Útlönd eru góð, heima er best

Hellú mín kæru!

Eins glimrandi fínt og það er nú að komast í frí, fara til útlanda og brjóta upp rútínuna þá er ekkert jafn notalegt og að komast aftur heim. Gúmmulaðihellirinn tók vel á móti okkur, eins heimilislega gúmfí og kósý hann er ákkúrat þessa stundina, hreinn og fínn.

Ég get svo svarið það að ég held við höfum náð að labba Boston þvera og endilanga hið minnsta fimm sinnum. Iljarnar á mér eru ekki sáttar við labb maraþonið síðustu fjóra daga en þær komast vonandi yfir það. Láta mig vita með miklum eymslum og volæði í hverju skrefi. Toppstykkið var líka rétt búið að taka tímamismuninn í sátt þegar við fórum aftur heim. Hressandi fyrir systemið - sjússa aðeins upp svefnrútínu, matarræði og hreyfingu almennt. Mikið verður gott að komast í ræktina á morgun! Get ekki beðið!

Þetta var hinsvegar góð ferð. Jólastemningin beint í æð, endalaust labb, skopp á milli kaffihúsa og veitingastaða - ekkert nema æði. Skondna við þetta allstaman er að á meðan ég var úti þá var ég mjög dugleg að "velja rétt", "borða hollt" nema í þau tvö skipti sem ég og ofur Ostakökuverksmiðjan hittumst. Ostakökurnar þarna... jesús! Ég þarf að fara að Ostakakast! Núna sit ég hér heima, hálf vakandi-sofandi, búin að ganga frá góssinu með RUÐA KASSANN í fanginu. Við Palli erum að jólamyndast og nammiétast. Skamm Elín - en samt ekki. Langaði í nammi - þá fær átvaglið nammi!

En vindum okkur að myndum og almennri hamingju. Jú, ég tók áleggið af og skildi brauðið eftir.

Áleggspillari

Flugvélamatur eins og hann átti að líta út og leit út í raun og veru. Iss... svo borgaði ég 600 kall fyrir þetta! Tók hnetumix með fyrir holla fitu að sjálfsögðu. Palli borðaði smartísið, grjónin og tiramisubitann - ég pillaði kjúllann, hneturnar og kálið æpandi af hungri. Síðasta manneskjan í flugvélinni sem fékk mat afgreiddan. Allt eftir bókinni!

Hræðilegur fluvélakjúlliHungrið vinnur oftast

 

 

 

 

 

 

 

Dagur numero uno. Mjög menningarleg gerðum við okkur tilbúin í heljarinnar göngutúr um Boston. Palli er eins og 1000 ára gömul babuska - æðislegt!

BostongleðiBabúskugleði

 

 

 

 

 

 

 

Frekar góð með okkur örkuðum við íslendingarnir af stað og 5 mínútum seinna var rassinn dofinn af kulda og nefið næstum dottið af. Gladdi mig óstjórnlega þegar við fundum Starbucks! Hiti, nef að þiðna og jólatónlist. Tók nettan dans á gangstéttinni fyrir utan - gleðiköstin klikka ekki!

STARBUCKSJííííhaaawww

 

 

 

 

 

 

 

Hiti kominn í skrokkinn og jólatónlist og snúðalykt búin að fylla upp jólamælinn. Svolítið eins og að safna lífi í tölvuleikjum og Strarbucks er check pointið... aaaallavega - út að labba og skoða. Fyrsti dagurinn var æði. Snjór yfir öllu, frost beit í kinnar - fullkomlega jólalegt og frábært. Palli tók smá hitadans, hann var hættur að finna fyrir tánum á þessum tímapunkti.

Palli í góðum gír

Rúsína í helvíti. Pínkulítið hús.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ruðu línunni fylgt vel eftir Mjög vel

 

 

 

 

 

 

 

Mister Ellsen und PaulsenBoston public park

 

 

 

 

 

 

 

Boston public parkGreyið húfulaust með snjó á hausnum

 

 

 

 

 

 

 

 Þegar ég verð álfur æfi ég hérTaka myndir allstaðar

 

 

 

 

 

 

Aftur tók ég tryllingsgleðidans þegar ég rakst á Crate and Barrell. Ég eeelska þessa búð!

Ofurjólastemning

Ástæðan er meðal annars eftirfarandi! JÓLALEGT JÁ TAKK! Jólatilhlökkunarmælirinn sprakk og lítið sveppaský spratt upp úr höfðinu á mér!

Crate and BarrellCrate and Barrell

 

 

 

 

 

 

 

Ég fann að sjálfsögðu Ben&Jerry's ís. Butter Pecan er tegund sem ég var með á heilanum fyrir um það bil 8 árum síðan. Svo hvarf hann af Íslandinu. Ég varð að smakka hann aftur. Ég bara varð... og ég fann hann! Mikil spenna í loftinu þegar fyrsti bitinn var japlaður... ísinn stóð fyrir sínu!

Butter pecan smakkFyrsti bitinn - spennan eykst

 

 

 

 

 

 

 

Gleðin magnastJebb - hann brást mér ekki

 

 

 

 

 

 

 

Palli gerði miklar væntingar til þessa íss. Ég er bara búin að vera að tala um þessa dýrð við hann síðan við kynntumst fyrst. Hann bjóst við því að regnbogar og litlir hvolpar myndu birtast við át á þessari alheilögu frosnu mjólkurvöru og að svarið við öllu í heiminum yrði ljósara en talan 42!! Ég held hann hafi ekki séð hvolpa. "Elín.... þetta er vanilluís með pecanhnetum! Mjög góður... en Elín. Vanilluís... með pecanhnetum!".

Palli með ofurísinn - ekki jafn ofur á þeim bænum

Maður fer ekki til Boston nema smakka "Clam chowdah" og "Maine Lobstah". Sem við gerðum að sjálfsögðu. Súpan var mikið frat. Eins og brokkolísúpa á góðum haustdegi! Við skiptum súpunni og Palli endaði á að hamsa hana í sig. Humarinn hinsvegar.. ójá. Humarinn var ljúfur sem lamb humar.

Clam chowdahMaine Lobstah

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar þykir mér íslenski humarinn alltaf bestur. Töluvert meira fiskibrað af t.d. þessu eintaki og kjötið í grófari kanntinum. Palli komst mjög fljótt að því. Eftir fyrsta bitann voru miklar og jákvæðar humaryfirlýsingar í gangi og humarlufsur, sem héngu fastar í tönnunum á Palla, svoleiðis frussuðust í allar áttir eins og Zoidberg væri að tala - þið kannist kannski við hann úr Futurama. Hvort heldur sem er var það svo hryllilega fyndið að ég trylltist úr hlátri. Ég hló svo mikið að ég hélt hvorki vatni né vind (krúttaraleg lýsing ekki satt?) og á endanum var ég byrjuð að slefa - ég grínast ekki. Aumingja þjónninn hefur líklegast haldið að ég væri að kafna þar sem tárin runnu niður kinnarnar og ég hélt klút upp að munninum svo ég myndi nú ekki frussa yfir máltíðina. Athugið svo eitt, myndin af lufsunum hér að neðan er eftir að Paulsen var búinn að hreinsa aðeins til.

Humarlufsur Hláturskasti að ljúka

 

 

 

 

 

 

Herra Páll og smekkurinn.

Glæsilegur með smekkinnHumarhrúga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að auki við humarinn pöntuðum við okkur krabbasalat. Það var ljúffengislega gleðilegt að borða. Ég stútaði því svo gott sem ein.

Krabbasalat - mælimeð'í

Eftir átið fórum við sérstaka ferð í þessa snilldar búð! Mekka alls sem ég dýrka og dái!

Trader Joes... af hverju er þessi snilld ekki á Íslandi?

Fair trade, lífrænt, gerviefnalaust, hnetu- og matvöruofurúrvalshimnaríki! Vildi óska að ég gæti keypt um það bil allt þarna inni og komið því heim! *Fnaaas*

Hnetur af öllum stærðum og gerðumPalli búinn að sanka að sér hnetumixum

 

 

 

 

 

 

 

Quincy market var skoðaður vel og vandlega. Ristastórt langt hús, í raun bara gangur sem er stútfullur af matvöruverslunum. Stjörnutorg margfaldað með fimm ljósárum og öllum freistingum sem þér dettur í hug.

Matur svo langt sem augað eygirFreyheystingar

 

 

 

 

 

 

 

Mjög margarCheers

 

 

 

 

 

 

Líða tók að kveldi og við fórum í svakalega túristalegan hestvagnatúr. Eins túristalegur og hann var þá var það lúmskt skemmtilegt. Sátum í rólegheitunum með teppi yfir okkur. Vantaði bara kakó og smákökur.

Túristahestvagnagleði

Til að toppa jólagleðina þennan daginn fann ég risatré! Á þessum tímapunkti hefði ég líklegast unnið jólasveininn í sjómann og fengið einn álf í kaupbæti!

Risatré í lélegum gæðum

Til að gera langa sögu stutta!

Palli vs. Ella

PallamaturEllumatur

 

 

 

 

 

 

 

PallamaturEllumatur - hafrar og smoothie

 

 

 

 

 

 

Cheesecake factory! Halelújah, amen, oh lord... ostaguðinn tilbeðinn með mikilli áfergju. Brúna brauðið er eins og rúgbrauð - bara mjúkt og fluffy.

Biðjum til ostaguðsins Biðum eftir mat brauð

 

 

 

 

 

 

 

Djúpsteikt mac'n'cheese. Subbulegur Sæmunur a la Ragga. Við skildum bæði skurnið eftir.

Djúpsteikt mac'n'cheeseeuuw

 

 

 

 

 

 

 

Palla matur - Ellu matur og svo... ójá... ostakökurnar!! Himnaríki í kökuformi!

HambóLe salad

 

 

 

 

 

 

 

KökudeigsostakakaTvöföld súkkulaðiostakaka

 

 

 

 

 

 

 

Sameiginlegt át.

Teriaki kjúlli - svaka góðurMiso súpa

 

 

 

 

 

 

 

Orange laxa rúllasashimi

 

 

 

 

 

 

 

Ég var mjög forvitin að smakka kolkrabbann. En guð... óguð hvað hann var hræðilegur. Bragðið var ekki slæmt en áferðin! Eins og að tyggja gúmmímottu með plasttöppum og... ((hrollur))... ekki það að ég hafi oft tuggið gúmmímottur með plasttöppum. Þetta var skelfilegur biti og honum komið fallega og laumulega fyrir inn í munnþurrku!

Hræðilegur gúmmímottu kolkrabbi

Kjúllasalat með mozzarella og ristaðri papriku ásamt mjög vel þegnum ávaxtabolla.

Grillaður kjúlli og salatískaldir ávextir og melónubitar

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo þarf maður að sjálfsögðu alltaf að smakka ís sem þykist vera tiramisu og panna cotta ásamt kasjúhnetum á stærð við stórutá og girnilegu "gúrmey" nammi. Það stendur í "Alltaf að prófa" bókinni. Einmitt! Henni skal ætíð hlíða!

Panna cotta og tiramisuísOfurnammið - svona fer í jólapakkann

 

 

 

 

 

 

 

RisakasjúMög massívar hnetur

 

 

 

 

 

 

 

Enn ein ferðin á Cheesecake. Síðasta ferðin... hér var litla Palla bannað að fá sér bjór. Hinn 28 ára gamli snúður pantaði í sakleysi sínu einn Sam Adams og var kurteisislega beðinn um að sýna skilríki, mér til tryllingslegrar hamingju. Ekkert vegabréf, enginn bjór og aumingja bjórlausi Palli sat uppi með límonaði! En það var allt í lagi - ostafylltar, grillaðar döðlur vafnar beikoni björguðu bjórleysingjanum! Jebb, það sést langar leiðir - þetta var bara gott!

Grillaðar beikonvafþar döðlur með ostafyllinguGrillaðar beikonvafðar döðlur með ostafyllingu

 

 

 

 

 

 

 

Aftur Palli vs. Ella. og ostakökurnar. Jarðaberja og karamellu-hnetusmjörs. Gvöðmöndör! Snæddar í sameiningu og eintómri gleði. Ef þessar ostakökur væru seldar hérna heima, þá myndi ég skipta út nammidags bragðaref fyrir eina sneið!

Parmesan kjúklingapastaKjúllasalat

 

 

 

 

 

 

 

Jarðaberja klassíksKaramellu-hnetusmjörs

 

 

 

 

 

 

 

Jasoh... fjórir Bostondagar næstum því upptaldir í áti. Nokkuð gott. Líka nokkuð gott þegar ég mætti heim þá beið mín eftirfarandi ofurgræja! Ég trylltist af gleði!

Kitchen AidKitchen Aid

 

 

 

 

 

 

 

Nú er ekkert sem stoppar kvendið í bakstri og jólapakkagerð!!!Bring it on!

Yndislega fína rútínan mín er hafin að nýju. Forstart á jólapakkaundirbúning á morgun og bakstur helgina á eftir. Fer ekkert út af sporinu fyrr en.. ója, þið vitið það. 24. des. klukkan 18:00!

Elsku fólkið mitt... 13 dagar, 24. desember klukkan 18:00! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Öss... alltof langur pistill! Hefði átt að taka þetta í pörtum - jesús kristur!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 00:57

2 identicon

JEI !!! finalí... ellan er mætt..

flottur pistill og greynilega vel BORÐAÐ í USAinu... var ekkert verslað??

hlakka til að fylgjast áfram með þér.. ég var alveg farin að "sakna" þess að "heyra" ekkert í þér... gott að fá þig aftur HHAHA..

Heba Maren (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 07:54

3 identicon

Mega pistill - oi loik it

 Yndislega gott að fá ykkur samt heim!

Dossa (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Sæll!! Lyklaborðið er ónýtt af sleftaumum a la Palli... ég er að gubba úr öfund yfir þessum ostakökum, það hlýtur að vera alsælan á lokastigi... getur dáið hamingjusamur á eftir.

Mér finnast kolkrabbar reyndar sóðalegur sæmundur *ROÐN*, enda gúmmímottur með sogskálum í miklu uppáhaldi hahaha :-Þ

Velkomin heim mín kæra, færð svipuhögg Naglans á bakið til jóla ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 11.12.2009 kl. 09:16

5 identicon

Velkomin heim!  Vá hvað ég saknaði bloggsins meðan þú varst úti!!! Og ég sem þekki þig ekki neitt

Soffía (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:43

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba Maren: Hihihii - takk fyrir það. 

Ragga: Lýst súper vel á svipuhöggin, ótrúlegt en satt! Þarf svo sannarlega á því að halda og hlakka mikið til! Var geeðveikt gott að komast í ræktina aftur í morgun! Ég hef samt áður smakkað kolkrabba sem var osomness - held að þessi hafi bara verið eitthvað dúbíus

Soffía: Hahaha en fínt  Mikið ertu nú sæt að segja svona. Takk fyrir.

Ég ætti kannski að hafa opið hús bráðum og bjóða heim - fá að sjá allt snilldar fólkið sem nennir að kíkja hingað inn. Allir svo yndislega fínir eitthvað.

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 09:50

7 identicon

Ég saknaði bloggsins þíns svoooo mikið á meðan þú varst í henni Ameríku!  Ég tók eftir flugvélamatnum - fluguð þið með öðru flugfélagi en Icelandir?  Þið fenguð nefnilega mat sem en ég hélt að það væri liðin tíð.

 Kær kveðja og takk fyrir skemmtilegt blogg.

Linda (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:13

8 identicon

Ég saknaði bloggsins þíns svoooo mikið á meðan þú varst í henni Ameríku!  Ég tók eftir flugvélamatnum - fluguð þið með öðru flugfélagi en Icelandir?  Þið fenguð nefnilega mat en ég hélt að slíkt væri liðin tíð um borð í flugvélum Icelandair.

 Kær kveðja og takk fyrir skemmtilegt blogg.

Linda (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:15

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir það Linda

Nei heyrðu, þetta var Icelandair. Við gátum keypt mat hjá þeim, sem kostaði reyndar handlegg og lokk úr hári, og gos gat maður fengið fríkeypis.

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 10:32

10 identicon

Velkomin heim :) Gott að fá þig aftur inn í bloggrúntinn :) Greinilega mikið stuð og gaman hjá ykkur úti!

R (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:50

11 identicon

úff mikið er nú gott að þú ert komin aftur, það er orðið ómissandi hjá mér að fara inn á síðuna þína daglega og gaman að sjá nýja færslu :)

velkomin heim:)

Anna (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 12:05

12 identicon

já sammála hinum sem þekkja þig ekki neitt :) Saknaði bloggsin! En úff sleeeeeefff.... sakna Trader Joe´s og Cheesecake Factory geggjað mikið! Bjó USA í 3 ár nefninlega... TJ´s stendur sko fyrir sínu!

kv.Helen

Helen (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 12:08

13 identicon

 Welcome back!  Rosalega gaman ad skoda allar thessar myndir.

Love it!

Hungradur (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 12:51

14 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh mikið eruð þið nú yndæl. Takk kærlega fyrir mig.

Helen: Oh já. TJ er æði! Ætlaði aldrei að komast út úr búðinni! 

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 17:41

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Til að zpara zkjáplázz þá náttla fannzt mér þetta frábær færzla í allri zinni lengd.

Rétt hjá þér með 'meinlobbann', zem er reyndar zamtegundar ~okkar~ 'Grænlandzhumarz', en vegna hlýrri zjávarztrauma vex hann hraðar, verður ztærri & er grófari & bragðminni.  Ketið inni í klónum er lángbezt.

Steingrímur Helgason, 11.12.2009 kl. 20:40

16 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oghh.. sammála þér þar - Klóarkjet er gott kjet og þessi humar var æði. Krabbinn skemmtilega góður líka. Vissi reyndar ekki þetta með samtenginguna, alltaf að læra eitthvað nýtt. Takk fyrir það og takk fyrir mig

Og að sjálfsögðu eruð þið indæl.. ekki yndæl.. eða jú... júvíst! Þið eruð bara líka yndæl!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.12.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband