Húrra fyrir bolognese

Ég eeelska góðar bolognese sósur! Smakkaði bolognese fyrst út á Spáni þegar ég var 8 eða 9 ára og frá þeim degi var ekki aftur snúið. Ég át bolognese út í eitt í marga mánuði á eftir.

Mamma: Hvað viltu fá í morgunmat?

Ella: BOLOGNEEESE!

Mamma: Hvað viltu fá í jólamat?

Ella: BOLONEEESE... nei bíddu... JÚ, BOLOGNEEESE!

Mamma: Ella, taktu til í herberginu þínu!

Ella: BOLOGNEEESE!

Ok, ég gæti hafa verið með Ingjaldsfíflið í huga hér að ofan. En þetta kemst nokkuð nálægt áráttunni á þeim tíma. Bolognese sósur eru jafn mismunandi og þær eru margar. Yfirleitt hef ég látið nægja að kaupa sósuna tilbúna og gúmslað henni svo yfir hakkið. En undandfarið hef ég komist að því að "bolognese" er ekkert svo hræðilega erfitt að útbúa heimafyrir. Nú er ég ekki að tala um ekta ítalsk sugo sem þarf 3 tíma af knúsi, ást og alúð áður en það er borið á borð! Þó svo slíkar kjötsósur séu algerlega guðdómlegar. Heimatilbúið er einnig hægt að krydda eftir smag og behag og leika sér með hráefnin. Mmm..

En nú er tímabilið gengið í garð, fullt tungl og kjötætan brýst fram. Ég bjó mér því til uppáhalds uppáhald og oh men hvað þetta heppnaðist vel! Kjötsósa á 20 mínútum sem ég kem pottþétt til með gera aftur og aftur.

Kjöthallarkjöt

Steikja upp úr olíu 2 - 3 sneiðar af rauðlauk, niðurskorinn hvítlauk, 4 - 5 sneiðar af fínt skornum púrrulauk, nokkra smátt skorna selleríbita og gulrót eftir smekk. Malla þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Bæta þá dass af basiliku, oregano, salti og pipar við og leyfa að malla í örstutta stund. Skera svo niður 1 ferskan tómat og bæta út á pönnuna.

Bolognese sósa að verða til

Næst bætti ég út á pönnuna tveimur niðursoðnum tómötum frá Ítalíu og smá safa úr krukkunni. Leyfa þessu að malla 2 - 3 mínútur, sprengja niðursoðnu tómatana, og krydda með pínkulítið af cumin, kóríander og.. tadaaa, kanil! Malla smá meira og hella þá út á pönnuna um það bil dl. af vatni. Mætti líka nota soð ef vill.

Niðursonið tómatar frá Ítalíu og ofurbolognese í bakgrunn

Sjóða niður þangað til sósan er orðin að þínu skapi. Bæta þá út á pönnuna forsteiktu hakki (ekki fullsteiktu), hræra saman og jú, malla í nokkrar mínútúr í viðbót. Sjáið bara hvað gerðist svo! Hihiiiiii.

20 mín bolognese sósa

Ógvöðminngóður! Þetta var svo mikið gott. Bragðið af sósunni var algerlega geggjað! Smá hint af kryddunum í hverjum bita. Cumin, kanil, kóríander! Algerlega fullkomið með hinu týpíska "tómatsósu bragði" sem var að sjálfsögðu ríkjandi. Setti 9% ostsneið yfir og missti minnið þar til skálin tæmdist!

Svakalega góð bolognese sósaBolognese sósa með kanil, cumin og kóríander

 

 

 

 

 

 

Næstu daga kemur kjöt án efa svolítið við sögu í matarræðinu hjá mér. Sjáið þið ekki fyrir ykkur "Roastbeef beyglu" á fimmtudaginn! Jú... jú, ég held það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muhahahaha - BOLOGNEEEEEEEEEEEESE!

Dossa (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

BOLOGNEEEEEEEESE

Elín Helga Egilsdóttir, 17.11.2009 kl. 19:08

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Algjört æði!

Þráinn Jökull Elísson, 17.11.2009 kl. 19:13

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alveg á pari við mína bolungaze þarna, en mig grunar að þú hafir verið frekar frekt 'frikkadillubarn' þarna í Zpáníá...

Steingrímur Helgason, 18.11.2009 kl. 00:25

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Haha.. foreldrar mínir fá amk mikið hrós fyrir að halda geðheilsunni í gegnum Bolognese tímabilið.

Elín Helga Egilsdóttir, 18.11.2009 kl. 06:13

6 identicon

Mega girnó!! Var einmitt með svona heimagert á þriðjudaginn og nota þá líka kryddjurtirnar úr Aerogarden. Saweet. Ef þig vantar kryddjurtir láttu mig vita, er að kafna úr basil, steinselju og fleiru.  

Erna (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:39

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Væri án efa hægt að kafna í einhverju verra en basil og steinselju! Ég mun koma einn daginn, ránshendi og klippa nokkra sprota af basilikunni. Ég eeeelska basiliku!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.11.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband