Hádegisklúbburinn

Ég vaknaði klukkan 5 í morgun! Klukkan 5!! Ég reyndi að sofna aftur, mig langaði að sofna aftur, skrokkurinn á mér æpti á meiri svefn en allt kom fyrir ekki. Ég drattaðist því framúr, át minn graut og þrusaði af staði í ræktina klukkan 6. Ég held ég fái að finna vel fyrir því á morgun - spriklið var afskaplega vel af hendi reitt hjá undirritaðri! Varð meira að segja vör við eilítið massa rymj og fnas í síðustu settunum!

Sökum ólöglegs snemmvaknaðar var hádegishungrið farið að segja vel til sín uppúr 10. Aftur, þrátt fyrir að reyna og vilja halda aðeins lengur út, æpti átvaglið, maginn og andinn á mat af svo miklum krafti að óhljóðin heyrðust fram á gang! Þar af leiðandi hljóp kvendið niður í mötuneyti á ljóshraða og andaði að sér eftirfarandi disk!

Túnfiskur, grænmeti og hrísgrjón 

ANDAÐI... AÐ SÉR! Ég held ég hafi étið þetta í þremur munnbitum!

Óóóguuð hvað það er gott að borða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað þú ert heppinn að hafa svona flott og ferskt mötuneiti.. ekkert gúmmelaði vafið í mæjó sósu..bara ferst og gott...

segðu mér eitt.. er þetta túnfiskur sem þu ert að borða þuran með engu sinnepi ? engu 5% sýrðum?

Heba Maren (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:27

2 identicon

Takk fyrir endalaust frábært blogg og uppskriftir, en ég er að spekúlera??? Færðu þér grautinn fyrir æfingar?? Eða brennslu??? Fer nefnilega alltaf fastandi svona snemma morgunsKannski að það sé ekki að virka??

Dísa (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:29

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba: Oh já, mötuneytið mitt er yndi. Já, þetta er túni beint af kúnni! Ekki uppáhalds uppáhald en ég get graðgað honum í mig þannig

Dísa: Fær mér alltaf að borða fyrir æfingu á morgnana ef ég er að fara að lyfta eða taka hringþjálfun. Aldrei/sjaldan fyrir brennslu

Elín Helga Egilsdóttir, 21.1.2010 kl. 12:47

4 identicon

Takk kærlega fyrir frábær blogg og frábærar uppskriftir sem ég skoða daglega!
En hvernig grautur er það sem þú færð þér oftast á morgnana? Er það jafn mismunandi og grautauppskriftirnar eru margar? Og færðu þér alltaf prótein með? Og annað, hvar færðu þetta margrómaða Sci-Tech prótein? Iða alveg í skinninu að smakka þetta himneska prótín!

Katrín (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:42

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Takk fyrir mig Katrín mín.

Núna undanfarið hef ég verið að fá mér eggjahvítugrautinn. Sleppi próteini ef ég fæ mér hvíturnar því próteinið kemur þaðan. Fæ mér alltaf prótein, í einhverri mynd, með hverri máltíð. Annars já, grautarnir eru jafn margir og hugurinn girnist og nammiskápurinn leyfir Stundum graut með próteini, jafnvel skyri/jógúrti. Það er svaða gott.

Scitec færðu hjá Sgga í Vaxtarræktinni á Akureyri, s. 462 5266. Getur hringt í kappann og pantað ef þú vilt

Elín Helga Egilsdóttir, 21.1.2010 kl. 20:37

6 identicon

Hæhæ.
Sá í síðasta bloggi að þú færð þér bláber með morgunmatnum, mig langaði að spurja hvar þú ert að kaupa þau? Því ég hef bara séð bláber sem kosta 5-600 kr pakkinn í krónunni/bónus og þau endast í svona 2 skipti með hafragrautnum!
Ótrúlega dýrt :/
En takk fyrir frábært blogg :)
kv margrét

Margrét (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:46

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kaupi þau nú yfirleitt barasta frosin í Bónus Mikið ódýrara og einn svoleiðis poki endist mér í rúmar tvær vikur.

Elín Helga Egilsdóttir, 21.1.2010 kl. 21:02

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð hentu inn einni máltíð í viðbót í dag kelling fyrst þú vaknaðir svona snemma ;-)

Ragnhildur Þórðardóttir, 22.1.2010 kl. 10:31

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þú meinar það! Hef það svo sannarlega bak við eyrað ef ég tek upp á því að vakna fyrir allar aldir seinna!

Elín Helga Egilsdóttir, 22.1.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband