23.9.2009 | 14:24
Hakk og spag... eða... voru það grjón?
Jú. Hakk og hýðisgrjón í tómat-basil blöndu. Rændi grænmetinu í vinnunni og voila! Ég elska svona hakk-gums, hvort sem því fylgir grjón, spaghetti eða einfaldlega grænmeti. Þetta hakk er líka frábært. Hvorki meira né minna en 4%. Þannig er það best. Ég er algerlega á því að kaupa ekki hakk út í búð. Eina sem er í boði þar eru 8% - 14% bakkar, verður ekkert úr því við steikingu, vatnsþynnt og áferðin á því eitthvað leiðinleg.
Svo ætlar minn sérlegi sambýlismaður að útbúa kjúlla fyrir konu og ketti í kvöld... kannski ekki ketti en a.m.k. kvendið. Hlakka mikið til. Wicked Paulsen er nefnilega mjög wicked kjúllaeldari!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjöt, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:25 | Facebook
Athugasemdir
Hvar færðu þetta hakk?
Ég bara verð að segja þér frá því að Orkubomburnar þínar eru búnar að slá í gegn hér á mínum bæ. Takk, takk.
Elísa (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:52
Hakkið keypti ég í kjöthöllinni. Þeir eru bara með 4% hakk hjá sér. Æðislegt starfsfólk og gott hráefni!
Ohhh, en gaman að heyra með stangirnar Ég á einmitt skammt í frystinum. Verða svo karamelló og skemmtilegar að bíta í.
Elín Helga Egilsdóttir, 23.9.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.