, kryddi og leynikryddinu frá Búlgaríu! Hakkið mótað í pylsur og svo smellt á grillið. Mikið svakalega voru þær góðar! Skemmtilegar að bíta í og bragðið frábært. Mjög sterkar! Væri hægt að útfæra þessa máltíð á svo marga mismunandi skemmtilega vegu! Geggjað!
Hér sást pylsurnar í öllu sínu veldi. Sumar meira að segja eldaðar á pinna. Kjúlli, sætu kartöflu franskar, kótiletturnar og salatið góða með búlgarska ostinum. Súpan góðan að malla í bakrunn.
Restin af hlaðborðinu. Ristaðar tortilla flögur, bankabyggsbrauð, hummus, salat og dúllerí til að bæta út á salataið. Rauðlaukur, ólívur, auka ostur og smá olía.
Sæt kartöflusúpa, Bygg brauð og tvennskonar hummus
Súpan var geggjuð þó svo myndin hérna geri henni kannski engan greiða. Mikið svakalega var hún góð. Ekkert nema hollustan, stútfull af vítamínum og góðum kolvetnum. Þykk og skemmtileg. Fullkominn kvöld- eða hádegismatur - létt og fín!

Byrjaði á því að hita 2 stórar sætar kartöflur í ofni þangað til mjúkar í gegn og sauð niður 1,5 lítra af kjúklingasoði. Á meðan svissaði ég sellerí, lauk og vorlauk í tæpri matskeið af olíu þangað til meyrt. Bætti svo niðurrifnum ferskum engifer út í laukblönduna, cumin og niðurskornum chilli. Lét malla þangað til eldhúsið fylltist af yndislega fínni lykt. Eftir það bætti ég út í pottinn niðurskornum gulrótum og kartöflunum. Hrærði saman þangað til kartöflurnar og gulræturnar voru þaktar kryddblöndunni og bætti þá kjúklingasoðinu saman við. Lét malla í 20-25 mín, eða þangað til gulræturnar voru orðnar mjúkar. Þá hellti ég súpunni í litlum skömmtum í matvinnsluvél og hrærði skammtana, einn í einu, saman þangað til blandan var orðin mjúk. Lét svo súpuna malla á lágum hita og bætti við salti og pipar eftir smekk.
Súpan kom á óvart og heppnaðist æðislega vel. Með súpunni var niðurrifinn ostur, sýrður rjómi, grísk jógúrt og ristaðar furuhnetur. Allt var prófað en gríska jógúrtin var algerlega toppurinn með þessari súpu - himneskt! Smá sýra á móti sætunni í súpunni og kryddinu - engifer, chilli, cumin.. oh djísús! Gerir smá rjómafílíng.... Þessa súpu geri ég aftur!
Byggbrauðið var líka æði! Brauð, nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Þétt, þungt, bragðmikið, saðsamt og svolítið "blautt". Uppskriftina af brauðinu er að finna hér. Heitir Bankabyggsbrauð. Notaði reyndar ekki nema 4 dl af létt-AB mjólk, af því að það var nægur raki í bygginu. Muna bara að setja brauðið inn í ísskáp, annars er mjög erfitt að skera það. Lítur út fyrir að vera óbakað, en er það ekki. Ekki örvænta - bakaði mitt í góðar 60 mínútur og skar að sjálfsögðu í það strax - mikið vandaverk ef þú vilt að brauðsneiðin líti út eins og sneið en ekki hrúga af byggi! En það tókst! Hollustubomba - trefjaríkt, prótein og fullt af góðum flóknum kolvetnum!
Hummusinn er alltaf góður. Notaði hann með brauðinu og ristuðum niðurrifnum tortilla flögum. Milljón uppskriftir til á netinu en ég dass-a þetta alltaf. Kjúklingabaunir, tahini, sítrónusafi, engifer, smá paprikukrydd, salt og pipar eftir smekk og pínku olía. Fer eftir því hvernig áferð þú vilt á hummusinn. Hræra saman í mauk.. og voila! Hummus! Hafði annan helminginn venjulegan og bætti sólþurrkuðum tómötum í hinn - kom vel út. Ójá!
Svona leit fyrsti skammtur af matnum mínum út. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég látið þetta nægja en nei... meiri súpa, pylsur, narta í hummus... meiri súpa.. hummus... salat... kjúlli... og þá leið yfir mig!
Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)