Færsluflokkur: Kvöldmatur

Baunir, já takk

Hef ég sagt ykkur frá þrálátri ást minni á mat og öllum þeim (þúsund og fimmtíu milljón)*(RJÓMI)^4 áferðum sem hinar ýmsu fæðutegundir hafa að geyma?

Hef ég?

Í alvöru?

Til hamingju. Þá vitið þið næstum því allt um mig.

Kvöldmatur kvöldsins í kvöld (hvað eru mörg kvöld í því?) *trommusláttur*

Linsubaunasúpa!

Linsubaunir prýddu matarborð Ásbúðinga þetta kveldið. Stórgóð súpa sem fengin var að láni héðan.

Af hverju byrjaði ég þennan pistil á áferðatuði? Jú, af því þessa súpu var, og er, hægt að borða með gaffli! Svolítið eins og hummus ef ég á að áferðasamanburða eitthvað. Ef það er ekki ástæða til að taka stríðsdans upp úr þurru veit ég ekki hvað! Stórkostlega skemmtilegt fyrir áferðaperrann!

Ekki svo skemmtilegt fyrir systur hans.

Svona er nú smekkur manna mismunandi mín kæru.

Með þessu graðgaði ég fisk síðan í gær, kjúlla síðan í dag, tómat*2 og 1/2 papriku.

Linsubaunasúpa

Ég og tómatar erum like this II

Ég gæti mögulega hafa gúffað þessu í mig líka. Mögulega.

Það er mögulega mjög líklegt.

Líklega gúffaði ég þessu í mig líka.

Já, ég gúffaði þessu í mig líka.

Sætar eru sætari en allt

Ofnbakaðar sætar og grænmeti í hnetusósu. Aðkeyptri.

Ekki dæma... hún var dásamleg.

Grænmeti í hnetusósu

Ég og móðir mín kær sammæltumst þó um að við næstu linsubaunasúpugerð myndi sítróna ekki koma við sögu heldur þung massíf krydd eins og cumin eða karrý ásamt mikið af hvítlauk.

En góð var hún og pervisin var gleðin sem fylgdi átinu, uss!

Tók annars stutta brennslu eftir vinnu. Skellti líka í nokkuð gleðilegar interval-brennsluæfingar, sem gætu mögulega hafa innihaldið einstaka frosk, og lauk þessu öllusaman með magamorði! Þetta var hið ágætasta sprikl og öxlin fékk kærkomið æfingafrí.

Hafragrautur eftir 7 tíma.

Fótamorð eftir 8,5 tíma.

Gleðifréttir eftir 11 tíma.

Nótt í hausinn á ykkur strumparnir mínir.


Þreytt, sveitt og besti fiskrétturinn

Er ekki alveg nógu sátt við þetta myndaleysi! Ojæja, dæli þeim inn engu að síður og vona það besta!

Fór í fylgd með móður í rækt seinnipartinn í gær, tók þar smá maga og SS brennslu á meðan hún einkaþjálfaðist og lét pína sig.

Mætti reyndar enginn þjálfari svo hún tók sig til og sá ansi vel um píningarnar sjálf! Ánægð með hana!!

Sökum þess svaf ég til eilífðar í morgun og lét interval bíða til kvöldsins. Var svo ægilega spræk eftir vinnu að ég tók einn Garðabæjarskokkhring í góða veðrinu. Hæg sigling til að dreifa huganum.

Bætti tímann minn um 5 mínútur - jah... síðan í sumar. En 5 mínútur engu að síður.

Eftir hlaupið var ég enn assgoti spræk svo ég ákvað að taka þessa æfingu í prufu!

Guð minn góður. Ég hélt ég myndi drepast gott fólk. Ég þarf greinilega að bæta mig í þolinu! Eftir 3 umferðir var ég másandi og hvásandi og stynjandi yfir því að eiga ekki nema 12 eftir! Kræst!

Í áttundu umferð fækkaði ég hoppunum í 20, tók samt síðustu 3 umferðir af fullum krafti og 30 hoppum.

Get nú ekki sagt að ég taki mig jafn vel út og ungfrú Brjóstgóð. Burtséð frá því, hvort ég taki mig vel út eður ei... þetta tók vel á!

húha

Arbeygjustöðulabb

Ein armbeygja

Rass upp í loft

Sveitt! Sveitt... dauðir fætur! Kræst!

Sviiiti

Eftirátaksþreyta

Gymbossinn stendur fyrir sínu

Er annars að borða þetta núna. Án efa besti fiskréttur sem ég hef smakkað. Allir sem hafa borðað hann eru á sama máli - meira að segja þeir sem borða ekki fisk eða borða bara fisk með steiktum lauk, kartöflum og smjeri!

Hachala þorskréttur

Besti... fiskréttur... hérnamegin... Alpafjallanna!

"Æfingaplan" á morgun, dagurinn var aðeins fljótari að líða en ég gerði ráð fyrir, og fínu fréttirnar þurfa aðeins að bíða... djísús! Ég er uppfull af allskonar lygimáli!

Ég biðst afsökunarforláts!


Léttir dagar

Ég er enn forviða.

Jú, hef náð því geypilega markmiði að verða svöng í dag en ekki í neitt sérstakt. Veit ekki hvað ég gerði af mér um helgina, en eitthvað óæskilega hroðbjóðslegt hef ég náð að innbyrða. Dagurinn í dag hefur verið æði léttur og laggóður. Samt sem áður líður mér eins og 100,4 flóðhestum hafi verið raðað ofan á hausinn á mér og uppblásinni blöðru komið fyrir í bumbunni.

Másandi hvásandi hveli - ef ég þyrfti að fara í Kampið núna myndi blöðrukvendið hvellspringa í fyrsta frosk. Eigi yrði það fögur sjón!

Ughhh! Fnas! Hrmph! Blagh!

Kjúklingasúpa og grænmeti fyrir 700 manns. Dugar okkur Ásbúðingum í 4 daga. For helvede. Léttara verður það nú varla...

300 lítrar af súpu

Geypilega góð

...nema ég gleypi súrefni í tonnavís.

Fyrr mun þó frjósa í helvíti áður súrefni verður það eina sem ég ét. Þarf ansi margt að ganga á áður en sá dagur rennur upp. Áferðar- og bragðlaust með eindæmum.

Mjög hitaeiningasnautt.

Frekar japla ég á sítrónuberki!

Bwwlaarggh!


Spínat eggjakaka með tómötum.

Konan sem kunni bara að útbúa eggjakökur og haaafragrautaaa!!!!

Virðist vera það eina sem ég set ofan í mig þessa dagana.

Engu að síður. Einfaldara verður það ekki og einfalt er mitt mottó þessa stundina. Er í engu stuði fyrir ofureldamennsku eða fínheit. Stutt og laggott já takk - en bragðgott og gleðilegt í leiðinni.

Spínat á pönnu að kvöldi til!

spínat

Spínat á pönnu að kvöldi til með flassi!

Af hverju ég er ekki með stóru myndavélina á bakinu allan sólarhringinn er ofar mínum skilningi?

spínat

1 msk olía og hvítlaukur hitað á pönnu og spínatinu bætt út á. Rétt látið koðna niður í 1 - 2 mín, salta, pipra, dukkah. Hella möndlumjólkurblönduðum og krydduðum eggjahvítunum út á! (Reynið að segja þetta 10 sinnum í röð hratt)

eggjakakast

Skera niður tómat og ... raða! Smyrja með smá dijon og pipra eftir smekk.

Tómateggjó

nohma

Brjóta saman, balsamik edika!

Ég veit, ég veit - diskurinn er subbó.

glæsilega fín

Ég hefði nú alveg getað eytt 10 mínútum í að útbúa ferska tómatsalsa með smá baunum. Átti kóríander, rauðlauk, hvítlauk, mango, tomata, pinto... en æji. Letin gott fólk. Letin.

gjuggíborg

Fíni fíni bitinn! Eins og listaverk. Smile

Spínatbiti

*rop*

Guð... var þetta ég?

Afsakið!


Eggjahvítu tortilla með tómat-mango sósu og avocado

Enn og aftur eggjakaka. Ég bara fæ ekki nóg. Óstöðvandi eggjaátsmaskína!

Bjó mér hinsvegar til hálfgert tómat/mango mauk til að setja með inn í krumsið og húhahh, það var gott. Átti kirsuberjatómata á lager og einmana mango sem varð að nýta áður en mango guðinn kallaði það til sín. Það er annars svo lítið eftir af hráefnum hérna í höllinni að búðarferð fer að verða nauðsyn.

Ég fer um leið og ég er farin að reyna að útbúa panini úr pappakassanum hérna inn í stofu!

Það mætti þó bæta í tómat gumsið mörgum gleðilegum aukaefnum. Aukaefni verandi laukur, hnetur, krydd ofr. En gerum eitthvað gott úr því sem er til!!

Kirsjuberjatómatar, mango, hvítlaukur, egg, avocado og einhvurslags krydd, sósur og edik!

Byrjaði á því að hella soja og ediki (balsamik eða hvítvíns, helst balsamic) á pönnu ásamt 1,5 niðurskornum hvítlauksrifjum og leyfði að malla. Þarnæst fylgdu niðurskornir kirsó og niðurskorið mangó ásamt oregano. 

Mikið af orðum sem enda á -o!

Þarnæst setti ég út á pönnuna eilítið cumin og ponsulítið kúmen, saltaði, pipraði vel og leyfði að malla í smá stund. Hellti svo dass af vatni á pönnuna, sauð meira og loks smávegis maizena til að þykkja dýrið. Úr varð þessi fína sæta/súra sósa. Myndi setja út í hana hot sauce næst - eða chilli!

Beinustu leið á eggjahvítuköku og avocado fallega raðað á gleðigumsið.

Avocado og tómat/mango sósa

Aaavocado

Loka!

Ekkert nema mannasiðir! Óþarfi að hafa þetta útglennt fyrir allan heiminn að sjá!!

...

Mikil eggjakökudramatík í gangi ákkúrat núna.

Alveg að fá að smakka

Felumango!

Enn og aftur ullar maturinn minn á mig.

Ullandi eggjakaka

Fyrsti bitinn fínn!

Hreint og beint

Annar bitinn ákkúrat eins og hann á að vera! Útbjakkaður í sósu og almennri hamingju!

Mmmhmmm

El subbó!

Út um allt

En gott subbó!

Nahhmmii

Oj hvað þetta gladdi mig óstjórnlega. Fátt til á lager en reddaðist svona líka vel. Ætla að halda áfram á tómata og mangó brautinni, hún er mjög jákvæð. Bæta út í þetta meiri lauk og baunum og jafnvel pasta. Útbúa eitthvað gott salat....

...góðir át-tímar framundan. Finn það á mér!


Kjúlli + baunir = kjúklingabaunir?

Búin að vera í frekar "léttu" stuði undanfarið. Langaði óhemju mikið í salat en samt ekki þannig að tómaturinn væri í einu horni og gúrkan í hinu. Æji.. pff.

Átti kjúllabaunir, epli, eitthvað smotterís grænmeti og jú, ég er þekkt fyrir að gúmsla öllu sem ég á saman til að auðvelda át.

Gomma af salati í stóra skál, átti reyndar ekki iceberg, hefði frekar notað það fyrir crunch og kram, niðurskorna tómata, -epli, -gúrku, -lauk, hvað sem er. Hella einni dós af hreinsuðum kjúklingabaunum yfir og hræra smá saman.

Létt og ljúffengt kjúklingabaunasalat

Dressinguna útbjó ég úr ólífu olíu (2-3 msk), lime safa (semi dass), hunangi (rúmlega msk), balsamic ediki (rúmlega msk), dass af þurrkuðum basil og cumin. Kannski msk af hvoru tveggja. Hræra saman, hella yfir salatið, hafa gaman og njóta vel.

Kjúklingabaunasalat

Nohma

Æji - þetta var barasta nákvæmlega það sem mig langað í. Cuminið gerir dressinguna líka skemmtilega. Tók 10 mínútur að útbúa og er fullkomlega löglegt fyrir grænmetisætur! Prótein í kjúllabaununum gott fólk, prótein í baununum!

Ef þið viljið meira af próteini, einhverju slíku, gæti verið snjallt að skella í eina eggjaköku og nota hana sem "tortillu" nú eða barasta harðsjóða egg og skúbba út í... eða fisk, kjúlla, kusu, kind, svíni...

...ég held þið séuð að ná þessu.


Létt og ljúft

Eitt af mínu uppáhalds éti! Eggjakaka!

Rauðlaukur, olía, wasabi, dill (já ég veit, skrítið kombó, en virkar), salt og smá pipar. Steikja þangað til laukur er mjúkur og hella þá möndlumjólkslönduðum eggjahvítum yfir.

Jebb... möndlumjólksblönduðum!

Eggjahvítukakan mín

Svaða fín

Nohm

Smyrja dijon sinnepi á kökuna, brjóta saman og balsamic edika. Notaði líka smá Kikkoman soja.

Rauðlauksgleði

Hefði verið pínkulítið gleðilegra að eiga til á lager sveppi, hvítlauk, tómata, ólívur.... en þetta er það sem ég fann. Ó mig auma!

Sumir biðu út á verönd á meðan ég borðaði gleðilegheitin.

Gulmundur

Sumir vildu komast inn.

iiiinnn

Sumir góna og skilja ekkert í því af hverju hurðin opnast ekki.

Gónandi Gulmundur

Kakan var góð...

búúið

...og já, ég hleypti gula glugghausnum inn!


Kökur, eggjakökur og fiðurfé

Er aftur komin með eggjakökuæði. Það er bara eitthvað við þær blessaðar sem ég fíla alveg í blússandi botn.

Einfaldari verða þær nú varla en þessi. Laukur svissaður upp úr smá olíu. Eggjahvítum og einu eggi hrært saman og hellt yfir dýrðina. Smá ostur og krydd á milli - brjóta saman, strá með steinselju og hafa sinnep hresst á kanntinum!

Svissaður laukur og eggjahvítukaka

Svo fín á litin

Lítur næstum því út eins og pizzabotn! Myndi án efa virka ágætlega sem slíkur!

Sjáið svo hvað laukurinn kemur skemmtilega út - býr til hringlaga mynstur í kökuna.

Brotin saman

Krumpa

Ógvöð, ég gleymdi að tómatsósa dýrið! Skömm Elín Helga... skömm! Reddaði því á síðustu tveimur bitunum!

Svissaður laukur og eggjakaka

Le tomat

Oh nei!

Bara einn eftir

Neiiiiiiiiiiii! 

Búúúið

Svo það komi annars skýrt og skilmerkilega fram þá var þessi annars Gvendsamlega eggjakaka hádegismaturinn minn! Betra seint en aldrei segir máltækið - eftir 30 mínútur er ég að fara að gúlla í mig kjúlla!

Svo sannarlega dagur kjúklingsins og öllu sem þeirri dýrategund tengist!

Andlegur og óandlegur undirbúningur hafinn fyrir Ástralíuför. Best að byrja á því að fjárfesta í bókum og teiknigræjum í þessari viku. Sný sólarhringnum við í næstu viku og bæti tónlist, í og með, vel og vandlega inn á ipodinn fram á síðustu mínútu!

... ha.. sagið einhver að ég þyrfti að pakka?

Flugvallabið og flugvélahangs - here I come!


Páskalamb

Amman og afinn og lærið!

Ef það er matur á annað borð, á afa og ömmuborð, þá er það annaðhvort lambalæri eða Móaflatarkjúlli! Lambið var matreitt eins og alheilögum páskamat sæmir og gott var það!

Lamb ó lamb

Kartöflur og sovs. Afasovs er ætíð, ætíð best. Sjáið líka hvað kartöflurnar eru fínar - fljótandi um eins og litlar plánetur...

...og já. Þetta eru fyrsta flokks ofursykurkartöflur! Mmmm!

Kartöflur og afasósa

Ég var svo áfjáð í að komast í matinn að ég gleymdi að taka mynd af disk fyrir át! Tók þó eina eftir átið og var ekki svo stressuð því ég átti eftir að fá mér aftur!

rétt missti af matnum upp í mig

Einmitt!

Önnur tilraun til myndatöku - heppnaðist ekki vel

Gullið silfrið hennar ömmu! Mikið silfursmíðakvendi!

silfur

Jæja. Farin að sofa. Brennsla á morgun klukkan 06:00!


Fyrsta Spaghettisengrill ársins 2010

Það var þá aldeilis að það byrjaði snemma í þetta skiptið. Fjölskylduma(t)fíósasumarfíesturnar eru stórkostlegar, allar með tölu, og því fyrr sem við getum byrjað því betra! 13. mars tekinn með trompi og úlfunum boðið í hryllilega góðan grillmat, og heitan pott, hjá hinum Ásbúðarátvögunum!

Byrjaði allt á einu sopasmakki af súkkulaðibjór frá Ölvisholti! Ég hef sagt það áður og segi það enn - ég er ekki áfengiskvendi, hvað þá bjórkvendi, svo ég hef lítið um þennan grip að segja annað en "Tastes like chicken"! Í þessu tilfelli malt.

Ölvisholtbjór

Lamb og svín á boðstólnum. Svínið var svakalegt! Alveg svakalega gott! Og ég er jafn mikil svínakerling og ég er bjórkerling!! Stórtíðindi skal ég ykkur segja.

Snær grillmeister

Pottormar!

Sætulínur

Átvaglið að hræra í "Tzatziki"!

Tzatziki gerð

Grísk jógúrt, salt/pipar, gúrka, hvítlaukur, krydd og smá sítrónusafi. Gríska jógúrtin er án efa með skemmtilegri afurðum! Elska hana!

Góð hráefni

Valdi stóð sig vel í gúrkurífelsi! Mjög fagmannlega, og einstaklega vel, niðurrifin gúrka!

Gúrkurífarinn

Salatmeistarinn á fullu í grænmetisskurði! Ef það er eitthvað sem mér þykir leiðinlegt í matargerð - þá er það grænmetisskurður! Get svo svarið það mín kæru... ((hrollur))

Svava frænka salatmeister

Kartöflur að hvíla sig í ofninum! Vorum löt og nenntum ekki að álpappíra þær og grilla - alveg jafn ofurfínar svona.

Los patatas

VEIII....sluborðið eins og það lagði sig. Sjáið bara hvað ketið er grjúvulega glæsilegt.

Allt að ske

Grænmetishliðin og hin ótrúlega vel hrærða tzatziki sósa! Sjáið bara áferðina... mætti halda að skálarófétið hafi verið blessað af alheilögum anda og amk. einum engli!!

Grænmetó

Diskurinn minn... númer eitt! Ég kem ekki til með að kjafta frá hversu oft ég fékk mér, en þið getið margfaldað þessa dýrð með um það bil fjórum.. milljónum og tveimur!

Svínahnakki, svínarif og lambaprime! Óguðminngóður!

Flassmyndað kjet

Það er ekkert sumarlegra en grill! Jah.. grill og lykt af nýslegnu grasi - það er sumar í mínum kladda!

Góð helgi að baki. Nú verður það harkan sex fram að páskum. Verðum að ná amk fimm upphífingum fyrir þann tíma ekki satt?!?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband