12.11.2009 | 20:40
Æðisleg tær grænmetissúpa
Súpur geta verið svo góðar - sérstaklega þegar, jah.. þær eru góðar!
Ohh hvað þessi snilld var ákkúrat það sem mig langaði að bíta í eftir veikindaviku. Svona súpur eru alltaf í uppáhaldi hjá mér. Soðsúpur, stútfullar af grænmeti og gleðilegheitum. Einfaldar, fljótlegar, bragðgóðar. Átvaglið má líka borða þangað til eitthvað gefur sig... gæti ekki verið betra!
Steikti fullt af gróft skornum rauð-/hvít-/púrrulauk upp úr 1 msk olíu, ásamt gulrótum, sellerí og niðurrifnum engifer, þangað til laukurinn var orðinn mjúkur og gullinn. Bætti þá tæpum 6 bollum af vatni í pottinn ásamt 2 teningum af grænmetiskrafti. Já, ég veit, svindl. En þeir gefa gott bragð. Lét þetta malla saman þangað til vatnið var farið að bubbla og þá bætti ég rest af grænmeti út í. Barasta það sem ég fann í ísskápnum. Blómkál, gulrætur, niðursoðnir heilir tómatar (frá Ítalíu), kartöflur, sætar kartöflur, paprika og rófa. Skorið gróft í um það bil jafn stóra bita.
Sjóða þangað til gulrætur/kartöflur eru tæplega al dente! Ég vil hafa rótargrænmetið aðeins undir tönn en ekki maukað. Voila! Guðdómlegt gums í skál! Það væri reyndar hægt að gera þetta enn meira gúmmó og bæta út í súpuna t.d. byggi.
Bætti reyndar út í súpuna mína örbylgjuðum eggjahvítum og já, þetta verður hádegismaturinn minn á morgun. *Get ekki beðið* Eftirrétturinn var gúrmey. Kanilristaðar og crunchy!
Átvaglið er mætt á svæðið! Nú er ekkert sem stoppar kvendið fram að jólum!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Grænmeti, Súpur, Kvöldmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:25 | Facebook
Athugasemdir
hljómar spennandi, en hvað eru örbylgjaðar eggjahvítur?
Sigrún Óskars, 12.11.2009 kl. 20:47
Gerilsneiddar eggjahvítur frá Garra sem ég hendi inn í örbylgju þangað til stífar
Elín Helga Egilsdóttir, 12.11.2009 kl. 20:52
pínu forvitni....veistu hvort að hver sem er megi versla af Garra? Svo fúlt að henda alltaf rauðunum...
Kristín (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:59
Held að hver sem er sé gjaldgengur. Ég og Palli örkum þarna inn 2 - 3 svar í mánuði og kaupum hvítur
Alveg sammála með rauðurnar, hræðilegt að sjá þær fara til spillis.
Elín Helga Egilsdóttir, 12.11.2009 kl. 21:15
Bara benda á það að eggjahvíturnar góðu fást líka í Fjarðarkaup! og þá í aðeins minni pakningum eða 9-10 hvítur í brúsa.
Klara (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:53
Snilldurinn! Velkomin aftur. Sjæseman hvað þessir matarpakkar eiga eftir að vera rosalegir hjá þér! Ég er einmitt að skipuleggja bakstur núna.. ætla að taka sörur fljótlega *bretti upp ermarnar*
Heyri í þér á eftir! :)
Erna (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:59
Klara: Snilldin Einar! Þetta vissi ég ekki. Garri selur þetta reyndar í 2,5 lítra fernum. Þarf að kanna þetta.
Erna: Oh yes! Ég hlakka ekkert smá til að byrja á bakstrinum og jólastússinu í kringum þetta. Líka fyrsta biscotti sem ég kem til með að baka.
Elín Helga Egilsdóttir, 13.11.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.