Einn, tveir og föstudagur

Viljið þið bara sjá hvað beið mín glæsilega fínt þegar ég mætti í vinnuna í morgun!

graskers og gulrótasulta

graskers og gulrótasulta

Það fyrsta sem ég gerði!

graskers og gulrótasulta

Ég þefaði reyndar af gumsinu áðu en ég smakkaði!

Smakka!!!

nahm

Antje mín kær útbjó graskers og gulrótarsultu í gær og gaf mér afleggjara!

Sultan er stútfull af engifer og kanil og kryddum og allskonar gleðilegu skemmtilegu. Sultan... er... æði! Ég sé allskonar grautar- og/eða skyrgleði fyrir mér á komandi dögum!

Takk fyrir eeeeeelsku besta að hugsa til mín Smile

Antje og graskerssultan hennar

Er annars mikið að gúddera grænmetisátið í eftirmiðdaginn. Þykir það með eindæmum gott og gleðilegt. Fyllir svartholið, friðar átvaglið og þessa furðulegu þörf mína fyrir að... jah... tyggja?!?

Hljómar kjánalega en ég hef því miður ekki betri skýringar á þessu athæfi sem stendur.

viðbitsát

Spáið svo í því elsku fólk. Nóvember! Nóvember eftir tvær vikur og þið vitið að maður telur aldrei líðandi mánuð svo það er eiginlega bara mánuður í jólin! Hversu ógeðslega æðislegt er það?

Rökfræði mín í niðurtalningum er óbrigðul!

Dagskrá næstu vikna er annars sem hér segir:

Ok.. að öðru!

Ég hef ákveðið að kaupa mér kort í ræktarhúsi. Já, ætla að taka intervalæfingarnar og jú, ég kem kannski til með að hvíla lyftingar á meðan, en það er ágætt að hafa aðgang að stöð sé veðrið Ömmi eða eitthvað álíka.

Þar af leiðandi langar mig að bera eina spurningu undir ykkur.

Hvar mynduð þið kaupa ykkur kort? Meðmæli, mótmæli, afmæli?

Þar sem ég hef bara verið að sniglast í Sporthúsinu, síðastliðin 3 ár eða svo, þekki ég lítið annað. Hið fínasta ræktarhús. Bara spurning hvort ég prófi eitthvað nýtt?

Annars er aftur kominn föstudagur, fyrir ykkur sem ekki tókuð eftir því. Munið þið ekki? Yfirleitt kemur sunnudagur svo mánudagur. Hálfur þriðjudagur og svo... föstudagur! Ástæðurnar fyrir þessum hamagangi í tímanum eru óútskýranlegar og dularfullar mjög. Veit ekki hvert innvols vikunnar hverfur alltafhreint, en eitthvert fer það, svo mikið er víst.

Mitt takmark í lífinu verður því hérmeð að komast að því... ásamt því að finna uppskrift að hinni fullkomnu ostaköku.

Ábendingar/tillögur vel þegnar.

Og af því hún Dísa bað svo fallega, þá er þetta tannburstinn minn!

Jóhannes

Hann heitir Jóhannes!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaupi ekki kort og get thví ekki hjálpad thér thad....minn tannbursti heitir Brown (rafbursti).

Antje er hetja!

Hungradur (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:01

2 identicon

...hjálpad thér thar...

Hungradur (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:02

3 identicon

Getur örugglega fengið vikupassa víða til að prófa - ég mæli með Hreyfingu :)

Kristín (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:03

4 identicon

Verandi á ENGAN hátt hlutdrægur, þá segji ég Sporthúsið. Gaman að sjá einhvern taka almennilega á því á morgnana :)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 22:21

5 identicon

Hreyfing er málið ... :)

Ásta S (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 23:32

6 identicon

Ég mæli með Heilsuakademíunni.

Hulda B (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 18:43

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hrezz, Linda er fín & ztutt að fara úr Ázbúðinni.

Steingrímur Helgason, 24.10.2010 kl. 00:37

8 identicon

Sporthúsið, feels like home

Soffía Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 17:02

9 identicon

Já jiminn hvað það er mikið að gerast á næstunni! Bara skemmtilegast sko!! :D Mmmmm tugurkeyyyy..

Þú ert nú svolítið mikið krútt að setja minn flutning fyrir ofan þinn flutning í þessari upptalningu þar sem þeir eiga sér stað á sama tíma.. ;) en við tökum þetta allt í sameiningu og DoubleD-um báðar íbúðirnar í hakk!! :)

Er ekki best fyrir þig að ræktast sem næst annað hvort komandi heimilinu eða þá vinnunni??

Erna (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 22:12

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hungraður: Já, hún Antje er ofurkona!

Kristín: Satt - sniðugt að prófa það!

Fannar: Hahah  Eins og Soffía segir - heima er best!!

Ásta/Hulda/Steingrímur: Kannski ég vikupassi þessar stöðvar - takk fyrir ábendingarnar

Erna: Tugurkey indeed! Hahh.. við rústum, mössum, og eitthvað meira kúl, þessum flutningum!!!

Það væri æskilegt að ræktarhúsið væri í leiðinni í vinnuna jú - nema ég dembi mér í þetta intervalheimadæmi - sjái svo til eftir jólin!

Sem minnir mig á það - þarf að skerpa aðeins á þessu við "áhugasama"

Elín Helga Egilsdóttir, 25.10.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband