Bláberjafyllt pönnsa að hætti Dexter

Þeir sem ekki vita hver Dexter er, geta lesið um það hér! Lúmskt skemmtilegir þættir. Þessi morgunmatur myndi án efa slá í gegn á þeim bæ!

Eitt blogg áður en ég fer út, ein æfing! Hef enn ekki ákveðið hvort ég komi til með að henda inn einni og einni mynd á meðan ég er úti. Ég er heldur ekki búin að ákveða hvort ég nýti aðstöðuna á hótelinu og taki nokkrar vel valdar æfingar. Það kemur allt í ljós eftir morgundaginn. Ég hallast samt sem áður að bloggi og sprikli. Nýta síðustu 30 mín fyrir svefn í smá skrif og fyrstu 30 mín af deginum í sprikl!

En nóg um það. Ég bjó mér til gleðilegheit í pönnsuformi í morgun. Mikil gleðilegheit. Sama uppskrift og um daginn nema ég notaði allt deigið og út í þetta setti ég tvær tappafyllir af vanilló og kannski 3 rommdropa. Duglega af kanil að sjálfsögðu. Hrærði í dýrið og tók bláberin saman í litla skál.

Hafrapönnsudeig og bláber að bíða

Hella smá deigi á pönnuna og dreifa úr með skeið... putta... þyngdarafli...

Hafrapönnsa í bígerð

Bláberjunum, og smá kanil, kom ég fyrir á öðrum helmingi pönnsunar á meðan hún var enn "hrá".

Bláberjum komið vel fyrir

Breiddi svo fallega yfir þau með hinum helmingnum. Þrýsti létt á enda pönnsunnar til að loka henni alveg. Gott að hún sé ekki elduð í gegn, festist betur saman þannig.

Hafra hálfmáni með bláberjum

Pamsterinn hjálpaði mér við eldamennskuna.

Mister Pam

Berin farin að springa og láta öllum illum látum.

Pönnsan tilbúin

Hin pönnsan var el classico með smá sykurlausri bláberjasultu í tilefni laugardagsins og brottfarar seinna í dag.

Tveir eru betri en einn - sérstaklega þegar kemur að mat

Rúllupönnsan stóð fyrir sínu. Sultan átti dágóðan þátt í því að sjálfsögðu. Bláberjasultur eru svoddan gúmmulaði. Elska þær.

RúllupönnsaMmmhmm

 

 

 

 

 

 

Þetta var gott. Ég segi ekki annað. Gaman að borða pönnsuna á þennan máta, hálfgerður calzone eða baka. Væri snilld að djúsa þetta upp með hnetum, kókos, múslí... möguleikarnir endalausir.

Bláberjafyllt hafrapönnsa

Bláberjafyllt hafrapönnsaMeð smá kanilbragði. Uss... svaðalegt

 

 

 

 

 

 

 

 Bláberjagleði í pönnsuBláberjafyllt hafrapönnsa

 

 

 

 

 

Aðfarirnar við átið voru stórkostlegar. Hér er sýnishorn af einum líkamsparti undirritaðrar. Margfaldið þetta svo með 102, einu fési og upphandlegg!

Blaberjaklíningur

Ef einhver hefði sagt ykkur að hér hefði bláberjapönnsu verið slátrað en ekki litlu lambi... mynduð þið trúa því?

Diskur eftir bláberjaslátrun

Ég kveð þá að sinni. Ef bloggandinn leggst ekki yfir mig þá sé ég ykkur aftur næsta föstudag. Njótið þess að vera til, hlakka til jólanna og farið vel með ykkur mín kæru. Smile

*gleðitryllingsdans*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um girnilega pönnsu :D

Ég prófaði áðan að gera eggjahvítupönnsu (að hætti Naglans) og setti svo sykurlausa sultu og hafragraut ofan á og það er bara gott :) ég reyndar setti ekki jarðarber en setti bananasneiðar í staðinn og nóg af kanildufti og það klikkaði ekki. Takk fyrir góðar hugmyndir :)

Hafðu það gott úti :)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 12:25

2 identicon

 mmmmm bláber

Hungradur (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 14:34

3 identicon

vvváááá hvað hún lítur vel út pönnnukakan... sæsan.. geri þessa bókað á morgun..

skemmtu þér úber vel í U S and A inu..

Heba Maren (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 18:34

4 identicon

oohh ég er svo lélegur pönnukökugerðarkona að ég þori varla að leggjast í að gera þessar þó mig langi allsvakalega til að prófa þær

En góða ferð og frábæra skemmtun í US of A

Ásta (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 11:21

5 identicon

Namm þarf að prófa þetta! Prófaði m.a.s. egg út á hafragrautinn minn um daginn (poached í örbylgjunni), nokkuð gott :) Never in a million years hefði ég trúað að ég myndi prófa þetta :)

r (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:56

6 identicon

namm verð að prufa þessar!  og takk æðislega æðislega fyrir uppskriftirnar þínar, ég er búin að vera að prufa þær og hefði aldrei trúað því að það væri svona gott að borða bara hollt  

Hafrún (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:18

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh takk fyrir kveðjurnar. Það var el frábærtó úti. Ég er útjóluð og uppfull af ostaköku!

Harpa Sif: Snilld að geta nýtt sér eitthvað svona og gert sitt eigið. Like it!!

Ásta: Um að gera að prófa - getur gert það í laumi ef þú heldur að hún spryngi Þá þarf eeeenginn að vita. Eru samt svo góðar þó svo þær séu í mörgum pörtum. hehe.

R: Já. Það er nefnilega alger snilld að bæta egginu við. Gerir grautinn svo djúsí.

Hafrún: Æðisleg að heyra. Gaman að þér líki vel. Þá er auðveldara að venja sig á "hollari" kostina ef það er ætlunin

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband