Kjúklingaspaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Holy moly! Segi ekki meir. Þetta var svaðalega gott, saðsamt og gleðilegt að borða! Fallegir litir, skemmtileg áferð og kjúllinn klikkar náttúrulega aldrei.

Útbjó hálfgerða spicy Satay/hnetusmjörssósu sem kom svakalega vel út með pastanu og kjúllanum. Laugardagsfílingurinn alveg að gera útaf við mig í matarmálum! Ég dassaði nú mestmegnis sósuna eftir því hvernig ég vildi hafa hana. Ætlaði fyrst að nota kjúklingasoð og hafa hana þunna en svissaði því út fyrir kókosmjólk-lite, í tilefni helgarinnar, og hafði hana í þykkari kanntinum. Kom eiturvel út!

Kókos- og hnetusmjörssósa 

Kókos- og hnetusmjörssósa

1 tsk olía 

1/2 laukur, smátt saxaður 

1 hvítlauksrif

1/2 smátt saxaður jalapeno

cumin

1/2 tsk balsamic edik

1 tsk ferskur sítrónusafi

2 msk hnetusmjör, ég notaði 1 msk lífrænt og 1 msk af möndlusmjörinu mínu 

1 dl kókosmjólk

splash af soja-sósu og hot sauce 

salt og pipar eftir smekk 

Byrja á því að steikja lauk og hvítlauk í potti upp úr olíunni, 5 mín ca., þar til mjúkt og meyrt. Blanda þarnæst samanvið jalapeno þangað til góð lykt kemur í húsið. Ó svo góð lykt. Þar á eftir bæta við cumin og þekja laukblönduna í kryddinu. Nú er gott að setja samanvið balsamic edikið og sítrónusafann og leyfa því að malla smá. Þarnæst er gumsið tekið af hellunni og hnetusmjörinu bætt við. Verður mjög þykkt. Kókosmjólkinni er núna hrært saman við, þangað til ljósbrúnt, og hnetusmjörið hefur leyst upp. Ef þú vilt þunna sósu þá er ágætt að setja pottinn mjög stutt yfir hita aftur, bæta við soja- og hot sauce og voila. Ef þú vilt þykka sósu, hafa pottinn yfir hita þangað til hún þykknar vel upp. Í endann, ef vilji er fyrir hendi, bæta við smá salt og pipar. Kom líka skemmtilega út að hafa möndlusmjörið með, smá bitar af hunanginu og möndlunum í sósunni. Mín sósa var næstum jafn þykk og hnetusmjör - syndsamlega góð! 

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Eftirleikurinn er svo auðveldur.

1. Sjóða spaghetti eftir leiðbeiningum á pakka. Húha - ég notaði spelt spaghetti.

2. Steikja á pönnu, þangað til meyrt, það grænmeti sem þér þykir gott. Ég notaði lauk, gulrætur og brokkolí. Ég ristaði líka kasjúhnetur til að hafa með, æðislegt.

3. Elda kjúkling eftir eigin hentisemi. Ég var löt og keypti mér tilbúinn kjúkling, gerist ekki auðveldara, reif niður bringuna og blandaði saman við restina af máltíðinni.

4. Setja sósuna yfir réttinn. Ég blandaði henni saman við allt þannig hún þakti hvern bita. Góða við að gera svona heima hjá sér er að maður ræður magninu af sósunni! Mjög, mjög jákvætt. 

Dustaði loks yfir þetta ristuðum kasjúhnetunum og sesamfræjum.

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Þetta var æðislegur, æsðislegur réttur. Sósan er að sjálfsögðu aðalatriðið og hún var bjútifúl. Pínkulítið rjómakennd með smá hnetukeim, sætu bragði á móti söltu og eftirbragðið var vel sterkt og gaf skemmtilegt kikk í bitann. Grænmetið aðeins undir tönn, pastað al-dente og smá crunch af hnetum og sesamfræjum. Almáttugur, þetta var svo mikil snilld!

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu 

Italia og Basil&Lime hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Les reglulega síðuna þína og hef gaman af.

Kann að meta þennan gífurlega metnað fyrir hollri matargerð

og fullt af góðum hugmyndum....

Yrsa (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mikið eruð þið yndæl að skilja eftir svona komment. Ég er alveg í skýjunum yfir þessu.

Þakka þér kærlega fyrir Yrsa, vonandi nýtist þér eitthvað af þessu sem ég er að dúlla mér í hérna :)

Elín Helga Egilsdóttir, 10.5.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband