Færsluflokkur: Fiskur

Vitið þið hvað ég er að borða núna?

Jamm...

hnetur, rúslur og ofursúkkulaði

...ákkúrat...

Ofurhumar

nohm mmhmm

 

 

 

 

 

 

 

...ég er hamingjusamt átvagl!


Sushi a la Jens

Skrapp í heimsókn, mat og með'í til Ernunnar og Jensa. Sá litla kút í öllu sínu veldi... jah, litla kút! Ekki svo mjög lítill, eitt stykki tönn farin að láta bera á sér og allt. Hann er svo yndislega sætur og fínn!

Lárus litli

Annars buðu þau upp á eðalfínt Sushi sem Jens svo snilldarlega lagaði! Mikið... mikið gott!

Sushi a la Jens

Lax, hvítlaukur og engifer - smálúða, engifer, radísur Túnfiskur með sesamgleði

 

 

 

 

 

 

 

Aðkeypt sushi 

Takk fyrir að vera til bæði tvö! Takk fyrir allt - þið eruð best Heart

Ómetanlegt að "eiga" svona frábært fólk!!


Það var þá að janúar mætti á svæðið

Ég get svo svarið það - ég held að glirnurnar hafi kristallast á labbinu inn í ræktarhús í morgun! 

Túnfiskur í hádeginu. Mikið óskaplega getur það vera grautleiðinlegt að borða þennan blessaða fisk allsberan, beint uppúr dollunni! Ég saltaði því dýrið, pipraði smá - sletta af hot sauce og voila! Andaði herlegheitunum að mér með vinnugrænmeti og gleði í hjarta!

Vinnutúnfsikur og afurðir í stíl

Haldið þið svo ekki að ég hafi gleymt möndlunum mínum heima! Greyin, aleinar og óétnar! Neyðin kennir möndlulausu átvagli þó að redda sér og ég stalst í nokkrar ekta fínar jarðhnetur í vinnunni!

Vinnunasl 

Ég hef sagt það áður og segi það enn! Hnetur eru ekkert nema dásemdin einar!


Hvar eru allir auka klukkutímarnir sem vantar inn í sólarhringinn?

Allt of mikið að gera, út um allt, redda hinu og þessu! Mikið stuð á kvendinu!

Vinnukjúlli og grænmeti skúbbaðist ofan í maga á ljóshraða svo hægt væri að sinna hinum eilífu reddingum áður en alheimurinn ferst og tíminn klárast! Ég skóf nú aðeins af hænunni sósuna áður en bitinn endaði í munninum. Rjómaostasósur passa bara með pasta og grjónum í minni bók. Rjómaostasósa í bland við ferskt grænmeti er eigi góður kostur fyrir mína sérlegu bragðlauka! Þeir emja af ólystugheitum af einhverjum ástæðum.

Góður vinnukjúlli 

En gott var þetta! Enda hvarf gumsið hratt og diskurinn sleiktur. Eftirrétturinn samanstóð af ... jah... vatni og ávaxtasykri, smá hýði, eplakjöti og nokkrum eplasteinum! Ég varð líka gráðug og beit í eplið áður en mynd náðist af því! Elíín þó... skamm!

CHOMP 

Herre guð hvað ég hlakka til að fara á æfingu á eftir! Ég er með skemmtilegasta prógram í heimi ákkúrat þessa stundina! Svo er ég orðin svo æði fær í að berja frá mér lóða-rándýrin sem þefa uppi lóð á lausu og láta illa þegar mótlæti ber að garði!

"You lookin' at me... punk?"

Jæja... reddingum skal hér með sinna!


Hádegisklúbburinn

Ég vaknaði klukkan 5 í morgun! Klukkan 5!! Ég reyndi að sofna aftur, mig langaði að sofna aftur, skrokkurinn á mér æpti á meiri svefn en allt kom fyrir ekki. Ég drattaðist því framúr, át minn graut og þrusaði af staði í ræktina klukkan 6. Ég held ég fái að finna vel fyrir því á morgun - spriklið var afskaplega vel af hendi reitt hjá undirritaðri! Varð meira að segja vör við eilítið massa rymj og fnas í síðustu settunum!

Sökum ólöglegs snemmvaknaðar var hádegishungrið farið að segja vel til sín uppúr 10. Aftur, þrátt fyrir að reyna og vilja halda aðeins lengur út, æpti átvaglið, maginn og andinn á mat af svo miklum krafti að óhljóðin heyrðust fram á gang! Þar af leiðandi hljóp kvendið niður í mötuneyti á ljóshraða og andaði að sér eftirfarandi disk!

Túnfiskur, grænmeti og hrísgrjón 

ANDAÐI... AÐ SÉR! Ég held ég hafi étið þetta í þremur munnbitum!

Óóóguuð hvað það er gott að borða!


Lax, lax, lax og aftur lax

Lax er svo góður. Ég gæti borðað lax að eilífu! Reyktur lax með capers og smá rjómaosti - gerist það betra?

Lax og capers

Jah, jú. Ef undir laxinum væri ristuð beygla, aðeins meira af rjómaosti, krumpuegg, rauðlaukur og kannski smá kál til að gleðja augað! En hverjum er ekki sama um þaaað.. þetta var dásemdin einar.

Komst svo að því, mér til mikils hryllings, að ég hreinlega gleymdi að setja inn færslu í gær. Ætlaði að vera voðalega samviskusöm en ástæðan fyrir gleymskunni er eftirfarandi:

Stúfur

Set svo kannski myndina inn þegar hún er fullunnin. Það eru alveg góðir tveir dagar eftir af henni - ef ekki meira!

Svakalegt að vera í svona fríi.. maður verður ligeglad með eindæmum.


Fiskisnobb og fjörubragð

Ég er mikil fisk-grúppía. Ég dái fiskinn og dýrka, sérstaklega þegar hann er góður. Yfirleitt elda ég þorsk ef, og þegar, ég ræð og elda sjálf. Ég er hinsvegar ekki mikill ýsuaðdáandi og finnst alltaf eins og ég sé mætt í fjöruna þegar ég borða ýsu.

Hádegismaturinn í dag var sumsé soðin ýsa. Mætti galvösk niður í matsal með vöffin (vöffin?) tvö, vigt og vél. Það er nú ekki hægt að segja að hádegismaturinn hafi verið spennandi Hansen með exotísku ívafi, en mig langaði svo hryllilega í fisk að fisksnobbið lét í lægra haldi. Ýsan vigtuð og snædd og viti menn, þetta var barasta ágætis ét. Ekki eðalsmeðal en gott, og ákkúrat það sem ég var að leita eftir. Létt og fínt.

Soðin ýsa, grænmeti og teitur

Þriðji síðasti pakkinn opnaður í dag. Bara tveir eftir.

Heilræði 14.12.2009

Fingurbjörg

 

 

 

 

 

 

Ætla að reyna við tvennskonar konfekt í kvöld. Sjá hvort tíminn leyfi það ekki örugglega. Kókos- og Oreo kúlur. Here I come!


Humar og avocado salat með dijon dressingu

Þetta var mjög sumarleg máltíð verð ég að segja. Létt og gott - einmitt það sem maginn æpti á eftir allt þetta kjötát! Kjöt er gott, en það er ó svo gott í hófi. Amk. fyrir minn kjúklinga- og fiskvana maga.

Kramdi 1 hvítlauksrif og setti út í litla skál sem passaði vel upp á hrátt humarkjötið. Út í sömu skál fór smá sítrónusafi, salt, pipar og steinselja. Þessu leyfði ég að sitja á meðan ég skar niður salatið, hitaði pönnudýrið og bjó til örlitla dressingu.

Avocado og humarsalat

Iceberg, kirsjuberjatómatar og avocado skorið smátt og hrært saman í skál. Smá sítrónusafa hellt yfir grænmetið. Rauðlaukur er skorinn smátt og stráð yfir það sem komið er í skálina ásamt smátt skornum púrrulauk. Þetta er mikill feluhumar. Hann blandast vel inn í litinn á kálinu. Tómatar og rauðlaukur faldir inn á milli.

Avocado og humarsalat

Dijon sinnepi, honey dijon, balsamic ediki, sítrónusafa, salti og pipar gúmslað saman og loks.. aha, í staðinn fyrir olíu, nokkrar tsk af ósætuðu eplamauki! Namaha! Barasta gott mál. Þessu dreifði ég svo yfir salatið - en bara örlitlu. Mjög bragðsterk dressing/sósa/gleðilegheit.

Avocado og humarsalat

Panna pömuð, humar steiktur og settur út á salatið. Spáið nú í því ef í þetta salat væru settar smá hnetur eða brauðteningar... heilagur salatmæster.

Borða og brosa.

Ég held ég hafi minnst á það áður hvað humar og avocado eiga vel saman. Það er ekkert nema diskótek fyrir bragðlaukana. Bjó mér því til ,í tilefni af humar- og avocado afgöngum, humarbætt guacamole! Jebb - hádegismatur á morgun!


Sushinámskeið

Ójá! Sushi námskeið haldið í vinnunni og Örn Garðars kennarinn. Snillingurinn sem kom með uppskriftina af Marakóska kjúllanum!

Byrjað var á því að fræða okkur um grjónin, hvernig best sé að elda þau og blanda svo auðvelt sé að vinna með þau í framhaldinu. Edik/sykur/salt blanda, hella yfir, hræra vel, ekki merja!

Hræra edikblöndu við grjón, varlega en vel

Hræra edikblöndu við grjón, varlega en vel

Við fengum líka smá kennslu í grænmetisskurði. Einnig ágætis ráð varðandi niðurbrot á avocado. Skera til helminga að stein, snúa, slá hníf í stein og kippa honum upp úr! Afskaplega sneðugt!

Hraðskurður á rauðlauk

Avocado steina hreinsun

Sushi félagar. Erna eldhússkvísa (benti mér á ofurbrauðið) og Siggan mín.

Fínar skvísur

Tartarinn okkar. Lax, sesamfræ, sesamolía, gúrka, salt, pipar og piparrót! Mikið, mikið gúmmulaði.

Tartar

Eitt af innvolsi í upprúllur. Lax, kóríander, engifer og lime börkur. Góóð lykt!

Sushi innvols

Þá hófst upprúllið. Bambusmotta, plast...

Byrjunarstig

...nori blað...

Grófa hliðin upp, fína niður

...grjón og gleði...

Suhi að verða að veruleika

...rúlla... sushirúlla! Hohooo! Cool

Sushirúlla

Fengum að smakka rúlluna hja Erni í miðjum klíðum. Æði!

Lax, wasabi, grjón

Lax, wasabi, grjón

Inside out!

Inside out

Afrakstur kvöldins. Fyrir heilan her... eða.. bara mig!

Fullt af gleðisushi fyrir Gúmmulaðihellinn

Í lok kvölds, og eftir tiltekt, fengum við að smakka rúllurnar sem Örn bjó til. Mikil hamingja og gleði að námskeði loknu.

Hjemmelavet

Hér er svo aðalmaðurinn! Takk kærlega fyrir okkur!

Örn Garðars

Þetta var afskaplega skemmtilegt og sushi-ið æðislegt! Palli fékk stórvægilegt hamingjusjokk þegar ég kom heim með sushi fyrir hundrað manns og hertók rúllurnar!

Joink...

...busted!

Það er svolítið gaman að kunna að búa þetta til - alls ekki mikið mál, meiri handavinna, og viti menn, svo gott sem eins, ef ekki betra og það sem keypt er út úr búð! Ég sé sushi í minni nánustu framtíð!


Rækjusamloku í töskuna

Átti afgangs rækjur síðan í gær, og vissi að ég yrði út úr húsi yfir hádegismatinn, svo ég bjó ég mér til rækjusamloku 'to go'. Flott að geta nýtt rækjurnar og ennú betra að þurfa ekki að velta um sjálfa mig af hungri inn í miðri smáralind. Pakkaði dýrinu inn í vitawrap!

Vita wröppuð rækjuloka

Rækjulokan kemst mjög fallega fyrir í ofurtöskunni minni ásamt penna, glossi, kveikjara og tannþræði. Allt mjög þarfir hlutir til að búa til sprengju - eða aðra rækjusamloku! Bond... Elín Bond!

Rækjuloku felustaður

Voila!

Felutaska

Gott að grípa í samlokuna þegar hungrið fer að segja til sín...

Rækjuloka með grænmeti og smá sinnepi

...ét og njót!

Hver þarf lítinn hund í töskuna þegar þú kemur rækjuloku þar fyrir? Ekki éturðu hundinn - svo mikið er víst!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband