15.12.2009 | 15:10
Spes spesíur
Æji nei, þær eru svosum ekkert meira spes en aðrar spesíur. Þetta er sama uppskrift og ég notaði í nornafingurna á hrekkjavökunni um daginn! Alveg ágætar. Möndludroparnir koma sterkt inn. Einfaldar og alltaf góðar - ágætt að sjússa aðeins upp í ofursætu súkkulaðikökunum!
Spesíur
1 bolli mjúkt smjör (uþb 225 gr)
1 egg
1 tsk möndludropar
1 tsk vanilludropar
2 og 2/3 bollar hvieti
1 tsk salt
Aðferð:
1. Hita ofn í 160 gráður.
2. Hræra saman sykur, egg, smjör, vanillu- og möndludropa þangað til létt og ljóst. Hræra þá hveiti og salti við.
3. Rúlla upp í pulsu, vefja inn í plastfilmu og ísskápa í 20 - 30 mín, eða þangað til deigið er stíft.
4. Skera í viðráðanlega munnbita, koma fallega fyrir á bökunarplötu umvafna bökunarpappír og inn í ofn í 10 - 15 mín eða þangað til rétt gylltar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:53 | Facebook
Athugasemdir
þú ert ekkert smá myndarleg í bakstrinum og eldamennskunni almennt :D er farin að hafa alltaf einhverja uppskrift af hafragraut frá þér á morgnanna og ég er bara farin að hlakka til að vakna og borða namm :D
Hafrún (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 19:59
Sæl.
Ég les bloggið þitt alltaf á hverjum degi sá að þú ert að nota
Muscle Milk próteinið, langaði að forvitnast hvenær dagsins þú ert að taka það ? Eg fæ mer EAS prótein á morgnana eftir æfingu, enn var að lesa um þetta prótein og líst nokkuð vel á það :)
KV Karen
Karen (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:13
myndarleg ertu :) en þessar spesíur eru jú spes því að flestum spesíum er flórsykur en ekki sykur, það gerir þær svo harðar og góðar hehe
Lísalitla (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 09:30
Hafrún: Ótrúlega gaman að vita að það geti einhver nýtt sér þessar hugmyndir, takk fyrir mig Annars er þetta bakstursbrot bara dropi í hafið miðað við marga aðra.
Karen: Ég er reyndar ekki að nota það mikið núna (svooo gott á bragðið) en þegar ég notaði það þá var það í millimál og eftir æfingar.
Elín Helga Egilsdóttir, 16.12.2009 kl. 09:35
Lísalista: Hahah já þú meinar það. Svona er ég nú mikið bökunarkvendi (hmm hmm) - skýrum þær spesíur því jú, þær líta eins út!
Elín Helga Egilsdóttir, 16.12.2009 kl. 10:15
ahhh já ok, gæti verið eitthvað gamalt sem eg var að lesa herna í blogginu :)
Ég skoða uppskriftirnar þínar mjög relgulega og finnst þær alveg snilld !!
Karen (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 10:44
Spesíur eru í uppáhaldi hjá mér, verður að borða þær með því að borða utan um súkkulaðidropann og svo bara smá köku með öllu súkkulaðinu. Must! Notarðu dökka eða ljósa súkkulaðidropa? Mér finnast ljósir betri en þeir detta alltaf af! :)
Erna (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 14:34
Ég samþykki þessa átleið! Þú færð 10 prik í átleiðakladdann fyrir hana. Eins og með Snickers. Alltaf skal borða utan af því súkkulaðið, svo mjúka partinn og loks karamelluna! Annað er lastmælgi!
Elín Helga Egilsdóttir, 17.12.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.