Nýtt plan - nýr matseðill

Fékk nýja planið frá Naglanum í dag. Harkan sjöhundruðogfimmtíu fram að jólum! Engir nammidagar gott fólk... engir nammidagar, en átdagar á fimmtudögum! Ekkert nema pasta, beyglur, kartöflur og með því. Æfingarplanið er svaðalegt. Mikið púl næstu 4 vikurnar get ég ykkur sagt.

Ohhh ég get ekki beðið. Að prófa nýjar æfingar er eins og að vera 5 ára og labba inn í nammibúð. Hamingja og gleði.

Matarplanið kallar á mikið af tilraunum og nýjum matarsamsetningum. Skyrgumsin góðu detta út. Á þó örugglega eftir að stelast í eitt og eitt gums inn á milli. Fagnaði nýju plani með síðasta skyrgumsinu í bili. Örbylgjaður banani, frosin hindber, möndlur og skyr. Ó svo gott.

Fölbleik támandla - ((hrollur)) 

Möndlurnar lituðust líka svo skemmtilega af berjunum. Hmm.. kannski ekki skemmtilega. Mandlan er eins og litlatá! Oj.. ég tek þetta til baka. Fölbleikar möndlur er ekkert til að dáðst af - en í þær má bíta af bestu lyst.

Nýr mánuður, nýtt plan, öðruvísi matur og jólin eru aaaaalveg að koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

omg Elín ! þetta er ein af svaðalegustu myndum sem ég hef séð hjá þér og það hefur ekkert að gera með þessa möndlu sem þér finnst eins og litlatá ...á myndinni má glöggt sjá annan líkamspart sem yfirleitt er ekki dreginn fram í dagsljósið með þessum hætti -tja nema þá ef viðkomandi er að fara í sérstaka partaspúlun kennda við Jónínu nokkra. -þetta er bara slæmt ((((((((hrollur))))))

Svava (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þú massar etta kelling... hleðsludagarnir krefjast pælinga og útreikninga en maður lifandi fyrir átvögl eins og okkur er þetta eins og að vera í tívolí.

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.11.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Svava: Nei nú fórstu alveg með það. Ég sé bara ljótu möndluna - ekki hitt! Guði sé lof! Hvað hefur þessi mandla gert til að verðskulda þetta!! You dón you...

Ragga: Ég sé þetta strax fyrir mér! Fimmtudagar verða hamingjudagar!!! Beyglur, pasta... *gleði*

Elín Helga Egilsdóttir, 16.11.2009 kl. 18:30

4 identicon

 Mikid svakalega ertu lidug ad geta setid svona:

Nasty burger 

Verdur thú ekkert stird af öllum thessum aefingum? 

Anyways....good luck with your aefingaplan.

Hungradur (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 20:57

5 identicon

jiiii það er nú meiri harkan, örugglega gaman að fá svona hard core leiðbeiningar og reglur ;) góða hleðslu!

Laufey (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:53

6 identicon

Úff.. ég verð nú bara þreytt af því að lesa þetta. Og engir nammidagar!!!? Í DESEMBER!!!?  

 *yfirlið*

 Gott að einhver er svona duglegur!  Ég býst svo við að jólin verði eitt stórt átfest.

Erna (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:01

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Enginn stirðleiki ennþá og já, það er sérstaklega gleðilegt að geta fylgt ofurmassamegaæfingum, sérstaklega rétt fyrir jólin. Engar áhyggjur Erna, þessi törn klárast vikuna fyrir jól. Þá tekur viðhald... við... og svoooo...

...jebb. Þið vitið hvað kemur svo!

Elín Helga Egilsdóttir, 17.11.2009 kl. 11:22

8 identicon

Eitthvað sýnist mér við vera á svipuðum slóðum hjá Frú Nagla :)

Hleðsludagarnir eru spennandi og ég hugsa að ég verði fastagestur (fastur hugmyndasteliþjófur) hérna hjá þér ;) Það sem þér dettur í hug kona!

Ellen Ýr (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:39

9 identicon

Ég var að prófa prótein-pönnsurnar þínar og þær eru æðislegar ! Takk kærlega fyrir að setja inn svona snilldaruppskrift !!

 Ég breytti þeim aðeins, eggjahvítur, próteinduft frá Herbalife, sojamjólk (örlítið), vanilludropar og rúsínur og smá olíu og þær voru æðislegar ! :)

 Haltu áfram að blogga !

Laufey Sig.

Laufey Sig. (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:37

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ellen Ýr: Almennilegt! Hlakka mikið til núna á fimmtudaginn Ekkert nema gaman ef þú getur nýtt þér eitthvað af þessu.

Laufey: Prótein pönnsurnar eru kærkomin breyting. Líka hægt að möndla svo mikið með þær. Bæta út í þær allskonar gumsi Þær eru reglulegur gestur á mínu borði.

Elín Helga Egilsdóttir, 17.11.2009 kl. 19:07

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Þið eruð báðar í svipuðum gír, búnar að vera jafn lengi hjá mér og á lokasprettinum í köttinu og fáið því báðar að njóta gleðinnar af hleðsludögum. Ellen, ég hef grun um að ýmis konar góðgæti er þegar farið að malla í hausnum á ElluHelgu, endilega nýttu þér kellinguna.

Ragnhildur Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband