Óvænt dansgleði

Gærdagurinn leystist upp í allsherjar dansfiestu! Alveg óplanað.

Aumingja fæturnir.

Aumingja tærnar.

Aumingja skrokkurinn.

Gamalmennið að taka völdin? Grautarætan sem komin er í bælið klukkan 22:00, flesta daga, enn uppi á miðnætti að marsera við Pál Óskar í kaupbæti... eins og freðmýrartröll. Svo glæzt var sveiflan gott fólk!!

Hef ekki dansað svona í langan, langan tíma... og með uppáhalds kvendunum mínum í þokkabót. Hrundum óvænt inn á ball með Páli Óskari og hann klikkar seint mín kæru. Tók sporið tryllingslega frá 24:00 - 03:00...

*hné í enni* - * hæll í hnakka*

...og þá sagði skrokkurinn "NEI TAKK... FREKAR VILL ÉG TVÖFALDAN BOOTCAMP EÐA RASSAVÉL Í KLUKKUTÍMA". Hverskonar eiginlega... upsteyt og læti. Ég hef haldið sjúklegri snúning lengur út en auma þrjá tíma. Svo mikið er víst.

En óendanlega skemmtilegt kvöld engu að síður í ægilega jákvæðum félagsskap.

Óvæntur dans... er góður dans!

Vinkvennastóð

Vaknaði því heldur seint. Gúllaði í mig eggjaköku, sofnaði aftur, gúllaði í mig hindberja-chiagraut með kotasælu. Það... er svakalegt gott fólk! Uppskrift væntanleg á næstu dögum.

Tók ekki myndir af nokkrum sköpuðum hlut og er núna að fara í lasagna innkaup fyrir kvöldið.

Sunnudagar nýttir í eðalmat. Einn tekur að sér eldamennsku og svo setjast allir saman við matarborðið, smjatta, tala um daginn og veginn og njóta þess að vera til!

Sjáumst í kveld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband