10.11.2009 | 12:00
Sólgleraugu og bananasprengja
Hausverkur, aðeins meiri hausverkur og beinverkir í stíl. Ég opna augun á milli þess sem ég sef og verkjatöflurnar segja til sín. Mikil þrekraun að skrifa þetta inn og horfa á blessaðan tölvuskjáinn... en ég reddaði því! Sólgleraugu! Ójá - sit í rúminu með rautt nefið, snýtubréf og sólgleraugu á trýninu í ristastórum slopp, púttuð undir sæng! Mjög "gott" framhald af ennú betri helgi
Í gær vaknaði ég í mikilli hungurpínu og staulaðist framúr í grautargerð. Nennti nú ekki að hafa þetta formlegt svo ég skellti höfrum í pott með smá mjólk og sauð upp með vanilló og kanil. Stappaði svo banana og skellti honum í örbylgjuna þangað til hann varð allur karamellukenndur og múshí! Bananagumsinu bætti ég svo út í grautinn með smá próteini og vohah!! Þvílík snilld. Mjólkin og örbylgjaður karamellubanani gefur grautnum æðislegt, æðislegt bragð! Rjómakenndur og flauelismjúkur... nohm!
Prófaði því seinna um daginn, í enn einu pillumókinu, að stúta banana í örbylgjunni og bæta út í bananagusmið próteini og viti menn. Þetta varð eins og bananakaramella!! Sérstaklega eftir ísskápsveru. Verð að stúdera þetta betur þegar Eiki veiki hefur yfirgefið systemið.
Er þó töluvert betri í dag en í gær. Vona því að veiklan hverfi í dag/morgun. Ég get ekki beðið eftir því að komast í vinnuna/ræktina/út!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Prótein | Breytt 24.9.2010 kl. 11:23 | Facebook
Athugasemdir
Aumgina Eiki veiki
Láttu þér nú batnast!!
Dossan (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:20
Láttu þér batna :)
Vildi líka segja að ég er nýlega búin að uppgötva síðuna þína, í gegnum Nagla síðuna, og finnst æði allar þessar fínu hugmyndir um hollan mat :) takk takk.
Harpa (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:22
Hungradur (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:17
Mig langar bara til að segja þér hvað ég er ótrúlega ánægð með að hafa fundið þessa síðu ! Mér var bent á hana á námskeiði í Hreyfingu, uppskriftirnar þínar og reglulegt blogg halda manni alveg við efnið í átakinu ! :)
Haltu áfram á þessari braut ! Þú ert hvatning fyrir okkur hin sem viljum halda okkur í hollustunni! :)
kv.Laufey
Laufey Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:26
æi Sprellan mín.. farðu vel með þig skvísípæ...
Sigga Harpa (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 11:57
Sendi heilsustrauma - - - - - -
Erna (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 13:32
Takk fyrir þetta mín kæru - ég er öll að koma til! Sem betur fer, er alveg að farast úr hreyfingaleysi!
Hungraður: Þú þarft ekkert að nota prótein frekar en þú vilt. Próteinið gefur reyndar aðeins "karamellukenndari" áferð, sérstaklega ef það er blandað þykkt. Ekkert sem t.d. örbylgjaður banani getur ekki framkallað
Bragðið af próteininu kemur jú sterkt í gegn. Ef þú ert ekki mikið fyrir prótein þá myndi ég sleppa því, nema þú finnir þér eitthvað stórkostlegt kraftaverkaprótein með ofurbragði. En það er alltaf hægt að "drepa" það með kanil og vanilló 
Laufey: En frábært að heyra. Æðislegt! Takk kærlega fyrir mig og gangi þér vel í átakinu þínu
Elín Helga Egilsdóttir, 11.11.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.