Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jóla hvað?

Jóla allt sem er gleðilegt, fiðrildi, hvolpar og kettlingar!

Gleðilega hátíð allirsaman! Vona að síðustu dagar hafi verið jafn frábærlega fínir hjá ykkur eins og þeir voru fyrir átvaglið. Húha!

Þvlílíkt letilíf! Bara æði!

Sofa... 18 tíma á dag

Ekki búin að snerta tölvuna síðan 24. des, lesa um það bil 1400 blaðsíður, innbyrða um það bil 14000 kaloríur, borða góðan mat, liggja með bumbuna upp í loft og dæsa sökum ofáts, vera í náttfötunum í heilan dag, fara í ræktina í rólegheitunum, njóta þess að fjöskyldast og vinast... ahhh, þvílíkur unaður! Fór svo á Avatar í gær. Mikið ofboðslega er þetta flott... eða... jah, falleg mynd? Sagan bara nokkuð góð! Ætla að sjá hana aftur, ég sogaðist svo mikið inn í þetta alltaman að ég var hálf eftir mig eftir gónið! Á góðan hátt þó!

Í morgun fékk ég mér léttmeti. Eftir rúmlega tveggja daga þungát, ofát og bumbubresti þá var þetta ákkúrat það sem skrokkurinn var að leita eftir. Einfalt, létt í maga - eggjahvítur, egg og ostur. Engin fínheit, ekkert flókið - bara sáttur magi. Ég er líka komin með rauðar piparflögur á heilann. Lovit!

Eggjahvítur, egg og ostur

Jólin voru æði! Öndin stóð fyrir sínu, rauðkálið, fyllingin... ohghh, fyllingin og sósan! Rísó sló í gegn. Sérstaklega í mínum heimi þar sem smá partur af heilanum er sparaður ár hvert, einvörðungu notaður í að muna hversu æðislegt það er að borða risalamand. Jebb, ekki einusinni undirbúningur fyrir próf fær þetta heilapláss lánað! Eftir át, pakka og smá andrými var arkað yfir í hina Ásbúðina, þar beið mín heimalagaður ís a la Snær. Ég fæ sumsé tvennskonar jólaeftirrétti - eintóm gleði. Jólin eru stanslaus fiesta fyrir átvaglið.

Rip og Rap... Rup ekki með Rísó án rjóma...

 

 

 

 

 

Smakka fyllingunaJólajóla

 

 

 

 

 

Palli og prins Valíant

Lax og sósa a la Múmfey, best í heimi

 

 

 

 

 

MeðlætiJólaönd

 

 

 

 

 

 

Herlegheitin Erla, Svabba og Pabbi

 

 

 

 

 

 

Rísó að verða tilMmm

 

 

 

 

 

 

Jebb.. rjómi er góður Hamingja og gleði í skál

 

 

 

 

 

 

Afgangar - come to mamaSeinni eftirréttur

 

 

 

 

 

 

 

Annars var jólagjöf ársins, að mati móður minnar, hennar eigin gjöf frá mér, Palla og Svöbbu. Skunkafýla! Þið lásuð rétt - hvert einasta skipti sem við höfum farið erlendis, útlendis eða innlendis þá hefur mamma beðið mig um að finna fyrir sig skunkalykt. Af hverju veit hún ein svarið við, en eins og hún sagið sjálf "Ég VERÐ að finna þessa lykt svo ég viti af hverju fólk fer hamförum þegar skunkur er í sjónmáli - ég bara verð"!. Þaf af leiðandi var netið kembt vandlega og skunkafýla fundin hið snarasta, umvafin 6 pokum mætti hún heim frá Ameríkunni í Gúmmulaðihellinn og þaðan fallega umvafin jólapappír í hendur móður minnar sem sprakk af gleði! Stökk upp, beinustu leið út og fann loksins, eftir langa mæðu, skunkalykt á aðfangadag 2009!

Skunkafýlan afhjúpuð Jú.. það var skunkalykt

 

 

 

 

 

 

Gaman að segja frá því að í fyrsta skipti núna í 2 mánuði, rúma, þá er undirrituð með harðsperrur í fótleggjum og rassi! Næstum svo miklar að erfitt er að standa upp! Það skal viðurkennt opinskátt og á almanna færi að harðsperra er eigi saknað á þessum bæ. Megi þær hverfa sem fyrst!

Eruð þið ekki betri manneskjur fyrir vikið að hafa fengið að vita þetta? Stórkostlegar upplýsingar.

Spaghettisen kellingar

Eðlileg dagskrá næstu daga eða þangað til 31.des. Áramótin elsku bestu! Ármótin eru rétt handan við hornið! Hihiiii..


Lilli Au og jólin mega koma

Ég er enn að átta mig á þessu. Jólin eru á morgun. Herre gud! Lilli Au hefur formlega verið skreyttur og núna mega jólin svo sannarlega mæta á svæðið. Það kom líka í ljós að Lilli Au var bara ekkert Au eftir að skrautið var komið á. Hann smellpassar inn í stofu og er glæsielga fínn!

Forvitni kisi Samsettur og fínn

 

 

 

 

 

 

JólakisiJólakisi

 

 

 

 

 

 

Forfæra skrautJólaljósaflækja

 

 

 

 

 

 

Skreyttur Lilli AU Amerísk jólakúla

 

 

 

 

 

 

JólakúlaSnjókorn

 

 

 

 

 

 

Kvöldið toppað með rest af jólabakstri síðustu viku og draugakisa.

Jólanom Draugakisi

 

 

 

 

 

 

Til gamans set ég svo inn myndir af mér (Því það er svo hryllilega skemmtilegt) - önnur frá síðustu jólum og hin tekin áðan. Töluverður munur á átvaglinu! Næstum því tvær manneskjur. Skinkan ekki alveg að gera sig þarna 2008! 2009 er svo ár hins snæhvíta Emo. Ég var samt að kaupa mér mótorhjólajakka - það hljóta að skrást nokkur "Pönk Ass" útlits-stig fyrir þann gjörning!

Jól 2008

Jól 2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elsku bestu - eigið góð jól, gott kvöld og yndislegan dag á morgun. Njótið hverrar sekúndu til hins ítrasta og knústið alla sem ykkur þykir vænt um.

Gleðileg jól mín kæru!


Hreint og fínt

Jæja!

Ofurhetjuhreingerningin er yfirstaðin - svaðaleg tiltekt sem stóð yfir í 6 klukkutíma! Kvendið og Wicked Paulsen þeyttust um hellisgólf, veggi og loft með rass upp í loft, vopnuð tuskum, klútum og alt mulig eiturhreinsiefnum, og þrifu það sem á vegi varð. Þegar allt var glimrandi, glansandi - svo til gegnsætt, sátu lúnir kroppar eftir með kusk í hárinu og uppgötvuðu að allur skítur hússins hafði, með dularfullum hætti, forfærst yfir á þrífarana! Þetta var hættulegur dagur engu að síður. Á vissum tímapunkti var ég viss um að innan veggja hellsins yrði andlát, fyrsta sinnar tegundar í heiminum  "Undir rúmi - Death by dustbunnies"! Það eru ansi mörg tungl síðan ég hef slíkt rykfjall augum litið.

Mjög hræðilegt rykfjall

Þetta er bara brotabrot - ef ég hefði sýnt ykkur allt þá biðuð þið þess aldrei bætur. En rykið var fjarlægt og eftir situr sítrónuilmandi og glitrandi Gúmmulaðihellir! Ég er viss um að Mister Proppe og ungrú Ajax segðu starfi sínu lausu kæmu þau í heimsókn.

Ég er líka orðin ská-frænka. Erna og Jens eignuðust lítinn snúð í gær, glæsilega fínn. Til hamingju bæði tvö! Joyful 

Fyrir utan allan bakstur síðastliðna viku og rask á dagskrá hefur þetta, í myndum, á daga mína drifið! Ekkert merkilegt/nýtt/stórkostlegamagnað í matarmálum, en gott engu að síður.

Eggjahvítu og ostagums með salsasósu og rauðum piparflögumKaramellupopp í bígerð

 

 

 

 

 

 

 

Jólaskrautsfjall

Palli ofurþrífari

 

 

 

 

 

 

 

Saltkringlur að sjóðaKaramellupopp í bígerð

 

 

 

 

 

 

 

Kjúlli og hnetusmjörGeggjaðar saltkringlur

 

 

 

 

 

 

 

Dalmatíuepli

Roastbeefgums

 

 

 

 

 

 

 

dsc_0240.jpgEðalgrautur

 

 

 

 

 

 

Nú tekur ekkert annað við en leti og afslappelsi. Bloggið tekur því við sér eftir sykurkóma og bakstur síðustu daga. Jah, amk næstu 3 dagana. Jólin nálgast óðfluga. Fjórar nætur hvorki meira né minna - Lilli au skreyttur á miðvikudaginn næsta. Ahhh hvað það er notalegt að eiga ekkert eftir, sitja í flundur hreinu húsi i gúmfey náttfötum með jólamynd í gangi og vitandi að brakandi hrein og ný sængurföt bíða eftir því að taka á móti mér í kvöld!


Hleðsla og afhleðsla

Ég veit ekki hvað ég get kallað það annað. Ég er að detta inn í hleðsludag og Erna, elsku besta Ernan mín er upp á fæðingadeild að ... jah... af.. hleðsla? Ég get ekki beðið eftir því að sjá litla jólasnúðinn! Ef allt gengur vel þá verð ég orðin ská-frænka í kvöld Joyful Getur maður beðið um betra start á jólafríinu sínu? Hihi!

Er líka búin að baka allt og pakka ofan í jólapakkana mína og á bara eftir að keyra þá út til fjölskyldu og vina.

Jólapakkinn 2009Jólapakkinn 2009

 

 

 

 

 

 

 

Jólapakkinn 2009Jólapakkinn 2009

 

 

 

 

 

 

Nú þarf ég bara að þrífa húsið og pakka inn gjöfum til yngri fjölskildumeðlima, fast og slegið á morgun, og þá - ójá, þá tekur við almenn leti og hamingja fram að jólum! Það er komið að þessu, ég trúi því ekki! Grin

Er að skúbba mér á æfingu eftir klukkutíma. Í tilefni af því útbjó ég hleðslugraut í morgun. Aðeins öðruvísi en venjulega og nei... þennan ætla ég sko ekki að gera aftur! Alls ekki vondur, alls ekki - en áferðin, óguð! Áferðin var vægast sagt óæskileg á köflum!

Mig langaði svo að prófa að setja eggjahvíturnar saman við vatn og hafra og sjóða upp. Þá er ég ekki að tala um 1 eða 2 hvítur heldur allan skammtinn og sjá hvort gumsið myndi breytast í eitthvað stórfenglegt. Ég er voða mikið í þeim gírnum að skúbba öllu sem ég finn saman í graut!

Vatn, hafrar, krydd, banani og eggjahvítur í potti.

Hræðilegur grautur í bígerð 1

Næstu stig grautaráferðar dauðans, fyrir kanil og eftir.

Hræðilegur grautur í bígerð 2

Hræðilegur grautur í bígerð 3

Komið í skál - lítur nú yfirleitt vel út í skálinni.

Bragðgóður en áferðavondur Sulta í bananagraut er best í heimi

 

 

 

 

 

 

Næst bý ég mér til pönnsu, nú eða hef eggjahvíturnar sér og borða grautinn eintóman með banana og sultu. Ég mæli eindregið með því að þið prófið þetta ekki! Wink Ég er samt viss um að ef ég væri lokuð inn í herbergi með höfrum og límbandi, þá gæti ég búið til sprengju, þó svo þessi skál hafi verið hálf úldin!

007Elín!


Scitec bjargar deginum...

...jah, svona næstum því. En ég var mjög hamingjusöm eftir æfingu áðan. Pantaði mér hreint Scitec um daginn, Súkkulaði-Mokka, og var að smakka það í fyrsta skipti áðan.

scitec - 100% whey delight 

Þetta er án efa, besta.. besta besta hreina prótein sem ég hef smakkað. Öll hrein prótein sem ég hef smakkað eru væmin og þunn eins og vatn en þetta - ohohoo! Meira að segja ungfrú Elín, prótein súkkulaði anticristur át súkkulaðigumsið með bros á vör. Ég hristi þetta saman með Kelloggs Special K eftir æfingu og dýrðin varð eins og þykkur búðingur! Enginn klaki eða neitt. Guð má vita hvað gerist þegar ég hræri þetta saman í blender með klökum! Kannski Arnold schwarzenegger birtist í eldhúsinu mínu? Ég setti annars inn mynd af gleðinni - ég hætti næstum við því hún er jafn grinileg og tásveppur. En ég læt vaða engu að síður!

Scitec ofurprótein - bara snilld

Næstsíðasti jóladagatalskassinn!

Heilræði 15.12.2009

Súkkulaðiegg - klikkar aldrei

 

 

 

 

 

 

 

Sjáið svo bara hver kíkti á mig í gegnum tölvuskjáinn þegar ég kveikti á vélinni minni í morgun! Vinnan veit líka að jólin eru að koma... jebb. Ég fékk jólakipp í hjartað... hihi!

Jólavinnusveinn

Kíkti annars við hjá afanum mínum, í Garðabæinn, í gær þar sem hann er með málverkasýningu. Ég bara mátti til með að sýna ykkur hvað hann gerir fínar myndir. 

Ofurafinn 

Ég öölska myndirnar hans. Ég er með þrjár myndir eftir hann hérna heima, hver annarri flottari. Líka svo yndislega fínt að vera með myndir upp á vegg eftir einhvern sem þér þykir vænt um. Það eru bestu og "eigulegustu" hlutirnir að mínu mati. 

Afasýning

Afi að sýna Palla

Þessi eru í uppáhaldi hjá mér. Er meira að segja að spá í að setja upp hvolpasvipinn og sjá hvort hún bætist í safnið mitt Halo

Glæsilega fína myndin hans afa

Með tilheyrandi blikkum væri ég alveg til í að sjá þessar upp á vegg hjá mér líka. Græðgi og frekja?

Jökull

Snjór

Allskonar

Já, ég er enn að reyna að læra á nýju, glæsilega fínu Nikon myndavélina mína. Hún gerir þessum málverkum hinsvegar lítinn greiða eins falleg og þau eru.

Svo gaf amma mér hring sem hún bjó til. Svaðalega hæfileikaríkt móðurforeldra sett sem ég á... hoho Joyful

Ömmurhringur

Huhh! Þessi pistill var um allt og ekki neitt! Kvöldmatarblogg verða ansi fátíð þar sem öll kvöld hjá mér, þessa vikuna, fara í bakstur og almenna gleði. Jú, ég borða ennþá og jú, ég borða "rétt" en reiði á einfalda, endurtekna rétti sem klikka aldrei. Ekkert nógu spennó til að henda hingað inn. Þetta reddast eftir helgina - þangað til lifir þetta svaðalega "heilsublogg" á smákökum og konfekti. Kaldhæðið nokk!

Hafið það gott í dag. Bara 10 dagar í jólaönd, jólagraut og fyllingu sem fengi fullvaxta Spartverja til að gráta.


Sólarhringurinn í 180° hallandi á ská

Mikil þreyta í gangi á þessum bæ. Augun ranghvolfast og kvendið rétt heldur haus. Var samt óvenju spræk í ræktinni í morgun miðað við lítinn svefn, brenglaðar svefnvenjur og át í stíl. Magnað hvað skrokkurinn og blessaða innri klukkan, ef hún er þá til, fara í mikinn rússíbana við svona líka stórkostlegar breytingar á póstnúmeri... eða... landshlutum! Mikið er samt gott að vera komin á eðlilegt ról aftur. Iljarnar allar að koma til, fráhvarfseinkenni ostakökunnar alveg að hverfa - eina sem situr eftir er ofursyfjan sem er að hellast yfir mig núna. Sef hana úr mér í nótt! Ahh hvað það er notó að vera komin heim í gúmfey náttföt, undir teppi og byrja fyrri part jólamyndamaraþonsins í þessu líka fullkomna "hanga inni með kakó og horfa á jólamyndir" veðri.

Hér er svo partur af því sem ég keypti í Trader Joes. Partur... já! Ég er manneskjan sem fór til US&A og fyllti töskurnar mínar af hnetum og hnetusmjöri! Þarna inn á milli eru líka frostþurrkuð bláber - alger snilld! Ánægð með afraksturinn! Athuga skal að húfuna er ekki hægt að éta!

Trader Joes stash

Svo keypti ég líka þessa snilld. Pantaði bragðdropana á netinu áður en ég fór út. Prófaði karamellubragð í grautinn í morgun og já... það verður ekkert nema gaman að tilraunast með þessa gullmola!

Capella bragðdropar - dýrari en allt í heiminum, vel þess virði

Annað í fréttum: Það biðu mín 5 óopnaðir pakkar úr jólavinnudagatalinu í dag. Ég er komin með ágætis safn af smágjöfum sem hvíla sig á tölvunni minni. Þetta er mikil eign... mikill fjarsjóður. Svipað og þegar maður var lítill og fann óvenju langa trágrein. Trjágreinin var snarlega handsömuð og varð um leið mikil eign sem allir hinir krakkarnir vildu líka eiga - sem gerði trjágreinafinnarann sjálfkrafa að yfirvaldinu um stundarsakir. Trjágreinin fylgdi svo með heim, upp að dyrum og beið eftir manni alveg jafn frábærlega fín og deginum áður - eða þangað til stærri grein fannst... nú eða eitthvað annað. Eins og ponsulítill Rubiks Cube...

07.12.2009

Rúbí beibí. Ef ekkert er að gera...

 

 

 

 

 

 

 

  ... eða gúmmíeðla!

Mjög hentugt að grípa í hana þegar það er enginn penni til að fikta í! Mjööög hentugt!

Le dino

08.12.2009

 

 

 

 

 

 

 

Súkkulaði klikkar aldrei! Alltaf hægt að bíta í sjóleiðis og brosa á meðan.

Súkklaði klikkar aldrei

09.12.2009

 

 

 

 

 

 

Fimmtudags fílíngur!

"Voðalega er eitthvað uppi á þér *ritskoðað* ... hárið!"!

Súkkulaði... gúmmíeðla... uppblásið swingswong! (Nei.. ég ætla ekki að segja það upphátt hér)

10.12.2009

Appelsínugulur í þokkabót

 

 

 

 

 

 

 

Síðst en ekki síst. Jóla jóla!

Jólasveinn

11.12.2009

 

 

 

 

 

 

 

Farin að horfa á Grinch! Jebbs... það held ég nú! Njótið kvöldsins elsku fólk.


Útlönd eru góð, heima er best

Hellú mín kæru!

Eins glimrandi fínt og það er nú að komast í frí, fara til útlanda og brjóta upp rútínuna þá er ekkert jafn notalegt og að komast aftur heim. Gúmmulaðihellirinn tók vel á móti okkur, eins heimilislega gúmfí og kósý hann er ákkúrat þessa stundina, hreinn og fínn.

Ég get svo svarið það að ég held við höfum náð að labba Boston þvera og endilanga hið minnsta fimm sinnum. Iljarnar á mér eru ekki sáttar við labb maraþonið síðustu fjóra daga en þær komast vonandi yfir það. Láta mig vita með miklum eymslum og volæði í hverju skrefi. Toppstykkið var líka rétt búið að taka tímamismuninn í sátt þegar við fórum aftur heim. Hressandi fyrir systemið - sjússa aðeins upp svefnrútínu, matarræði og hreyfingu almennt. Mikið verður gott að komast í ræktina á morgun! Get ekki beðið!

Þetta var hinsvegar góð ferð. Jólastemningin beint í æð, endalaust labb, skopp á milli kaffihúsa og veitingastaða - ekkert nema æði. Skondna við þetta allstaman er að á meðan ég var úti þá var ég mjög dugleg að "velja rétt", "borða hollt" nema í þau tvö skipti sem ég og ofur Ostakökuverksmiðjan hittumst. Ostakökurnar þarna... jesús! Ég þarf að fara að Ostakakast! Núna sit ég hér heima, hálf vakandi-sofandi, búin að ganga frá góssinu með RUÐA KASSANN í fanginu. Við Palli erum að jólamyndast og nammiétast. Skamm Elín - en samt ekki. Langaði í nammi - þá fær átvaglið nammi!

En vindum okkur að myndum og almennri hamingju. Jú, ég tók áleggið af og skildi brauðið eftir.

Áleggspillari

Flugvélamatur eins og hann átti að líta út og leit út í raun og veru. Iss... svo borgaði ég 600 kall fyrir þetta! Tók hnetumix með fyrir holla fitu að sjálfsögðu. Palli borðaði smartísið, grjónin og tiramisubitann - ég pillaði kjúllann, hneturnar og kálið æpandi af hungri. Síðasta manneskjan í flugvélinni sem fékk mat afgreiddan. Allt eftir bókinni!

Hræðilegur fluvélakjúlliHungrið vinnur oftast

 

 

 

 

 

 

 

Dagur numero uno. Mjög menningarleg gerðum við okkur tilbúin í heljarinnar göngutúr um Boston. Palli er eins og 1000 ára gömul babuska - æðislegt!

BostongleðiBabúskugleði

 

 

 

 

 

 

 

Frekar góð með okkur örkuðum við íslendingarnir af stað og 5 mínútum seinna var rassinn dofinn af kulda og nefið næstum dottið af. Gladdi mig óstjórnlega þegar við fundum Starbucks! Hiti, nef að þiðna og jólatónlist. Tók nettan dans á gangstéttinni fyrir utan - gleðiköstin klikka ekki!

STARBUCKSJííííhaaawww

 

 

 

 

 

 

 

Hiti kominn í skrokkinn og jólatónlist og snúðalykt búin að fylla upp jólamælinn. Svolítið eins og að safna lífi í tölvuleikjum og Strarbucks er check pointið... aaaallavega - út að labba og skoða. Fyrsti dagurinn var æði. Snjór yfir öllu, frost beit í kinnar - fullkomlega jólalegt og frábært. Palli tók smá hitadans, hann var hættur að finna fyrir tánum á þessum tímapunkti.

Palli í góðum gír

Rúsína í helvíti. Pínkulítið hús.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ruðu línunni fylgt vel eftir Mjög vel

 

 

 

 

 

 

 

Mister Ellsen und PaulsenBoston public park

 

 

 

 

 

 

 

Boston public parkGreyið húfulaust með snjó á hausnum

 

 

 

 

 

 

 

 Þegar ég verð álfur æfi ég hérTaka myndir allstaðar

 

 

 

 

 

 

Aftur tók ég tryllingsgleðidans þegar ég rakst á Crate and Barrell. Ég eeelska þessa búð!

Ofurjólastemning

Ástæðan er meðal annars eftirfarandi! JÓLALEGT JÁ TAKK! Jólatilhlökkunarmælirinn sprakk og lítið sveppaský spratt upp úr höfðinu á mér!

Crate and BarrellCrate and Barrell

 

 

 

 

 

 

 

Ég fann að sjálfsögðu Ben&Jerry's ís. Butter Pecan er tegund sem ég var með á heilanum fyrir um það bil 8 árum síðan. Svo hvarf hann af Íslandinu. Ég varð að smakka hann aftur. Ég bara varð... og ég fann hann! Mikil spenna í loftinu þegar fyrsti bitinn var japlaður... ísinn stóð fyrir sínu!

Butter pecan smakkFyrsti bitinn - spennan eykst

 

 

 

 

 

 

 

Gleðin magnastJebb - hann brást mér ekki

 

 

 

 

 

 

 

Palli gerði miklar væntingar til þessa íss. Ég er bara búin að vera að tala um þessa dýrð við hann síðan við kynntumst fyrst. Hann bjóst við því að regnbogar og litlir hvolpar myndu birtast við át á þessari alheilögu frosnu mjólkurvöru og að svarið við öllu í heiminum yrði ljósara en talan 42!! Ég held hann hafi ekki séð hvolpa. "Elín.... þetta er vanilluís með pecanhnetum! Mjög góður... en Elín. Vanilluís... með pecanhnetum!".

Palli með ofurísinn - ekki jafn ofur á þeim bænum

Maður fer ekki til Boston nema smakka "Clam chowdah" og "Maine Lobstah". Sem við gerðum að sjálfsögðu. Súpan var mikið frat. Eins og brokkolísúpa á góðum haustdegi! Við skiptum súpunni og Palli endaði á að hamsa hana í sig. Humarinn hinsvegar.. ójá. Humarinn var ljúfur sem lamb humar.

Clam chowdahMaine Lobstah

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar þykir mér íslenski humarinn alltaf bestur. Töluvert meira fiskibrað af t.d. þessu eintaki og kjötið í grófari kanntinum. Palli komst mjög fljótt að því. Eftir fyrsta bitann voru miklar og jákvæðar humaryfirlýsingar í gangi og humarlufsur, sem héngu fastar í tönnunum á Palla, svoleiðis frussuðust í allar áttir eins og Zoidberg væri að tala - þið kannist kannski við hann úr Futurama. Hvort heldur sem er var það svo hryllilega fyndið að ég trylltist úr hlátri. Ég hló svo mikið að ég hélt hvorki vatni né vind (krúttaraleg lýsing ekki satt?) og á endanum var ég byrjuð að slefa - ég grínast ekki. Aumingja þjónninn hefur líklegast haldið að ég væri að kafna þar sem tárin runnu niður kinnarnar og ég hélt klút upp að munninum svo ég myndi nú ekki frussa yfir máltíðina. Athugið svo eitt, myndin af lufsunum hér að neðan er eftir að Paulsen var búinn að hreinsa aðeins til.

Humarlufsur Hláturskasti að ljúka

 

 

 

 

 

 

Herra Páll og smekkurinn.

Glæsilegur með smekkinnHumarhrúga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að auki við humarinn pöntuðum við okkur krabbasalat. Það var ljúffengislega gleðilegt að borða. Ég stútaði því svo gott sem ein.

Krabbasalat - mælimeð'í

Eftir átið fórum við sérstaka ferð í þessa snilldar búð! Mekka alls sem ég dýrka og dái!

Trader Joes... af hverju er þessi snilld ekki á Íslandi?

Fair trade, lífrænt, gerviefnalaust, hnetu- og matvöruofurúrvalshimnaríki! Vildi óska að ég gæti keypt um það bil allt þarna inni og komið því heim! *Fnaaas*

Hnetur af öllum stærðum og gerðumPalli búinn að sanka að sér hnetumixum

 

 

 

 

 

 

 

Quincy market var skoðaður vel og vandlega. Ristastórt langt hús, í raun bara gangur sem er stútfullur af matvöruverslunum. Stjörnutorg margfaldað með fimm ljósárum og öllum freistingum sem þér dettur í hug.

Matur svo langt sem augað eygirFreyheystingar

 

 

 

 

 

 

 

Mjög margarCheers

 

 

 

 

 

 

Líða tók að kveldi og við fórum í svakalega túristalegan hestvagnatúr. Eins túristalegur og hann var þá var það lúmskt skemmtilegt. Sátum í rólegheitunum með teppi yfir okkur. Vantaði bara kakó og smákökur.

Túristahestvagnagleði

Til að toppa jólagleðina þennan daginn fann ég risatré! Á þessum tímapunkti hefði ég líklegast unnið jólasveininn í sjómann og fengið einn álf í kaupbæti!

Risatré í lélegum gæðum

Til að gera langa sögu stutta!

Palli vs. Ella

PallamaturEllumatur

 

 

 

 

 

 

 

PallamaturEllumatur - hafrar og smoothie

 

 

 

 

 

 

Cheesecake factory! Halelújah, amen, oh lord... ostaguðinn tilbeðinn með mikilli áfergju. Brúna brauðið er eins og rúgbrauð - bara mjúkt og fluffy.

Biðjum til ostaguðsins Biðum eftir mat brauð

 

 

 

 

 

 

 

Djúpsteikt mac'n'cheese. Subbulegur Sæmunur a la Ragga. Við skildum bæði skurnið eftir.

Djúpsteikt mac'n'cheeseeuuw

 

 

 

 

 

 

 

Palla matur - Ellu matur og svo... ójá... ostakökurnar!! Himnaríki í kökuformi!

HambóLe salad

 

 

 

 

 

 

 

KökudeigsostakakaTvöföld súkkulaðiostakaka

 

 

 

 

 

 

 

Sameiginlegt át.

Teriaki kjúlli - svaka góðurMiso súpa

 

 

 

 

 

 

 

Orange laxa rúllasashimi

 

 

 

 

 

 

 

Ég var mjög forvitin að smakka kolkrabbann. En guð... óguð hvað hann var hræðilegur. Bragðið var ekki slæmt en áferðin! Eins og að tyggja gúmmímottu með plasttöppum og... ((hrollur))... ekki það að ég hafi oft tuggið gúmmímottur með plasttöppum. Þetta var skelfilegur biti og honum komið fallega og laumulega fyrir inn í munnþurrku!

Hræðilegur gúmmímottu kolkrabbi

Kjúllasalat með mozzarella og ristaðri papriku ásamt mjög vel þegnum ávaxtabolla.

Grillaður kjúlli og salatískaldir ávextir og melónubitar

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo þarf maður að sjálfsögðu alltaf að smakka ís sem þykist vera tiramisu og panna cotta ásamt kasjúhnetum á stærð við stórutá og girnilegu "gúrmey" nammi. Það stendur í "Alltaf að prófa" bókinni. Einmitt! Henni skal ætíð hlíða!

Panna cotta og tiramisuísOfurnammið - svona fer í jólapakkann

 

 

 

 

 

 

 

RisakasjúMög massívar hnetur

 

 

 

 

 

 

 

Enn ein ferðin á Cheesecake. Síðasta ferðin... hér var litla Palla bannað að fá sér bjór. Hinn 28 ára gamli snúður pantaði í sakleysi sínu einn Sam Adams og var kurteisislega beðinn um að sýna skilríki, mér til tryllingslegrar hamingju. Ekkert vegabréf, enginn bjór og aumingja bjórlausi Palli sat uppi með límonaði! En það var allt í lagi - ostafylltar, grillaðar döðlur vafnar beikoni björguðu bjórleysingjanum! Jebb, það sést langar leiðir - þetta var bara gott!

Grillaðar beikonvafþar döðlur með ostafyllinguGrillaðar beikonvafðar döðlur með ostafyllingu

 

 

 

 

 

 

 

Aftur Palli vs. Ella. og ostakökurnar. Jarðaberja og karamellu-hnetusmjörs. Gvöðmöndör! Snæddar í sameiningu og eintómri gleði. Ef þessar ostakökur væru seldar hérna heima, þá myndi ég skipta út nammidags bragðaref fyrir eina sneið!

Parmesan kjúklingapastaKjúllasalat

 

 

 

 

 

 

 

Jarðaberja klassíksKaramellu-hnetusmjörs

 

 

 

 

 

 

 

Jasoh... fjórir Bostondagar næstum því upptaldir í áti. Nokkuð gott. Líka nokkuð gott þegar ég mætti heim þá beið mín eftirfarandi ofurgræja! Ég trylltist af gleði!

Kitchen AidKitchen Aid

 

 

 

 

 

 

 

Nú er ekkert sem stoppar kvendið í bakstri og jólapakkagerð!!!Bring it on!

Yndislega fína rútínan mín er hafin að nýju. Forstart á jólapakkaundirbúning á morgun og bakstur helgina á eftir. Fer ekkert út af sporinu fyrr en.. ója, þið vitið það. 24. des. klukkan 18:00!

Elsku fólkið mitt... 13 dagar, 24. desember klukkan 18:00! W00t


Jólin mætt í Gúmmulaðihellinn

1. desember! Hihiiiii

Það er orðið jólalegt. Svo mikið jólalegt! Fyrsti í aðventu liðinn, Boston Boston Boston eftir 4 daga, uppskriftirnar í jólapakkann eru allar að taka á sig mynd og skreytarinn tók völdin um helgina. Smá partur af jólaskrauti komið upp. Á til dæmis eftir að kaupa greni greinar ofan á píanóið. Gúmmulaðihellirinn er geigvænlega kósý og heimilislegur þessa stundina. Smákökulykt eftir bakstur, jólalög... náttúrulegt umhverfi átvaglsins.

Jólakisi

Jólahorn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Þorlák verður svo Lilli Au skreyttur. Lilli Au er gervijólatré sem er minna er allt sem er lítið í heiminum, ræfilslegt, bert en best! Ekkert sem jólaskraut og almenn hamingja ráða ekki við. Eftir skreytingu á Lilla Au tekur við jólamyndamaraþon. Christmas Vacation, Lord of the Rings, Nightmare before Christmas, Love Actually, Bad Santa, The Grinch... elsku besta fólkið mitt. Ef þið bara gætuð fundið það gegnum skjáinn hversu mikill jólasveppur ég er, hversu mikið ég hlakka til og hversu mikið ég lifi og hrærist í þessu jólastússi, þá mynduð þið án efa brosa út í annað.

Uppáhalds kirkjan mín

Julelys

 

 

 

 

 

 

Píanógleði

 Eldhúsglugginn

 

 

 

 

 

Svo á ég það til, ef ég verð óviðráðanlega spennt yfir einverju, að stappa niður fótunum, klappa saman höndum mjög hratt og ískra. Spennukippir sem ég tek ekki einusinni eftir sjálf. Palla þótti þetta mjög truflandi fyrst þegar hann varð vitni að gjörningnum... inn í miðri Kringlu... ég held hann sé þó búinn að venjast gleðitryllingnum.

Gríla og LeppalúðiVantar grenið

 

 

 

 

 

 

 

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá snýst jólaskraut mikið um jólaljós í mínum helli. 

Ahh jólin! Jólaönd! Jólagrautur! Jólanáttföt! Jólakonfekt! Jóla jóla.


Góðir grautar og pakkastúss

E-grautur eftir aldeilis ágæta brennslu í morgun. Þetta var besti grautur sem ég hef borðað í langan tíma. Ekkert öðruvísi eldaður en aðrir E-grautar sem ég hef hrært í en guð minn góður hvað það skiptir miklu máli hvenær átvaglið borðar. Yfirleitt er ég að borða fyrstu máltíð dagsins klukkan 06:00 að morgni og þá næstu klukkan 09:00. Fyrsta máltíðin í dag var eftir ofurbrennsluna klukkan 08:00. Ég get svo svarið það að maginn á mér var við það að breytast í svarthol þegar ég smjattaði á fyrsta grautarbitanum - himeskur biti sem það var.

Ofur E-grautur

Þegar ég mætti í vinnuna beið mín pakki.

Vinnupakki

JÓLADAGATAL! Hihiiiii...

Jóladagatal

Æðisleg hugmynd!

Numero uno

Fyrsti böggull opnaður 

 

 

 

 

 

MiðinnAllt að ske 

 

 

 

 

 

Hringur og stimpillSvona líka fínn 

 

 

 

 

 

Úúú.. stimpill líka! Þetta er eins og dótið sem maður fékk hjá tannlækninum í "gamla daga".

Stimplahringur

Ég lét þó ekki glepjast. Pakkar höfða ekki til mín. Jólin snúast ekki um pakka og peninga og gjafir og efnishyggju og...

...

FootinMouth

Það er samt ekki alfarið satt - ÉG ELSKA PAKKA!!! það er alltaf gaman að fá pakka! Þetta var æði og ég á mjög erfitt með að rífa ekki upp restina til að sjá hvað er í litlu fínu kössunum! Gaaaahh!! W00t


Ég er þakklát fyrir...

...vinina mína!

Ég er þakklát fyrir marga aðra hluti, en í dag er ég þakklát fyrir þennan æðislega frábærlega fína vinahóp sem ég tilheyri. Ég er eitt heppið átvagl! Þakkargjörð númer 2 byrjaði, leið og lauk uppúr miðnætti í gær. Maturinn var stórkostlegur, félagsskapurinn frábær og andrúmsloftið ljúfara en heitt kakó með rjóma þegar kalt er úti. Dag og Gunna vantaði sökum vinnu og náms erlendis, þeirra var sárt saknað - en það kemur þakkargjörð eftir þessa. Æhj hvað það var gaman í gær!

Le monstre

Þórunn sæta yfirkokkur

 

 

 

 

 

 

Hjölli ákvað að setja upp "Ætlarðu að taka myndir í allt kvöld" svipinn. Ótrúlegt en satt þá náði hann að setja svipinn upp á hverri einustu mynd - í miðju hláturskasti og allt. Mikið afrek verð ég að segja!

Egill og Hjölli Elín Lóa

 

 

 

 

 

 

 

Ernan mín og mister PaulsenJebb... hópurinn stækkandi fer

 

 

 

 

 

 

 

Soðið í sósunaÁtvaglið og bananinn

 

 

 

 

 

 

 

Mister Paulsen Egill og Rikke

 

 

 

 

 

 

Kalkúnninn smjörvafinn, smjörhelltur og smjörleginn. Settur inn í ofn síðustu 20 mín. fyrir fallegan gullinn lit og stökka skorpu - húð - skinn... igh!

Turkey birdSmjör og meira smjör

 

 

 

 

 

 

 

Friends.. mörgum til einróma gleðiEmelía krúsíbomba

 

 

 

 

 

 

Borðhald og sósa að taka á sig mynd.

Risaborð fyrir risahóp af fólkiSósan að verða tilbúin

 

 

 

 

 

 

Sætar kartöflur með sykurpúðum og aðrar með sveppum og rjóma. Mikil hollusta í gangi á þessum bæ - en ó hvað sálin varð húrrandi kát og sátt við lífið.

Sætar kartöflur og sykurpúðarSætar kartöflur, sveppir og rjómi

 

 

 

 

 

 

Gleði við borðið með flassi og án. Mjög miklar myndavélatilraunir í gangi. Hjölli í svakalegum flasslausum snúning.

GleðiborðGleðiborð án flass - Hjölli í góðri sveiflu

 

 

 

 

 

 

 

Kúninn í góðum fílingHlaupið var ofur.

 

 

 

 

 

 

 

ValdorfinnFylling a la Jói Fel... maður má nú svindla smá

 

 

 

 

 

 

 Snæbjörn og Elín Lóa mjög kát með að eftirréttirnir séu að mæta á svæðið.

Snæbjörn og Elín LóaPecan pie

 

 

 

 

 

 

 

Pecan pie krumsPumpkin pie

 

 

 

 

 

 

Milljón húrra og hopp fyrir Ómari og fjölskyldu að lána okkur hús og eldhús, snilldarkokkunum Þórunni og Þorbjörgu fyrir kalkún, salat og kökur, Ernu fyrir ofur trönuberjasultuhlaupið og eitt klapp á mitt bak fyrir að stappa sætar kartöflur og fylla þær af smjeri og sykri. Ótrúlegt afrek ekki satt? Svo fær hópurinn í heild sinni 12 stjörnur af 10 mögulegum...

Uppáhalds fólkið mitt

Má líka taka það fram að fyrir aftan okkur á þessari mynd var arinn í blússandi fílíng - okkur var öllum mjög heitt á rassinum en héldum það út í 10 mínútur og myndatöku á 3 mismunandi vélar!

Takk fyrir kvöldið mín kæru. Þetta var æði!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband