Færsluflokkur: Morgunmatur

MEIRA.... spínat, MEIRA...chia

Nú úr því ég keypti spínatpoka sem dugar ofan í 32,5 svangar Elínar þá er eins gott að nýta það.

Eins og Stella í orlofi og laxaævintýrið!

Spínatbollur, spínatsamlokur, spínatgrautar, spínatnammi...

...spínat í eggjahvítuköku ásamt grænu, dijon og smá balsamic?

Chiaeggjahvítukaka með grænu

SPÍNAT

Chiaeggjahvítukaka með grænu

Jebb. Fékk mér svoleiðis í morgunmat. Nánari útlistun er væntanleg síðar en í eggjahvítukökunni leynist...

Chiaeggjahvítukaka

 ...CHIA! Jebb. Blandaði þeim við hvíturnar í gærkveldi. Aftur... nánari útlistun væntanleg síðar en gaf skemmtilegt kram fyrir áferðaperrann.

Konan sem át einvörðungu spínat og chia og lifð hamingjusöm til æviloka...

...þangað til súkkulaðiframleiðslu alheimsins var hætt, kaffibaunum stútað, kveikt í öllum chiaplöntum og ís þurrkaður af yfirborði jarðar sökum einskærrar illkvittni og allmenns leiðindapúkaskapar!

Almenns... leiðindapúkaskapar? GetLost Hmmm!

Einn gúllsopi af þessu og ómyndaður kaffibolli sem ég er að sötra núna.

ómægod3

Þó svo gumsið hafi verið æði gott, og ég á góðri leið með grænmetisátfjölgun, þá þykir mér alltaf svo dónalegt að fá mér ekki graut eða skyr eða eitthvað... jah... sætt, í morgunmat. Morgunmatur er helgistund fyrir átvaglið mín kæru. Eitt af mínum uppáhalds étum! Fyrir mér eru eggjahvítukökur, grænmeti, pulsur, salt salt salt, eitthvað sem maður borðar í hádeginu eða kvöldin. Var svolítið eins og morgunmatnum hafi verð rænt af mér í dag. Sorgin einar!! Bætti því smá vanillu torani út í eggin áður en ég steikti, bara til að fá fílínginn en jú, er hálf allsber og ómöguleg í morgunmatsperranum á mér!

*grát* átið var samt skemmtilegt og gleðilegt og fiðrildi og regnbogar *grát*

Tók svo eina Stunu í morgun. Eitt klapp fyrir því!

Krappedísúlu!! Armbeygjur langsamlega erfiðastar og froskar stúta fótum.

38:26 mínútur. Í staðinn fyrir "moon runner", þar sem ég var ekki með svona ægilega fínt dýfutæki, tók ég venjulegar dýfur á bekk, tekur skemmri tíma.

Góður dagur í dag? Já... já það held ég nú takkfyrirsælir!


Spínat, meira spínat!

Stjáni Blái

Það er gott, það er hollt, það er grænt og þú finnur ekki fyrir því.

Lofa... ég lofa svo langt sem augað eygir og jafn mikið og mér þykir ís góður.

Lofa!

Hef sagt það 107 sinnum áður og allt er þegar þrennt er. Ég er því búin að staðfesta þetta löglega um það bil 35.6 sinnum.

Svo lengi sem þú setur ekki allan spínatpokann ofan í blenderinn að sjálfsögðu. Elsku manneskja, allt er gott í hófi!

200 gr. skyr í blender, skvetta af vatni, kleiks, væn lúka spínat, 2 tappar vanillu torani, 1 tappi vanilludropar, 1 tappi heslihnetutorani, ómægod3 lýsi, 1 tsk hörfræ og 1 msk chia sem fengið hefur vatn að drekka.

spínatchiaskyr

Chia chia

Hræra vandlega og vel.

Vandvel og vellega!

Hér skal röra

Hella í skál, já, í skál því ég er perri og mér þykir gaman að borða boozt/skyrdrykki/slurp með skeið.

Nokkur hind- og bláber, möndlur og þú ert góð(ur) í át!

Glæzilegt ekki satt?

Spínatskyr með chiafræjum og berjum

spínatchiaskyr með berjum og möndlum

Búið

Takk fyrir mig.

Þetta var æði!


3 mínútur

Ég veit ekki hvort ég geti kallað þessa skyrgrauta... grauta... eða skyrgums.

Þó gumsið prýði höfrum, þá er þetta nú varla grautur per se... eða hvað?

Skilgreining mín á hafragraut er svosum ekki hefðbundin, þá miðað við vatnsblandað haframjöl með salti og mjólkurdreitli. Þó það sé nú ægilega dónalega skemmtilegt að fá sér einn upprunalegan af og til.

Morguninn fór annars í brennslu, interval og skyrgrautshræru extraordinaire!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Extra... ordinaire!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

"Af hverju?" Gæti poppað upp í kollinn á þér. "Þetta er nú ekki það fallegasta sem ég hef séð."

Abbabb abb.. ekki svona fljót að dæma. 

Bragðið gott fólk... áferðin...

Bráferðin!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Eins... og karamella! KARAM-ELLA!

Egó? Hvað meinarðu... hvað er egó?

Áferðin er líka gooorjös. Þykkt já, en samt... mjúkt. Bráðnar eiginlega upp í manni! Hmm, hvernig get ég best lýst þessu.

Leimmér að hugsa þetta aðeins. GetLost

Gerið þetta á morgun. Plís! Guð mun gráta ef þið útbúið þetta ekki. Víljið þið hafa það á samviskunni? Það tók mig ekki nema 3 mínútur að hræra í þetta, 4 ef þið teljið örbylgjuna með.

Einn... tveir... og... svo...

*anda inn*

Um 20 gr. hafrar í skál + vatn og örbylgja. Bæta þá út í gvömsið góðri tsk muldum hörfræjum, 1 tsk omega3 lýsi, 1/2 msk chia, 2 töppum vanillu torani, 1 tappa heslihnetu torani og 1 tappa vanilludropum.

*anda frá*

Húhh... þetta var upptalning!

*anda inn og tala á innsoginu*

Svo bæta út í dýrðina uþb. 100 gr. skyri, hræra smá en ekki alveg. Svo gommu af blá- og hindberjum.

Rétt hræra.

*anda út með eilitlu frussi í endann*

Strá svo með hör og möndl.

Ísskápa!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Oj, hör.

Ég ætla að möndla aðeins með þessa hör? Ojj. Ég tek þetta til baka...

...guðanna bænum elsku bestu. Viljið þið gera það fyrir mig að möndla ekki með hör í morgunmatnum ykkar og strá bara muldum hörfræjum og möndlum yfir gumsið.

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Þetta gums er GEGGJAÐ! Hálfgerðar grautarkaramelluklessur inn á milli skyrsins (af því ég blandaði ekki í muss), eilítið sítrónubragð af ómægod, sem kom mér á óvart að passaði með. Finnið ekki fyrir skyrbragði. Heslihnetubragðið rétt lætur vita af sér í lokin og vanillan alveg að gera sitt. Súrsæt ber og kram úr möndlum... gott fólk. Hvernig getur þetta klikkað?

Var að fá mér annan bita... díses. Vildi óska að þið gætuð smakkað!

RJÓMI!!! ÞARNA KOM ÞAÐ!

Bragðið er milt, eins og af rjóma, og áferðin ekki ósvipuð rjómablandaðri grískri jógúrt!

Hvernig er það fyrir fimmtudagsmorgunmat!! Hmm...haaa? Já takk!

Halló ber

Karamella, möndlur, ber, þykkt... dásamlega nákvæmlegaþykkt!

Tók mig pínkulitlar 3 mínútur að klára þetta. Þvílík óhemja. Synd og skömm! Alltaf... það skal ætíð og alltaf borða hægt og njóta gott fólk. Þarfa taka mig á í þessu hægáti.

Gleðitryllingssprengja!!!

Ætla að fá mér þetta aftur um helgina og koma með skothelda "uppskrift".

nnnnnnamm

Það tók mig líka 3 mínútur að standa upp af klósettinu í morgun ... svona ef þið eruð forvitin og vilduð fá að vita hvernig harðsperrunum mínum farnast.

3 mínútur gott fólk!!

Ég tel þó ekki með mínúturnar sem það tók mig að standa upp af gólfinu eftir að ég skúbbaði mér af setunni.

Ef þið sjáið þessa hrygðarmynd fyrir ykkur, þá er ætlunarverki mínu lokið. 

Ég vona að þið getið notið dagsins eftir þessar upplýsingar.

Afsakið!


Laugardagur til leti

Laugardagar eru farnir að færast ískyggilega yfir á letilistann sem frídagar. Er mun sprækari til hreyfings á sunnudögum af einhverjum ástæðum.

Tók þó þetta interval í dag. Skorið mitt varð eftirfarandi.

1. hluti – Tími, 30 endurtekningar

Ein endurtekning = eitt stórt jafnfætis hopp fram, tvö lítil afturábak og svo beint í áttu.

- Átta er armbeygja, nema þú hoppar sundur með fætur þegar þú ferð niður í armbeygjuna, saman þegar þú þrýstir upp.

Þetta hopp er lúmskt ógeðslega erfitt og ojbara hvað ég dó eftir 12 endurtekningar!

Ella: 5:40, Stuna: 4:48

2. hluti – 5 mínútna interval (10 sek hvíld, 20 sek vinna) 

Var ekki með sippuband svo ég tók bara hrein og bein há hné og skipti úr jumping jacks yfir í low jacks. Fyrst HH (Há Hné) svo Jumping Jacks (JJ):

  1. Ella: 60, 40 - Stuna: 46, 40
  2. Ella: 56, 36 - Stuna: 51, 43
  3. Ella: 50, 34 - Stuna: 52 ,40
  4. Ella: 50, 30 - Stuna: 50, 41
  5. Ella: 52, 33 - Stuna: 44, 40

3. hluti – Tími, 30 endurtekningar

Ein endurtekning = Hliðarplanki + magakreppa. Vinstra hné í átt að hægri olnboga, ef vinstri fótur er nær gólfi. Beint úr hliðarplanka í armbeygjustöðu þar sem vinstra hné er otað að hægri olnboga, undir maga, og svo loks hægra hné að vistri olnboga. 

Ella: 3:14 (Gefið, var ekki búin að sippa neitt), Stuna: 4:46

Gleðilegt nokk!

Æfing búin og beint í át. Bjó mér til hindberjasósu og bætti út í hana Chia! Það var bara, fullt af orðum sem enda á -legt, eins og gleðilegt, ánægjulegt, skemmtilegt... skulum ekki fara út í leiðinlegt enda á það ekkert heima í þessum pistli, að kjammsa á þessari snilld. Ég sé bláberjasósur, blandaðar ávaxtasósur fyrir mér á komandi dögum! Grautar, skyr, kokteilar, pönnsur... *gleði*

Hitaði hindberin í örbylgju þangað til þau breyttust í muss, bætti út í þau kanil/torani/vanillu/ögn salti/ chia og smá vatni. Leyfði að standa í 5 mín þangað til þykkt.

Hinberja-chia sósa

Svo beinustu leið út á skyr... eða graut... eða bara upp í svartholið!

Ég nýtti mér skyrið í dag!

Skyr með Chia-hinberjasósu

HRÆRA!

Skyr með Chia-hinberjasósu

Eigið gott kvöld - sushi og vinkvennaspjall er fyrirséð í minni nánustu framtíð!


Lagskiptur Chiaskyrkokteill með bláberjum

Interval yfirstaðið. Tók mig 16:00 mínútur sléttar að klára þetta án þyngdar + 30 fram/afturstig á hvort fót.

Höfum þetta því einfalt, elegant og svolítið menningarlegt.

Því einfalt, elegant og menningarlegt var það í gærkveldi.

  • Blanda saman skyri, torani, hörfræjum, vanilludropum og bláberjum. Setja til hliðar.
  • Blanda saman 1 msk chia, 1 tappa torani, kanil og vatni eftir smekk. Setja... á ská?
  • Ná í elegant og menninarlegt glas. Verandi glas á fæti. Setja bara eitthvert... þó helst í gripfæri.

Chiaskyrkokteill

Alltið og sumtið.

Byrja svo að raða gumsinu ofan í glasið góða og voila.

Lítur þetta ekki krúttaralega út? Hmm.. ha?

Ægilega fensí.

Skiptir öllu fyrir bragð og gæði. Allt annað!

Nei... það er engin kaldhæðni í þessum orðum!

Chiaskyrkokteill með bláberjum

Örlítið meiri fyrirhöfn en að gúsmla öllu draslinu saman í skál og láta þar við sitja.

Chiaskyrkokteill með bláberjum

Aðeins of mikil "fyrirhöfn" til að nenna að gera á hverjum degi?

Chiafræin mín fínu

Aðeins of mikið pjatt bara til að búa til eitthvað "fínt"?

Chiaskyrkokteill með bláberjum

Ægilega gaman að geta sagt "Lagskiptur Chiaskyrkokteill".

Þá helst þegar maður er með pípuhatt og einglyrni "mmyyyeeees...".

Chiaskyrkokteill með bláberjum

En hooooolySkyr hvað það var gaman að borða þetta svona lagskipt. Sérstaklega þegar hægt er að gramsa gegnum hvert lag fyrir sig. Hægt að borða Chiablandið sér, skyrið sér... hræra saman. Óóó þú ljúfa líf. Stundum finnst einmana bláber... vantaði bara hneturnar mínar.

Og átgjörningnum getur maður fylgst með í beinni útsendingu... í gegnum glasið!!

Það er mjög perraleg ánægjan sem fylgdi fótaglasátinu! (amk innihaldi þess)

Mjög perraleg!

SKÁL!

Chiaskyrkokteill með bláberjum

Chiaskyrkokteill með bláberjum að verða étinn

Come to mama

Hægt að fylgjast með átinu

HRÆRA!!!

Chiaskyrkokteill með bláberjum

Chiaskyrkokteill með bláberjum

Nú er mikið uppáhalds hjá undirritaðri að borða upp úr fótaglasi!

Lítið þarf til að gleðja auma sál!

Fótaglasgleði

Pjatt eða ekki pjatt... þetta ætla ég að gera aftur!!

Nohm!


Feita kæfan og mjóa kæfan

Hvað gerir maður við 107000 milljón ára gamla frosna rollu?

Jú!

Sýður hana í 107000 milljón sekúndur, ásamt kryddi, þangað til hún breytist í muss ásamt öllu sínu speki!

Annan helminginn sigtar maður eilítið. Hinn lætur maður standa óhreyfðan og önaðslegan. Þið megið geta hvoru megin feita kæfan er!

Feita kæfan og mjóa kæfan

Þannig var sagan af feitu kæfunni og mjóu kæfunni.

Ekki það að kæfa sé í einhverjum tilfellum mjó í sínu kæfulega eðli. Ekta gammeldansk íslenskar hestamannaeftirátsferðarkæfur! Söfnum saman rollunum og fáum okkur svo að éta kæfa. Fyrir tíma hersins kæfa.

Hún var suddalega góð.

Den tid, den sorg þó. Kæfuát átti sér stað fyrir tíma detox - fyrstu tvær vikurnar að verða yfirstaðnar og ganga svona glimrandi ofurvel. Engin dreplöngun eða hræðilegheit enn sem komið er. Styrkurinn að heilsa upp á skrokkinn á nýjan leik og andnauð að hverfa. Skoh - tók nú ekki nema tvær vikur að reddessu. Kannski ég reyni að halda hreinfæðisátið út í 2 - 3 vikur í viðbót? Sjáum hvað átvaglið segir. Það vita allir sem átvaglið þekkja að átvaglið ræður...

...átvaglið ræður alltaf!

Epli í morgunsárið og chiaskyr gúllað rétt í þessu. Maginn sáttur sem... á... ttur?

Ekki girnó að sjá feitu- og mjóu kæfuna og svo beint í skyrið?

Chiaskyr með hörfræjum og torani sykurlausu sýrópi

150 gr. skyr, 1 msk chia, 1 tsk hörfræ, torani vanillu sýróp, smá sítrónudropar og beint inn í ísskáp í morgun eftir eplaát.

Ég var mjög hamingjusöm á meðan áti stóð.  Það verður ekki af chiaskyrinu tekið, föllkomið í sinni einföldustu mynd.

Ætla að taka þessa æfingu eftir rúman klukkutíma og svo ætla ég að njóta laugardagsins sem mest ég má. Eggjahvítukaka og kjúlli í minni nánustu framtíð!

Vona að kvöldið verði ykkur ljúft mín kæru!


Brúnskyr? Skyrkál?

RÆS KVENMANNSBELGUR - KLUKKAN ER 7!

Frammúr, spræna, hræra í chiaskyr!

Check!

Svaðafínt ræktarsession í morgun og loksins loksins, Bootkampfh í kvöld. Tvær vikur síðan síðast og núna mín kæru er nýtt námskeið að hefjast = þrekprófið!

Óguð - ég sem stóð mig svo ægilega vel síðast! En jæja, verður gaman að sjá á hvaða stigi skrokkurinn er eftir tvær vikur í leti og almennu áti. Móður, másandi, hvásandi... deyjandi? Kannski bara móður og másandi?

Hver veit.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég þó ekki hreyft á mér rassinn í morgun, þar sem... þaaað eeer Bootkamfp dagur í dag, (sungið eins og Daloon lagið) en af því ég hef verið ofvirkari en belja að vori undanfarið varð ég að gera eitthvað. Hefði ég ekki tekið tryllarann í morgun er mjög líklegt að njálgurinn hefði gengið af mér dauðri í dag. Morgunhreyfelsið kemur þó án efa niður á frammistöðunni í þrekprófinu á eftir, en við sjáum hvað setur... eða... ekki setur?

Beint heim úr rækt með tilhlökkunar chiaskyrhnút í maganum. Áferðin á gumsinu situr æði fast í matarminninu aftast í heiladinglinum! Opna ísskáp og húha - hann er troð, stútandi fullur af matargleði.

Of mikið af mat

Borðuðum nefnilega þetta í gær... jebb...

Purusteik

...og þetta...

Steiktar teitur og gulrætur

...og þetta!

Oghhh! Brúnkál, hvað ég elska þig! Fullkominn kósý heima mömmumatur! BEST!

Já - ég eeeeeeelska brúnkál og rauðkál! Jólalegra verður það varla. Þetta var samt sem áður brúnkál fyrir 52 svanga sjómenn, en það er önnur saga.

brúnkál í bígerð

Brúnkál, eins og t.d. kjúlli og kjötsúpur, býr þó yfir þeim miður gleðilega eiginleika að daginn eftir, og þegar gumsið kólnar, þá er skítafílan svo stórkostlega sterk af, og í kringum ílátið sem gumsið geymir, að tár eiga það til að spretta fram eins og enginn sé morgundagurinn. Tala nú ekki um ef þessum listilega samanpúsluðu atómum er stungið óplöstuðum inn í ísskáp. Eins gvöðdómlegt og það er nú að borða gjörninginn á meðan ferskleikinn er í fyrrirúmi, þá á matarhrúgan svo sannarlega síðasta orðið og nær að hefna sín grimmilega sé ekki gripið til viðeigandi varúðarráðstafana að áti loknu.

Ísskápshurðin er opnuð og á 300 km. hraða þrýstist út úr íshellinum dökkgrænt skítafýluský máltíðar kvöldsins áður. Krafturinn er svo mikill að óundirbúinn ísskápsopnarinn hrekkur við, eftir fyrstu höggbylgju, með tárvot augu og grípur fyrir öll vit til að verjast árásinni. Kjökrandi, með einstaka velgjuhósti, reynir fórnarlambið að loka hurðinni á nýjan leik og rétt áorkar að ljúka ætlunarverkinu áður yfirlið og óráð ota sér inn í systemið. Eftir að skítafílunni hefur verið pakkað inn heyrist innan úr svefnherbergi "GUÐ... MINN ... GÓÐUR... HVAÐA LYKT ER ÞETTA?". Það er ekki ólíklegt að í fjarska heyrist lymskulegur hlátur kjúklingsins sem kom við sögu.

-

JÆJA... þetta var nú skemmtilegt. Að öllu gamni slepptu, gerum langa sögu stutta, komum okkur að efninu!

Munið þið eftir þessari mynd fyrr í þessum tuðpistli?

Of mikið af mat

Ofan á ómægdo eggjunum kom ég Chiaskyrinu mínu fyrir! Skúmaskot mikið!

chiaskyr að fela sig

Svoneredda þegar myrkrið er farið að láta á sér kræla, þá þarf að nota flass!

gott

Á hæðinni fyrir neðan hvíldi sig fjórplastað brúnkál gærkveldsins.

Muaaahahahhaa

Jú! Fjórplast eða ekki, það var brúnkálsbragð af skyrinu mínu í morgun! Pouty 

Það var... öðruvísi! En ég át gumsið engu að síður því áferðin reddaði öllu sem hægt var að redda og ég var svo gott sem aðframkomin af hungri!

Smá drama er alltaf hressandi í morgunsárið!

chiaskyr

Svo þykir mér brúnkál líka hamingjusamt. Kannski ekki í morgunmat, en hamingjusamt engu að síður! Hef reyndar lent í þessu áður. Síðustu jól. Hafði gúmslað í iGraut og geymdi dýrðina inn í ísskáp sem fullur var af reyktum jólamat. Reyktum jólagraut mæli ég því ekki með mín elskulegu bestu, hvað þá snemma á morgnana.

Jæja, njótið dagsins gott fólk. Þvílíkt og slíkt blaður hefur ekki átt sér stað í svolítinn tíma.

Munnræpa er sem betur fer tímabundið ástand.

Afsakið!


Gemmér skyr! Ef þú vildir vera svo vænn.

  1. RÆÆÆÆÆS
  2. Banani
  3. Pissa (já... stelpur gera svoleiðis líka. Gott að vita svona hluti)
  4. Þvo fés
  5. Bursta beyglur 
  6. Valhoppa inn í eldhús

Skyr (gomma) og smá vatn, bláber (gomma), fitugjafarnir hörfræ (kúfuð tsk) og chia (msk), sætað með vanillu torrani (2 tappar), hrært og svooooo:

  1. Skál inn í ísskáp
  2. Bootcamp 06:30 - 07:30
  3. Bruna heim í góða veðrinu og hlusta á uppáhalds lag. Að sjálfsögðu á löglegum hraða gott fólk! Að... sjálfsögðu!
  4. Hlaupa í átt að grunlausum ísskápnum
  5. Rífa ísskápshurðina upp með svoddan offorsi að systurdýr vaknar
  6. Skyrskál tekin varlega út úr ísskáp svo ekkert fari til spillis
  7. Ómægod hellt yfir (tsk)
  8. Myndað!

Chiaskyr með bláberjum, ómægod og hörfræjum

Næstum því ekki myndað sökum sjúklegrar svengdar í bland við óstjórnlega græðgi.

Chiaskyr með bláberjum, ómægod og hörfræjum

HRÆRA.... KOMA SVO KERLING... SLEPPTU MYNDAVÉLINNI!

SLEPPT'ENNI!!!!

Hrært Chiaskyr með bláberjum, ómægod og hörfræjum

AHHHHHHHHH!!!! NOHHM!

Heilög skyrmóðir alls sem er guðdómlega bragðgott í þessum heimi með fullkominni áferð!

*höfrungar, regnbogar og fiðrildi*

Borðað með gleði í hjarta eftir hræring. Hnauuuusþykkt. Ákkúrat eins og ég vil hafa það!

Eins og sago - chiaskyr með hörfræjum, bláberjum og omega3

Og svo annar.... *chomp*

Sjáið líka hvað þessar myndir eru miklu hlýlegri og kósý en fyrir át. Átvaglinu er nokk sama um gleði mynda þegar hungrið er farið að segja til sín.

Chiaskyr með bláberjum, ómægod og hörfræjum

Smá... bara smávegis kanill!

Æðiber. Ómissandi með bláberjunum. Kemur flott út þegar búið er að sæta skyrið!

Skyrsago - smá grjónagrautsfílíngur. Geggjað!

Smá kanill á chiaskyri með hörfræjum og bláberjum

Ástralinn kemur svo á landið í dag. Hlakka mikið til að upplifa íslenska matarmenningu í gegnum einn grunlausan! Tala nú ekki um landið sjálft. Verður spennó :)

Halló svið og blóðmör og lifrarpylsa, kleinur, harðfiskur með smjeri, skonsur, hangikjöt og flatkökur, hrefna, skyr skyr skyr....

BWLAARGHHHH....BALAGHHH... UGHH... OJ..

æji Frown

Ég fékk mér gúlsopa af vatni rétt í þessu og kyngdi tyggjóinu mínu um leið og sopanum var sporðrennt.

Æji ojbara... en ömurlega leiðinlegt eitthvað! Ugh! Pinch 


Marglitur dagur

Iss, eins mikið og ég hlakkaði til að Gymbossa í dag þá svoleiðis át hann batteríið á hraða ljóssins. Fjórar mínútur inn í fína, ofurfína interval hringinn minn og Bossinn andaðist.

Ekki að skrást sem gleðiprik í mína bók... huhh! Reyni þó aftur, bara með pípi næst og sé hvað gerist.

Fuss GetLost

Að öðru öllu gleðilegra efni.

Handfanga-fiesta! Langþráð afkvæmi Hlöðvers Böðvars leit dagsins ljós með Buddalicious á útsýnisátstaðnum mínum í morgun. Ohhhoo hvað kaffi er nú eðalfínt á svona líka eðaldögum.

Buddalicious og Hlölli junior

Buddhann innihélt skyr, chia fræ, vanilludropa og 1 tsk omega 3 lýsi. Skreytt með frosnum blá- og hindberjum, komið fallega fyrir inn í ísskáp í gærkveldi og toppað með lúku af Sólskyns múslí í morgun.

Eðalfínt morgunét

Safinn af berjunum fullkomlega fínn með sago-skyrinu og múslíið hárrétt knús og kram.

mmmm

Berjasafi

Skeiðin plummaði sig vel.

Hef ég talað um það áður hvað þessi skeið er mikið uppáhalds?

Good morning sunshine

Hef ég sagt ykkur hvað ég öölska Chia fræ mikið?

Elsku bestu chia

Hef ég sagt ykkur hvað ég er hryllilega hamingjusöm að eiga þessar skálar?

Hef ég?

Í alvöru?

Bjútíbomba

Sökum Gay pride er litagleðin tekin bókstaflega, bæði í skálum og fatnaði!

Gay buddah

Litagleði... og önnur... almenn gleði.

gay pride gleði

hamingja 

 

 

 

 

 

 

Tók mig svo til og arkaði í vinnuna í blíðunni í morgun. Það þarf að gerast oftar. Virkilega, virkilega ljúft.

Fallegur dagur

Eigið góðan dag elsku bestu.


SIB með bláberjum

Gott er að vera grænn. Sérstaklega um verslunarmannahelgi.

Eftirhreyfinguát! SIB!

SIB = smoothie í skál!

Eftiræfingumorgunmatsát

Going bananas!

Bananas

Já, þetta er spínat. Ekki hafa áhyggjur. Þú finnur ekki fyrir því.

Nohm

Og úr varð þetta!

Spínat SIB með bjáberjum

Þessi bláber hafa samt sem áður litið bjartari daga. Svo mikið er víst. Frekar svona krumpuð og illa haldin.

Ég borðaði þetta samt.

krumpuber

Spínat og banana SIB með bláberjum

Bætið svo nokkruð ómynduðum möndlum út á þessa dýrð og kvekendið er föllkomnað.

Takk fyrir mig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband