Færsluflokkur: Grænmeti

Galdurinn að góðu salati

Jah, dressingin, aukahlutirnir og salatskurðurinn.

Eins og t.d. möndlur, hnetur, fræ, brauðteningar (eeeeekki blautir og subbulegir brauðteningar þó). Eitthvað sem gefur knús og kram í hvern bita.

*crunch**crunch* 

Munið, ís verður alltaf skemmtilegri til átu ef honum fylgir t.d. Nóakropp!!

MÖndlusalat

... eða rúslur!

Rúsínur í salati er ofur! Ofur, ofur, ofur, rúsínuofur! Trúið mér og treystið.

Einn og einn biti þar sem með læðist dísæt, karamellukennd rúsla?? Hiimnaríki!

Rúsínuhamingja

Próteingjafinn er alltaf skemmtilegur líka. Kjúlli, eggjahvítur, fiskibitar, nautakjöt, baunir. Hann gefur gleðilega áferð í salatbitann svo ég tali nú ekki um fyllingu.

Roastbeef, spínat, dressing, hnetur, himnaríki

Dressing getur tekið hvaða salat sem er og umbreytt því í mikla átgleði gott fólk.

Dressinging skapar salatið! Amen!

Ef þið eruð t.d. að nota afgangs kjúlla/fisk/kjöt síðan deginum áður gætuð þið látið dressinguna taka mið af því hafi kjötið t.d. legið í einhvurslags marineringu ofr.

  • Rauðvínsedik, dill, dijon sinnep, salt, pipar, smávegis hunang
  • Hvítvínsedik, salt, pipar
  • Dijon, hunangs dijon, hvítvínsedik, salt, pipar, hvítlaukur 
  • Sýrður rjómi, salt, pipar, rauðvínsedik, smátt skorinn rauðlaukur
  • Grænmetis-/og eða kjúklingakraftur. Soðið niður nokkuð þykkt.
  • Basilika, oregano, cumin, smá kanill, örlítil salsa
  • Sítróna, ólífu olía, hunang, smá salt

Hvaaað sem er.

Og númer 1, 2 og 3 mín kæru. Galdurinn að gleðilegu salatáti.... ég segi ykkur það. Grænmetisjapl mun breytast fyrir ykkur héðanaf.

GALDURINN!!

SMÁTT... SKORIÐ Jebb. Er bara svo miiikið skemmtilegra að borða mjög vel niðursneitt grænmeti!

Svo að sjálfsögðu bætið þið við og betrumbætið eins og ykkur lystir hvað krydd og aðra hamingju varðar. Engifer, avocado, grasker, kartöflur...

Ekkert annað.

Skerið salatið í muss og spað. Bætið próteingjafanum út í og borðið með skeið! HAHH!

Já, þetta er matskeið sem þið sjáið á myndinni hér að neðan.

Kvöldsalatfjall

Þannig að, til að taka þetta saman:

  1. SMÁTT SKORIÐ
  2. Góð dressing
  3. Próteingjafi, crunch og sæta

Einföld leið til að fá grænmetisskamtinn ofan í sig og ég lofa jafn stíft og ég elska ís, að ykkur kemur ekki til með að mislíka átið!

Fáið ykkur risasalat í kvöld og njótið lífsins. Það er djöðveikt!


Dulbúið grænmeti fyrir hádegi... takk! Valdorfskyr með chia og bláberjum!

Ég gerði það víst!

Gerasvoveltakk ekki meinhæðast fyrr en þið hafið smakkað!

Valdorfsalat... einhver?

iChiaValdorfSkyr? Næstum. En það mun samt heita það!

Stútfull skál af próteinum, andoxunarefnum, hollri fitu og trefjum! Já takk í minn svanga morgunmatsmaga! Ferskt, fínt og geypilega gott fyrir þig!

Já svona... ég veit hvað þú ert að hugsa og er byrjuð að skamma þig áður en þú færð tækifæri á að fussa og frussa í huganum! Svona hættu'ðessu. Skamm.

Já! Abb... e... babb... ekkert svona!

Þetta var ææðislegt.

Valdorfskyr með chia og bláberjum

Náðu þér í sellerístilk og smá hvítkál.

Hvítkál og sellerí er æðislegt combó og skal koma fram við af einskærri grænmetisvirðingu.

iChiaValdorfSkyr

Maukaðu svo í ofursmáa bita! Agnarsmáa, pínkulitla... næstum í mauk, þannig eftir sitji einungis atóm af selleríhvítkáli! Mjög mikilvægt atriði. Mjög mikilvægt atriði fyrir vellukkun Valdorfskyrsins!

Atómgrænmeti.

Held þið séuð að ná þessu.

iChiaValdorfSkyr

Náið ykkur í skyr. Fljót. Selleríhvítkálið bíður.

Slettið gommu í það ílát sem þið ætlið ykkur að borða uppúr því hver nennir að vaska upp auka ílát? Í alvöru talað?

iChiaValdorfSkyr

iChiaValdorfSkyr

Bætið selleríhvítkálinu við!

iChiaValdorfSkyr

HRÆRA

iChiaValdorfSkyr

Teygið ykkurs svo í Chiafræin ykkar, nú eða hörfræ, eða hafra eða köttinn eða kallinn... kvendið, hvað sem er. Hellið fræjunum ákveðið, mjög ákveðið út í gjörninginn ásamt 2 töppum af vanillu Torani, 1 tsk ómægod3 lýsi og dass af vatni.

iChiaValdorfSkyr

HRÆRA

iChiaValdorfSkyr

Hmm... hvað svo.

Jú... epli. EPLI... JÁ!!!

EEEEPLIIIIIIII

WHEEEEEEEEEEE

iChiaValdorfSkyr

Uuuu... afsakið. Fékk smá gleðitryllingskast þarna. Epli hafa þessi áhrif á mig.

Skerið grænildið smátt eða maukið. Samt skemmtilegra að hafa smá eplakram!

Ekki atómskera eplið.

Þið eigið eftir að þakka mér fyrir þetta tips seinna.

Treystið mér bara. Við viljum eplabita í skyrið okkar.

iChiaValdorfSkyr

HRÆRA

Svo viljum við fá okkur smávegis bláber í staðinn fyrir vínber því bláber eru gleðiber.

Ekki horfa svona á mig, þau eru það ber-a!

iChiaValdorfSkyr

HRÆRAMEIRA

iChiaValdorfSkyr

Nú megið þið borða... og njóta!

Ég mæli samt með því að þið leyfið Chiasprengjunum að vinna sitt þykkildisverk. Það er punkturinn yfir chiaskyrið.

Ég þurfti þó að bíða til, jah, núna! Í gærkveldi lokaði ég Valdorfboxinu með græðgisglampa í augunum sem gæti mögulega hafa endurspeglast í tunglinu.

iChiaValdorfSkyr

NOHM... Óguð!Þetta var svo ljúft.

Væri Gúmmulaðihellirinn með sítrónur á lager hefði börkurinn komið sér eftirsjáanlegal vel í þessari blöndu.

Ómyndaðar valhnetur fylgdu átinu fyrir eintóma hamingju og áferðagleði en engar "in action" myndir til sökum græðgi. Ég biðst afsökunarforláts.

Grænt í vömbina og klukkan ekki orðin 8! Já það held ég nú.


Grænmetisgleði

Í öllum fomum, myndum, gerðum og eitthvað meira skemmtilegt.

Nema kannski grænmetissafi. Get svo svarið það gott fólk. Hef ekki komist upp á lagið með að drekka slíkt.

Svo... komum okkur að efninu.

Í kvöld átti þetta sér stað.

Sjáið nú hvað það er glæsilega fínt rauðkálið.

Rauðlauksgleði

Allir saman saman ofan í fat ásamt olíu, salti og vel völdum kryddum. Basilika þar með talin.

Elska... elska basiliku.

grænmeti á leið í sólbað

Inn í 200 gráðu heitan ofn í 30 - 40 mínútur.

Voila!

grænt er gott

Skál, roastbeef, kotasæla, honey dojon og steinselja.

Nohm

Fullkomið át!

Mmmhmmm

Nota svo afgangana í eitthvað gott jukk sem framtíðin ein mun bera í skauti sér.

Sjáum hvað gerist á morgun.


Óforskömmuð paprika og selleríát

Ég uppgötvaði sellerí í gær!

Ekki misskilja. Ég hef alltaf vitað af því, getað borðað það í "bland" við annað og bragðið í sumum réttum er ómissandi, en kviknakið sellerí er eitthvað sem mínir háttsettu bragðlaukar hafa ekki kært sig um hingað til.

Hingað til!

Gott fólk...

*trommusláttur*

...leyfist mér, með gleði í hjarta bragðlaukagúbbans, að tilkynna ykkur það að undirrituð uppgötvaði sellerí í gær, sjálfri sér til óstjórnlegrar hamingjusprengju!!! Eins og að ná að hífa sig upp í eitt skipti ákvað ég að bíta í bansettan sellerístilkinn og sá engla og alla þeirra dýrð fyrir vikið.

Ekki samt pattaralegu renaissance englana sem stripplast um á allsbertinu með musana á sér lóðbeint út í veður og vind!

*Sjáið þennan upp í vinstra horni, hvað hann er lúmskur og lævís þarna bakvið skýið! Hahh! Hann er æði!*

ren-angel

"Leit yfir grænmetisskúffuna. Hún var uppurin öllu sem falleg er og glæzt í þessum heimi. Ekki einusinni gúrkuendi! Í hægra horni skúffunnar, bak við nokkuð aldraða kartöflu, lá sellerí, umvafið glærum plastpoka og horfði hæðnislega í áttina til mín. Ég færði kartöfluna til í von um að finna fræ úr tómat eða afskorna papriku, bara eitthvað til að narta í, en allt kom fyrir ekki. Skítt!!

Aftur leit ég á selleríið, sem glotti ennú meira, og lokaði ísskápnum með sorg í hjarta. Ég tók eitt skref í átt að súkkulaðirúsínupoka sem kallaði stíft á nartarann og teygði mig ofan í hann.

Það hlakkaði í undirmeðvitundinni.

Með rúsínuklasa á milli þumal- og vísifingurs, því rúsínuklasar eru langsamlega skemmtilegastir til átu, margar rúslur sem bundist hafa súkkulaðiböndum og mynda hálfgerðan skýjabólstra af eintómri hamingju, hugsaði ég 'Júvíst, rúsínur eru hollar og góðar og fullar af trefjum og sætar og ... súkkulaði?'

'Æjiii... æji bara... koma svo kerling!' Samviskan minnti mig grimmilega á liðinn laugardag... og sunnudag... og smá mánudag.

'Crap!'

Glennti upp ísskápshurðina og reif sellerípokann út úr ísskápnum með svoddan offorsi að sellerístilkurinn blessaður slapp úr prísundinni og sveif góðan metar yfir eldhúsið þar sem hann lenti, mjög heppilega, ofan í eldhúsvaskinum. Þarna stóð ég og góndi á skelkaðan stilkinn. Með góðu tilhlaupi réðst ég að honum og graðgaði í mig vænum bita. Hélt bæð niðri í mér andanum og fyrir trýnið!

Þarna stóð ég út á eldhúsgólfi, með augun klemmd saman, bíðandi eftir hræðilega ramma eftirbragðinu sem aldrei lét sjá sig. Ég tók því annan bita og viti menn! Hverskonar eiginlega vúdú er þetta for helvede? Prófaði einn stilk til viðbótar og hananú! Selt, skorið, bitið og varðveitt í matarminninu! Nom nom nom.

Eftir vel lukkað selleríátið tók ég rúsínuklasann, sem ég hafði fagmannlega valið mér nokkrum mínútum fyrr, og stakk honum beinustu leið upp í hamingjusamt ginið."

afétið sellerí

Ætli grænmetisætur upplifi sitt innra veiðieðli, ef þær búa yfir slíku, á þennan hátt?

Annars er sellerí og hnetusmjör nýjaðasta uppáhalds uppáhalds, frá og með deginum í gær! Það mun verða uppétið til agna sem millimál næstu daga! Má til gamans geta að sellerí er eitthvað sem telst vera "smart food". Verandi svo uppfullt af trefjum að skrokkurinn brennir nánast meira á því að reyna að melta blessað grænmetið heldur en ávinningurinn af næringarefnunum, sem það býr yfir, gefur okkur. Gaman að því.

Svona hefur þetta yfirleitt skundast hjá mér. Haustið 2007 voru rauðlaukar taldir til fæðu satans en þegar átvaglið óvart beit í eitt stykki hráan rauðara á Saffran, hið örlagaríka rauðlaukssumar 2008, þá var ekki aftur snúið. Súrar gúrkur eru nokkuð vel á veg komnar. Ég lít þær samt enn gífurlegu hornauga og treysti þeim núll! Við skulum ekki ræða kaffi, þann eðal elexír! Paprikur eru á sama lista. Systemið uppgötvaði þær þegar ég var 12.

Og talandi um paprikur gott fólk! Var í sakleysi mínu að skera mér bita af þessu kvikindi í gær þegar við mér blasti ÞETTA flassandi óforskammelsi!

Flassarinn

Ætlaði fyrst að vera ægilega krúttaraleg á þessu bloggi og segja "Hey, þarna er Barbapabbi að gægjast út úr paprikunni". Vildi næstum því óska að það hefði verið það fyrsta sem ég hugsaði. En blákaldur raunveruleikinn leifði það ekki.

Égmeina'ða!

Fólk!

Þið sjáið alveg jafn vel og ég hverju þetta líkist! Ekkert svona.

...

Þetta er eins og afskorinn hægri búkur af Barbapabba! Fyrir utan hendina því hann var ekkert alltaf með hendur.

dónapaprika

HVAÐ?

Hélstu að ég myndi segja typpi?

Ojjjj, dóni!


Þriðji í Verslunarmannahelgi

Síðan ég hámaði í mig ofurbrauðsneiðina um daginn hef ég haft hana á heilanum eins og exem. Smekklegt, ekki satt? Bjó mér því til salat, henni til heiðurs, í dag sökum brauðleysis. Synd og skömm en gott var grasið!

Glæzt

Spínat, alfalfa, kapers (eeelska kapers ákkúrat núna), kapers safi, smá rauðvínsedik, perusneiðar, tómatur, gúrka og eggjahvítur.

Mjög jákvætt salat

Sletta af hunangi og balsamik ediki, til að vinna upp á móti seltunni í kapers krúttusprengjunum...

Balsamico

...ásamt möndlum og smávegis möndlu dukkah. Fyrir bragð, gleðilegri bita og hamingju.

Mandlas

Ferkst, ferskt og fínt. Fullt af krami fyrir áferðaperrann. Næst ætla ég að útbúa Balsamic hunangs/dijon dressingu og bæta út í olífu olíu og smá sítrónuberki. Ohh mama!

Eðalgott

Annars var Kampið tekið með trompi í morgun. Tvöföldu trompi - tvöfaldur tími - tvöföld pína. Þrekprófið endurtekið síðan fyrir 6 vikum og viti menn... konur og börn. Átvaglið búið að bæta hlaupatímann sinn um rúmar 2 mínútur! Situps um heilar 32, push ups um 5, þar af 15 aukalega á tánum, 10 auka froskar og 35 aukaleg uppstig.

JÁ TAKK!

Þannig að - til að ná Elítuprófinu þá þarf ég að bæta mig í 4 liðum af 5!! Ekki.. nema! Hmm hmm! Reyndar, þá eru armbeygjurnar og froskarnir ansi nálægt því sem þarf til að standast. En, hvað um það, fjórir af fimm. Það skal unnið vel á þennan mismun á næstu sex vikum.

Æfingin í morgun var með eindæmum gleðileg, erfið og sveitt. Framhliðin á kvendinu leit svona út, 20 minútum og berkjaskyrskál seinna (og var verri strax eftir æfinguna)...

Sviiiti

...bakhliðin svona!

Markbak með meiru. Blá doppa á hverjum einasta mjóbaks-hryggjarlið.

Hressir, bætir og kætir.

marbak

Ætla ekki einusinni að sýna ykkur hverskonar hroðbjóður restin af skrokknum á mér er. Fæturnir... aumingja fæturnir. Skil þetta bara ekki, lít út eins og gíraffi. Steypist út í marblettum á stöðum sem eiga ekki einusinni að geta framkallað marbletti. Eins og nasavængir og eyrnasneplar. Það mætti halda að ég væri á hausnum mestmegnið af tímanum. Ekki það að elskulegir blettirnir trufli mig - ég nýti þá óspart til að segja af mér hetjusögur!

Nei, það er ekki sorglegt.

Kannski mig vanti einhver vítamín í skrokkinn til varnar marblettamyndun. Nema það lagist ef ég borði nógu mikið af súkkulaði... eða ís.

Það væri óskandi.


SIB með bláberjum

Gott er að vera grænn. Sérstaklega um verslunarmannahelgi.

Eftirhreyfinguát! SIB!

SIB = smoothie í skál!

Eftiræfingumorgunmatsát

Going bananas!

Bananas

Já, þetta er spínat. Ekki hafa áhyggjur. Þú finnur ekki fyrir því.

Nohm

Og úr varð þetta!

Spínat SIB með bjáberjum

Þessi bláber hafa samt sem áður litið bjartari daga. Svo mikið er víst. Frekar svona krumpuð og illa haldin.

Ég borðaði þetta samt.

krumpuber

Spínat og banana SIB með bláberjum

Bætið svo nokkruð ómynduðum möndlum út á þessa dýrð og kvekendið er föllkomnað.

Takk fyrir mig.


Grænmeti er guðdómlegt

Stundum langar manni bara í grænmeti! Þó svo þú haldir að þú viljir það ekki, þá langar þig samt sem áður í það... ójúvíst! Vittu til! Fáðu þér grænmeti á diskinn, helst ferskt og athugaðu hvort skrokkurinn æpi ekki á meira eftir fyrsta bitann! Reyndar, þá er alveg jafn mikil gleði að bíta í grænmetið hitað/grillað/soðið/steikt... grænmeti er barasta guðdómlegt!

Grænmetisafurðir eru flestallar mikilvægar uppsprettur næringarefna eins og t.d. potassium, trefja, folic sýru, A-E og C vítamína.

  • Grænmeti hefur í mörgum tilfellum lágan kaloríufjölda ásamt því að vera "fitusnautt" = mjög gott að graðga í sig svolitlu af grænmeti ef þú ert að létta þig og til að "fylla" upp í svartholið.
  • Matarræði sem ríkt er af potassium gæti aðstoðað skrokkinn að viðhalda blóðþrýsing. Afurðir ríkar af potassíum eru t.d. kartöflur (sætar, venjulegar), hvítar baunir, tómatafurðir, rófur, spínat, nýrnabaunir...
  • Trefjar sem koma frá grænmetisafurðum, sem hluti af heilsusamlegu matarræði, hjálpa til við að minnka kólesteról í blóði og gæti mögulega minnkað líkur á hjartasjúkdómum. Trefjar eru einnig mjög mikilvægar til að viðhalda súperfínni þarmastarfsemi og allri hamingju sem innviðis klósettkvillar gætu valdið. Ennig aðstoða trefjar við að halda átvaglinu "sáttu" í lengri tíma. -> gulrætur, avocado, brokkolí, spínat, sætar kartöflur...
  • Folic sýra hjálpar blóðinu að útbúa rauð blóðkorn. Talað er um að konur sem eru að reyna að verða ófrískar eða eru nýlega orðnar ófrískar ættu að taka folic sýruna inn til að minnka líkur á "neural tube defect" - heili og mæna fósturs ná ekki að þroskast að fullu -> blómkál, spínat, brokkolí, aspas...
  • A vítamín fyrir ónæmiskerfið, sjón, frjósemi og verjast hvurslags sýkingum -> gulrætur, sætar kartöflur, spínat, grænkál...
  • E vítamín hjálpar til við að "vernda" A vítamínið og hindrar t.d. oxun kólesteróls = minnkar líkur á blóðtppa. E vítamín er uppleysanlegt í fitu og skal því neyta með fituríkum matvælum svo þarmarnir taki það betur upp -> Hægt að taka inn olíur, grænmetisolíur. Canola-, sólblóma-, sesamolíu... nú eða t.d. hveitikím eða hvietikímsolía. Hafrar, hnetur, kjúklingabaunir (halló hummus), linsubaunir.
  • C vítamínið fyrir ónæmiskerfið, sár og skurði (vörn gegn bakteríum), góma og tennur. Aðstoðar við inntöku járns sem kemur úr grænmeti (ekki kjötmeti). Aðstoðar eina af þeim 20 aminósýrum sem við þurfum til að byggja upp prótín. Ákkúrat þá krúttarlaegu aminósýru sem aðstoðar prótínið kollagen sem er hluti sina og brjósks sem þolir átök. -> Brokkolí, kartöflur, rauð paprika, spínat, gærnmeti með blaðgrænu...

Flottur hádegisdiskur. Próteinið mitt í hádeginu í dag var svo hreint ómyndað gleðiKea með fræjum og smá kanil, rétt fyrir crunch og kram.

Grænmetisgeðveiki

Svo flottir litir!

Glæsilega fínt

Nohm 

 

 

 

 

 

BrokkolíRadísurnar mínar 

 

 

 

 

 

 

Ohh.. ég öölska svona fínt, ferskt grænmeti! Eins og listaverk - get svo svarið það.


Áframhaldandi tiltekt og rósakál í millitíðinni

Jasoh! Það er svoleiðis uppi á manni trýnið að annað eins hefur ekki verið skráð í sögubækur. Búin að vera með rassinn upp í loft í allan dag, inn og út úr eldhússkápum. Eldhúsið er hér með fullkomlega endurskipulagt og æðislegt. Draslaraskúffan var upprætt með látum. Hún barðist hetjulega - hún má eiga það kvikindið á henni. Það er mjög góð tilfinning að vita að sú skúffa sé dáin og grafin í bili. Annars er afskaplega mikilvægt að vera með rassinn upp í loft í svona tiltektum. Af hverju veit ég ekki alveg, en það er lykilatriði í vel skipulagðri eldhúsrassíu.

Rósmarínkjúlli var púðraður á milli þess sem pottar og kryddbaukar voru færðir á milli skápa. Rósakál sem meðlæti var engin spurning. Ég er búin að hugsa um þessar krúttusprengjur síðan fyrir jól og í kvöld fékk kálið að njóta sín. Hreinsað örlítið, skorið í tvennt, olíað og kryddað ásamt smá rauðlauk. Inn í ofn síðustu 30 mín. af eldunartíma kjúllans. Kálið verður krispí og bjútifúl.

Ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðu rósakáli

Þetta var svo gott. Ég sneri kjúllanum bringur niður, í fatinu sem ég eldaði hann í. Fyllti hann líka af hvítlauk og sítrónusneiðum. Úhh hvað kjötið var mjúkt og djúsí. Æðislegt bragð. Mikið einfalt og gott ét, það verður bara að segjast.

Ofnbakaður kjúklingur með ofnbökuðu rósakáli

Áramótin eftir 2 daga. Humarsúpa, humar, hörpuskel, frómas, fyllt kalkúnabringa... ójá, þetta verður geggjað!


Kvöldmatur í tiltektargírnum

Ég er búin að taka til í öllu húsinu, hreinsa ísskápinn, taka til í fataskápnum og taka eitt gleðitryllingskast. Hreinsun á ísskáp fólst meðal annars í því að fjarlægja allt sem gæti mögulega eignast afkvæmi á meðan við erum í burtu. Bjó því til "Hvað er til í ísskápnum" hvítkáls-roastbeef hræru í tilefni af ísskáps hreinsuninni.

Roastbeef hvítkáls hræra með soja og brokkolí

Blaðlaukur, laukur og rauðlaukur skorið smátt og steikt upp úr tæplega msk af olíu. Á meðan er hvítlaukur, hvítkál og brokkolí skorið smátt og lagt til hliðar. Hvítlauk er bætt út á pönnuna þegar laukgumsið er orðið mjúkt ásamt rauðum piparflögum, engifer, smá salti og pipar. Loks er grænmetinu bætt út á pönnuna og leyft að steikjast þangað til kálið er orðið nokkuð mjúkt. 3 - 4 mínútur. Þá bætti ég 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaediki út á pönnuna, hrærði duglega í og lét krauma.

Roastbeef hvítkáls hræra með soja og brokkolí

Loks reif ég niður yndislega fína roastbeefið mitt og skellti út á pönnuna til að rétt hita í gegn. Skreytti með sesamfræjum - ristuðum.

Gvöööðdómlegt gums. Mikið er hvítkál svaðalega gott svona steikt og krumsað. Mjög gott kvöldsnarl - hef gert þetta áður og kem til með að gera aftur. Bara gleði.


Hýðisgrjón í hádeginu og kalkúnakjöt á kvöldin

Hrísgrjón eru góð grjón. Hýðishrísgrjón eru æðisleg grjón. Það er svo gaman að bíta í þau og borða. Áferðin fullkomin og bragðið skemmtilegt.

Eggjahvítur örbylgjaðar.

Örbylgjaðar, stappaðar eggjahvítur

+

Dásemndargrjón soðin.

Hýðisgrjón

+

Grænmetið pamað, saltað og ofnbakað.

Ofnbakað grænmeti er ljúffengt

=

Eðalfínt hýðisgrjóna og eggjahvítugums með soja og ofnbökuðu grænmeti

Æðislegt, æðislegt hrísgrjónagums í skál. Toppað með smá steinselju og soja hellt yfir. Heitt, ofnbakað grænmeti er svoddan glimrandi Guðmundur. Sætur rauðlaukurinn bráðnar líka upp í manni.... mmm. Sojan var svo punkturinn yfir i-ið. Úhhúúh!

Hýðisgrjón, eggjahvíta, soja og ofnbakað grænmeti

Svo er þakkargjörðin í kvöld. Hugsið ykkur hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Þegar ég byrjaði fyrst að telja þá var röðin svona: Þakkargjörð í foreldrahúsum, tvær árshátíðir, matarboð, þakkargjörð númer tvö, Boston, jólahlaðborð, bökunarhelgi og jólin. Núna er það þakkargjörð númer tvö, Boston, jólahlaðborð, bökunarhelgi og jólin. Hihihihi... þegar kvöldið er búið þá eru 4 eftir af 9!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband