Sushinámskeið

Ójá! Sushi námskeið haldið í vinnunni og Örn Garðars kennarinn. Snillingurinn sem kom með uppskriftina af Marakóska kjúllanum!

Byrjað var á því að fræða okkur um grjónin, hvernig best sé að elda þau og blanda svo auðvelt sé að vinna með þau í framhaldinu. Edik/sykur/salt blanda, hella yfir, hræra vel, ekki merja!

Hræra edikblöndu við grjón, varlega en vel

Hræra edikblöndu við grjón, varlega en vel

Við fengum líka smá kennslu í grænmetisskurði. Einnig ágætis ráð varðandi niðurbrot á avocado. Skera til helminga að stein, snúa, slá hníf í stein og kippa honum upp úr! Afskaplega sneðugt!

Hraðskurður á rauðlauk

Avocado steina hreinsun

Sushi félagar. Erna eldhússkvísa (benti mér á ofurbrauðið) og Siggan mín.

Fínar skvísur

Tartarinn okkar. Lax, sesamfræ, sesamolía, gúrka, salt, pipar og piparrót! Mikið, mikið gúmmulaði.

Tartar

Eitt af innvolsi í upprúllur. Lax, kóríander, engifer og lime börkur. Góóð lykt!

Sushi innvols

Þá hófst upprúllið. Bambusmotta, plast...

Byrjunarstig

...nori blað...

Grófa hliðin upp, fína niður

...grjón og gleði...

Suhi að verða að veruleika

...rúlla... sushirúlla! Hohooo! Cool

Sushirúlla

Fengum að smakka rúlluna hja Erni í miðjum klíðum. Æði!

Lax, wasabi, grjón

Lax, wasabi, grjón

Inside out!

Inside out

Afrakstur kvöldins. Fyrir heilan her... eða.. bara mig!

Fullt af gleðisushi fyrir Gúmmulaðihellinn

Í lok kvölds, og eftir tiltekt, fengum við að smakka rúllurnar sem Örn bjó til. Mikil hamingja og gleði að námskeði loknu.

Hjemmelavet

Hér er svo aðalmaðurinn! Takk kærlega fyrir okkur!

Örn Garðars

Þetta var afskaplega skemmtilegt og sushi-ið æðislegt! Palli fékk stórvægilegt hamingjusjokk þegar ég kom heim með sushi fyrir hundrað manns og hertók rúllurnar!

Joink...

...busted!

Það er svolítið gaman að kunna að búa þetta til - alls ekki mikið mál, meiri handavinna, og viti menn, svo gott sem eins, ef ekki betra og það sem keypt er út úr búð! Ég sé sushi í minni nánustu framtíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sushi er hollt og gott.  Ekkert wasabi??

Hungradur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 06:07

2 identicon

 Já..piparrót er naestum thad sama.

Hungradur (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 06:48

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jújú, wasabi-ið felur sig inn í rúllunum. Svo var að sjálfsögðu engifer, wasabi og sojasósa eftirá.

Elín Helga Egilsdóttir, 21.10.2009 kl. 09:14

4 identicon

Æðislegt! Er hérna alveg með vatn í munninum. Býst við mikilli veislu þegar le bebe er komið. Var hann annars með einhverjar góðar hugmyndir um grænmetissushi?

Erna (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:01

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Við stefum á sushigerð eftir jólin, hvítvín og almenn kósýheit!

Þetta var mest fiskur, aðallega af því að enginn var að spyrjast fyrir um grænmetis-týpuna. En það er ekkert mál að gera eitthvað osom grænmetissushi. Avocado, gúrka, sítrónugras, engifer og wasabimajo t.d. Við þurfum að experimenta með allskonar grænmeti og sósur með til að spæsa upp!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.10.2009 kl. 11:09

6 identicon

Hæ takk kærlega fyrir mig í gær. Skemmtilegar móttökur og frábær hópur.. Kveðja Örn Garðars

Örn Garðarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 12:57

7 identicon

Namm, ég elska sushi og við höfum einmitt haldið skemmtileg "sushi partý" þar sem allir búa saman til sushi :)

Verð líka að mæla með Sushismiðjunni niðri við höfn (neðan við Búlluna), þau eru með geeeegggjað sushi og 2/1 af sushi á veitingastaðnum flesta daga skilst mér.

Laufey B (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:35

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já, hef farið þangað og líkað vel. Sushi er æði, líka svo gaman að borða það

Elín Helga Egilsdóttir, 23.10.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband