Sólarhringurinn í 180° hallandi á ská

Mikil þreyta í gangi á þessum bæ. Augun ranghvolfast og kvendið rétt heldur haus. Var samt óvenju spræk í ræktinni í morgun miðað við lítinn svefn, brenglaðar svefnvenjur og át í stíl. Magnað hvað skrokkurinn og blessaða innri klukkan, ef hún er þá til, fara í mikinn rússíbana við svona líka stórkostlegar breytingar á póstnúmeri... eða... landshlutum! Mikið er samt gott að vera komin á eðlilegt ról aftur. Iljarnar allar að koma til, fráhvarfseinkenni ostakökunnar alveg að hverfa - eina sem situr eftir er ofursyfjan sem er að hellast yfir mig núna. Sef hana úr mér í nótt! Ahh hvað það er notó að vera komin heim í gúmfey náttföt, undir teppi og byrja fyrri part jólamyndamaraþonsins í þessu líka fullkomna "hanga inni með kakó og horfa á jólamyndir" veðri.

Hér er svo partur af því sem ég keypti í Trader Joes. Partur... já! Ég er manneskjan sem fór til US&A og fyllti töskurnar mínar af hnetum og hnetusmjöri! Þarna inn á milli eru líka frostþurrkuð bláber - alger snilld! Ánægð með afraksturinn! Athuga skal að húfuna er ekki hægt að éta!

Trader Joes stash

Svo keypti ég líka þessa snilld. Pantaði bragðdropana á netinu áður en ég fór út. Prófaði karamellubragð í grautinn í morgun og já... það verður ekkert nema gaman að tilraunast með þessa gullmola!

Capella bragðdropar - dýrari en allt í heiminum, vel þess virði

Annað í fréttum: Það biðu mín 5 óopnaðir pakkar úr jólavinnudagatalinu í dag. Ég er komin með ágætis safn af smágjöfum sem hvíla sig á tölvunni minni. Þetta er mikil eign... mikill fjarsjóður. Svipað og þegar maður var lítill og fann óvenju langa trágrein. Trjágreinin var snarlega handsömuð og varð um leið mikil eign sem allir hinir krakkarnir vildu líka eiga - sem gerði trjágreinafinnarann sjálfkrafa að yfirvaldinu um stundarsakir. Trjágreinin fylgdi svo með heim, upp að dyrum og beið eftir manni alveg jafn frábærlega fín og deginum áður - eða þangað til stærri grein fannst... nú eða eitthvað annað. Eins og ponsulítill Rubiks Cube...

07.12.2009

Rúbí beibí. Ef ekkert er að gera...

 

 

 

 

 

 

 

  ... eða gúmmíeðla!

Mjög hentugt að grípa í hana þegar það er enginn penni til að fikta í! Mjööög hentugt!

Le dino

08.12.2009

 

 

 

 

 

 

 

Súkkulaði klikkar aldrei! Alltaf hægt að bíta í sjóleiðis og brosa á meðan.

Súkklaði klikkar aldrei

09.12.2009

 

 

 

 

 

 

Fimmtudags fílíngur!

"Voðalega er eitthvað uppi á þér *ritskoðað* ... hárið!"!

Súkkulaði... gúmmíeðla... uppblásið swingswong! (Nei.. ég ætla ekki að segja það upphátt hér)

10.12.2009

Appelsínugulur í þokkabót

 

 

 

 

 

 

 

Síðst en ekki síst. Jóla jóla!

Jólasveinn

11.12.2009

 

 

 

 

 

 

 

Farin að horfa á Grinch! Jebbs... það held ég nú! Njótið kvöldsins elsku fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfing var nú skemmtilegt að kíkja hingað inn og sjá ekki eitt blogg, heldur tvö

Er ein af þessum sem þekki þig bara alls ekki neitt en kíki hingað inn á hverjum degi síðan ég rambaði hingað fyrir tveimur mánuðum. Alveg ómissandi partur af bloggrúntinum núna

Ella (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 19:42

2 identicon

 Thú fannst kallinn í New York City:

Matur svo langt sem augað eygirLaumuber

Hungradur (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ella: Eins og ég er búin að vera að segja í allan dag þá eruð þið alveg æðisleg. Takk fyrir Ella. Ég er mjúk eins og bráðið súkkulaði í sálinni eftir daginn og öll þessi fínu, fínu komment.

Hungraður: HAHAHAHAHAH!!!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 21:15

4 identicon

 Bombay Club:

Bjarni HarðarsonLaumuberJón Baldur Lorange

Hungradur (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 08:23

5 identicon

vvááá ég hefði sko misst mig líka i þessari búið.. elska hnetusmjör.. sniðug varstu að láta senda þér svona dropa.er örugglega geðveikt i pönnsurnar.. 

það er alltaf gott að fá hrós. enda áttu alveg mörg hrós fyrir þetta frábæra blogg :)

Heba Maren (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:59

6 identicon

Ha ha, ég kom líka með fullt af mat heim frá New York um daginn, allar sortir af larabar, trönuber, dropa og ýmislegt spennandi ;)

Laufey (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:57

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svo mikið úrval og mikið af nýju! Maður verður að grípa svona girnó með sér heim

Elín Helga Egilsdóttir, 12.12.2009 kl. 23:59

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Capella droparnir eru sniiiilllld... búin að nota þá í nokkur ár í pönnsurnar, hrikalega gaman að fá nýtt bragð á hverjum morgni.

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.12.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband