Þorskur og fallegir litir

Af hverju ekki skella í fisk í kvöld? Þarf ekki að vera soðin ýsa og teitur, þó svo það sé að sjálfsögðu alltaf ágætis át.

Steikja papriku, hvítlauk, sveppi, döðlur og svartar ólívur á pönnu, salta og pipra. Flott... ekki satt?

Gleðigrænmeti

Sjóða couscous og koma fyrir í eldföstu móti, hella grænmetisgumsi þar yfir.

Couscous og grænmeti

Léttsteikja þorskinn á pönnu, krydda eftir smekk.

Léttsteikja þorsk

Raða fallega yfir grænmetið - mjög mikilvægt að það sé fallega raðað! Munar öllu bragðlega séð.

Raða fisk yfir grænmeti

Setja tómatsneiðar yfir hvert fiskstykki og ost yfir hverja tómatsneið.

Mmhmm

Inn í 175 gráðu heitan ofn í 20 - 30 mín, eða þangað til fiskmetið er eldað í gegn.

Inn í ofn

Voila! Gullfallegafínt! Guuuullfallega fínt... og gullfallegaofurgott á bragðið!

Tilbúið og ofurgott

Takk fyrir mig Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man oh man...wow!  Tárar í augum...Elín...this is beautiful!

Hungradur (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:16

2 identicon

NAMM þetta er æði ;-) hlakka til að prófa þetta

Lísa (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:38

3 identicon

NAMM hvað þetta er girnilegt! Verður prófað hið fyrsta!

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 22:08

4 identicon

Jummí - þetta væri ég alveg til í að prófa!!

Frk. Laxmýr (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 23:01

5 identicon

Ég er alltaf að bíða eftir uppskrift þar sem þú marinerar eitthvað í Gammel Dansk. En kannski er það ekki meant to be..

Egill Viðarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 00:50

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Oh já, þetta var ekkert nemta gott!

Egill: Bwahahahaa! Ef ég einhverntíman marinera eitthvað uppúr Gammel Dansk þá mun sá réttur vera nefndur í höfuðið á þér!

Elín Helga Egilsdóttir, 10.3.2010 kl. 10:31

7 identicon

Þorskurinn er æði og er á uppáhaldsfiskréttalistanum mínum. Hef verið dyggur aðdáandi þinn um nokkura mánaða skeið og þú átt hrós skilið fyrir að koma öllum hollu og girnilegu uppskriftunum þínum frá þér á svona skemmtilegan hátt. Snilldarpenni og frábær ljósmyndari. Datt inn á síðuna þína á háréttum tíma og þú átt nú smá þátt í því að ég er búin að missa slatta af mör :-)

Guðbjörg G. (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:23

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Guðbjörg: Mikið er ég svakalega glöð að heyra þetta og til lukku með árangurinn Þú gersamlega reddaðir deginum fyrir kvendinu - æði!! Takk kærlega fyrir mig!

Elín Helga Egilsdóttir, 10.3.2010 kl. 21:06

9 identicon

Þessi réttur er suddalega góður:) Prófaði hann áðan og meira að segja anti-heilsurétta karlinn minn elskaði hann.

Vildi bara láta þig vita:)

Dóra (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:22

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dóra: Snilldin einar! Hann er nefnilega assgoti ógeðslega fínn þessi :)

Elín Helga Egilsdóttir, 12.3.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband